Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 19 Verkalýðsfél. JÖKULL, Höfn, Homafirði Bestu kveðjur til alls vinnandi fólks til lands og sjávar i tilefni af 1. mai. Gleðilega hátíð! Verzlunarmannafélag Reykjavíkur flytur öllum launþegum bestu árnaðar- óskir i tilefni af 1. mai. Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði flytur islenskum verkalýð árnaðaróskir i tilefni 1. mai. Gleðilega hátið! Bilstjórafélag Rangæinga árnar öllum launþegum heilla á hátiðis- degi verkalýðsins 1. mai. Gleðilega hátið! Verkalýðsfélag Hrútfirðinga. sendir öllum landsmönnum árnaðaróskir 1. mai. Gleðilega hátið! IÐJA, félag vertemiðjufólks flytur öllum félagsmönnum sinu bestu árnaðaróskir i tilefni 1. mai. Stjóm IÐJU skrifar grein 21. mai, sem nefnist „Agjöfin”. Hann segir: ,,Við töldum okkur visan sigurinn, þess vegna féll okkur illa hvernig fór, og þótti i fyrstu minna vert um það sem náðist, en það sem ekki fékkst.” Hann telur það þó verkfallinu að þakka, að lifrin fór i 60 kr. og segir hvildina, sem verkfallið veitti, hafa lengt lif sitt um heilt ár. Hinn 27. mai segir i bréfi frá F.J. (Finni Jónssyni?): ,,Illa fór með verkfallið, en við megum ekki æðrast, þó við töpum einu sinni, við vinnum að lokum”. Eftirleikur Áður var sú tilgáta sett fram, að Ólafur Friðriksson kynni að hafa hvatt til verkfallsins með pólitiskan ávinning fyrir Alþýðu- flokkinn i huga. Þar eð verkfallið tapaðist, var hinn hugsanlegi ávinningur úr sögunni. En ósigur i verkfalli mátti auðvitað nota gegn Alþýðuflokknum, og nú beindist viðleitni andstæðinga flokksins mjög að þvi að tengja sem flesta af foringjum hans og aðstandendum við verkfallið. Þetta á við um þá Ólaf Friðriks- son og Jónas Jónsson, svo sem áður hefur verið nefnt, en einnig koma við sögu þeir Jörundur Brynjólfsson, þáverandi barna- kennari, og Ottó N. Þorláksson, fyrsti forseti Alþýðusambands íslands (stofnað haustið eftir). Jörundur ber af sér alla þátttöku i hásetaverkfallinu í „Leiðrétt- ingu” i Visi 13. mai og segir: „Hvern þann er sagt hefir að ég hafi talið háseta á að gera nokkuð er vitavert er, lýsi ég hérmeð opinberan ósannindamann”. fsafold var um þessar mundir blað ráðherrans, og þess arms Sjálfstæðisflokksins, sem nefndur var „langsum”. 1 ísafold birtist 20. mai löng grein á forsiðu undir fyrirsögninni „Verkfalls- foringjarnir”, og er hún eftir einhvern ,,L”. Undir lok greinar- innar segir ,,L” (Dagsbrún telur, að Gisli Sveinsson, þáverandi y f irdóms1ögmaður, sé höfundurinn), að kosningar séu i vændum og megi á slikum timum sjá mörg „pólitisk fyrirbrigði”. Þá segir enn: „Með þessum verk- fallstiltektum ætluðu ..forineiar” þessir sér að gera sig heldur en ekki að' mönnum, i augsýn alþýðu, og búa i haginn fyrir sig til landskosninga og i Reykja- vikurkjördæmi: eru sumir þeirra væntanlegir frambjóðendur, að þvi er menn hyggja”. Það reyndist rétt hjá „L”, að sumir hinna svonefndu verkfalls- foringja fóru i framboð siöar á árinu 1916. Við landskjörið, 5. ágúst, var Ottó N. Þorláksson i öðru sæti á Verkamannalistanum (C-listanum), og við alþingis- kosningar 21. október var Jör- undur Brynjólfsson i kjöri i Reykjavik fyrir Alþýðuflokkinn. Hafi lyktir verkfallsins orðið Alþýðuflokknum til ógagns, kom það einkum fram i landskjörinu, en i þvi fékk flokkurinn aðeins 398 atkvæði (um 7%). Ottó N. Þorláksson segir um „L” i Dagsbrún 4. júni: „Og engin vissa er fyrir þvi að honum hafi verið illa við verk- fallið, heldur öll likindi til að honum hafi þótt mjög svo vænt um það, sérstaklega þegar það ekki fór á sem æskilegastan hátt, fyrir háseta, — til að geta notað á sem hagkvæmastan hátt, við i hönd farandi kosningar.” Og siðar i greininni segir Ottó: „Ofsóknirnar á alþýðuflokkinn eru byrjaðar...” • Þessi saga verður ekki rakin lengra að sinni. Miklar sviptingar og umskipti áttu eftir að gerast á næstu misserum i atvinnu- og kjaramálum, svo og i stjórn- málum. Seint i janúar 1917 var gerður fyrsti samningurinn milli Hásetafélagsins og togaraeig- enda, en haustið eftir voru allir nýjustu og, stærstu togararnir seldir úr landi. 1 upphafi næsta áratugar voru sett fyrstu lögin um lágmarkshvild á togurum (vökulögin), en það var að sjálf- sögðu verðmætasta kjarabótin fyrir háseta eins og á stóð. A næstu árum varð Sjómanna- félagið forystufélag i kjarabar- áttunni, en vék stðar úr þeim sessi fyrir Dagsbrún. (Umbúnaöur þessarar greinar er Þjóðviljans: fyrirsagnir, skýringar, val og stytting, svo og lokaoröin. — hj.) Sjómannafélag Akureyrar sendir öllum meðlimum sinum og verka- lýð öllum stéttarlegar heillaóskir i tilefni dagsins. Gleðilega hátið! Vörubilstjórafélag Seyðisfjarðar sendir öllu vinnandi fólki bestu árnaðar- óskir i tilefni 1. mai Félag byggingar- iðnaðarmanna Vestmannaeyjum sendir islenskum verkalýð baráttukveðjur i tilefni dagsins Verkakvennafélagið Snót Vestmannaeyjum sendir öllum verkalýð landsins stéttarleg- ar kveðjur i tilefni dagsins. Verkalýðsfélagið Ársæll Hofsósi ' óskar öllum verkalýð til hamingju með daginn. Sendum öllu starfandi fólki til sjávar og sveita árnaðaróskir i tilefni 1. mai. EIGNAVAL, fasteignasala. Suðurlandsbraut 10 Simar 33510 — 85650 — 85740 Sendum öllu starfandi fólki til sjávar og sveita árnaðaróskir i tilefni 1. mai. Iitaver, Grensásvegi 18—24.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.