Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 Spumingin Eru íslendingar fordómafullir? Gyða Kristmannsdóttir kennari: Það er mjög misjafnt. Magnús Skúlason, vinnur hjá Pósti & síma: Nei, ætli þaö. Andrea Þórðardóttir forstöðumaður: Örugglega, t.d. út í útlendinga. Guðrún Einarsdóttir og Andrea Ósk Þorkelsdóttir: Mjög persónubundið. Selma Gunnarsdóttir: Já, þeir hafa oft fordóma út í útlendinga. Geir Gunnarsson, atvinnulaus: Já, þeir hafa kynþáttafordóma. Lesendur GATT-sam- komulagið Konráð Friðfinnsson styður GATT vegna þess að hann telur að stjórnvöld muni ekki láta það bitna á landbúnaði hérlendis. Konráð Friðfinnsson skrifar: Úlfaþytur hefur myndast í kring- um innflutninginn og tollana á land- búnaðarvörum í kjölfar GATT- samningsins. Ríkisstjórnin gaf út þá yfirlýsingu á fundi með ungum sjálf- stæðismönnum nýverið aö hvergi hefði veriö meiningin með sam- komulaginu að ógna þeirri starfsemi sem fyrir væri í löndunum með til- urö GATT. Hefði hugsunin að baki samkomulaginu í raun verið að gefa innflutninginn frjálsan á milli GATT-landanna og að ríkjum væri heimilt að.leggja á verndartolla. í þessu tilfelli til að hlífa íslenskum landbúnaði. Nauðsynlegt væri að gefa sveitunum þann aðlögunartíma sem þær þyrftu til að mæta breyttum markaðsaðstæðum. Svona yfirlýsingar frá hæstvirtum forsætisráðherra í nafni íslensku ríkisstjórnarinnar auka manni vissu um aö stjórnin sé á réttri braut í málinu. Þegar efniviðurinn er lagður fram með svo skýrum hætti sér mað- ur að GATT-samkomulagið er ekki eins afleitt og maður áleit í fyrstu og að ríkisstjórnin er ekki eitthvað ein- angrað fyrirbæri hvað alla fram- kvæmd varðar, líkt og halda mætti af tali sumra manna. Hins vegar gerir GATT-samkomu- lagið ráð fyrir að innfluttar vörur seljist á áþekku verði og þær inn- lendu, þær séu a.m.k. ekki dýrari vegna t.a.m. óðlilegra tolla. Þessa meinbugi á tollum hefur ríkisstjóm- in nú viðurkennt opinberlega og hyggst hún gera bragarbót á þessu misræmi á næstu dögum. Ég styð sem sagt GATT, það er fijálsan innflutning. Enda er engin ástæða til annars ef leikreglurnar eru virtar og ákveðnar staðreyndir í umhverfmu viðurkenndar. Þaö geri ég fyrir þær sakir að sýnt er að vald- hafar munu bera gæfu til að láta hann ekki bitna með óeðlilegum hætti á innlendum landbúnaði né heldur matvælaframleiðslunni al- mennt. Ég minni á að ekki er sjálfgefið að hinn vestræni heimur haldi þeim lífskjörum sem hann hefur búið við nú um langt skeið um alla framtíð. Ekki eru nema 60 til 70 ár síðan ís- lendingar sultu heilu hungri ásamt Evrópubúum og Bandaríkjamönn- um. Þjóðin svalt meðal annars vegna þess að hún hafði veikburða land- búnað sem ekki var fær um að menna fólkiö. Og þessi tími, sem lið- inn er, er eins og lítill dropi í haf sögunnar og hann getur komið upp aftur skapist réttu aðstæðumar fyrir hann í heiminum. Og þótt við séum með of mikið af öllu á vorri tíð er morgundagurinn samt ekki öruggur. Engan sósíal Kennari skrifar: Flestir eru sammála um að ríkið eigi að reka félagslegt kerfi, heil- brigðiskerfi og menntakerfi. Slíkt er þó óþarfi og beinlínis rangt. í fyrsta lagi getur það aldrei verið réttlætan- legt aö taka pening frá einum manni nauðugum og láta annan fá. Slíkt jafngildir stuldi, hvort sem stór hóp- ur manna gerir það í gegnum lög eða með ofbeldi. í öðru lagi kemur skatt- heimta og tilvist þessara kerfa niður á fijálsum framlögum og styrkjum. Hið fyrsta sem fólk sker niður hjá sér þegar ríkið tekur af því pening og notar í slík kerfi em frjáls fram- lög. Allir era sammála um aö styðja þurfi þá sem minna mega sín. En ef ríkið hættir því er ekki erfitt að sjá það fyrir sér aö hægt verði að leggja peninga sína í sjóði sem styrkja ýmist skuröaðgerðir, menntun barna og húsnæðiskaup vegalausra. Mun minni peninga þyrfti til að styrkja slíka hluti vegna þess að fólk hefði almennt mun meira milli handanna. Nánast allir skattamir okkar, tekju- skattar, virðisaukaskattur og fleiri fara í rekstur svona þjónustu. Fólk hefði meiri pening til að greiða svona sjálft. Nú hugsa reyndar flestir að ekki sé hægt að tryggja að þorri fólks styðji aðra á þennan máta. Svarið við því er svona: 1. Minni pening þarf að greiða til hinna þurfandi vegna lægri skatta og það skiptir því minna máli. 2. Allir eru nú þegar samþykk- ir því að ríkið taki pening af þeim og greiði hinum þurfandi. Af hverju ættu þá ekki flestir að vilja greiða þetta sjálflr án þess að fara fram á það að ríkið beiti sig ofbeldi? 