Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
15
Endurmat á varnarþörf
Senn líður að því að gildistími
betlisamnings Jóns Baldvins,
fyrrv. utanríkisráðherra, um
áframhaldandi hersetu renni út.
Samningurinn var gerður á grund-
velh varnarsamningsins frá 1951.
Gildistími hans er tvö ár frá undir-
ritun 4. janúar 1994 til 1996. Þá á
að endurmeta hann í ljósi varnar-
þarfa okkar og Bandaríkjanna. Við
höfum því um 4 mánuði til undir-
búnings.
Gjörbreyttar varnarþarfir
Samningurinn frá 1994 var gerð-
ur laust eftir byltingarkenndar
breytingar í öryggismálum Evr-
ópu. Kalda stríðinu var lokið.
Kommúnistaríki A-Evrópu voru úr
sögunni og byggðu upp lýðræði,
fjölflokka- og markaðskerfi.
Kommúnisminn í Sovétríkjunum
var hruninn og Sovétríkin að hðast
sundur í fleiri þjóðríki. Þýskaland
hafði verið sameinað. Skipting Evr-
ópu í tvær ógnandi her- og hug-
sjónafræðifylkingar beggja vegna
járntjaldsins var úr sögunni, svo
og járntjaldið sjálft. Varsjárbanda-
lagið leyst upp. A-Evrópa var í
molum og frá henni gat ekki stafað
hernaðarógnun fyrir Vesturlönd
eða Nato-ríki. ísland átti sér engan
óvin sem ógn stafaði af.
Við þessar aðstæður töldu raun-
sæir rökhyggjumenn herfræðinga
Kjallariim
Dr. Hannes Jónsson
fyrrv. sendiherra
í forystusveit Bandaríkjanna sjálf-
sagt að spara fé með því að draga
úr vígbúnaði, örva þíðuna, minnka
herstyrk sínn, fækka hersveitum
og vopnabúnaði í Evrópu, þ.á m. á
íslandi.
Tillögur Bandaríkjamanna
um fækkun og betlisvarið
við þeim
í ágúst 1993 gerðu Bandaríkja-
menn tillögu um að fækka her-
mönnum um einn þriðja á íslandi.
Orrustuflugsveit 12 flugvéla af F-
„Gamli herstöðvaandstæðingurinn
Jón Baldvin, þá utanríkisráðherra, tók
nú fram betlistafmn og þrábað Banda-
ríkjamenn um meira hermang en þeir
töldu þörf fyrir. Niðurstaðan varð sú
að þeir samþykktu minni niðurskurð
en þeir töldu æskilegan.“
Dr. Hannes Jónsson fjállar hér um
heræfingunni Noröur-Víkingur.
varnarþörf íslands. Myndin er frá
15C-gerð skyldi lögð niður; björg-
unarþyrlusveit fjögurra Sikorsky
HH-60G kölluð heim; 2 E-3A
AWACS-ratsjárvélar kallaðar
heim; fækkað skyldi í varnarhðinu
um 900 hermenn, úr um 3000 í um
2100. Haldið skyldi áfram að kanna
frekari leiðir til fækkunar og
sparnaðar.
Gamh herstöövaandstæðingur-
inn Jón Baldvin, þá utanríkisráð-
herra, tók nú fram betlistafinn og
þrábað Bandaríkjamenn um meira
hermang en þeir töldu þörf fyrir.
Niöurstaðan varð sú að þeir sam-
þykktu minni niðurskurð en þeir
töldu æskilegan. Fækkað skyldi
um 380 vamarhðsmenn í stað um
900, fjórar af 12 orrustuflugvélum
skyldu vera hér áfram svo og sveit
fjögurra björgunarþyrla.
Aronska eða varnarþörf?
Hvað var hér á seyði, aronska eða
svar við varnarþörf?
Höfðu sveitarstjórnarmenn á
Suðurnesjum og þingmenn Reykja-
neskjördæmis vanrækt forustu-
hlutverk sitt, horft á það aðgerða-
lausir að hefðbundnir atvinnuvegir
héraðsins lömuðust en fólkið á
svæðinu orðiö æ háðara varnar-
liðsvinnu hjá Bandaríkjamönnum
á Keflavíkurvehi?
Þetta var einmitt það sem okkar
mætustu forystumenn, eins og Ól-
afur Thors og Eysteinn Jónsson,
vöruðu við og vildu forða frá að
yrði afleiðing varnarsamríingsins
1951. Þeir brýndu fyrir þjóðinni að
þjóðlíf og herlíf skyldi aðskilið og
þess gætt að ísland yrði ekki efna-
hagslega háð veru varnarliðs í
landinu.
