Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 7 Engar ákvarðanir teknar 1 máli Lífeyrissjóðs bænda: Verður hugs- anlega kært til lögreglu - segir Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður stjómar sjóðsins „Það eru mjög ákveðin ákvæði í reglugerðum allra lífeyrissjóðanna og um Lífeyrissjóð bænda gilda lög um það hvernig megi íjárfesta. Sett eru ákaflega þröng skiíyrði og yfir- leitt má bara fjárfesta í fasteigna- tryggðum bréfum upp að ákveðnu marki, í ríkistryggðum bréfum og í bæjarfélagabréfum. Fyrri skömmu voru hlutabréf einnig tek- in inn í þessi skilyrði. Þessi ákvæði eiga að vera kunn þeim mönnum sem starfa í stjórnum og fram- kvæmdastjórnum lífeyrissjóða," sagði Pétur H. Blöndal stærðfræð- ingur, aðspurður hvaða reglur giltu almennt um íjárfestingar líf- eyrissjóða. Hann sagði ljóst að strangari ákvæði vantaði um líf- eyrissjóði, lík þeim sem til væru um banka og verðbréfafyrirtæki. Nú velta menn því fyrir sér hvort Benedikt Jónsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs bænda, sem baðst í liðinni viku lausnar frá störfum eftir að hafa upp á sitt ein- dæmi lánað flugfélaginu Emerald Air 90 milljónir króna, muni þurfa að bera ábyrgð á gerðum sínum á annan hátt en þann að hann missi vinnuna. Benedikt var kosinn stjórnarformaður í eignarhaldsfé- lagi íslenskra hluthafa í Emerald Air í kjölfar þess að Lífeyrissjóður- inn lagði 10 milljóna króna hlutafé í flugfélagið. í gegnum stjórnarfor- mennsku í eignarhaldsfélaginu fór Benedikt í stjórn Emerald og lánaði síðan flugfélaginu peninga í algjöru heimildarleysi. Um er að ræða 10% af ráðstöfunarfé sjóðsins. „Benedikt leyndi okkur þessu allt þar til á mánudaginn í liðinni viku en þá játaði hann fyrir mér að hafa gert þetta. Hann baðst lausnar frá störfum en honum hefði aö sjálf- sögðu annars verið vikið frá. Við erum búin að ráða lögmann og endurskoðendur og þeir munu kanna hvort máhð verður kært til lögreglu. Ákvörðun um það verður tekin í vikunni," sagði Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Guðríður sagði að verið væri að kanna hvort féð fengist endurgreitt, hún vonaði það besta en ekkert væri öruggt í því sambandi. Hún sagði að fyrsti gjalddagi væri 20. september og annar og þriðji 15. október og 15. nóvember. -sv Fréttir Hér sjást sýnishorn af spilunum sem prýdd eru myndum af islenska hestinum i sinu upprunalega umhverfi. íslenski hestur- inn á spilum „Ég geri mér vonir um að geta komið þessu á markað í útlöndum og við höfðum það sérstaklega i huga þegar við vorum að velja myndirnar að þær sýndu hestinn í sínu upp- runalega umhverfi. Ég vona að okk- ur hafi tekist að sýna samspil hests og íslenskrar náttúru," segir Hjörtur Sandholt en hann er um þessar mundir að koma á markað spilum með myndum af íslenska hestinum. Hjörtur gaf út lýðveldishátíðarspil á síðasta ári og segir að hestaspilin séu gott innlegg í minjagripaflóru íslenska hestsins. Eiríkur Jónsson tók myndirnar. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þessum spilum og á þeim eru 54 mismunandi myndir. Að sjálfsögðu er sama myndin á baki allra spil- anna. Stokkurinn kostar líklega á milli 700 og 800 krónur, svipað og önnur sérmerkt spil sem eru á mark- aðnum,“ segir Hjörtur. -sv Hyundai Pony GLSi 1500 '93, 5 g„ 4 d., blár, ek. 27 þús. km. Verð 880.000. Einnig til sjálfsk. Hyundai Pony LS 1300 '93, 5 g„ 3 d„ grænn, ek. 23 þús. km. Verð 700.000. Hyundai Pony LS 1300 '94, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 15 þús. km. Verð 820.000. Ford Ranger '91, 5 g„ 2 d„ rauður, ek. 46 þús. km. Verð 1.090.000. Renault Express 90, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 62 þús. km. Verð 550.000. BMW 518i '86, 5 g„ 4 d„ hvít- ur,. ek. 133 þús. km. Verð 450.000 Volvo 740 GLE 2300 '86, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 106 þús. km. Verð 760.000. Hyundai Elantra 1800 '93, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 52 þús. km. Verð 1.010.000. Hyundai Elantra 1600 '93, ss„ 4 d„ vínrauður, ek. 37 dús. km. Verð 1.100.000. Hyundai Elantra 1800 '94 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 14 þús. km Verð 1.190.000 Hyundai Pony GLSi 1500 '93, 5 g„ 5 d„ vínr., ek. 18 þús. km. Verð 840.000 Lada station 1500 '94, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 17 þús. km Verð 550.000 Hyundai Pony GLSi 1500 '93, ss„ 4 d„ grár. ek. 33 þús. km. Verð 920.000 Suzuki Swift GLi 1000 '91 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 35 þús. km. Verð 590.000. Subaru Justy 1000 '87, 5 g„ 3 d„ hvítur, ek. 87 þús. km Verð 300.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.