Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1995, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Framreiknaður kostnaður og áætlanir til ársins 1998:
Milljarður til fram-
kvæmda á Bessastöðum
- kostnaðaráætlun var gerð áður en endanlega varð ljóst hversu miklar skemmdir væru orðnar á húsum
„Eg hef ekki orðið var við annað en
að menn vilji sýna þessum stað þann
sóma sem hann hefur í sögunni og sem
aðsetur þjóðhöfðingjans. Kostnaðará-
ætlun var gerð áður en lög um fram-
kvæmdimar voru sett og áður en end-
anlega varð ljóst hversu miklar
skemmdir væru orðnar á húsum stað-
arins og að endurbyggja þyrfti hluta
þeirra. Þetta eru háar upphæðir en
mér hefur virst ríkja góð sátt um mál-
ið og hef satt að segja glaðst yfir því,“
sagði Pétur Stefánsson hjá Almennu
verkfræðistofunni en stofan hefur ann-
ast allar framkvæmdir við Bessastaði.
Kostnaður við þær framkvæmdir er
nú farinn aö nálgast einn milljarð
króna, miðað við framreiknaðan
kostnað frá 1989 og áætlanir til ársins
1998. Á þessu tíu ára tímabili er miðað
við kostnað upp á 971,6 milljónir.
„Þess ber að gæta í þessu samhengi
að rúmlega 10% kostnaðarins er til-
kominn vegna fornleifarannsókna.
Þær hafa allan tímann verið mjög
umfangsmiklar og dýrar því menn
eru sífellt að finna eitthvað sem
nauðsynlegt er aö skoða gaumgæfi-
lega,“ sagði Pétur.
Framkvæmdirnar við Bessastaði fram til ársins 1998 munu kosta ríkið um
einn milljarð króna. DV-mynd GVA
260 milljónir
næstu þrjú árin
Sem kunnugt er
hófust fram-
kvæmdirnar með viðgerð og endur-
byggingu Bessastaðastofu árið 1989
og frá því og fram til síðustu ára-
móta hljóðaði framreiknaður kostn-
aður upp á tæpar 640 milljónir. Á
þessu ári er gert ráð fyrir 72 milljón-
um til þess aö ljúka við Þjónustuhús
og Norðurhús, gera íbúðarhús for-
seta fokhelt og klára það aö utan. Þá
er einnig gert ráð fyrir einhveiju til
fornleifarannsókna og lóðafram-
kvæmda. Næstu þrjú árin er síðan
gert ráð fyrir 260 milljónum til þess
að ljúka þeim framkvæmdum sem
lögin um framkvæmdirnar, frá 12.
maí 1989, gera ráð fyrir.
-sv
Stuttar fréttir
Flóttamenn á leiðinni?
Tekiö verður á móti 35 fiótta-
mönnum strax og allt að 25 flótta-
mönnum árlega ef fariö veröur
að tiUögum Flóttamannaráðs.
Rikisstjómin fjallar að líkindum
um tillögurnar á fóstudaginn.
Sjónvarpið greíndi frá.
Kynbundln mlsmunun
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra ætlar að krefja fulltrúa
fiskvinnslunnar um skýringar á
því að fólki í atvinnuleit sé mis-
munað á grundvelli kynferðis.
RÚV greindi frá.
Kjaradómurvlssiekki
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra segir rétt að ræða nýjar
reglur um starfskostnað þing-
manna í Jjósi umræöunnar í þjóð-
félaginu. Skv. Mbl. vissi kjara-
dómur ekki um upphæðína þegar
hann ákvaröaði á dögunum laun
æðstu manna ríkisins.
Olíufélöglngræða
Hagnaður olíufélaganna á ís-
landi á fyrri hluta ársins nam
samtals 322 miUjónum króna. Sé
afkoman borin safnan við veltu
reyndist hlutfallið best hjá Olíu-
félaginu hf. Viðskiptablaðiö
greindi frá.
Farþegar með strætó:
Fargjaldahækkunin
er mjög ranglát
„Ollum þykir þessi hækkun ranglát.
Ef litið er til þess aö laun alþingis-
manna hækkuðu um tugi þúsunda
en verkafólk fékk aðeins 1.000 plús
2.700 krónur í síðustu kjarasamning-
um mætti kalla þessa hækkun sið-
lausa. Spurningin er hve lengi er
hægt að ganga að fólki áður en kem-
ur til upplausnar í þjóðfélaginu,“
sagði Héðinn Jóhannesson skattfull-
trúi en hann hefur látið af störfum
og er kominn á eftirlaun.