Vonandi undirbýr ný forusta í
utanríkismálum væntanlega
samningana með þeirri reisn sem
sæmir sjálfstæðri þjóð.
Dr. Hannes Jónsson
Sjálfssköpun, einkalH
og atvinnulíf
Nú þegar vaxandi atvinnuleysi
er komið til að vera, ásamt vaxandi
þörf fyrir nýsköpun í þjóðfélaginu,
er kominn tími th að virkja sköp-
unarmátt venjulegs fólks.
Ég á ekki bara við að fólkið sé
virkjað í þágu atvinnulífsins, held-
ur í þágu síns sjálfs, í þágu einka-
lífsins. Enda er ekki hægt að lofa
öhum atvinnu.
Hugarfarsbreyting
Þetta krefst vissrar hugarfars-
breytingar, þvi hefðin hefur verið
sú að reyna að virkja alla til þátt-
töku í einhæfum störfum, fyrst og
fremst; til að vera n.k. verkfæri í
atvinnulífinu. Það að fólk þyrfti að
þroska sig við andleg tómstunda-
mál til að verða að nytsömu verk-
færi eða til að ala upp nýliða at-
vinnulífsins var látið sitja á hakan-
um.
En nú, þegar allir þurfa að alast
upp sem einkaframtaksfólk ef þeir
eiga aö geta fundiö sér stað í at-
vinnulífl eða atvinnuleysi framtíð-
arinnar, þarf þjóðfélagið að snúa
sér að því að þróa einkalíf venju-
legs fólks.
Hingað til hefur verið látiö nægja
að huga að sköpunarþörf fólks ef
það lenti í vandræðum í atvinnulíf-
inu. Þá hafa félagsráðgjafar, iðju-
þjálfar og sálfræðingar reynt að
berja í brestina.
Skólakerfið
í skólakerfinu hafa þessir aðilar
helst reynt að halda á lofti nauðsyn
skapandi lífs: a) leikskólakennarar,
KjaJIarinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
með fræðinga svo sem Piaget og
Waldorf að bakhjarli. b) grunn-
skólakennarar, með kennslufræði
kennaraskóla að bakhjarh og fræð-
inga svo sem Rousseau og Dewey.
Síðan c) framhaldsskólakennarar,
studdir uppeldisfræðingum há-
skóla og spekingum svo sem Platón
og Aristóteles og bókmennta-
kennslu. Loks d) háskólakennarar,
studdir heimspekilegum forspjalls-
vísindum ýmiss konar.
Allt þetta hefur verið mjög hálf-
karað, af því það hefur verið í and-
stöðu við þarfir efnahagslífsins fyr-
ir fólk sem umber leiðigjarna, end-
urtekningarsama vinnu, svo sem í
verslun, fiskvinnu og að hluta til
jafnvel í iðnaði, kennslu og uppeld-
isstörfum. Hér hafa haldist í hend-
ur vinnuveitendur, hefðin og þörf-
in til að hafa í sig og á.
Nú þegar öllum er gert fært að
komast af þarf að yfirfæra hug-
myndafræðina um skapandi upp-
eldi og sjálfsuppeldi yfir á náms-
ferhð sem heldur áfram er hefð-
bundnu skólanámi lýkur; yfir á
endurmenntun, símenntun og
einkalífsnám.
Sjálfsskoðun
Auðvitað búum við að glæstum
fyrirmyndum skapandi einkalífs í
gegnum aldirnar, en það eru rithöf-
undar og listamenn og annað
fræðafólk. Það hefur barist gegn
kyrrstöðuöflunum og sigrað við
margfalt erfiðari aðstæður en nú
þekkjast. Það væri ágæt byrjun fyr-
ir flesta að reyna að læra af þeim
með því að lesa fleiri bókmenntir,
sér í lagi skáldsögur.
Mér sýnist að fólk megi greina í
nokkra flokka eftir því hvað það
ástundar skapandi einkalíf:
a) Þá sem hafa meðvitaða og já-
kvæða afstöðu til skapandi einka-
lífs. Dæmi um tómstundir: Bóklest-
ur.
b) Þá sem hafa meðvitaða en
hentistefnusinnaða afstöðu. Dæmi
um tómstundaiðkun: Kórstarf.
c) Þá sem eru lítt meðvitaðir
hentistefnumenn í skapandi einka-
lífi. Dæmi um tómstundagaman:
Feröalög.
e) Þá sem eru íhaldssamir með
meðvituðum hætti og reyna að láta
vinnuna stjórna einkalífi: Dæmi
um tómstundaiðkan: Heimavinna.
f) Þá sem búa við hvað mesta
stöðnun og kyrrstöðu. Þeirra
dæmigerða tómstundagaman gæti
verið: Að gera helst ekki neitt.