3. Meiri- hlutinn hefur engan rétt til að beita þá-fáu, sem ekki vilja greiða til hinna þurfandi, ofbeldi til að eignast lúut í vinnu þeirra. Forvarnargildi iþrótta Helgi skrifar: Annað veifið, einkum þegar sveit- arfélög taka til við gerð fjárhagsáætl- ana, taka ýmsir að tíunda svokallað forvamargildi íþrótta. Er á þeim að skilja að allsheijar íþróttaiðkun skili af sér heiðarlegri, heilbrigðri æsku, glæsilegum íslendingum framtíöar- innar. Er þessi áróður orðinn nokk- uð þreytandi, einkanlega þegar á það er litið hve hann virðist í litlum tengslum við raunveruleikann. Ekk- ert bendir til að þeir sem framarlega standa í íþróttum séu eftirbátar ann- arra þegar kemur aö því að falla fyr- iSMS)S\þjónusta allan sólarhringinn Aöeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 ir freistingum næturlífsins. Er oft mála sannast að þeir séu þar yfirleitt í fararbroddi, hafa enda komist ungir á bragðið í keppnisferðalögum meö eldri félögum. í vor var hægt að ganga að heimsmeisturunum í hand- bolta vísum á reykvískum vínveit- ingahúsum og erlendar fyrirmyndir ungra íþróttamanna eru ýmist að koma úr eða fara í keppnisbann vegna eiturlyfjanotkunar. Ef marka má fréttaílutning og lýsingar sjónar- votta einkennast hérlendir íþrótta- kappleikir æ meira af leikaraskap og ýmsum óheiðarleika. Þá spila leik- menn æ grófara svo félagar þeirra í forvarnarstarfinu liggja óvígir eftir. Enn er ótalin ein fyrirmyndin sem æskunni er boðiö upp á. Börn og unglingar hlýöa á íþróttafréttamenn misþyrma móðurmálinu og það og skólakerfið tryggja í sameiningu að nú vex hér upp kynslóö sem enga tilfmningu hefur fyrir tungunni. Þrátt fyrir þetta hafa stjómmála- menn alltaf verið reiðubúnir að verja fé til íþróttauppbyggingar. Hér und- anskil ég þó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem alltaf hefur beitt sér gegn slíku og hafi hún þökk fyrir. Helgi telur forvarnargildi íþrótta ekki mikið. Óhollur matur Sigríður skrifar: Ij'ólk leggur sér ótrúlegustu hluti til munns nú til dags. Unga fólkið borðar varla annað en ýmiss konar sykurmassa i hinu margvíslega formi, súkkulaði, lakkrís o.fl. Svo drekkur þaö syk- urleðju úr þar til gerðutn brúsum og dollum. Ég held að fólk myndi spara sér mikil óþægindi ef það tæki upp heilbrigðari lífshætti. Manni líöur alltaf betur ef maður borðar hollan mat og tekur lýsi á morgnana. Þakkir Margeir hringdi: Mig langaði að þakka starfs- mönnum Olís á Seltjarnarnesi. Ég kom þangað um lokun og það var nýbúið að setja sjálfsalann á. Ég á ekki gott með að dæla sjálfur svo aö þeir tóku pening- inn, settu í dæluna og dældu fyr- ir mig. Illa upp alið Verkamaður hringdi: Það er út í hött að einungis stúdentar megi taka námslán. Þetta er ójafnrétti. Vinnandi fólk á sama aldri hlýtur aö hafa sama rétt til námslána, einníg fram- haldsskólanemar og jafnvel gmnnskólanemar. Framhalds- skólanemar þurfa ekki að vera í neitt betri stöðu en háskólanem- ar. Eina ástæðan fyrir því að há- skólanemar fá þetta er frekja þessa unga fólks sem lengi hefur heimtað meira og meira frá öðr- um þjóðfélagsþegnum. Fólk ætti að ala bömin sín betur upp svo þau fari ekki að sníkja svona ffá öðm fólki. Úreltorð Hildur skrifar: í Þjóðarsál Ríkisútvarps var hreyft þjóðþrifamáli sem brýnt er aö fái hljómgrunn hjá lands- mönnum. Gömul íslensk orð, sem ekki eiga nokkurn rétt á sér í nútímasamfélagi, gera lítið úr sumum þjóðfélagshópum en upp- hefja aðra til skýja. Hvet ég al- menning til að taka nú vel við sér og breyta þessum ófögnuði. Ellilífeyrisþegar verða aldurs- launafólk, vinnuveitendur og launþegar þurrkist út en verði verkkaupendur og verkseljend- ur. Þar hallast ekki á. Fólk er miskunnarlaust svipt atvinnu sinni og kaliað atvinnuleysingjar. Þaö er í raun tryggingalaunafólk. Og i öllum bænum, fmnið betra orð yfir svonefndan verkalýð. Stríðið í Júgóslavíu S.N. hringdi: Það er fáránlegt hvað Samein- uðu þjóðimar hafa sýnt þessu stríði í lýðveldum fyrmm Júgó- slavíu mikinn áhuga. Ekki hafa Sameinuðu þjóðimar sýnt stríð- um í þriðja heiminum svona mik- inn áliuga. Af hverju skiptir þetta stríð meira máli en önnur? Per- sónulega er mér sama um þetta stríð. Mér veröur aö vera sama. Það er ekkert sem ég get gert. Allir aðilar í Júgóslavíu eru jafn grimmir og það á að leyfa þeim að berjast en ekki þykjast geta bætt úr þessu. Afskipti Samein- uðu þjóöanna hafa bara gert illt verra. Þær hafa búið til sérstök griðasvæði og smalað fólki saman svo það sé auðveldara fyrir her- menn aö drepa þaö allt í einu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.