Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SiMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafraen útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ARVAKUR HF.
Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Jöfnun og minnkun
Þótt stuðningur ríkisvaldsins við sauðfjárrækt hafi
lengi skorið í augu, er hann orðinn minni en stuðningur-
inn við ýmsar búgreinar, sem ekki búa við eins þraut-
skipulagt verðlagningar- og sölukerfi af hálfu ríkisins,
svo sem svína- og kjúklingarækt og eggjaframleiðsla.
Fólk tekur betur eftir stuðningnum við sauðfjárrækt,
af því að augljós er ríkisrekstur hennar á vegum svo-
nefndra sex og sjö manna nefnda; af því að upp hleðst
kjötfjall; og af því að þessi stuðningur hefur áratugum
saman verið fyrirferðarmikill á fjárlögum ríkisins.
Fyrir fjórum árum nam stuðningur ríkisins við sauð-
fjárrækt 92% af tekjum hennar. Nú er stuðningurinn
kominn niður 162% og fer minnkandi. Hann er kominn
niður fyrir 78% stuðning við svínarækt, 85% stuðning
við kjúkhngarækt og 78% stuðning við eggjaframleiðslu.
Þetta stafar af, að innflutningsvernd hinna greinanna
vegur þyngra á metunum en ríkisrekstur sauðfjárrækt-
ar. Það gefur betri tekjur að hafa ekki samkeppni frá
útlöndum en að njóta ríkisrekstrar í verðlagninu og sölu.
Þessar nýju upplýsingar hafa komið mörgum á óvart.
Það er efnahagsframfarastofnunin OECD, sem hefur
reiknað þetta út til að bera saman opinberan stuðning
við landbúnað í aðildarríkjum stofnunarinnar. Enginn
hefur vefengt prósentutölumar, en Hagfræðistofnun
Háskólans telur þó, að þær séu í lægri kantinum.
Stóra máhð er eftir sem áður, að stuðningur ríkisins
við landbúnað er meiri hér á landi en 1 nærri öhum ríkj-
um heims og að hann er meiri en þjóðfélagið getur stað-
ið undir. Það sjáum við af vangetu íslenzka ríkisins th
að halda dampi í heilbrigðis- og menntamálum landsins.
í framhaldi af skýrslu OECD er þó rétt að staldra við
og kanna, hvort ekki hggi meira á að beina sparnaðar-
spjótum ríkisins að þeim greinum, sem njóta meiri stuðn-
ings en sauðfjárrækt heldur en að þrengja eins hratt að
henni og gert hefur verið á undanfórnum árum.
Tvennt þarf að hafa í huga, þegar reynt er að létta
róður sauðfjárbænda. í fyrsta lagi þarf þjóðin að losna
við sífehda endurnýjun kjötfjallsins. Það gerist aðeins á
þann hátt, að framleiðslan minnki, því að innanlands-
markaðurinn fer minnkandi og sá erlendi er verðlaus.
í öðru lagi valda svín og kjúkhngar ekki sama álagi á
gróður landsins og sauðféð gerir í sumum landshlutum.
Afar brýnt er að stöðva beit á viðkvæmum afréttum
móbergssvæðisins, svo sem afréttum Mývetninga, alveg
óháð því, hvort hægt er að selja þaðan dilkakjöt. '
Af þessum tveim ástæðum þarf ríkið í senn að beina
stærri hluta af 62% stuðningnum vð sauðfjárrækt th að
kaupa upp framleiðslurétt og gera sauðfjárbændum á
viðkvæmustu stöðunum þar að auki sérstakt thboð, sem
leiði th þess, að sauðQárrækt verði lögð þar niður.
En þessar aðgerðir þurfa að vera meira en kák, ef þær
eiga að hafa þau áhrif, að sauðfjárbændur, sem búa við
hagstæð skhyrði og kunna vel th verka, geti aukið fram-
leiðsluna og haft af henni meiri tekjur en þeir hafa nú.
Fækkun búa þarf að vera mun meiri en stækkun búa.
Um leið er orðið tímabært, að fólk átti sig á, að vanda-
mál landbúnaðarins eru almenns eðhs og fylgja ekki
bara hinum hefðbundnu greinum sauðfjár- og nautgripa-
ræktar. Taka þarf mið af, að innflutningshöft eru afdrifa-
ríkari aðgerð en annar markaðsstuðningur ríkisins.
Með prósentutölum OECD eru komin mæhtæki, sem
eiga að g^ra ríkinu kleift að setja sér markmið um jöfnun
stuðningsins og minnkun hans í skilgreindum áfóngum.
Jónas Kristjánsson
„Það þarf því ekki mikil vísindi til að sýna fram á að með því að minnka þorskafla krókabáta úr 40 þús.
tonnum, sem hann verður á þessu fiskveiðiári að mati Fiskistofu, niður i 21.500 tonn munu 420 smábátaeig-
endur missa atvinnuna."
Áhættulaus
veiðiskapur
Forsætisráðherra, Davíð Odds-
son, hefur látið svo ummælt að
„hann teldi að það gæti ekki skipt
sköpum fyrir uppbyggingu þorsk-
stofnsins þótt trillukörlum yrði
leyft að veiöa 10 þúsund tonnum
meira á handfærum en fiskifræð-
ingar ráðlegðu".
Hálfur milljarður að láni
til eyðingar smábátum
Samhliða breytingum á lögum
um stjóm fiskveiða 15. júní sl. voru
samþykktar breytingar á lögum
um Þróunarsjóð sjávarútvegsins.
