Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mal 1975. L li Ur „Sögu togaraútgeröar” eftir Heimi Þorleifsson sílSíilffi A togaranum Niröi fæddist hugmyndin aö stofnun Hásetafélagsins. Togarinn tslendingur stöövaöist ekki vegna þess aö eigandi hans féllst á kröfur háseta, enda var hann ekki I Utgeröarmannafélagi Thor Jensens. Hásetaverkfalliö 1916 Á siðasta ári kom út bókin Saga islenskrar tog- araútgerðar fram til 1917 eftir Heimi Þorleifsson menntaskólakennara. Þetta er þriðja bindi i ritröð- inni íslenskar sagnfræðirannsóknir frá Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands en ritstjóri hennar er Þór- hallur Vilmundarson prófessor. Þjóðviljinn hefur fengið leyfi höfundar og ritstjóra til að birta efni úr 14. kafla bókarinnar þar sem fjallað er um sam- skipti sjómanna og útgerðarmanna, einkum þó um togaraverkfallið 1916. Ólafur Friöriksson var annálaöur mælskumaöur. Arið 1916 var fyrsta starfsár þá nýstofnaðs Hásetafélags Reykjavíkur og um þetta leyti árs hófst eitt af fyrstu stór- verkföllum islenskrar verka- lýðssögu, hásetaverkfalliö sem svo hefur verið nefnt,. Togarahásetar voru á þess- um tima engin sérstök lág- launastétt, slöur en svo. Hins vegar var vinnuálagið ofboðs- legt og arðrán útgerðarmanna á sjómönnum gegndarlausara en á nokkrum þrælum. Fyrstu kröfur hinna nýju sjómannasamtaka beindust ekki að þvi að takmarka vinnutima heldur hækka kaupið i þvi formi að háset- arnir skyidu eignast aila þá lifur er á skip kæmi, en áður hafði lifrarhlutur þeirra reiknast langtundir gangveröi á lifur. Sennilega hafa forsvars- menn háseta vanmetiö styrk andstæðingsins og ekki gert sér grein fyrir þvi hve aðgerð- ir þeirra leiddu af sér harö- vitug og alhliða stéttarátök. Eiginlegar samningaviö- ræður fóru aldrei fram milli aðila og áður en langt um leið tilkynntu útgerðarmenn úr- slitakosti, sem aö visu fólu i sér kjarabót, en Hásetafélagið neyddist til að ganga að þeim án samningsgerðar. Úrslit verkfailsins gerðu bæði að styrkja og veikja sam- tök verkalýðsins og pólitiska stöðu hans. Mörgum var þetta áfall i bili, en allir lærðu nokkuð og baráttuþrekið beið ekki hnekki til langframa. Lærdómsrikt er að kynna sér málflutning Ihaldsblaö- anna, hvernig þau kappkost- uðu að gera verkfallið pólitiskt og sverta forsvarsmenn hásetanna i augum almenn- ings. Þá var sannarlega engin hula yfir tengslum kjarabar- áttu og stjórnmála. Hásetaverkfallið 1916 er hluti af lifandi sögu fagiegra og pólitiskra samtaka verka- lýðsins á tslandi, — af þeim atburðum má draga lærdóma sem koma okkur aö haldi enn. t upphafi þess kafla i bókinni þar sem við gripum niður drepur höfundur á það að um 1910 hafi mátt heita að félög skútusjó- manna, bárufélögin, hefðu logn- ast út af. Og i nálega hálfan ára- tug hafi ekki verið starfandi nein samtök sjómanna i höfuðstað landsins sem þá var jafnframt orðinn óumdeilanleg miðstöð út- gerðar. Erfitt sé um beinan sam- anburð á kjörum skútukarla og togaraháseta þar eð á skútum voru hlutaskipti en á togurum fast mánaðarkaup og premia af lifrarafla. Vafalitið sé þó að togarahásetar hafi haft betri laun en skútumenn eða verkamenn i landi, en fyrir það urðu þeir að gjalda