Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 23 Jlg® Kerrur Ödýrar kerruhásingar. Lögleg bremsukerfi. Evrópustaðall. Hand- bremsa, öiyggisbremsa. Allir hlutir til kerrusmíða. Víkurvagnar, Síóumúla 19, sími 568 4911. % Hjólbarðar Jg Bilartilsölu M. Benz 500 SEL '86 til sölu. Einstakur bíll meó öllu. Leðursæti með rafmagnsstillingum, fram og aftur í, hleðslujafnari, sóllúga, áli'elgur o.fl. Einn best útbúni bfll á landinu. Veró tilboð, ýmis skipti koma tO greina, jafnvel á fasteign. Upplýsingar í sím- um 552 2515 og 561 1327. Tilboö óskast í GMC 4x4, árg. ‘77, feróainnrétting, fallegur bíll í góðu standi, skoðaður ‘96, ásett veró 650-700 þús., fæst á hálfvirói gegn staðgreiðslu. Upplýsingar í s. 587 4489 og 896 2392. Pontiac Bonneville SE ‘92 til sölu. Lftið ekinn og vel með farinn, framdrifinn, álfelgur, sjálfskiptur, vökvastýri, cruise-control, rafmagn í rúðum, sæti og ýmislegt fleira. Upplýsingar í Bíla- höllinni, Bíldshöfða 5, sími 567 4949. Toyota Carina E STW 2.0 GLi, árg. ‘94, ekinn 20 þús., 5 gira, htur vel út. Veró 1.650.000, ath skipti. Bfiasala Biyn- leifs, Keflavík, s. 4215488,4214888 og á kvöldin 421 5131. Smáauglýsingar Subaru 1800 ‘86, ekinn 152 þús., sjálfskiptur, skoðaður ‘96. Mjög faíleg- ur og vel með farinn. Selst gegn stað- greiðslu eóa á góðu skuldabréfi. Upplýsingar í síma 587 0792. Pontiac TransAm ‘76, framendi ‘78, vél 455,400 skipting. Veró 700 þús. Upplýsingar á Bílasölu Selfoss, sími 482 1655 eða 482 2522 á kvöldin. Jeppar Til sölu Blazer ‘89, 4,3 1, grár, sjálf- skiptur. Verð 1.390 þús. Upplýsingar í síma 852 3900, 852 3901 eða 567 0516. Til sölu frábær bíll. Scania 143, topline, 470 hö., 6x4, árg. ‘89. 4 punkta loft- fjaðrandi hús með 1 koju, nýjar fóðr- ingar og legur í kælum, nýjar fóðringar í hús, nýlegt fremra drif, nýlegir kross- ar í milliskafti, nýr bílstjórastóll, þétt undir olíuverki, nýir bremsuborðar á öllu, nýjar skálar að framan, nýjar hjólalegur á fremra drifi, nýir loftpúðar í húsi aó framanveróu, nýlegt pústkerfi upp með húsi + krómhlíf, skipt um stýrisenda, upptekió aftara drif, skipti gírkassi, nýr loftdeihr f/skiptingu, ný- legt glussakeríi og 2 tannhjóladælur, uppgeróur GF + dráttarstóh, nýlegur hleðsluventill, ný 315x80 framdekk, nýleg 8 dekk á drif sól/snjó, EDC raf- magnsohuverk, cruisecontrol, tölvu- skipting, 10 gíra, rafdr. rúöur, raf- magnsþurrkari fyrir bremsur, loftkæl- ing á húsi, loftflautur, 400 1 hráolíu- tankur, aðvörunartölva í mælaborði, mótorbremsa í petala, hvítreykisminn- kari, spoiler á toppi með ljósi, 2x100 W kastarar á toppi, grindarbitar geta fylgt með til lenginga. Bílhnn er skoð- aður ‘96. Malarvagn: Isvagn, árg. ‘91, nýir boró- ar í öhu, nýjar þéttingar í tjakki, 2 nýir loftpúðar, vikurmerar, nýjar legur í aftari hásingu. Vagninn er skoðaóur ‘96. Til sýnis hjá Bílasölunni Hrauni, Kaplahrauni 2—4, s. 565 2727. Vinnuvélar Vinnulyftur, sími 554 4107 og 896 1947. Útleiga og sala. Eigum til stórar og smáar sjálfkeyrandi rafmagns- og bensínlyftur. Vinnuhæð 14 m. Fyrir húsaviðgerðir, iðnaðarmenn o.fl. &ALUANŒ Dekkjahöllin, Draupnisg. 