Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÖÐVILJINN — StÐA $ Atvinnulaus. HUsmóðir með þvottakörfu. Sjá þar er maðurinn Tryggvi Ólafsson, málari skrifar um sýningu Douane Hansens, sem nú stendur f Kaup- mannahöfn 1 Sóldýrkandi. Kona á skrifstofu. Douane Hansen er bandariskur myndhöggvari, fæddur i Alexandriu, Minnesota, 1925. Gekk á ýmsa skóla á árunum 1943 —1951. Hefur starfað sem aðstoðarmaður margra þekktra mynd- höggvara, þar á meðal Carl Milles. Milles var aðalkennari Ásmundar Sveinssonar i Stokk- hólmi. Hanson hefur verið kennari i listaskólum i Bandarikjunum og i Þýskalandi. Starfar nú i New York. Louisiana-safnið norðan við Kaupmannahöfn opnaði tvær forvitnilegar sýningar, skömmu fyrir páska. önnur sýningin er umfangsmikil yfirlitssýning á nútímalist frá Moderna museet i Stokkhölmi, en það safn er að færa út kviarnar á Skepps- holmen, þar i borg. Louisiana hefur notað tækifærið á meðan sviarnir loka og sýnir nú kjarnann úr safni þeirra. Hin sýningin er á verkum banda- riska myndhöggvarans Douane Hansons. A liðnum skirdegi vorum við tveir málarar á ferð inn til Khafnar, eftir málaratúr á NV- Sjálandi. Myrkur færðist yfir nakið akurlendið. Billinn byrjaði að hiksta ákaflega i nágrenni Hróarskeldu, með tilheyrandi bensinbrælu. ökumaöurinn taldi ráðlegt að renna við á næsta verkstæði. Bensinstöðin: bláhvit nötrandi neonlýsing, raðir af smuroliu- dósum frá ljóspipunum og niður á gólf. Smjaðurslegt krómað bila-dinglumdangl, hangandi upp um alla veggi. Dynjandi bifreiðagnýr frá þjóðveginum, hinum megin við glerhúsið. Börn og fullorðnir á randi út og inn, sömu erinda og við, eða að birgja sig upp af sælgæti og dósabjórfyrir páskana, en þetta hvort tveggja var falt i glys- vörudeild sæluhússins. Sem miðdepill margþættrar starfsemi i bensinstöðinni, heyrðist útvarpað yfir viðskiptavinina, hátt og sargandi: pislarsögu Frels- arans. Lesið var úr Matteusar- guðspjalli með tóndæmum úr verki Bachs um sama þema. Siðasta kvöldmáltiðin, svik og örvænting. Óneitanlega skörp andstæða umhverfisins. Og hér biðum við eftir bilvirkja i upphituðum Getsemane úr stáli og gleri. Sá degi siðar, föstudaginn langa nefndar sýningar, en sérstaklega sýning Douane Hansons, sem myndirnar hér á siðunni eru af. Þjáning og vonleysi textans frá bensín- stööinni komst I nýtt samhengi. Myndir Hansons eru raunsæjar augnabliksmyndir, eins konar „fryst augnablik”. Hann gerir gipsmót af fólki, byggir siðan upp ytri likama úr póliester og öðrum gerviefnum. Þvi næst málar hann stytturnar og klæðir þær I föt. Val hans á vaxtarlagi, stellingum, fötum, og þá ekki sist á „týpum”, sýnir best, hve gagnrýninn hann er. Hann sýnir bókstaflega á áþreifanlegan hátt ófarir firrtrar manneskju. örbirgð, ástleysi, óeðli eða van- máttartilfinning skin út úr mörgum verkunum. Einhver gæti fundið upp á að spyrja: er þetta vaxmyndasafn? Er þetta höggmyndalist? Það er ekki gott að segja. Það skiptir kannski ekki höfuðmáli. A hinn bóginn verður ekki annað sagt, en að framsetning lista- mannsins á myndefninu sé fádæma hnitmiðuð. Madam Tussaud og önnur vaxmynda- söfn hafa ekki roð við þessum manni. Hér eru ekki brosandi myndir af Edison, Ghandi eða Stalin. Þessar myndir eru af örvæntingu fólks, sem þjóöskipulagið hefur sýnt mis- jafnar hliðar, áhugaleysi eða jafnvel grimmd. Framsetning Hansons þvingar okkur til að lita I eigin barm. Sú áhersla sem lögö er á hvað fólk starfar, hvers vegna það er iðjulaust eða hvers vegna það stundar sjálfseyðileggingu er afar veigamikið atriði. Kjarval sagði einu sinni: Þú verður eins og það sem þú gerir. Hanson virðist vera sammála, en þaö er ekki laust við að hann taki enn fleira með i reikn- inginn. Verk Douane Hansons eru andhverfa hressilegra hóp- mynda dagblaðanna, hvort sem þær eru af vinnustað eða leik- vangi. Hann skoðar hina hliðina, þá hlið sem tærist i dag- legu umhverfi. — Upptalning á lýsingarorðum gerir högg- myndirnar ekki beinskeyttari, en þvi miður „afvopna” myndir i blaöi þær að miklu leyti.. Engin furða, þó fólk vilji þreifa á verkunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.