Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur l. maf 1975.
Eövarð Sigurösson var aðeins
sex ára þegar hann fór í fyrsta
sinn út að vinna fyrir kaupi. Það
var áriö 1916, sama árið og Al-
þýðusambandiö var stofnað. Á
unglingsárum sfnum er Eðvarð
Sigurðsson aðallega við sendils-
störf, en 17—18 ára fer hann að
vinna i fiski. Tvítugur að aldri
kynnist hann atvinnuleysinu,
gengur í Dagsbrún og Kommún-
istaflokkinn sama árið, verður
sfðar einn af forustumönnum
Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar og hefur verið nú á fjórða ára-
tug. Hann situr einnig á alþingi og
er formaður Verkamannasam-
bands islands. Slfkur maður hef-
ur frá mörgu að segja af vinnu-
stað og úr verkalýðshreyfingu.
Og hann er erfitt að finna til þess
að taka við hann viötal. En okkur
tókst að finna smugu einn laugar-
dagseftirmiðdag i aprílmánuði,
og meðfylgjandi spjall er árangur
þess siðdegis, það ber margt á
góma einkum frá fyrri dögum og
svarað er gagnrýni af ýmsu tagi.
t spjalli þessu kemur fram, að
vibmælandi minn gekk i Dags-
brún og Kommúnistaflokkinn
1930, en hafði áður gengið i Félag
ungra jafnaðarmanna og tók
raunar þátt i þvi' að stofna komm-
únistasellu á Grimsstaðaholtinu
ábur en Kommúnistaflokkurinn
var stofnaður. bað var bara
nokkrum mánuðum fyrir stofnun
flokksins, sagði Eðvarð, en aðal-
driffjöðrin i þvi var Aki og þeir
Jakobsbræður. Eftir að atvinnu-
leysið og kreppan hefst eru sifelld
átök innan Dagsbrúnar. Komm-
únistahreyfingin er drifkraftur-
inn i' baráttu atvinnuleysingja. Á
hverjum Dagsbrúnarfundi voru
átök milli sósialdemókrata og
kommúnista, en fundir voru
haldnir hálfsmánaðarlega.
bá voru ekki eingöngu verka-
menn innan Dagsbrúnar. bar
voru margir aðrir. Aðaltalsmenn
kommúnista innan Dagsbrúnar
þá voru Brynjólfur og Guðjón
Benediktsson en svo þegar þeir
voru reknir tóku ungir verka-
menn forustuna. bá lenti þetta
allt á okkur strákunum, segir Eð-
varð. Á þessum árum kemur oft
til harðra átaka, sérstaklega þó
1932, 7. júli og 9. nóvember. bess-
ar dagsetningar eru geymdar
eins og eiginn afmælisdagur á
bólakafi i vitund þessara manna
sem stóðu i fremstu vi'glinu. Ég á
einhvers staðar minjagripi úr á-
tökunum 9. nóvember.
— Stólfætur?
— Nei, minjar um lögregluna.
bað kemur fram i viðræðunum
við Eðvarð að á áunum 1930—1940
beindist verkalýðsbaráttan fyrst
og fremst að atvinnumálunum.
Kaupgjaldsbaráttan er raunveru-
lega engin.
Engir duga
nema sósialistar
— bið buðuð fram i Dagsbrún,
kommúnista rnir.
— Já, við gerðum það alltaf, en
fengum ekki mörg atkvæbi til að
byrja með. Annars vorum við,
eftir 1935, eftir fyrstu og verstu
barnasjúkdómana, fljótir að átta
okkur á baráttuaðferðunum,
fljótir að auka styrk okkar meðal
fjöldans.
— Varðst þú strax sem ungling-
ur stéttarlega meðvitandi um af-
stöðu þina?
— Nei, það var langt frá því. Ég
áttaði mig ekki á forsendum
stéttaþjóðfélagsins fyrr en siðar,
Þá voru vandamálin
nærgöngulli viö
hvern einasta mann
er ég hafði tekið þátt i baráttu
verkamanna og atvinnuleysingja.'
Mér fannst svo það ganga vel upp
sem ég hafði hugleitt og það sem
Kommúnistaflokkurinn lagði til
og þess vegna gekk ég i flokkinn.
Siðan fór ég að lesa það um
sósialisma sem ég náði til og ég er
þeirrar skoðunar að enginn dugi
til forustu i verkalýðsfélagi til
lengdar nema sá sem hefur
sósialiskar grundvallarskoðanir
og sá sem skilur samsetningu og
innri gerð stéttaþjóðfélagsins.
