Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 Stuttar fréttir Serbar skipta um stef nu Bosníu-Serbar, sem eiga yfir höíði sér loftárásir NATO vegna tilræðisins í Sarajevo í gær, sWptu um skoðun og fögnuðu friðarumleitunum Bandaríkja- manna. Pete Wiison í framboði Pete Wilson, ríkisstjóri í Kaliforníu, lýsti opinber- lega yfir fram- boði sínu til for- setaembættis- ins í gær og hélt ræðu í New York þar sem hann veittist að ólöglegum innflytjendum. Sendiherraivinnuna Kínversk stjóravöld hafa sent sendiherra sinn í Bandaríkjun- um aftur til Washington eftir tveggja mánaða fjarveru og þyWr það benda til að samsWptin séu að batna. Alsírbúi grunaður Alsírbúi, sem sagður var hafa sWpulagt rán á franskri flugvél um jólin í fyrra, hefur verið nefndur sem aðili aö tilræðinu á IestarStööinni í'París í júlí. Bankasamruni Bandarísku bankamir Chase Manhattan óg Chemical Bank verða bræddir saman i einn, hinn stærsta í Bandaríkjunum og einn hinn stærsta í heimi. Samið um skipsf örgun Danir og Grænlendingar ætla í sameiningu að sWpuleggja förg- un gamalla skipa á Grænlandi svo umhverfið beri ekki skaða af. Viijaflýta viðræðum Sendifulltrúi Borísar Jeltsíns Rússlandsfor- seta hvatti upp- reisnarmenn í Tsjetsjeníu til að hraða friðar- viðræðum svo enda mætti átta mánaða ófrið í lýðveldinu. Fimmti hver atvinnulaus Fimmti hver vinnufær Dani er án atvinnu, annaðhvort atvinnu- laus, í leyfi eða á eftirlaunum. Gegnfíkniefnum Frakkar og Þjóðverjar vilja þrýsta á Hollendinga að taka upp harðari stefnu gagnvart fikniefn- Uin. Heuter, Ritzau Útlönd____________________________________________________DV 37 létu lífið í mannskæðustu árás á óbreytta borgara í Saraj evo í hálft annað ár: Mamma, ég er búin að missa höndina „Mamma, ég er búin að missa höndina, ég er búin að missa hönd- ina,“ sagöi lítil stúlka í fangi móður sinnar í Sarajevo í gærmorgun. Hún var eitt fórnarlamba sprengjunnar sem varð 37 manns að bana og særði á níunda tuginn í höfuöborg Bosníu. Litla stúlkan var með blóði drifna ábreiðu yfir stubbnum. Móðir henn- ar missti auga í sprengjuárásinni og kveinaði: „Hvar er maðurinn minn, ég er búin að týna manninum mín- um.“ Sprengjuárásin í gær var sú mannskæðasta á Sarajevo í hálft annað ár, eða frá því að sprengjur grönduðu hátt í sjötíu manns á mark- aðstorgi skammt frá þeim staö þar sem sprengjan sprakk í gær. Gjöldum í sömu mynt Bosnísk stjórnvöld lofuðu skjótum hefndum fyrir blóöbaðið í gær, sem þeir kenndu Bosníu-Serbum um. „Hvað morðingjana áhrærir, vil ég segja þetta: við munum gjalda í sömu mynt og þaö fljótt," sagði Alija Izet- begovic Bosníuforseti áður en hann hélt til fundar viö Richard Holbrook, sendimann Bandaríkjastjórnar, í París. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, krafðist þess að Atlantshafs- bandalagið gerði þegar í stað loft- árásir á sveitir Bosníu-Serba. Það var 120 millímetra sprengikúla sem olli mestu tjóninu við ingang innimarkaðar þar sem úði og grúði af viðskiptavinum. Um tíu manns tO viðbótar særðust þegar önnur sprengja sprakk við þjóðleikhúsið skammt þar frá. Nokkrum klukku- stundum síðar lenti sprengja á sjúkrahúsi þangaö sem hinir særðu höfðu verið fluttir og særði tvo sjúkl- inga. Kenna hverjir öðrum um Stjórn múshma og Bosníu-Serbar, sem hafa setið um Sarajevo frá því í aprO 1992, voru ekki seinir á sér að kenna hverjir öðrum um ódæðis- verkið. Alexander Ivanko, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, benti á að sprengj- unni heföi verið skotið frá stöðvum sunnan við borgina. Bosníu-Serbar ráöa mestu á þeim slóðum. Heimild- armenn í starfshði SÞ sögðu hins vegar að óvíst væri hvort nokkurn tíma yrði hægt að finna þá seku þar sem báðir deiluaðilar heföu bæki- stöðvar á þeim slóðum þaðan sem sprengjunni var skotið. Izetbegovic Bosníuforseti og Holbrook, sendimaður Clintens, ræddust við í eina klukkustund í París í gær og sagði bandaríski sendi- maðurinn aö hann heföi