Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Rætt viö Pál Jóhannsson vélstjóra hjá frystihúsi Þórðar Óskarssonar á Akranesi alltaf verið, þannig að það ligg- ur eitthvað annað en tapið á út- gerð togarans til grundvallar þvi að honum var lagt og manni finnst hart að menn skuli geta leikiðsérsvona með almannafé. — Nú hefur þú verið sjómaður lengst af, hvort likar þér betur á sjónum eða i landi? — Það likar öllum best á sjó sem hann hafa stundað og ég er þar engin undantekning. Mér hefur alltaf likað mun betur á sjónum og við sjómenn förum ógjarnan i land nema i neyð. Mér fannst ég vera orðinn of gamall til að stunda sjóinn og fór þvi i land og get ekki annað sagt en að mér liki vel hér hjá ÞÓ; það er prýðilegt að vinna hér. — Að lokum Páll, þú ert svart- sýnn á atvinnuástandið hér á Akranesi á komandi sumri? — Já, frekar er ég það. Auð- vitað ræðst það eftir hve vel aflast, en ef enginn togari kem- ur i staðinn fyrir Ver, þá þarf ekki að sökum að spyrja. Þessir skuttogarar hafa gerbreytt at- vinnuástandinu um allt land. Sjáum bara staði eins og Sauð- árkrók og Siglufjörð, jafnvel Hofsós. Allir þessir staðir voru steindauðir þar tH skut- togararnir komu. 1 dag er þarna mikil og jöfn atvinna allt árið um kring. Nei, Lúðvik Jóseps- son gerði meira en nokkurn grunaði þegar hann beitti sér fyrir skuttogarakaupunum og er það raunar ekki i fyrsta sinn sem sá maður gerir stóra hluti meðan hann er sjávarútvegs- ráðherra. Það ætti enginn annar en hann að koma nálægt þvi em- bætti. —S.dór Páll Jóhannsson er þarna á milli þeirra Magnúsar Andréssonar t.h. og Kristjáns Ólafssonar. Þeir sögðu að þetta væri stjórn skallafélagsins hjá frystihúsi Þóröar óskarssonar. Dagvinnukaupið hrekkur skammt — Ég er ansi hræddur um að ef menn ættu að lifa á dagvinnu- kaupinu cinu saman hrykki það skammt, jafnvel hjá okkur timakaupsiðnaðarmönnum, sagði Páll Jóhannsson vélstjóri i fyrstihúsi Þórðar óskarssonar á Akranesi er við hittum hann að máli ó vinnustað hans fyrir skömmu. — Kaupið hjá okkur vélstjór- um er 62 þúsund kr. á mánuði fyrir 8 tima vinnu og það sér auðvitað hver maður i hendi sér hve langt það hrekkur eins og verðlag er orðið i dag. Það sem bjargar okkur hér er að það er alltaf töluverð aukavinna, eink- um i sambandi við vélgæsluna i frystihúsinu. Það er sú eftir- og næsturvinna sem heldur manni á floti. — Vinnur þú eingöngu við vél- gæslu i frystihúsinu? — Nei, ég vinn öllu meira við nýsmiði og viðgerðir alls konar. En svo skiptumst við á um að gæta vélanna um helgar, en við erum tveir við það. — Hefur verið nóg að gera i frystihúsinu i vetur? — Já, það hefur verið sæmi- lega góð vinna i húsinu i vetur og hjá vélvirkjum á Akranesi hefur verið mikil vinna og mér er óhætt að segja að það vanti frekar vélvirkja en hitt. Hins- vegar list mér heldur illa á út- litið fyrir þá sem vinna i frysti- húsunum hér i sumar. Það er búið að leggja öðrum skut- togaranum og það má bóka að verði hann ekki gerður út aftur eða annar togari fenginn i hans stað, þá verður hér mikið at- vinnuleysi. — Það er hreint alveg furðu- legt að togaranum skuli hafa verið lagt. Það er vissulega rétt, að vont er að gera út þessa stóru togara, en það sem útgerðar- félagið átti að gera var að gera Ver út meðan verið var að selja hann og fá annan minni togara i staðinn sem mun standa til. Við vitum vel að það er rikisrekstur á tapi allra togara og hefur Láglaunabætur duga ekki fyrir osti á brauöiö Verslanir