með feikilegri vinnu. Sem dæmi um kaup togaraháseta tek- ur Heimir þetta upp úr Dagsbrún, blaði jafnaðarmanna: 1912 mán- aðarkaup 70 kr. og fyrir lifrarfat- ið 10 kr. Árskaupið: 787 fasta- kaup, 294 fyrir lifur, aðrar tekjur 62, eða alls 1.143 kr. Árstekur 1913 1.258 kr. Árið 1914 var mánaðar- kaupið 85 kr. en heildartekjurnar 1.063 kr. 1915: mánaðarkaup 912, lifrarpeningar 604, tekjur á sild- veiðum 105, eða samtals 1.621 kr. En nauðsyn samtakanna var ekki horfin þótt afkoma manna á hinum nýju og stórvirku veiði- tækjum væri vissulega betri en fyrrum. Heimir skrifar: Félagsskapur háseta. Árið 1915 kom loks að þvi að reykviskir sjómenn mynduðu með sér félag á ný, og var það nefnt Hásetafélag Reykjavíkur, en siðar Sjómannafélag Reykjavikur. Frumkvöðlar að stofnun þess voru togaraháset- arnir Jón Guðnason og Hjörtur Guðbrandsson, báðir á botnvörp- ungnum Nirði. Þeir höfðu rætt sin á milii og við skipsfélaga sina um nauðsyn þess að stofna félag með hásetum. Um haustið 1915 hittu þeir f'inn Jónsson, þáverandi póstþjón á Akureyri, og hvatti hann þá eindregið til þess að reyna að stofna til félagsskapar með hásetum, einkum á togurum. t Reykjavik fengu þeir ólaf Friðriksson og Jónas Jónsson frá Hriflu til liðs við sig, og eftir nokkurn undirbúning og funda- höld var formlega gengið frá stofnun Hásetafélags Reykjavik- ur 23. október 1915. Fyrsta stjórn félagsins var kosin 29. október, og skipuðu hana sjö menn, en for- maður var Jón Bach. Aðrir stjórnarmenn voru þessir: Jósep Húnfjörð varaformaður, Ólafur Friðriksson ritari, Guðmundur Kristjánsson féhirðir, Guðleifur Hjörleifsson varaféhirðir, Björn Blöndal Jónsson aðstoðarmaður og Jón Einarsson (yngri) að- stoðarmaður. Meðal endurskoð- enda voru þeir Jón Guðnason, en hann hafði skorast undan kosn- ingu istjórn, og Jónas Jónsson frá Hriílu. „Réttur " útgeröarmanna Þegar Hásetafélagiö var stofn- að, var ekki til neinn félagsskap- ur með útgerðarmönnum togara, en 18. janúar 1916 komu nokkrir menn saman i Bárubúð i Reykja- vik til þess að stofna útgerðar- mannafélag. Jes Zimsenvar kos- inn fundarstjóri og Magnús Blöndahl fundarritari. Fundar- stjóri skýrði frá tilgangi fundar- ins, og væri hann sá að stofna félag, „meðal botnvörpuútgerðar manna”. Thor Jensen benti „rækilega á þá nauðsyn, er væri á slikum félagsskap, bæði til þess að vernda rétt útgerðarmanna i nútið og framtið”. Tillaga um fé- lagsstofnun var samþykkt ein- róma. Hinn 9. febrúar var hinn eigin- legi stofnfundur nýja útgerðar- annafélagsins haldinn. Þar voru komnir umboðsmenn fyrir 12 tog- ara. Á þessum fundi voru samþykkt ýtarleg lög félagsins, en það skyldi heita Félag is- lenskra botnvörpuskipaeigenda, og var tilgangur þess „að efla á allan hátt islenska útgjörð botn- vörpuveiðaskipa og gæta hags- muna hennar”. Hinn 18. febrúar var haldinn framhaldsstofnfund- ur félagsins, og komu til þess fundar fulltrúar fyrir 3 togara til viðbótar. Hinn 20. febrúar 1916 kom stjórn togaraeigendafélagsins saman til fyrsta fullskipaða fundar sins. Þar völdu stjórnar- menn sér varamenn og skiptu sið an með sér verkum. Thor Jensen var kosinn formaður, Jes Zimsen gjaldkeri og August Flygerning