— En núorðið hefur þetta breyst
mjög mikið og margir forustu-
manna verkalýðsfélaga eru ekki
sósfalistar.
— bað er alveg rétt.
Vissulega getur það dugað i
dægurbaráttunni ef menn eru ein-
lægir verkalýðssinnar, en verka-
lýðshreyfingin verður annað
slagið minnsta kosti að hafa burði
til þess að hefja sig upp á æðra
stig framtfðarmála. Verkalýðs-
forusta sem getur aldrei sett dæg-
urbaráttuna i tengsl við það
markmið að verkalýðurinn ráði
sjálfur framleiðslunni og fram-
leiðslutækjunum — sú orusta
dugir skamman veg. Ef verka-
lýðsforingi hefur ekki sósialisk
vibhorf hlýtur afstaða hans að
verða meira og minna röng i
veigamiklum atriðum — nema
hann sé svo heppinn að einhver
annar rábi yfir honum án þess að
hann geri sér grein fyrir þvi.
t»að er t eikleika-
merki
— Var það þá rétt að rjúfa
tengsl flokks og verkalýðshreyf-
ingar? Slika spurningu heyrir
maður oft. Hvert er þitt svar?
— bað var alger nauðsyn að
rjúfa skipulagsleg tengsl Alþýðu-
sambandsins og Alþýðuflokksins.
Meðan þessi tengsl voru við lýði
notaði flokkurinn yfirráð sin yfir
faglegu hreyfingunni til þess að
bola þar öllum öðrum frá. bess
vegna er verkalýðshreyfingin hér
á Islandi svo mjög frábrugðin þvi
sem gerist i grannlöndum okkar.
— En nú eru menn úr hægri-
flokkum i forustu verkalýðssam-
takanna á Islandi?
— Já, ef slikir menn taka bein-
linis þátt i starfsemi verkalýðs-
hreyfingarinnar til þess að þjóna
sinum stjórnmálaflokki geta þeir
aldrei orðið hreyfingunni að neinu
gagni. En til eru menn sem veita
verkalýðshreyfingunni heilshug-
ar stuöning þó þeir kjósi borgara-
legan flokk fyrir einhvern mis-
skilning þegar aö kosningum
kemur. Oftast kemur raunar að
þvi að þessir menn snúa baki við
borgaraflokknum.
— brátt fyrir þetta kemur það
almenningi óneitanlega spánskt
fyrir sjónir þegar alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins á sæti i mið-
stjórn Alþýðusambands Islands.
Samstarf Alþýðu-
flokksins við ihaldið
— Já. bað gæti sennilega hvergi
gerst nema hér. Og auðvitað er
það veikleikamerki.
— En af hverju stafar þessi
veikleiki? Stafar hann ekki fyrst
og fremstaf skorti á fræðslustarfi
og umræðu innan verkalýðssam-
takanna?
— 1 þessu sambandi er margt
aðathuga,en vissulega er i fyrsta
lagi að viðurkenna að fræðslu-
starfsemi hefur verið allt of litil.
En við skulum lika minnast þess,
að innan vinstrihreyfingarinnar
hefur átt sér stað klofninggur, og
Alþýðuflokkurinn hefur um ára-
tugaskeið frekar kosið að hafa
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
en við okkur i verkalýðssamtök-
unum. bað er stórt orð glæpur —
en það er orðið sem mér kemur i
hug i þessu sambandi: Ég er ekki
að gagnrýna að menn úr öllum
flokkum hafi gott samstarf á
stéttarlegum grundvelli innan
verkalýðsfélaganna. Ég er að
gagnrýna það þegar forusta Al-
þýðuflokksins makkar við at-
vinnurekendavaldið og forustu
Sjál fstæöisflokksins um það
hvernig skipan mála i einstökum
verkalýðsfélögum skuli háttað.
bessi- vinnubrögð Alþýðu-
flokksforustunnar eru auðvitað
ein meginskýringin á þvi að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur komist
þetta áleiðis innan verkalýðs-
samtakanna. Ihaldið hefur auð-
vitað stöðugt fært sig upp á skaft-
ið og Alþýöuflokkurinn hefur ekki
þorað að efna til samstarfs við
okkur til vinstri á kostnað sam-
starfsins við ihaldið. bað þyrfti þó
einmitt að gerast nú.