eru óvenju margar á Akranesi miðað við íbúafjölda bæjarins og hef ur svo lengi verið, enda er Akranes kaupstaður fyrir mjög stórt byggðar- lag, eða hreppana fimm sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Innri Ak ra nesh repp, Skilmannahrepp, Leirár- hrepp, Melahrepp og Hvalf jarðarstrandarhrepp, auk þess sem kaupstaður- inn þjónar að einhverju leyti Svínadal og jafnvel Skorradal. Það er því ekki úr vegi að ræða við einn fulltrúa úr stétt verslunar- fólks á Akranesi. Sigrún ólafsdóttir vinnur við afgreiðslu á bifreiðastöðinni á Akranesi, en auk þess að sjá um afgreiðslu bifreiðanna og bensin- sölu vinnur hún við afgreiðslu i sölubúð i tengslum við bifreiða- stöðina. Við byrjuðum á að spyrja hana hvernig henni likaði nýju kjarasamningarnir,. — Mér finnst þeir aðeins til að hlæja að þeim. Þessar smánar- bætur duga ekki eirtu sinni fyrir osti ofan á brauðið og það er alls ekki hægt að kalla þetta samninga, þetta er skripaleikur. Annars erum við sem vinnum i söluturnum orðin ýmsu vön. Ég hygg að verr sé ekki samið fyrir annað vinnandi fólk hér á landi en okkur. Og það er raunar furðulegt að aldrei skuli neitt hafa verið gert i þvi að samræma okkar kjör kjörum annara stétta innan verslunarinnar. — Við erum á mun lægra kaupi en verslunarfólk sem afgreiðir i vejulegum verslunum frá kl. 9 til 18 og hefur fri á laugardögum. Við vinnum aftur á móti á vökt- um, og vinnum þvi einnig á kvöld- in og alla helgidaga, tvær vikur vinnum við 6 tima vaktir en eina viku 5 tima vakt á dag. Og þar sem kvöld og helgidagar koma inni þetta þykir okkur alveg furðulegt að hafa ekki sama kaup og annað afgreiðslufólk. t dag höfum við 40.500 kr. á mánuði en erum þó i 7. taxta vegna þess að við afgreiðum einnig leigubil- ana. Hvernig heldurðu þá að það sé hjá þeim sem eru á lægri töxt- um, þeim sem vinna i venjulegum söluturnum. Nei það er alveg furðulegthve illa hefur verið fyrir okkur samið. — Er ekki sérstakt verslunar- mannafélag á Akranesi eða eruð þið deild innan verkalýðsfélags- ins? — Það er sérstakt verslunar- Sigrún Ólafsdóttir afgreiöslukona á Akranesi mannafélag hér, en það er ósköp máttlitið,þvi miður. — Nú vinnur þú hjá frekar litlu fyrirtæki, er það ekki betra en að vinna hjá stórfyrirtæki? — Nei, ég hygg að það sé öllu verra. Það eru svo mörg smá- atriði i kjarasamningunum, sem gæta þarf að,og ég hygg að þau séu betur haldin hjá stóru fyrir- tækjunum. Það þarf þó nokkra hörku til að hafa allt sitt út hjá minni fyrirtækjum. Þar skapast einnig nánara samband á milli atvinnurekandans og starfs- fólksins og það hygg ég að sé okkur ekki til hagsbóta. — Það er nokkuð stór hópur, sem hefur atvinnu af verslun á Akranesi ekki satt? — Jú, hann er nokkuð stór, enda eru hér margar verslanir miðað við stærð bæjarins og þess vegna gæti verið allmikið lif i stéttar- félaginu okkar, en þvi miður, það er of dauft. — Er þá ekki tilvalið að nota 1. mai til að ná upp samstöðu? — Maður skyldi ætla það. En á hitt ber að lita, að 1. mai er ekki sami baráttudagurinn i augum vinnandi fólks og hann var. Það hefur svo margt breyst og við vit- um að ekkert verður aftur eins og það var. Auðvitað væri mjög æskilegt að 1. mai tapaði ekki gildi sinu iaugum vinnandi fólks og hann þarf þess alls ekki þótt timarnir breytist en mér finnst samt að svo hafi farið nú siðari árin að fólk liti fremur á hann sem venjulegan fridag en bar- áttudag. þvi miður. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.