Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 13 Hringiðan Norrænar eyjar I sýningarsal Graflkfélagsins var opnuö á laugardaginn samsýning sex norr- ænna myndlistarmanna á grafíkverkum sem ber yfirskriftina „Eyjar" enda eru listamennirnir allir frá eyjum á Noröurlöndunum. Birna Matthíasdóttir listakona sýndi af kostgæfni þeim Ólafi Torfasyni og Þorgerði Sigurðardóttur verksínásýningunni. DV-myndirTJ Sálin á Ingó Þaö var rífandi stemning á Ingólfskaffi á fóstudagskvöldiö þegar Sálin hans Jóns míns tróö upp fyrir troðfullu húsi. Menn tóku virkan þátt í skemmtuninni enda Stebbi Himm, þekktur stuöbolti, á sviðinu. DV-mynd JAK Dýrgripur á sýningu Á laugardaginn var opnuð sýningin „Myndir í römmum" í Gallerí Greip. Listamaðurinn, Þorvaldur Þorsteinsson, er hér með dýrgrip sýningarinnar, afabam sitt, Arneyju Ingibjörgu Svansdóttur. Grínað í Loftkastalanum Radíusbróöirinn og sögumaðurinn Davíð Þór og bandaríska grínkvend- iö Dorothea skemmtu áhorfendum í Loftkastalanum á föstudagskvöldiö, hvort í sínu lagi þó. Þaö var troðfullt í kastalanum enda svona grínkvöld feikivinsæl og spennandi aö fá er- lendan skemmtikraft með í pakkann. Eldheitir áhorfendur Þaö var góð stemning á pöllunum í bikarúrslitaleik Fram og ] létu vel í sér heyra og skörtuöu treyjum og fánum síns liðs. KR létu sitt ekki eftir liggja og voru vel meö á nótunum. Listasmiðja barnanna í Kringlunni er starfrækt skemmtileg bamagæsla þar sem krakkarnir fá aö leika sér, eru málaðir og lesiö fyrir þá. Vinkonurnar Hrund og Sunna Eva vora málaðar og gerðar fínar og svo fóru þær aö leika sér. Brúarfögnuður Þaö var glaumur og gleöi á nýju Höföabakkabrúnni á föstudagskvöld. Starfs- mennimir voru aö fagna opnun brúarinnar og af því tilefni var slegið upp veislu. Jóhann Ármannsson bílstjóri og Kjartan Dagbjartsson skóflari réðu sér ekki fyrir kæti og voru sigurreifir á miöri brúnni enda mikið verk að baki. Arlene Shovald: Hönd að handan Spenna - ástir - afbrýði - og jafnvel yfirnáttúrulegir atburðir! Bók handa þeim sem kunna að meta romantík, spennu og vísbendingu um líf að loknu þessu. Aðeins 895 kr. á næsta sölustað og ennþá minna í áskrift. IIMKBÆKUR sími 563-2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.