Þjóðviljinn - 24.12.1954, Síða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1954, Síða 35
35 Jómfrúrnar neyzlugrönmi Framh. af bls. 26. hreif. — Dagarnir liðu við einn skemmtiþáttinn af öðrum. All- ir voru kátir og glaðir nema George, hann einn var á- hyggjufullur. Timpany lávarður var á biðilsbuxunum við Ge- orgiönu og ekki var annað að sjá, en hún tæki því vel. George varð að horfa upp á þetta, og honum var engan veginn rótt. Að lyktum þoldi hann ekki við lengur innan um þetta ærslafulla fólk, hann fór að forðast alla og að fara einförum. Þá var það einn morgun, að honum hafði tekizt að ífinna sér átyllu til að sleppa frá þeim, og síðan sneri hann heim að húsinu Karl- mennirnír voru þá að baða sig í tjörninni niður af setr- inu, og heyrði hann til þeirra galsann, svo honum þótti húsið ennþá eyðilegra og hljóðara en annars. Systurnar fögru og móðir þeirra voru ekki komnar ofan, vanalega sáust þær ekki nibri fyrr en eftir morgunverð, svo að karlmennirnir, sem þama sátu í boði frúarinnar, gátu haft sína hentisemi. George settist í forstofunni og fór að hugsa ráð sitt. Hann vissi það, að hvenær sem væri mætti búast við dauða hennar, ellegar að hún giftist Timpany lávarði. Hvílík skelfing, skelfing. Ef hún dæi, vildi hann ekki lifa, heldur leita hennar handan við gröf og dauða. En ef hún giftist Timpany lávarði — þá var lausnin ekki jafn einföld. Þessi tilhugsun þótti honum verst. En ef hún skyldi nú vera ástfangin af Timpany lá- varði, — þó að næsta ólíklegt væri að nokkur stúlka væri það, en ef hún gæti ekki lifað án hans? Hann hélt áfram að fálma sig fram um þetta völundarhús af skelfilegum hugrenningum þangað til klukkan sló tólf. Þá skauzt fram hjá honum stofustúlka léttstíg eins og álfur. Hún kom út úr dyrunum að eldhús- ganginum og bar stóran bakka, hlaðinn réttum. Hún sá hann ekki, þar sem hann húkti í djúpum hægindastól, en þetta vakti óðara forvitni hans. Stúlkan gekk gegnum forstofuna, staðnæmdist fyrir framan vegg sem virtist vera heill, studdi á hnapp og opn- aðist þá hurð út úr veggnum og sá í vindustiga fyrir innan. Stúlkan skáskaut bakkanum innum' þessar þröngu dyr, og sjálfri sér á eftir. Síðan lok- uðust dyrnar! Stuttu síðar opnuðust þær aftur, stúlkan kom út, en bar nú engan bakka, og hvarf út í eldhús- ganginn. George reyndi að láta sem sér kæmi þetta ekk- ert við, en forvitni gagntók hann, svo að hann stóð upp og fór að skoða hurðina í veggnum, sem stúlkan hafði horfið innum. Þá virtist honum hurðin ekki sérlega vandlega falin, en enginn var húnninn né læsingin svo að séð yrði, og ekkert annað en knappur, sem feUdur var inn í viðinn svo að lítið bar á. George gat ekki skilið hvernig á því stæði, að hann hefði ekki tekið eftir þessum knappi fyrr, svo greinilegur þótti honum hann nú. Hann þrýsti á knappinn og gægðist inn. Stiginn var ekki úr steini, heldur gömlum eikarbútum, og vatzt upp eft- ir unz hann hvarf sjónum í þessum turni, en birta kom gegnum örmjóan glugga sem sneri út að gangsvölunum, og enn heyrðist hláturinn og sköllin í gestunum að utan. George lokaði hurðinni og gekk til sætis síns. En for- vitnin kvaldi hann. Hvert lá þessi stigi? Hverjum var stúlkan að færa mat? Þetta kemur mér ekkert við, sagði hann við sjálfan sig — kemur mér ekkert við, endurtók hann. Klukkan sló k’ortér yfir tólf, fögrum og hljómmiklum tóni. Hann stóð upp eins og sá maður sem tekið hefur ákvörð- un, gekk að hurðinni, opnaði hana og lagði á stað upp stig- ann. Hann fór framhjá fyrsta glugganum, og áfram upp vindustigann og kom þá að öðrum glugga. Hann nam stað- ar andartak til að líta út um gluggann, og þá fann hann að hann hafði ákafan hjartslátt eins og mikil hætta væri á ferðum. Hann vissi sem var, að hann var að brjóta af sér allt velsæmi, en áfram læddist hann á tánum. Að lyktum þraut stigann og hanrí stöð fyrir framan dyr, þar nam hann staðar og hlustaði, en heyrði ekkert hljóð. Hann gægðist gegnum skráargatið, en sá ekki annað