Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. maí 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Rætt við Eðvarð Sigurðsson um stéttajafnvægi, „stétta- samvinnu”, áhrifasvæði í verkalýðshreyfingunni og fleira starfsemi og hverskonar útbreiðslustarfi öðru. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þessi sérislenska að- ferð væri röng, hin aðferðin væri affarasælli. Þó að félögin verði að visu fámennari þannig, verða þau samhentari i öllu sinu starfi og marksæknari. Þetta hvorutveggja, sem ég hef hér nefnt, er hluti af svari við þeirri spurningu, sem þú barst fram. En mörgu má svo við bæta. Til dæmis má bæta þvi við, að fólkiö i verkalýðsfélögunum er að sjálfsögðu sama fólkið og ræður úrslitum i almennum pólitiskum kosningum. Þess vegna er að sjálfsögðu ekki við þvi að búast að það kjósi heldur aðra pólitiska túlkun á vegum verkalýðsfélag- anna en á vegum stjórnmálasam- takanna. Loks er vert að viðurkenna einnig að forustumenn verkalýðs- félaganna — einnig þeir róttæku — hafa ekki beitt sér i þessum málum að neinu marki innan félaga sinna. önnur verkefni verkalýðsfélaganna — Frá þvi að þú komst i Dags- brún hefur orðið geysileg breyt- ing á starfi verkalýðsfélagsins eins og þjóðfélagsins alls. — Já. Til dæmis um það er sú breyting sem orðið hefur á verk- efnum verkalýðsfélaganna. Félögin hafa tekið að sér mörg ný verkefni: menn kannski gera sér ekki alltaf grein fyrir þessu og reikna dæmið út frá þvi sem áður var þegar einvörðungu var um atvinnu- og kaupgjaldsbaráttu að ræða. Við höfum á undanförnum árum og áratugum komið fram ýmisskonar félagslegum hags- bótum fyrir verkafólk sem heimta mikinn starfskraft á veg- um félaganna. Að þvi leyti má segja að skrifstofur verkalýðs- félaganna séu að sumu leyti býsna likar ýmsum stofnunum þjóðfélagsins. Þarna er um að ræða margskonar störf eins og sjóðir verkalýðsfélaganna, og i kringum þá er æði mikil vinna. Þá má minna á það mikla starf sem félögin i Rvik hafa unnið i sambandi viö húsnæðismál verkafólks. Þessir þættir allir taka mikið af starfskröftum og hafa sett allt annan svip á starf- semi verkalýðsfélaganna en áður var. En þetta má hins vegar ekki verða til þess að það gleymist eða detti upp fyrir hjá okkur, að við eigum fyrstog fremst að muna að við stöndum i broddi hreyfingar, sem á að vera lifandi og starfs- söm og markviss. Það er ákaf- lega margt sem við þyrftum að snúa okkur að af miklu meira afli en gert hefur verið. Þar á ég fyrst og fremst við tengsl félagsins og félagsmannanna: það þarf margt að gera til þess að bæta þessi tengsl. Ef við tökum hreyfinguna iheild er sjálfsagt öllum mjög vel ljóst, að margt mætti betur fara i skipulagi hennar svo hún yrði átakahæfari en nú er. Skipulagsmálin Fyrir nú æði löngu siðan gekk Alþýðusambandsþing frá stefnu- yfirlýsingu varðandi skipulags- málin. Þar var sú höfuðstefna mörkuð að vinnustaðurinn væri grund- völlur verkalýðssamtakanna. Þetta þýðir að færa skipulagið til þess horfs sem rikjandi er viðast annars staðar. Ennþá höfum við ekkert komist áleiðis i þessum efnum og þetta getur enn tekið býsna mörg ár, en ég er sann- færður um að þetta er skipulagið sem á að stefna að að koma i framkvæmd. Við eigum ekki að gera mun á þvi hvaða störf menn vinna: ef menn vinna saman eiga þeir að vera saman i félagi — það eiga hvorki kynferði eða hvað fólk hefur numið til þess að stunda starfann að skipta fólki i verka- lýðsfélög. t samræmi við þessa stefnu ASI var ákveðið að stofna landssam- tök starfsgreinanna. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að landssamböndin hafa orðið til án þess að hreyft væri við sjálfum grundvellinum, þe. skipulagi verkalýðssamtakanna. Þau bera það að sjálfsögðu með sér, lands- samböndin, að gallarnir i skipu- lagi þeirra eru þeir sömu og gallarnir i sjálfum frumeiningun- um: — nema þó það að við höfum ekkert sérstakt kvennasamband. Ég tel að skipulagsmálunum eigum við óunnin mjög mikil verkefni, en það er auðveldara um það að tala en að nokkuð gerist i veruleikanum. Auðvitað megum við ekki þar flana út i neitt, sem ekki er hægt að ná samstöðu um, en við megum ekkert i skipulagsmálum gera sem torveldar okkur að stiga skrefið til fulls á grundvelli vinnustaðaskipulagsins. En ég vil undirstrika að hér er um mjög vandasama hiuti að ræða: sögulegar hefðir og mikil tilfinningatengsl og margt annað viðkvæmt. — Þegar þú talar um endur- skipulagningu verkalýðssamtak- anna ertu þá ekki með öll samtök launamanna i huga, einnig BSRB? — Auðvitað ætti þetta fólk allt að standa saman á vegum einnar heildarhreyfingar. En það versta af öllu i skipu- lagsmálunum er að við erum úr takti við atvinnuþróunina eins og nú standa sakir. Til langframa gæti slikt endað með skelfingu. Fræðslumálin set ég fremst — Hver telur þú helstu mál — innri mál — verkalýðssamtak- anna fyrir utan skipulagsmálin? — Fremst myndi ég setja fræðslumálin. Þar verður að gera stórátak i nánustu framtið. — Þegar ég kom á Dagsbrúnar- fund fyrir 10 árum sagðir þú ná- kvæmlega þetta sama — en af hverju hefur ekkert verið gert á vegum félaganna sjálfra? A veg- um Dagsbrúnar? — Það er von þú spyrjir. Forystumenn eru flestir svo alUof yfirhlaðnir i daglegum störfum, að önnur vandamál hverfa stöðugt i skuggann. Auk þess hefur hinn langi vinnutimi almennings hér haft það i för með sér að fólk tekur litinn þátt i þeirri félagsstarfsemi sem býðst og það er ekki sérlega uppörvandi. Bæði er erfitt að fá menn til þátttöku og forustu. En það er best að segja söguna sem stysta, við erum allt of ódug- legir.til dæmis i allri útgáfustarf- semi. Atvinnustjórnmálamað ur verkalýðsleiðtogi — Nú er tal okkar þegar orðið alllangt. En að siðustu: Þú ert at- vinnustjómmálamaður og verka- lýðsleiðtogi. Hvernig semur? — Þetta voru nú þin orð: ég hef aldrei litið á mig sem atvinnu- stjórnmálamann. Ég er fyrst og fremst starfsmaður verkalýðs- hreyfingarinnar. Ég tel að þvi fylgi bæði kostir og gallar fyrir mann úr forustu verkalýðs- hreyfingarinnar að vera á þingi, en ég held að það geti verið gagn- legt fyrir þingmenn og þingflokk okkar að þar séu menn úr forustu verkalýðssamtakanna. — Að undanförnu er mikið reynt að gera úr þvi að innan Al-’ þýðubandalagsins takist á menntamenn og forustumenn verkalýðshreyfingarinnar. — Þetta er nú ekki nýtt. Allt frá árdögum verkalýðshreyfingar- innar hafa borgaraleg blöð reynt að gera menntamenn i verkalýðs- hreyfingunni tortryggilega. Ihaldið reynir allt til þess að spilla fyrir og eyðileggja. Það lætur sig ekki muna um að svi- virða menntunina i þvi skyni. Mig minnir að eitthvert blaðið hafi talað um „hvitfl i bba- komma” i þessu sambandí sem andstæðu við verkalýðinn. Hér áður voru menn stundum nefndir stofukommar, og var þá átt við þá menn sem sitja og tala um fræðin en sinna litt daglegum verkefnum flokksins. Þeir menn voru vissulega ekki i háu gengi innan verkalýðshreyfingarinnar né heldur innan okkar stjórn- málahreyfingar. Svo er heldur ekki nú. Og allt tal andstæðinga okkar um andstæður milli verka- lýðsleiðtogaog menntamanna i Alþýðubandalaginu er heilaspuni öfundarmanna flokks okkar. —s. Óskum öllu starfsfólki okkar og vinnandi fólki til lands og sjávar gleðilegrar há- tiðar! Togaraafgreiðslan h.f. Reykjavík Verkamannasamband tslands sendir meðlimum sinum og verkalýð öll- um stéttarlegar heillaóskir i tilefni dags- ins. Gleðilega hátið! Verkalýðs- og sjó- mannafélag Gerðahrepps, GARÐI óskar meðlimum sinum og landslýð öllum til hamingju með daginn. Gleðilega hátið! Iðnsveinafélag Suðumesja sendir öllum verkalýð landsins árnaðar- óskir i tilefni dagsins. Gleðilega hátið! Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur sendir öllu vinnandi fólki bestu árnaðar- óskir i tilefni 1. mai. Gleðilega hátið! Verkalýðsfélag Borgarfjarðar Borgarfirði eystra sendir öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita sinar bestu kveðjur i tilefni 1. mai. Gleðilega hátíð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.