En i sambandi við hugmynda-
fræðilega umræðu innan verka-
lýðssamtakanna verðum við að
muna eins og jafnan að margt
hefur breyst frá kreppuárunum
sem betur fer. Vissulega sakna ég
umræðnanna og liflegra funda i
Dagsbrún. bá voru vandamálin
svo nærgöngul og afgerandi að
þau þrýstu sér á huga hvers ein-
asta manns. Menn komust ekki
hjá þvi að hugleiða grundvallar-
samsetningu þjóðfélagsins — að
minnsta kosti ekki þeir sem voru
atvinnulausir langtimum saman.
Nú hins vegar komast menn
vissulega hjá þvi að hugsa um
þessi mál langti'mum saman. Nú
þurfa menn sem betur fer ekki að
brjóta heilann yfir þvi daglega
hvernig þeir ætla að framfleyta
sér næsta dag.
En auðvitað hefði verkalýðs-
hreyfingin þurft að breyta starfs-
háttum sfnum i samræmi við
þetta breytta þjóðfélagsástand,
þannig að hún hafi sjálf frum-
kvæði að þvi að setja vandamálin
á dagskrá með fræðslustarfi og
umræðu, það hefur hún vanrækt.
Og það verða heldur ekki aðrir
en þeir sem eru I nánastri snert-
ingu við vandamálin sem verða
pólitiskir i raun og veru um þess-
ar mundir. bað þarf auk þess ó-
venjumikið frumkvæði til þess að
brjóta þjóðfélagsvandamálin til
mergjar eins og nú háttar til.
Flokkur og verka-
lýðshreyfing
— Stundum heyrist til þess vitn-
að að samstarf flokksins og félag-
anna i verkalýðshreyfingunni
hafi verið með öðrum hætti fyrr á
árum en nú er. Nú manst þú sjálf-
sagt timana tvenna i þessu efni
eins og öðrum.
— Ég hef orðið var við þann ai-
genga misskilning, að yngra fólk
telur að samband Kommúnista-
flokksins eða Sósialistaflokksins
við forustumennina i verkalýðs-
hreyfingunni hafi verið á tilskip-
unarstiginu. bvi fer viðs fjarri.
Hins vegar beindist starf Komm-
únistaflokksins út á við eingöngu
að verkalýðsfélögunum og verka-
lýðshreyfingunni i viðri merk-
ingu. bessi barátta og þetta starf
var vissulega ekki einskorðað við
dægurmálin; starfið var jafnan
tengt framtfðarmarkmiðunum. Á
kreppuárunum hefði verkalýður-
inn sem heild ekki náð þeim ár-
angri sem raun ber vitni um ef
hann hefði ekki haft trú á þvi að
eitthvað betra tæki við. Á þessum
árum sóttum við okkur verulegan
styrk i það sem gerst hafði i
Sovétríkjunum, einkum þó það að
þar var skortur á vinnuafli, hvar-
vetna næg atvinna meðan miljón-
irnar gengu atvinnulausar i auð-
valdsrikjunum.
„Stéttasamvinna” —
stéttajafnvægi
— Við vorum áðan að tala um á-
hrif ihaldsins i verkalýðshreyf-
ingunni og þá gagnrýni sem fram
hefur komið á það ástand sem þar
rikir. Talað er um „stéttasam-
vinnu”, —svo eitthvað sé nefnt af
þeim fjölskrúðuga orðaforða sem
orðið hefur til hin siðari árin i
gagnrýni á verkalýðsforustuna
einkum frá yngsta fólkinu.
— Já, en ætli að þessi gagnrýni,
þ.e. á stéttasamvinnuna, sé ekki
sumpart sprottin af þvi að menn
hafi gleymt a.m.k. einu meginat-
riði islenskrar verkalýðsbaráttu
um þriggja áratuga skeið: jafn-
vægi stéttanna.
Allt frá 1942 hefur rikt hér mik-
ið jafnvægi milli þjóðfélagsstétt-
anna. Stéttaandstæðurnar hafa
að sjálfsögðu ekkert breyst i
grundvallaratriðum en engu að
siður er þetta jafnvægi ákaflega
mikilvægt atriði. Hér hefur ekki
verið hægt að stjórna þjóðfélag-
inu þannig að verulega gengi á
þann ávinning sem verkalýðs-
hreyfingin hefur náð. Að visu
hafa komið timar þar sem borg-
arastéttin hefur getað náð nokkr-
um árangri, en verkalýðsstéttinni
hefur tekist að vinna það upp aft-
ur. Hins vegar hefur verkalýðs-
stéttin ekki haft pólitiskt bolmagn
til þess að skerða verulega áhrif
borgarastéttarinnar og völd
hennar.
