Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
Sviðsljós
Endurkomu Tysons í hringinn mótmælt:
Stjörnurnar
komu að sjá
Það vakti mikla gremju meðal
kvenréttindahópa vestra þegar
hnefaleikakappinn Mike Tyson
ákvað að fara aftur í hringinn og
boxa. Tyson sat í fangelsi fyrir
Pamela var einnig mætt til að sjá
box ásamt Tommy Lee.
nauðgun þar til í vor og leist mörgum
ekkert á þegar farið var að hampa
dæmdum nauðgara sem hetju. En
þrátt fyrir mótmælastöðu utan við
höllina í Las Vegas, þar sem Tyson
lúskraði á ónefndum boxara, létu
kvikmyndastjörnurnar sig ekki
vanta á völlinn.
Þótt Jack Nicholson, einn ákafasti
boxaödáandinn í Hollywood, léti ekki
sjá sig var urmull af frægum andlit-
um á vellinum. Þar mátti sjá hina
brjóstgóöu strandvaröastúlku Pam-
elu Anderson ásamt maka sínum,
rokkaranum Tommy Lee. Don John-
son mætti meö nýja dömu upp á arm-
inn en nokkuð er'um liðið síðan hann
og Melaine GrifTith skildu. Þá mátti
einnig sjá vöðvatröllið Arnold
Schwarzenegger, Kiefer Sutherland,
Denzel Washington, Eddy Murphy
og kvikmyndaleikstjórann Francis
Ford Coppola. Allt eru þetta miklir
áhugamenn um box og margir þeirra
hafa steytt hnefana með stæl á hvíta
tjaldinu.
Don Johnson mætti með nýja kærustu á hnefaleikakeppni Mikes Tysons.
Ekki fylgir sögunni hvað daman heitir.
Söndru Wagner, í rauða kjólnum, er hér óskað til hamingju með sigurinn í Elite-fyrirsætukeppninni, Elite Model
Look ’95 sem fram fór í Seoul í Suður-Kóreu um helgina. Fyrirsætur frá fjölda landa tóku þátt í keppninni og
varð fulltrúi íslands, Ásdís Maria Franklin, í þriðja sæti. Simamynd Reuter
Richard Gere baðar sig nakinn í sænska skerjagarðinum:
Cindy alveg sama og
spáir í son Kennedys
Richard Gere varð bálreiöur þegar
myndir af honum aö baða sig nakinn
í sænska skerjagarðinum ásamt
sænskri vinkonu sinni birtust i blöð-
unum á dögunum. Kærastan er 25
ára, 20 árum yngri en Gere, náms-
mey og bensínafgreiðslustúlka í
hlutastarfi.
En þó að Gere sé óður yfir nektar-
myndunum stendur eiginkonu hans
í nokkur ár, fyrirsætunni Cindy
Crawford alveg á sama. Cindy sér
ekki sólina fyrir John F. Kennedy
yngri, syni forsetans sáluga. Hann
er að hleypa af stokkunum nýju
tímariti um stjómmál sem nefnist
George, í höfuðið á George Washing-
ton forseta. Hyggst hann skreyta
forsíðu fyrsta tölublaðsins með
Cindy þar sem hún klæðist George
Washington hárkollu einni fata.
Þau skötuhjú sáust fyrir stuttu á
einum aðalskemmtistaðnum í New
York, Squeeze Box. Var að sjá sem
þau væru yfir sig astfangin. Mötuðu
þau hvort annað á ólífum úr drykkj-
um sínum, horfðust í augu og yfir-
gáfu síðan staðinn hönd í hönd.
Frá því að Cindy skildi við Gere í
fyrra hefur hún veriö önnum kafin
við gerð fyrstu myndar sinnar sem
nefnist Fair Game. Þá hefur Sylvest-
er Stallone verið að reyna við hana
en hún gaf honum ekki færi á að
fara meö sér út. Hún vill bara JFK
yngri.
W#
-J w w
af smáauglýsingum fyrir alla
áskrifendur DV
A UGL YSINGAR
Smáauglýsingar DV skila árangri.
Hringdu núna í síma 563 2700
Cindy sér ekki sólina fyrir John F. Kennedy yngri,