en hvítan vegg beint á móti, og skein sól á vegginn. Þá herti hann upp hugann og opnaði. Síðan stóð hann sem steini lostinn, svo undrandi varð hann. í þessu vistlega herbergi miðju var kringlótt borð úr mahogní. Á borðinu stóðu skálar og ker og diskar úr silfri, postulíni og krystal, og spegluðust í gljáfægðu borðinu, en þar voru einnig leifar af ríkulegri máltíð, bein úr köldum kjúklingi, ávextir í skál, stærð- ar stykki af reyktu fleski, skor- ið inn að beini og lítið eftir annað en beinið, kaldur búðing- ur á stærð við fallbyssukúlu, grönn vínflaska, og borðflaska full af rauðvíni, af þessu var þéttskipað á borðinu. Og um- hverfis borðið sátu systurnar fögru og voru allar að borða. Þær litu allar við, og er þær komu auga á manninn, urðu þær jafnhissa og hann, jafn steini lostnar. Georgiana, sem sat andspænis honum, horfði á hann dökkum augum afarstór- um, og milli þumal og vísifing- urs hélt hún á lærinu af kjúkl- ingnum, litli fingurinn stóð dá- lítið út í loftið. Hún hafði opn- að munninn til að bíta í, en höndin með kjúklingslærinu bifaðist ekki, og það var því líkast sem lærbeinsbitinn svifi í lausu lofti, grafkyrr. Hinar systurnar sneru sér til til þess að líta á þennan óboðna gest. Carolina hélt sér dauðahaldi í hníf sinn og gaffal, Emmelina hélt sér um fótinn á rauðvíns- glasinu sínu. Lengi horfðu þau þegjandi hvert á annað, svo kyrr eins og væru þau úr steini.. En svo var þetta hreyf- ingarleysl rofið. Georgiana sleppti kjúklingslærinu, hnifur og gaffall Carólínu féllu nið- ur með glamri, Emmelina stökk upp æpandi, en George snerist á hæli, umlaði eitthvað óskilj- anlegt og hvarf niður stigann. Hann linnti ekki sprettinum fyrr en hann var kominn alla leið niður, og þá fyrst kom upp í honum hláturinn. Allir tóku eftir því, að syst- urnar borðuðu með mesta móti við hádegisverðarborðið, Ge- orgiana át af baunaskammtin- um sínum fáeinar baunir og eina matskeið af kálfskjöti í hlaupi. „Mér finnst ég vera svo- lítið hressari í dag,“ sagði hún við Timpany lávarð, þegar hann fór að óska henni til hamingju með það að matarlystin væri að glæðast, „ofurlítið efnis- kenndari“, bætti hún við, og hló ívið óviðfelldnum hlátri. En þegar hún leit framan í George og sá svipinn á honum, roðn- aði hún og leit undan. Þau hittust niðri í garði stundarkorni síðar. „Þetta megið þér engum segja, George. Viljið þér lofa því að segja það engum,“ sagði hún. „Auk þess er það óandlegt að borða. Viljið þér lofa mér < því að segja það engum?" „Nei“, svaraði hann, „ég skal 6egja það hverjum sem heyra vill, ef. . .“ ,.,Þetta er - þvingun.“ „Mér er sama“, sagð’i George. „Þér fáið sólarhrings frest til lað./taka ákvörðun.“; ' »' Lafði Lápith þótti súrt í broti sem von var, — hún var farin að gera sér vonir um aðalskór- ónu Timpanyættarinnar dóttur sinni til handa. En George var nú samt alls ekki óálitlegur tengdasonur, það hlaut hún að •viðurkenna. Þau giftust um nýársleytið. S>------------------------------- DAUMIER Framh. af bls. 22. lækkunar“. Næsta dag átu þeir saman hádegisverð í nýja hús- Selmatseljan Framh. af bls. 17. faðmlögum langa stund og fékk hvorugt þeirra orð mælt fyrir ekka og harmi. Nú leiðist bónda að húsfreyja kemur ei út aftur, og gengur hann inn; sér hann brátt hvað um er að vera. Er þá svo sagt, að hinn ókunni maður og húsfreyja léti þar líf sitt þegar í stað, hvort í annars örmum. Bónda þótti þessi at- burður bæði undarlegur og hörmulegul. Hann tók sveininn og 61 hann upp. Sagði sveinn- inn svo, að hinn ókunni maður hefði verið huldumaður og fað- ir sinn, en Ólöf húsfreyja móð- ir sín. Meira vissi sveinninn ekki að segja um skipti þeirra. En bóndi átti sér móður aldr- aða, er þar var þá með honum. Henni hafði Ólöf einn tíma sagt sögu þá alla, er hér er rituð að framan um viðureign huldu- manrisins og stúlkunnar í sel- inu; hafði þá Ólöfu orðið það á óvart, þegar hún sagði frá því er huldumaðurinn dreypti á stúlkuna á barnssænginni, að hún mælti þessi orð um leið: „Og þann sopa hef ég sætastan sopið.