Þar var sjóðnum heimilaö að taka
hálfan milljarð að láni til að greiöa
úreldingarstyrki til eigenda króka-
báta. í raun og veru er þetta angi
af þvílíku stórmáli sem hér er í
uppsiglingu að ekki er hægt að sitja
þegjandi yfir því.
Breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða skerða svo mjög veiði-
heimildir krókabáta aö fyrirsjáan-
legt er að einhverjir munu neyðast
til að hætta útgerð. Lögin hafa því
í fór með sér að atlaga er gerð að
67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar um
eignarrétt og atvinnufrelsi, þannig
að bætur eru greiddar fyrir, sem
bera nafniö úreldingarstyrkur.
Ekki má búast við að allir verði
sammála mér um að túlka eigi lög-
in með þessum hætti, en staðreynd-
irnar tala sínu máli.
En afleiðingar þeirra breytinga
sem gerðar voru á lögum um stjórn
fiskveiða verða miklu meiri heldur
en svo aö það kosti ríkissjóð aðeins
hálfan milljarð. Fyrirsjáanlegt er
að þær munu hafa í för með sér
atvinnu- og eignamissi, að ekki sé
talað um aðrar hörmungar sem
munu dynja á landshlutum sem
byggt hafa afkomu sína á smá-
bátaútgerð.
KjaHaiinn
Örn Pálsson
framkvæmdastjóri Landssam-
bands smábátaeigenda
Beinn skattur samfélagsins
1,5 milljarðar fyrir hverja
1000 sem eru án atvinnu
Atvinnuleysi er böl og verður
böl, atvinnuleysi á að koma í veg
fyrir á allan mögulegan hátt og
ekki á að hika við að breyta lögum
ef það gæti komið í veg fyrir að
hundruð íslendinga verði atvinnu-
laus. Samkvæmt úttekt Þjóðhags-
stofnunar frá árinu 1993 var beinn
kostnaður samfélagsins vegna
manns sem er án atvinnu í eitt ár
ein og hálf milljón á árinu 1992.
Væntanlega er þessi upphæð nokk-
uð hærri í dag.
Samkvæmt upplýsingum úr Út-
vegi 1994, riti Fiskifélags íslands,
þurfti 44ra tonna afla til að skapa
einum manni heilsársvinnu á smá-
bát. Það þarf því ekki mikil vísindi
til að sýna fram á aö með því að
minnka þorskafla krókabáta úr 40
þús. tonnum, sem hann verður á
þessu fiskveiðiári að mati Fiski-
stofu, niöur í 21.500 tonn munu 420
smábátaeigendur missa atvinnuna.
Við það bætist að viðkvæmustu
staðir landsins hvað atvinnu
áhrærir verða af þúsundum tonna
til vinnslu, sem ekki er á bætandi
viö það ástand sem þar ríkir. Þá
munu þjónustuaðilar og aðrir þeir
sem tengst hafa smábátaútgerðinni
lenda í erfiðleikum, sem mun einn-
ig kalla á aukið atvinnuleysi.
Með vísan í ummæh Davíðs
Oddssonar í upphafi þessarar
greinar á ríkisstjórnin að sýna
kjark og breyta lögum strax og þing
kemur saman, þannig að afstýra
megi enn meiri vandræðum á okk-
ar ágæta landi, íslandi.
örn Pálsson
„Breytingar á lögum um stjórn fisk-
veiða skerða svo mjög veiðiheimildir
krókabáta að fyrirsjáanlegt er að ein-
hverjir munu neyðast til að hætta út-
gerð.“
Skoðanir annarra
Kjöt til þróunarlanda
„Eftir er sá möguleiki að sjóða niður umframfram-
leitt kjöt til afsetningar í þróunarlöndum. Slík
vinnsla kostar hins vegar viöbótarfjármuni. Hugsan-
lega má líta á slíka afsetningarleið sem átaksverk-
efni gegn atvinnuleysi hér á landi, sem kostar samfé-
lagið verulega fjármuni. Þessi möguleiki er í það
minnsta verður nokkurrar skoðunar."
Leiðari Mbl. 27. ágúst.
Grunnskólar til sveitarffélaga
„Til þess að þessi breyting raski ekki skólastarfi í
landinu þarf að undirbúa hana mjög vel. Skólarnir
eru viðkvæmir vinnustaðir og um þá þarf að ríkja
friður. Þótt breytingin varði aðeins laun kennara er
hún flókin og það þarf að semja skýrar reglur um
hvemig farið er með áunnin réttindi og síðast en
ekki síst hvaða heimanmund þetta verkefni fær frá
ríkinu. Hann felst í því að breyta lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga þannig að tekjur komi á móti
þessum auknu verkefnum." Leiðari Tímans 26. ágúst.
Fólksflutningar
, Helmingur allra skráðra atvinnuleysingja er í
Reykjavík. Samt fjölgar íbúum þar og er fækkunin
því annars staðar. Fólksfækkunin er mest þar sem
atvinnuástand er best og meðaltekjur hæstar.
Eitthvað er þetta á ská og skjön við viðteknar skýr-
ingar á búferlaflutningum og ástandi atvinnumála.
Opinber húsnæðisstefna hefur átt að laöa fólk aö
byggðarlögum eða að halda í þá íbúa sem fyrir eru.
Allt virkar þaö öfugt og eru nú félagslegar íbúðir
víða orðnar myllusteinn um háls sveitarfélaga.“
Oddur Ólafsson i Timanum 26. ágúst.