ritari. Varformaður var kosinn Th. Thorsteinsson, varaskrifari Magnús Einarsson, en Hjalti Jónsson var varagjaldkeri. I fyrstu grein laga Félags islenskra botnvörpuskipaeig- enda segir, að félagið eigi að „stuðla til þess að þeir (þ.e. út- gerðarmenn) fylgi sömu reglum um ráðningarkjör allra skip- verja”. I lögum sinum áskilja út- gerðarmenn sér rétt til þess ,,að útiloka einstaka menn frá þvi að verða ráðnir á skip þau, sem eru i félaginu, enda hafi þess verið sér- staklega getið i fundarboði, að slikar reglur yrðu til umræðu”. Þá eru ákvæði um, að tjóni af hugsanlegum verkföllum skuli jafna niður á öll skip, sem eru i félaginu. Að lokum skal nefnt á- kvæði um „verksviptingu (Lockout)”, sem félagið hugðist framkvæma, ef einróma samþykki félagsmanna kæmi til. Af ofangreindum atriðum má ráða, að útgerðarmenn hugðust beita félagi sinu til sóknar i launadeilum við sjómenn. Aukalög Hásetafélagsins. Hásetafélag Reykjavikur setti fram fyrstu launakröfur sinar stuttu eftir, að það var stofnað, eða 3. nóvember 1915. Kröfur þessar voru nefndar aukalög, og mun það nafn hafa komið frá Verkamannafélaginu Dags- brún. Nafngiftin minnir raunar á, að félögin töldu sér ekki fært að bera fram frekari kröfur en þær, sem þau álitu, að vinnu- veitendur féllust á. t aukalögum Hásetafélagsins fjallar einn kafli um laun á togurum, og er megin- atriði hans það, að mánaðarlaun háseta skyldu vera 75 kr. Enn íremur skyldu hásetar fá „alla lifur, sem skiptist jafnt milli skip- stjórans, stýrimannsins, báts- mannsins, og hásetanna. Skal það vera á valdi skipstjórans, hvort matsveinn er ráðinn upp á lifrar- hlut eða ekki. Lifrin sé seld hæsta verði, sem.unnt er að fá, án til- hlutunar frá útgerðarmanni, sem þó eigi kost á að kaupa lifrina hæsta verði, er aðrir bjóða”. Heimir greinir frá tregðu út- gerðarmanna að veita nokkur svör við þessum jjröfum. Ljóst sé að ákvæðið um lifrarfenginn hafi verið hið eina sem þeir gátu ekki fallist á. útgerðarmenn hafi til þessa talið sig hafa rétt til þess að ráða verði á þeirri lifur er á skip kom, og fengu hásetar aðeins hlut af þvi lifrarverði sem útgerðar- menn ákváðu. T.d. miðaðist lifr- arpremian árið 1913 við 10 kr. á fat, en gangverðið á lifur var þá 16—18 krónur og hækkaði siðan stórkostlega á striðsárunum. Siðan segir Heimir: Samningar út á verkfallshótun. Þar eð útgerðarmenn svöruðu ekki kröfum Hásetafélagsins um haustið 1915, fóru sjómenn að hugsa til aðgerða. Hafa ber i huga, að fram að þessu höfðu verkföll tæpast þekkst á íslandi. Engu að siður var nú til umræðu meðal háseta að ganga i land um áramót. Þvi var raunar frestað og nefnd skipuð til að kanna mál- ið. Þessi nefnd skilaði áliti á fundi Hásetafélagsins 23.janúar 1916 og vildi, ,,að nokkrar tilslakanir væru gerðar á ákvæðum aukalag- anna”. Ekki vildi fundurinn fall- ast á þetta, og var eftirfarandi til- laga samþykkt samhljóða: „Frá 1. marz þ.á. má enginn háseti, sem er meðlimur Hásefa- félags Reykjavikur fara út með togara, nema hann sé skrásettur samkvæmt aukalögum félags- ins.” Á næsta fundi i Hásetafélaginu, hinn 30. janúar, var tónninn þann- ig i félagsmönnum, að búast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.