Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 Neytendur Verðkönnun á skólavörum: Ódýrari vörur end- ast stundum skemur Nú í byrjun september heíjast skól- arnir. Af því tilefni geröi DV verö- könnun á nokkrum vörum sem grunnskólanemendur þurfa aö nota í námi sínu. Var hún gerð í Máli og menningu, Pennanum, hjá Ey- mundsson og í Hagkaupi. Þaö ber að athuga að ekki var tekiö tillit til gæða í könnuninni nema aö litlu leyti. í tveimur tilvikum var geröur samanburöur á verði á nákvæmlega sömu vörunni hjá mismunandi rit- fangaverslunum. Er þar gerður verð- samanburður á strokleörum mis- munandi verslana og skólatöskum. Dýrari vörur endast oft lengur Mikiö úrval er í verslunum af ýmiss konar ritföngum og skólavör- um. Réttast er að athuga ekki ein- ungis Verð á þessum vörum. Skóla- töskur eru t.d. mjög mismunandi aö gæðuín og oftar en ekki eyðileggjast lélegar skólatöskur íljótlega. Sam- kvæmt því sem starfsmenn ritfanga- verslana segja er fólk nú fariö að huga mun meira að gæðum en oft áður. Fólk hefur rekið sig á það að ódýrar vörur eru ekki alltaf jafn góð- ar pg hinar dýrari. Er ending sumra tegunda af skólatöskum það mikil að ekki ætti að vera nauðsynlegt að skipta um nema einu sinni á þeim tíu árum sem börn eru í grunnskóla. En það getur verið nauðsynlegt að kaupa nýja tösku á hverju ári ef gæðin eru ekki nógu mikil. Eru lit- ríkar töskur með endurskinsmerkj- Upprennandi afreksmenn í lærdómi skoða skólatöskuúrvalið. um vinsælar hjá börnum í yngstu bekkjum grunnskóla en þegar þau verða ellefu til tólf ára fara þau frek- ar að vilja töskur sem ekki eru born- ar á baki og eru t.d. stundum úr leðri og áþekkum efnum. Margir auka- hlutir á skólatöskum koma fram í verði þeirra, svo sem endurskins- merki sem auka öryggi á dimmum vetrum. Hvar eru skélavörumar ödýrastar? Blýantar A4 blaöblokk 80 blöb L59 125 44 vélritunarblöð For You skólatöskur 100 blöð 199 6.150 5.790 oo [• 169 HBMfSSiSS'Bw?) Boxy strokleður 79 74 Reglustika 30 sm DV-mynd BG í ritfangaverslunum er yfirleitt mikið úrval og leitast þær við að bjóða fólki bæði ódýrar vörur og dýrari og betri vörur. Mestur munur á yddurum í könnuninni var einnig athugað verð á vörum eins og tússlitum og trélitum. Samanburður á þeim vör- um er mjög varasamur ef ekki eru borin saman sömu vörumerkin. Tólf trélitir voru ódýrastir á 213 krónur hjá Eymundsson en einnig voru til dýrari á nokkru hærra verði, bæði þar og annars staðar. Tólf tússlitir voru lægstir á 123 krónur í Pennan- um og hjá Eymundsson. Mjög marg- ar tegundir eru til af boxyddurum og er verðmunurinn því mikill. Þeir ódýrustu fengust í Pennanum og kostuöu 94 krónur. Hægt er að fá boxyddara af öðrum gerðum á miklu hærra verði. Af öðrum vörum í könnuninni var mestur munur á verði á hinum hefð- bundnu, htlu stályddurum. Munaði þar um 45%. Einnig var mikill mun- ur á einföldum, venjulegum, blýönt- um. Dýrastir voru þeir hjá Eymunds- son, kostuðu 17 krónur þar en 12 krónur í Pennanum. í Máli og menn- ingu kostuðu þeir 15 krónur en þeir voru ekki til í stykkjatali í Hag- kaupi. 