Þjóðviljinn - 01.05.1975, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1975. Hásetaverkfall Framhald af 17. siðu. samtök um að greiða ekki lifrina að fullu, þegar hún fór að hækka. Þeir hafi séð ofsjónum yfr hinu háa lifrarverði til háseta og hafi ætlað sér aðhirðasjálfir allan hinn nýja gróða. Dagsbrún segir: „Það voru þvi beinlinis nokkrir útgerðarmenn (eða máske aðeins einn), sem af sinni óseðjandi græðgi varð orsök til þess, að Hásetafélag Reykjavikur var stofnað”, Dagsbrún kemst að þeirri niðurstöðu, að það kosti út- gerðarmann aðeins 3.500 kr. á skip á mánuði að ganga að kröf- um háseta og séu það smámunir i samanburði við tjón af völdum verkfallsins. Að lokum gagnrýnir Dagsbrúnarritstjórinn „blöð höfðingja” fyrir að skella skuld- inni sifellt á háseta fyrir verkfall- ið. Ritstjórar þessara blaða reyni með lygafréttum „að æsa út- gerðarmenn til þess að ganga ekki að réttmætum kröfum há- seta, sér sjálfum og landinu til tjóns”. Baráttuviljinn hjá þeim sem betur mega t málflutningi Dagsbrúnar 7. mai komu hvergi fram mótmæli gegn þeim fullyrðingum, að hásetar væru hátekjumenn i hópi launþega. Og hafi þeir verið há- tekjumenn (haft tvöfalt kaup á móts við vélstjóra) hvers vegna fóru þeir þá i verkfall? Liklegasta svarið við þvi sýnist vera það, að hásetar hafi almennt óttast, að útgerðarmenn ætluðu að lækka við þá kaupið með þvi að færa verðið á lifrinni niður 1. mai i staðinn fyrir að hækka það. En var þetta þá rétt? Ekkert kemur fram um það i fundargerðum útgerðarmannafélagsins, en Dagsbrún segir frá þvi 5. febrúar 1916, að Thor Jensen hafi ekki ætlað að greiða hásetum á Skalla- grimi nema 25 kr. á lifrartunnu i stað 35 kr. sem þá var talið gang- verð. Þessi ótti háseta hefði þó átt að hverfa við hið formlega tilboð útgerðarmanna um hæsta gang- verðfrá 28. april, sem itrekað var 1 mai, en þá var verkfallið hafið og erfiðara að snúa við. Menn fóru að deila um formsatriði, skipshöfnum var tilkynnt jafnóð- um og þær komu að landi, að verkfall væri skollið á. Þegar Skallagrimur kom til hafnar 1. mai, kom ólafur Friðriksson á báti að skipshlið og las þaðan samþykkt .Hásetafélegsins um verkfall. Hugmyndir og rök háseta i verkfallsmálunum koma kannski skýrast fram i grein eftir „Háseta” i Visi 7. mai, en þar sagði: „Tildrögin til verkfallsins voru þau, að þegar Mars og Bragi komu inn úr siðasta túr barst það til eyrna háseta, að lifrarverðið mundi verða sett niður jafnvel i 15 krónur, — Hásetar hafa litið svo á, að þeir ættu alla lifur sem á skip kæmi og þeir lita svo á, að þetta hafi verið þegjandi viður- kennt af útgerðarmönnum, með- an lifrarverð var lágt. En þegar það hækkaði, vildu útgerðarmenn eigna sér hana. t vetur var gerður samningur um 35 kr. verð á lifrartunnu, en sá samningur var útrunninn 30. april. En á þeim tima var lifur seld hér og keypt fyrir 80—90 kr. tunnan. Fanst hásetum þvi óþarft af útgerðar- mönnum að lækka verðið nú. —' Þess vegna kröfðust hásetar þess á fundi i Hásetafélaginu að stjórn félagsins hlutaðist til um að eignarréttur þeirra á lifrinni yrði viðurkenndur og hásetar lög- skráðir samkvæmt lögum Háseta- félagsins. Að öðrum kosti vildu þeir gera verkfall... Aður en at- kvæðagreiðsla fór fram, hélt Ólafur Friðriksson mjög áhrifa- mikla