Fræðsla um skapandi sjálfsupp-
eldi í einkalífi og á vinnustað þarf
áð verða virkari á öllum skólastig-
um og á öhum síðari aldursskeið-
um ef endurreisn á að verða í ís-
lensku efnahagslífi.
Tryggvi V. Líndal
„En nú, þegar allir þurfa að alast upp
sem einkaframtaksfólk ef þeir eiga að
geta fundið sér stað í atvinnulífi eða
atvinnuleysi framtíðarinnar, þarf þjóð-
félagið að snúa sér að því að þróa einka-
líf venjulegs fólks.“
Aaöeinkavæða
ríkisbankana?
Guöjón Ólaíur Jónsson,
tormaður Sambands
ungra framsóknar-
manna.
Nógað
skipta um
stjórnendur
„Éghefekki
séð nein rök
fyrir því að
það sé nauð-
synlegt að
einkavæða
ríkisbankana
í augnabiik-
inu og hef
ekki séð að
það komi til
að gera af-
komu bankanna skárri. Telji
menn að bönkunum sé illa stjórn-
að eða útlánatöp séu meiri en
góðu hófi gegnir eiga menn að
skipta um stjórnendur en ekki að
breyta bönkunum í hlutafélög.
Síðan er þetta sígilda, það er nátt-
úrlega vitað mál að þeir sem hafa
efni á aö kaupa hlutabréf í slíkum
bönkum eru þeir sem eiga pen-
inga. Það er ekki alþýðan heldur
stórefríamenn sem eiga nóg af
peningum fyrir. Við framsóknar-
menn börðumst mikið gegn þeirri
stefnu síöustu ríkisstjórnar aö
gera þá ríku ríkari og þá fátæku
fátækari. Ég sé enga ástæðu tfi
þess að við fóllum í þá gryfju með
því að einkavæða ríkisbankana.
Við höfum slæm dæmi af einka-
væðingu eins og dæmiö um SR-
mjöl sannar. Þar var gengið mjög
hratt og hart fram í því að einka-
væða þaö fyrirtækí og hlutabréf-
in voru seld á mjög lágu verði til
manna sem höfðu peninga milli
handanna og þar gildnuöu kosn-
ingasjóðir íhaldsins."
Eignaraðild
sé dreif ð
„Því miður
er ríkisstjórn-
in ekki að fara
að einkavæða
bankana,
heldur ein-
ungis aö
breyta þeim
vfir í hlutafé-
lög. Ef það
yrði gcrt væri
það mjög eðli-
leg rástöfun því það myndi auð-
velda mjög ríkisfyrirtækjunum
að starfa í því umhverfi og stand-
ast samkeppni sem hlutafélög
heldur en sem ríkisfyrirtæki. Það
er hins vegar alveg nauðsynlegt
á þessu kjörtímabili aö einka-
væða bankana. Við þurfum að
hugsa alvarlega um það hvað við
viljum að hiö opinbera standi í.
Ríkiö hefur ekkert með það að
gera að standa í lánastarfserai og
það hefur heldur ekki gefiö góða
raun. í gegnum tíðina höfum við
séð gjaldþrot Útvegsbankans,
aukaframlag á síöasta kjörtíma-
bih til Landsbankans oggríðarleg
útlánatöp á síöustu tveimur ára-
tugum sem rekja má meðal ann-
ars til þess að stjómmálamenn
hafa verið að skipta sér af útlána-
starfsemi. Þess vegna er mjög
nauðsynlegt að koma bönkunum
og lánastofnunum til almenn-
ings. Þaö er hins vegar sjálfsagt
að eignaraðild að þessum fyrir-
tækjum sé dreifð. Það er mjög
auövelt að koma henni við með
einkavæðingu eins og gert var til
dæmis með Lyfjaverslun ríkisins
þar sem nú eru nokkur hundruð
aðilar eigendur að því fyrirtæki.
Liður í því að bæta kjör fólksins
í landinu er að auka samkeppni
íslensk atvinnulífs á tímum
harðnandi samkeppni. Lykilatr-
iði i því er að losa atvinnulífið
úr viðjum hins opinbera.“ -ÍS
Guðlaugur Þór Þóróar-
son, formaður $am-
bands ungra siáttstæðís*
manna.