Blaðamaður og ljósmyndari DV
komu við á biðstöðinni á Hlemmi í
gær tii aö kanna viðhorf unglinga og
aldraðra til fargjaldahækkunarinnar
sem fyrirhuguð er hjá SVR. Viðmæl-
endum blaðsins bar saman um að
hækkunin væri of mikil, sérstaklega
fyrir gamla fólkið. Garðar Ingólfsson
vagnstjóri sagði að farþegamir væru
óánægðir með hækkunlna og spyrðu
mikið. Unga fólkið virtist hins vegar
ekki hafa miklar áhyggjur.
„Við notum strætó það lítið að
hækkunin skiptir okkur ekki miklu
máli en auðvitað er þetta dýrt fyrir
fólk sem notar strætó mikið. Við för-
um bara fjórum til fimm sinnum í
viku í strætó og kaupum okkur því
fargjaldakort," sögöu Ingvar Erlings-
son og Sigurlaug Guðnadóttir en þau
eru bæði 17 ára nemar.
Fargjöld hjá SVR hækka verulega
frá næstu mánaöamótum og hækka
20 farmiða kort fyrir unghnga og
aldraða hjá SVR úr 500 krónum í
1.000 krónur. -GHS
Framkvæmdir við Bessastaði:
Milljarður í kostnað
- framreiknaö til ársins 1995 -
1989 Hafin viðgerð og endurbygging
Bessastaðastofu: 63,2
1990 Viðgerð og endurbygging
Bessastaðastofu.Fornleifagröftur: 214,7
1991 Lokið við Bessastaðastofu.
Fornleifagröftur, skipulagssamkeppni í
samvinnu við Bessastaðahrepp. Hönnun síðari
áfanga: 57,4
1992 Fornleifagröftur, hönnun síðari áfanga,
sjcipuiagsvinna Rannsöknir á fuglalífí á
Alftanesi til undirbumngs deihskipuiagi: 61,3
1993 Endurbygging þjónustuhúss (hjáleigu)
og norðurhúss boðin út. Húsin steypt upp og
gerð fokheld. Fornleifagröftur og frágangur
fornleifakjallara: 122,2
1994 Innrétting þjónustuhúss og norðurhúss.
Ný fráveita fyrir allan staðinn með rotþró og
siturlögnum: 120,8
1995 Lokið við þjónustuhús og norðurhús.
íbúðarhús forseta gert fokhelt og klárað að
utan. Fornleifagrörtur og lóðaframkvæmdir.
Fjárveiting: 72
1996-98 í upphafi þessa tímabils er eftir af
þeim framkvæmdum sem lög nr. 31 12. maí
1989 gera ráð fyrir: Fullgert íbúðarhús
forsetans, viðgerð á suðurálmu ásamt
fornleifagrefti. Frágangur lóðar og
öryggisráðstafanir. Viðgerð á útihúsi
(austurhúsi), viðgerð á kii'kju: 260
Samtals kostnaður: 971,6 niilljónir króna.
DV
Þú getur svarað þessari
spurningu með því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Nei 2
Eiga íslendingar aö stofna
Alllr í stafræna kerllnu met tOnvalsslma geta nýtt sér þessa þjánustu.
Borgarráð staðfesti hækkun á fargjöldum SVR:
Prósentu-
hækkunin
sker í augun
- segir framkvæmdastjóri ASÍ
Ingvar Erlingsson og Sigurlaug
Guðnadóttir nota sjaldan strætó.
DV-myndir GVA
„Það passar ekki inn í nútímann
að hækka strætisvagnafargjöldin
svona rosalega og mér finnst undar-
legt að láta þetta bitna fyrst og fremst
á unglingum og öldruðum. Svona
prósentuhækkanir sjást varla lengur
og passa ekki við það sem er að ge-
rast í þjóðfélaginu. Þær skera í augu
og það liggur í augum uppi að þetta
veldur umbjóðendum okkar auknum
kostnaði," segir Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ.
Borgarráð hefur staðfest ákvórðun
stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur,
SVR, um að hækka fargjöld SVR um
allt aö 100 prósent frá 1. október, með
atkvæðum Reykjavíkurlistans.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
greiddu atkvæði gegn hækkuninni
og verður tillagan því tekin fyrir á
borgarstjómarfundi á fimmtudag.
„Sumir nota strætisvagna reglu-
lega og þá skiptir þetta miklu máli,
sérstaklega þar sem elhlífeyririnn er
ekkert alltof hár. Þeir sem hafa
minni íjárráð eiga ekki bíl og fara
því frekar í strætó en hinir,“ segir
Páll Gíslason, formaður Félags eldri
borgara.
Farmiöaspjöld aldraöra og ungl-
inga hækka mest, úr 500 í 1.000 krón-
ur, en önnur fargjöld hækka um
11-20 prósent. Farmiðaspjöld ör-
yrkja, bama innan 12 ára og einstök
fargjöld barna hækka ekki.
-GHS