“ Af því þóttist hin gamla kona skilja, að Ólöf myndi þar hafa sagt frá sjálfri sér, sem stúlkan var, en hún hafði dulið alla um þennan hlut til þess að sá atburður varð, er nú var frá sagt, — Lýkur svo þessari sögu. inu, vinirnir tveir, og minnt- ust ekki orði frekar á málið. Nokkrum árum síðar efndu ýmsir vinir Daumiers til sýn- ingar á verkum hans, en jafn- vel þótt að henni stæðu slik heimsfræg nöfn sem Delacroix, Corot, Daubigny og Baudelaire, reyndist ómögulegt að vekja neina viðurkenningu á list hans, hvað þá að nokkur mynd seldist. Raunar vildu þessir vinir hans sjálfir kaupa, en hann tók það ekki í mál, held- ur gaf þeim myndirnar. Það var ekki fyrr en Daumier var kominn að fótum fram, a3 nokkrir aðdáendur hans komu því til leiðar, að hann var sæmdur tignarmerki Heiðurs- fylkingarinnar frönsku. Beiskju- laust lagði hann medaliuna aftur í umslagið og endursendi það. Courbet kom ,þá þjótandi til hans og sagði að sjálfsagt væri að gera þetta að miklu blaðamáli. Gamli maðurinn hristi aðeins höfuðið og sagði; „Vinur minn. Eg hef aðeins reynt að segja sannleikann og vera hugsjón minni trúr. Hvað á ég að gera við heiðurs- merki?“ Þannig var Honoré Daumier. Hógvær maður, sannur og hug- sjón sinni trúr. í franskri list- sögu stendur hann einmana og djarfur upp úr hafi fjöldans eins og Kristur hans á einni síðustu mynd sem'hárin málaði. List slikra manna deyr ekki né eldist, heldur lifir hún jafn fersk og þróttmikil meðan háð er baráttan fyrir virðingu mannsins og frelsi á þessarf jörð. Lif í ejliirk Framh. af bls. 15. var fremur vinur en óvinur. Þó tókst það á endanum. Þær urðu svo spakai', að leiðangurs- menn gátu grafið í sandinn nið- ur að bæli þeirra. Siðan var látin þar glerplata, og mokað yfir. Síðan var beðið dögum sam- an, þar til einn af óvinunum kom. Það var slanga. Móðirin var fljót að þefa uppi óvininn og hún skreið inn í holuna til að bjarga ungunum. Nú voru góð ráð dýr. Sandurinn náðist af plötunni og ljósmyndavélin var höfð til taks, til þess að ná mynd af því sem gerðist í bælinu. Þetta tókst, svo sem sjá má af kvik- myndinni. Rottan sést hverfa inn í bælið, og síðan sést hún koma ungunum undan inn í leynigang, en slangar ^er á eft- ir. Og. svo kemur hið söguleg- asta: rottan snýr baki við slöng- unni, og fer að róta sandinum með afturfótunum í augun á slöngunni, svo hún verður mið- ur sín og missir þannig af bráð- inni, en hin snarráða rotta forðar sér undan. Allt þetta sést á kvikmynd Disneys og margt annað. Mynd- in hefur tekizt ágæta vel. Það væri óskandi, að þessi náttúru- garður ætti eftir að varðvelt- ast um langan aldur óbomum kynslóðum til handa. Sendimenn Krists Framhald af 7. síðu. hausinn. Hann var nú ekki lengur ferðafær. Daníel var líka drukkinn en ekki eins valtur á fótum. Hann kom bróður sínum á fætur og tók allt í einu nýja stefnu og leiddi hann niður á bryggju. Með miklu erfiði tókst honum að velta honum yfir borðstokkinn á vélbáti sem bundinn var við bryggjuna. Eftir það var auðvelt að koma honum ofan í lúkar. Þar lögð- ust þeir til svefns í kojunum. Og jólanóttin leið án matar eða annars munaðar fyrir hina tvo sendimenn, og enn vantaði rús- ínurnar í jólagraut húsfreyj- unnar móður þeirra. Því hneyksli varð ekki lengur af- stýrt. Árla jóladagsmorguns vökn- uðu bræðurnir skjálfandi af kulda. Þeir flýttu sér upp á þiljur. Það hafði snjóað um nóttina og muggaði enn. Allt í einu urðu þeir þesa varir að snjóhrúga á þilfarinu tók að hristast unz eftir stóð svartur hundur loðinn. Þá sáu þeir það, sem þeir hingað til höfðu enga athygli veitt, að hundur þeirra hafðí fylgt þeim að heiman alla þessa ferð eins og skuggi. Daníel horfði hissa á hund- inn um stund, tók svo pokanrt með sætabrauðinu upp úr vasa sínum, hellti úr honum fyrir framan lappirnar á seppa og mælti: Það er ekki verið að víkja að þér greyið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.