flutt samúð- arkveðjur frá Bandaríkjaforseta. Einnig ræddu þeir um hvernig NATO gæti svarað árásinni. Izet- begovic snæðir síðan hádegisverð með Chirac Frakklandsforseta í dag. „Þetta mun ekki stöðva friðarvið- leitni okkar, heldur munum ganga tvíefldir til verks," sagði Holbrook. Óþokkar og morðingjar Muhamed Sacirbey, utanríkisráð- herra Bosníu, sagðist vona að hinir látnu yrðu ekki „grafnir og fljótlega gleymdir". Tengslahópurinn svokallaði um fyrrum Júgóslavíu, sem í eiga sæti fuOtrúar frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Bandaríkj- unum, hittist í París í dag og slást embættismenn frá Kanada, Spáni og Ítalíu í hópinn. Vestrænar ríkisstjórnin fordæmdu árásina í gær og vönduðu morðingj- unum ekki kveðjurnar. Hið sama gerðu óbreyttir borgarar í Sarajevo. „Morðingjar. Óþverrar. Þeir eiga allir skilið að vera slátrað,“ hrópaði blóði drhin kona fyrir utan markað- inn þar sem hWn lágu eins og hrá- viði aht um kring. Reuter Látnir og særðir voru úti um allt við markaðstorgið í Sarajevo eftir árásina í gær og var aðkoman hroðaleg, eins og þessi mynd ber glöggt vitni. Ekki er vitað hverjir vörpuðu sprengjunni sem varð 37 manns að bana en deiluaðilar voru ekki seinir á sér að kenna hverjir öðrum um ódæðið. Símamynd Reuter Laus staða á skrifstofu Dagvistar barna Starf fjármálastjóra er laust til umsóknar. Starfið felst í daglegri stjórnun fjármála- og rekstrarsviðs. Umsækjandi þarf að hafa: • Menntun á sviði viðskipta og/eða hagfræði. • Reynslu í Qárhagsáætlunargerð og skyldum verkefnum. • Þekkingu og reynslu í stjórnun og samskiptum. • Áhuga til að takast á við ábyrgðarmikið starf í stofnun þar sem fram fer viðamiki! endurskipulagning. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Dagvistar barna, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur um starfíð er til 18. september. Tjáningarfrelsi settar frekari skorður á kvennaráðstefnu: ■ ■ Oll mótmæli bönnuð Kínversk yfirvöld settu tjáningar- frelsinu á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Beijing og óháöri kvennaráðstefnu fyrir utan borgina frekari skorður í gær meö setningu sérstakra reglna. Bönnuðu þau hvers kyns mómtæli sem brytu í bága við kínverskt alræðisvald eða rægðu kommúnistastjórnina. Talsmaður stjómvalda sagði að slík mótmæli yröu einnig bönnuð á fundarstað óháðu kvennaráðstefnunnar í Hua- irou, skammt frá Beijing. Yfirmaður öryggsimála á ráöstefn- unum sagði að mótmæli yröu ein- ungis leyfð á íþróttcdeikvangi við skóla í Huairou en þau mættu ekki fela í sér ógnun við alræðisvald Kín- veija né rægja stjórnvöld. Talsmað- urinn forðaðist að útskýra hvað fæh í sér róg um stjórnvöld eða ógnaði alræði stjórnvalda. Vísaði hann ein- ungis í reglur um aðgang útlendinga að Kína. Sagði hann að blaðamanna- fundir yrðu háðir samþykki sWpu- leggjenda ráðstefnunnar og kín- verskra yfirvalda í sameiningu, eng- ar hömlur yrðu settar við hvað þar yrði sagt. Talsmaður stjórnvalda sagði Kínverja áskilja sér rétt til að grípa til hvers kyns nausynlegra að- geröa til að tryggja að stærsta alþjóð- lega samkoma í Kína yrði árangurs- rík. Hinar nýju reglur um skerðingu tjáningarfrelsis þykja sýna þær áhyggjur sem kínversk stjórnvöld hafa haft af ráðstefnu SÞ og óháðu kvennaráöstefnunni. Óháða ráö- stefnan var flutt frá Beijing í apríl en ráðamenn óttuðust þá að sjá kon- ur mótmæla á Torgi hins himneska friðar. Heimildir segja að Li Peng hafi verið afar skelkaður að sjá hörð mótmæli kvenna gegn sér á félags- málaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn og hneykslaðist á aðgerðaleysi yfirvalda gagnvart mót- mælendunum. Kínverjar þóttu gefa forsmekk af því sem í vændum er á sunnudag. Þá leituðu tollverðir í tvo tíma í far- angri meðlima mannréttindasam- taka. Neituðu tollverðir að skila bók í farangrinum fyrr en skopmyndir, sem hæddust af Deng Xiaoping, höfðu verið rifnar úr bókinni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.