Tilraunir til þess að raska
þessu jafnvægi i meginatriðum
hafa jafnan mistekist, en hins
vegar hafa verið gerðar margar
tilraunir til þess að brjóta verka-
lýðssamtökin niður innan frá.
Sá sem ekki gerir sér grein fyr-
ir þessu jafnvægi stéttanna á
þremur siðustu áratugum botnar
heldur ekki mikið I Islandssög-
unni þetta skeiðið og þaðan af sið-
ur nokkuð i sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar.
1 þessu samhengi mega menn
heldur ekki gleyma þvi ástandi
sem áður var rikjandi þegar at-
vinnurekendur neituðu að viður-
kenna verkalýðsfélögin sem rétt-
an samningsaðila, eða þeim tima
er atvinnurekendur stofnuðu eig-
in verkalýðsfélög.
Tilraunirnar til þess að brjóta
niður áhrif róttækra forustu-
manná verkalýðsfélaganna innan
frá hafa mistekist. Hér i Dags-
brún hefur verið boðið fram gegn
okkur hvað eftir annað, en hægri
öflin hafa ekkert tommað. bá
voru þetta einu sinni eða jafnvel
tvisvar á ári kosningar i verka-
lýðsfélögunum. barna var fyrst
og fremst um að ræða pólitisk á-
tök. fyrst milli okkar og Alþýðu-
flokksins, siðan milli okkar og
Sjálfstæðisflokksins. 1 þessum á-
tökum snerist viðleitni ihaldsins
og Alþýðuflokksins um það að
hnekkja valdi sósialista I verka-
lýðsfélögunum.
„Áhrifasvæði”
— En f þessu sambandi er á-
standið að verða einna likast þvi
sem menn þekkja af áhrifa-
svæðaskiptingu stórveldanna.
Róttækir vinstrimenn eru i for-
ustu i vissum verkalýðsfélögum,
en hægri menn i öðrum félögum
og ókunnugum kemur það þannig
fyrir sjónir að annar aðilinn vilji
helst hafa hinn þar sem hann er.
bað sé orðin venja, jafnvél eins
konar þegjandi samkomulag.
— Já. bað erekki að furða þó að
fólki komi þetta i hug en þá er að
undirstrika, að jafnvægið má ekki
verða markmið i sjálfu sér. Við
verðum að setja okkur það aí
breyta þjóðfélaginu. Það er mikill
ávinningur að liafa náð þessu
stéttajafnvægi — miðað við það á
stand sem áður var. En við erum
engan veginn komnir á leiðar
enda. Það er enn langur vegur ó
farinn.
En ég vil minna á, það var allt
annað en skemmtilegt ástand i
verkalýðshreyfingunni, þegar fé-
lögin voru sundurslitin i pólitisk-
um átökum og allt að þvi faglega'
lömub.
Sérstaða meðal
verkalýðssamtaka
— Nú hafa vinstrimenn forustu
i nokkrum verkalýðsfélögum og
vissulega verður þess iðulega
vart að þau skera sig úr innan
verkalýðssamtakanna. En það er
afar sjaldan. Og til dæmis finnst
manni að það mætti oftar sjást
munur á þessum félögum i sam-
bandi við ýmis utanrikismál, svo
dæmi sé nefnt, — eins og Viet-
nammálið eða herstöðvamálið.
Hvernig stendur á þvi að hinn al-
þjóðlegi áhugi cr mun minni inn-
an verkalýðssamtakanna hér
á landi en maður hefur fregnir af
erlendis frá?
— Enn verðum við að muna
sérstöðu islensku verkalýðssam-
takanna. Samtökin hér þróast
óháð einum einstökum pólitisk-
um flokki. Verkalýðssamtök er-
lendis, þe. i allri Vestur-Evrópu,
lúta að mestu einum stjórnmála-
samtökum pólitiskt. Þess vegna
eru ályktanir verkalýðssamtak-
anna erlendis pólitiskar flokks-
ályktanir i raun og veru.
1 annan stað verður að muna að
hér á landi er gerð verkalýðssam-
takanna allt önnur en erlendis:
Hér eru menn skyldugir að ganga
I verkalýðsfélög, — margur hefur
stigið fyrstu skref sin innan
verkalýðssamtakanna sem alger
andstæðingur samtakanna og
stefnumála þeirra. Þetta hefur
afar mikil áhrif á allan strúktúr
samtakanna. Erlendis verður
hver og einn að gera það upp við
sig hvort hann gengur i verka-
lýðsfélag eða ekki. Þar verður
forustan sjálf að hafa fyrir þvi að
afla nýrra félaga með útgáfu-