ræðu um þær afleiðingar er verkfallið gæti haft, og varaði fundarmenn við þvi að greiða at- kvæði áður en þeir hefðu athugað málið frá öllum hliðum. — Það er þvi mesta fjarstæða að kenna honum um það hvernig atkvæða- greiðslan fór.” Fallist á úrslitakosti eftirá 1 framhaldi af þessu fjallar Heimir Þorleifsson um þær sátta- tilraunir sem fram fóru i mai- byrjun, fyrst með milligöngu ráð- herra, Einars Arnórssonar, siðan fyrir tilstilli sérstakrar sátta- nefndar á vegum bæjarstjórnar- innar. öllum sátta- og samninga- tilraunum var endanlega hafnað á fundi togaraeigenda 8. mai, en um leið var gengið frá þeim kjör- um sem hásetar skyldu ráðnir eftir til 30 september. Fastakaup- ið var óbreytt, 75 kr. á mánuði. en lifrarpremian skyldi miðast við verðið 60 kr. á fat. Heimir heldur áfram: Næsta dag, 9. mai, gekk stjórn togaraeigeigendafélagsins frá til- kynningu um þau kjör, sem hún bauð upp á sem úrslitakosti. Jafnframt var samið bréf til skip- stjóranna, þar sem mælst var til þess, að þeir létu gamla háseta ganga fyrir um skipsrúm, ef þeir óskuðu og skipstjórarnir hefðu, ,ekki neitt sérstakt á móti þeim”. Úrslitakostirnir voru siðan birtir 10. mai sem auglýsing i Visi og Morgunblaðinu, en einnig voru tilkynningar festar upp á götu- hornum. Bæjarstjórnarnefndin reyndi enn málamiðlun sem Hásetafé- lagið féllst á, en útgerðarmenn höfnuðu algerlega með tilvisun til úrslitakosta sinna. Hinn 11. mai fóru fyrstu togar- arnir á veiðar að nýju, og 12 mai að kvöldi var fundur haldinn i Há- setafélagi Reykjavikur, þar sem félagsmönnum var leyft að ráða sig upp á þau kjör, sem útgerðar- menn buðu i úrslitakostum sin- um. Áður hafði Hásetafélag Hafnarfjarðar gengið að úrslita- kostunum. Hvaö hafa hásetar unnið? Fyrsta blað Dagsbrúnar eftir verkfallið kom út 15. mai, og gæt- ir þar beiskju i garð útgerðar- manna, skipstjóra og ákveðinna ritstjóra, en hvergi er þar beinlin- is talað um, að Hásetafélagið hafi orðið undir i deilunni. I Dagsbrún segir: „Verkfallinu á togurunum er nú lokið. Hvað hafa hásetar unnið á? Fyrst og fremst það, að koma lifrarverðinu upp i 60 kr„ og i öðru lagi, aðfá það verð ritað inn i viðskiptabækurnar. Hins vegar komu hásetar þvi ekki fram sem var aðalatriðið að fá skrásett samkvæmt lögum Hásetafélags- ins, en það er fleira sem er gott, en fullur sigur. En hvað hafa út- gerðarmenn unnið? Spyrjið þá að þvi, „Dagsbrún” er það ókunn- ugt. Liklegt er að togararnir fái aðeins 100 tn, af lifur til sildveiði- timans, og þar sem útgerðar- menn geta aðeins okrað ca. 25 kr. á hverri tunnu (verðið er nú ca. 85 kr.), þá verður gróði þeirra á lifr- inni aðeins 2500 kr. á hverju skipi. Og fyrir þennan gróða hafa út- gerðarmenn látið skipið liggja i höfn i hálfan mánuð. Skyldi þetta atferli ekki hafa styrkt lánstraust herra Thor Jensen fyrrv. miljónafélagsforseta?” 