30 cm reglustikur voru dýrast- ar í Hagkaupi, kostuöu 81 krónu en í Pennanum kostuðu þær 57 krónur. Hjá Eymundsson kosta þær 59 krón- ur en í Máli og menningu 65 krónur. Helslahlutverk vftamfna Iflahl Rauðu blóðkornin Fólasín Helsta hlutverk: Nauðsynlegt við myndun rauðra blóö- korna Uppspretta: Grænt grænmeti, rófur, appelsínur, bananar og fleiri garðávextir DV Agúrkur, tómatar og paprikur: Ódýrast í Bónusi í gær athugaði DV verð á agúrk- um, tómötum og paprikum í nokkr- um helstu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu; Bónusi, Fjarðarkaupum, Hagkaupi, Nóa- túni og Tíu-ellefu. Kom þar í ljós að Bónus var með lægsta verðið alls staðar. Kostuðu agúrkurnar þar 255 kr. kg. Hæst var verðið á þeim í Hagkaupi og Nóatúni, 339 kr. Þaö er 33% hærra en í Bónusi. í öðrum verslunum kostuðu agúrk- ur tæpar 300 kr. Paprikur eru mis- munandi í verði eftir tegundum en eina tegundin sem fannst alls stað- ar var græn paprika. Kostaði hún 397 kr. kg í Bónusi en var dýrust í Hagkaupi og kostaði þar 589 kr. Þar munar 48%. Annars staðar kost uðu grænar paprikur 449 til 499 kr Tómatar kostuðu 247 kr. kg í Bón usi. Voru þeir 25% dýrari í Hag kaupi og kostuðu þar 309 kr. í öðr um verslunum kostuðu þeir á bil inu 286 tO 298 kr. Fjöldatakmörk eru á teigubílum á höfuðborgarsvæðinu. Neytandi hringdi í D V og spurði hvernig málum væri háttað með leyfi til aksturs leigubifreiða. Var hann óhress með það að ekki væri hverjum sem er heimilt að aka bil gegn gjaldi. Sagði hann fargjald leigubíla vera allt of hátt og það væri vegna þess að sam- keppni skorti. Samkvæmt upplýsingum frá Sigfúsi Bjarnasyni, formanni bif- reiðastjórafélagsins Frama, þurfa menn að hafa stundað leiguakstur í eitt ár hjá öðrum eða úti á landi þar sem ekki eru fjöldatakmörk til að fá að fara á námskeið og fá atvinnuleyfi. Einnig þyi'ftu menn aö uppfylla kröfur um heilsufar, vera með hreina sakaskrá og flármál við- komandi þyrftu aö vera í lagi. Það er því Ijóst að ekki er hverjum sem er heimilt að stunda þetta. Segir Sigfús að leigubílar í Reykjavík séu alit of margir en þeir mega ekki verða fleiri en 570. Segir hann einnig að ekki sé eins mikil hætta á „klikuúthlut- un“ og var áður eftir að nýjar reglur tóku gildi um þetta efni. Sumir bankar eru opnir utan hefðbundins afgreiðslutíma. við DV og setti út á afgreiðslutíma bankanna. Munu þeir vera opnír frá kl. 9 til 16 alla virka daga með nokkrum undantekningum. Taldi hann að hið sama ætti að gilda um afgreiðslutíma banka og verslana. Mun það hafa verið svo fyrir nokkrum árum aö síðdegisaf- greiðsla var í mörgum bönkum en það þótti of kostnaðarsamt miðað við hvað það var lítið notað aí' neytendum. Samkvæmt upp- lýsingum frá íslandsbanka var ástæðan fyrír dræmri notkun á síðdegisafgreiðslu ekki iítil kynn- ing. Hins vegar sé nú lögð meiri áhersla á ýmiss konar þjónustu svo að menn þurfx ekki að fara í bankana til að ganga frá málum sinum. Sú þjónusta sem bankar bjóða upp á er m.a. greiösluþjón- usta, simaþjónusta og einnig hef- ur hraöbönkum verið gölgað. Sum sú þjónusta sem hægt er að fá hjá bönkum og sparar fólki sporin kostar talsvert. Svipuð svör fengust frá Landsbanka. Mun afgreiðslutíminn vera þessi meðal annars vegna kjarasamn- inga viö bankamenn. Ekki virð- ast breytingar á þessu vera á döf- inni. Á nokkrum stöðum er af- greiðslutíminn þó annar, t.d. er Búnaðarbankinn í Kringlunni meö opiö milli kl. 17 og 18 á fimmtudögum og er Sparisjóður vélstjóra opinn til kl. 18 á fóstu- dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.