5, Akureyri, sími 462 3002, fax 462 4581. Bændur! Verktakar! Við eigum til á lager úrval búvéla- og vinnuvéladekkja á hagstæóu verði, beint frá framleióanda. (ISO 9002 gæóastaðah.) Jjjheld ég tjané heim“ Ettireinn -ei aki neinn UUMFEROAR RÁO Nissan Patrol ‘94 turbo dísil, ekinn 24 þús., htur út sem nýr. Verð 3.400 þús., ath. skipti. Bílasala Brynleifs, Kefla- vík, s. 421 5488, 4214888 og á kvöldin 4215131. VÍKUR- VAGNAR Hitaveitur, vatnsveitur: Þýskir rennshsmælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 567 1130, 566 7418 og 853 6270. Vörubilar Menning Stemningar liðins tíma Þorvaldur Þorsteinsson í Gallerí Greip Þorvaldur Þorsteinsson ber víöa niöur á vettvangi menningar og lista og á undanfornum misserum hefur hann sent frá sér bækur og samið leikrit auk mynd- sköpunar. Um þessar mundir eru myndverk eftir hann á sýningum, m.a. á Kjarvalsstöðum, á Akureyri, á Seyöisfiröi, í Hallormsstaðarskógi og í Finnlandi. Þor- valdur lætur ekki þar við sitja, heldur hefur hann nú opnað einkasýningu í Gallerí Greip á horni Hverfis- götu og Vitastígs. Myndir í römmum Sýningu sína nefnir Þorvaldur Myndir í römmum og er það lýsandi nafngift þrátt fyrir yfirlætisleysið. Hér er um að ræða 23 myndir, afar misjafnar að allri gerð, inntaki og efnivið. Hér gefur að líta allt frá ámál- uðu klisjukenndu prenti af trillu í sólarlagi í Djúpuvík til ljósmyndar af Marilyn Monroe sem ekkert hefur verið umbreytt nema hvað titillinn er nýr: Sjálfsmynd (sem gamall sundbolur). Talsvert er og af myndum útfærðum í vatnslit og með blýanti og teiknibleki. Yfir- bragðiö er harla nostalgiskt eins og hingað til á sýning- um Þorvaldar. Einfóld og næsta barnsleg teikning listamannsins vekur upp stemmningar liðins tíma sem er eins konar gullöld í endurminningunni. Margar myndanna eru nokkurra ára gamlar en nokkrar nýjar og það er fyrst og fremst uppsetningin sem hlýtur hér að vera meginatriði. Þrjú verk eða tuttuguogþrjú? Rammarnir eru eins margbreytilegir og myndefnið og útfærslan. Það er öðru fremur samspil myndanna sem gerir sýninguna athyghsverða. Myndunum er komið fyrir nokkuð þétt á þrjá veggi salarins og þær vega hver aðra upp í skrautlegri en þó einfaldri og stemningarvekjandi heildarmynd. Þó er ég ekki frá því að þrívíddarhlutir hefðu gert útslagið um virkilega góöa innsetningu. Þorvaldur hefur áður sett upp slíkar sýningar og tekist þar betur upp en að þessu sinni í Gallerí Greip. Auk þess hefði verið rökréttara, vegna þess hvernig upphengingu verkanna er háttað, að telja þau einfaldlega þrjú eða jafnvel einungis eitt marg- brotið verk. Þorvaldur er greinilega að þróa list sína Mælska Það er list að tala til fólks. Sumum er það lagið, öðrum ekki. Ég tók fyrst eftir þessu að einhverju marki á pólitískum fundi suður í Keflavík fyrir þingkosningar árið 1963. Það voru stórkanónur á þeim fundi. En það var mismikil þögn undir ræðunum. Ólafur Thors tal- aði fyrstur og hélt athygli fundarmanna alla ræðuna. Reyndar lék hann á þá eins og hljóðfæri og maður fékk það á tilfinninguna að hann réði því algjörlega hvernig menn höguðu sér á meðan hann stóð í pont- unni. Síðan komu í einhverri röð, sem ég man ekki hver var, þeir Emil Jónsson, Guðmundur í. og Jón Skaftason. Það varö vaxandi ókyrrð í salnum á meðan Atburðir Úlfar Þormóðsson þeir töluðu. Áheyrendur spjölluðu saman, gengu um gólf, reyktu og tóku í nefið. Einstaka maður staupaði sig. Svo datt á dúnalogn, menn hættu ráfi sínu um salinn og gleymdu jafnvel að reykja og sinna öðrum nautnum. Nýr ræðumaður sté í pontuna. Hann var ekki eins raddsterkur og Ólafur, ekki eins valdamikill og Emil, ekki eins langur og Guðmundur í. og ekki eins vel auglýstur og Jón. En hann hafði eitthvað við sig sem hreif fólk. Eitthvað sem sést ekki endilega en er tfi staðar. Þetta var Gils Guðmundsson. Vegna þess- ara eðliskosta fékk hann mesta athygli, bestar undir- tektir en fæst atkvæði þegar talið var upp úr kjörköss- unum. Árið 1966 voru meðal annarra tveir ungir menn í framboði á sama lista við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. í sjötta sæti var Jón Baldvin Hannibals- son og í því áttunda Svavar Gestsson. í síðustu alþing- Þorvaldur Þorsteinsson: Eiginkonur. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson rneira í átt að leikhúsi og því mætti hann hugleiða að gera raunhæfari innsetningar í sviðsmyndastíl í staö þess að láta svo einfaldar upphengingar nægja. Gálgahúmor í póstkortum Gestkomandi skyldu ekki láta póstkortarekka Þor- valdar fram hjá sér fara. Þar er á ferð skemmtilegur bónus á sýningunni; fjöldi póstkorta sem eru uppfull með gálgahúmor og tvíræðni. Slökkviliðsmaður með dúkkur, Bifreiðaverkstæði Hörra á Seyðisfirði og sturtur slökkviliðsmanna eru meðal mjög margvís- legra viðfangsefna Þorvaldar í póstkortagerðinni. Þetta er rökrétt framhald af póstkortagerð listamanns- ins í tengslum við sýningu hans í Perlunni sl. sumar þar sem ættjarðarljóð voru viðfangsefnið. Hér eru óvenjulegar og nýstárlegar hliðar á þjóðarsálinni gaumgæfðar og virðist þetta form henta Þorvaldi vel og falla vel að nostalgískri myndveröld hans. Sýning Þorvaldar í Gallerí Greip stendur til 10. sept- ember. iskosningum, þegar þessir tveir náungar voru búnir að halda ræður í um það bil þrjátíu ár, töluðu þeir sinn fyrir hvorn framboðslistann niðri í ráðhúsi. Þar voru fjölmargir ræðumenn aðrir. Þá endurlifði ég fundinn frá því í Keflavík þremur áratugum fyrr og nú voru það þeir Jón og Svavar sem báru af öðrum ræðumönnum í orðfimi og mælskulist. Þeir áttu salinn eins og sagt er. Eftir þrjátíu ára þrotlausa æfingu ork- aði ekki tvímælis að þeir voru báðir orðnir atburða- ræðumenn. En þeir fengu samt ekki flest atkvæðin. í gærkvöldi töluðu þessir tveir menn á sama fundi á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti með þeim hætti að ekki fór milli mála að þar töluðu menn sem kunnu orðsins list. Og hver er hún sú hst að fá aðra til að hlusta á sig? Auðvitað er hún margþættari en svo að henni verði gerð skil í skrifuöu máli. Það er með mælskulistina eins og aðrar listir; mönnum hefur ekki tekist að lýsa göldrum þeirra til fulls þrátt fyrir ítarlegar tilraunir í þá veru. Þó vitum við hvaö mælska er á meðan hún lætur í eyrum og leikur fyrir augum. Við vitum að hún er ofm úr raddbeitingu, fasi, snerpu hugsunarinn- ar, hinu óvænta, hinu háttbundna, hinu skemmtilega; felst í svipbrigðum, handaslætti og líkamlegum til- burðum. Og kemur oft með æfingunni. En þó að marg- ur maðurinn hafi allt sem til þarf að bera og kunni að nota þessa hæfileika af þeirri hárfínu nákvæmni sem nauðsynleg er til að geta orðið góður ræðumaður þá verður hann það aldrei nema að hann kunni mál- ið. Því galdurinn felst fyrst og síðast í orðinu sjálfu; tungumálinu, orðavalinu, hrynjandinni. í list hins talaða orðs eigum við marga snilhnga. Það er á engan hallað aö fuUyrða að þeir Jón og Svavar séu þar í framvarðarsveitinni. Því það er sUk unun aö hlýða á þá vegna listrænna tilþrifa þeirra og glæsi- legs málfars að innihald orðanna verður á stundum algjört aukaatriði. Það kann að vera bágt fyrir stjórn- málamenn en hlýtur engu að síður að flokkast undir hástig orðlistar. Svo er það enn annar handleggur hvort skiptir meira máU það sem heyrt er eða hitt sem sagt er. gNT Ymislegt Torfæra á Hellu. Laugardaginn 9. sept., fer fram torfæra á HeUu. Þáttakendur þurfa að hafa lokið skráningu fyrir kl. 20, fimmtudaginn 31. ágúst í fax 487 5227. Opið aUan sólarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.