1 lokin vikur greinarhöfundur að ritstjórum Lögréttu, Morgun- blaðsins og Visis, er hann segir: „Og svo virðist, sem þessir verk- fallsdagar hafi verið hátið fyrir þá, enda hafa þeir hvern dag velt sér i blöðum sinum i lygum um alþýðuna.” Á ekki tilverurétt meö óbreyttri stjórn! Morgunblaðið hælist um yfir þvi að hásetar hafi tapað i verk- fallinu og los hafi komist á félag þeirra, þegar togararnir fóru að sigla út með nýja menn. Þá hafi stjórnin séð að eina ráðið til að bjarga félaginu hafi verið að leyfa mönnum að ráða sig upp á þau kjör sem útgerðarmenn buðu. Hásetar hafi við þetta tapað 200skipsrúmum. Að lokum segir i þessari grein blaðsins 14. mai: „Hásetafélagið á fullkominn tilverurétt og það má ekki koll- varpast. Það verður að risa úr þeim rústum sem það er nú i. En það má ekki endurreisast undir formennsku þeirra, sem þessu verkfalli komu af stað . Með þeirri stjórn sem félagið hefir haft, á það ekki tilverurétt. En úr þvi má auðveldlega bæta og vér trúum ekki öðru en að hásetar geri það. Þeir hafa nú fengið að stiga I eldinn, og það er ótrúlegt, að þeim þyki gaman að þvi að standa i honum til lengdar. Félagið þarf að losna við Ólaf Friðriksson og hans lika.” Blaðið telur greinilega, að verkalýðsforingjar séu ekki allir jafnheppilegir. Sama sinnis voru útgerðarmenn, þvi að 21. septem- ber sama ár komu eftirfarandi skoðanir fram i stjórn útgerðar- mannafélagsins: • ,,.... til þess að samvinna sje hugsanleg við Hásetafélagið, þá verði hún að vera bundin þvi skilyrði, að i stjórn Háseta- félagsins sitji aðrir menn en siðast, er vér áttum samvinnu við þá, og að þeir menn, sem Háseta- félagið felur að semja, hafi fullt umboð til þess frá félaginu.” Ekki fóru hásetar að tillögu Morgunblaðsins um ólaf Friðriksson, þvi að hann var endurkjörinn ritari Háseta- félagsins á aðalfundi um haustið 1916. Hvíldin lengdi lífið um heilt ár Þó að skrif VÍsis væru yfirleitt ekki hagstæð Hásetafélaginu, birtust þar nokkrar greinar, sem túlkuðu hugmyndir háseta eða voru hlutlausar. Svo var t.d. um grein, sem birtist 12. og 14. mai. Höfundur, sem ekki er nafn- greindur, telur alla sammála um, að mánaðarkaup háseta sé ekki nægileg greiðsla fyrir allt það erfiði og vökur, sem þeir leggi á sig. Þess vegna hafi þeir fengið lifrina sem uppbót eða auka- þóknun, enda leggi þeir á sig aukaerfiði við að hirða hana. Greinarhöfundi sýnist þó, að útgerðarmenn eigi lifrina eins og allt annað, sem á skipið komi, en þeir eigi að láta háseta njóta þess að fullu, ef lifrin selst á háu verði. Greinarhöfundur telur, að gróði togaraeigenda hafi verið 100-200 þús. kr. á skip á ári um þessar mundir og þvi hafi það verið „smásálarlegt og tæplega vansa- laust fyrir útgerðarmenn, að fara eirimitt þá að seilast eftir þeim hluta af aflanum, sem hásetum hefir borið, — lifrinni, — þótt hún hækki nokkuð i verði”. Þó að Dagsbrún talaði litt um ósigur háseta, birtust i blaðinu bæði 21. og 27. mai ummæli, þar sem ósigur var viðurkenndur, a.m.k. að nokkru. Togaraháseti Félag pípu- lagninga- meistara sendir öllu vinnandi fólki i landinu árnað- aróskir i tilefni 1. mai. Gleðilega hátið! V innumálasamband Samvinnufélaganna sendir starfsfólki sinu og öllum laun- þegum árnaðaróskir á hátiðisdegi verka- lýðsins 1. mai. Gleðilega hátlð! Sendum öllu vinnandi fólki bestu kveðjur í tilefni dagsins. Búnaðarfélag Islands óskar vinnandi fólki til lands og sjávar til hamingju með daginn. — Gleðilega hátið! Starfsstúlknafélagið SOKN sendir verkalýð landsins séttarkveðjur i tilefni 1. mai. Gleðilega hátíð! Verkalýðsfélagið Bjarmi Stokkseyri sendir öllum verkalýð stéttarlegar kveðjur i tilefni dagsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.