Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. maí 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 VIÐHORF VINNANDI FÓLKS A AKRANESI Akranes hefur um aldir fyrst og fremst verið bær hins vinnandi fólks, erfið- ismannabær, og hann er það raunar enn, þó í þeirri breyttu mynd atvinnulífs nútímans á fslandi. Við brugðum okkur þangað rætt var við fólk í fiskiðn- aðinum að mál málanna þar ef ra er sú ákvörðun út- gerðarfélags togarans Vers að leggja honum. Togarinn hefur frá því að hann kom til Akraness ver- ið atvinnulífi bæjarins mikil lyftistöng, eins og Köstudngur II. npril 1075 Tillögur atvinnumálanefndar Þetta blaö er gefið út á Akranesi og þetta er forsiða blaðsins. Þar er greint frá þvi öðru megin á siðunni að búið sé að leggja togaranum Ver en hinum megin eru tillögur atvinnumálanefndar bæjarins um ein- hverja úrlausn þess mikla atvinnuleysis sem við blasir á Akranesi. Stundum veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir, bæjarfélagiö á nefnilega 25% I togaranum Ver og orsökin fyrir atvinnuleysinu á Akranesi er einmitt sú að togaranum var lagt. Senn kemur vorið og skól- um bæjarins lýkur í næsta mán uði. Það hefur löngum verið áhyggjuefni bæjaryflrvalda, eln mitt um þetta leyti árs, hvað hægt sé að gcra til að afla vinnu fyrir skólafólkið þegar prófum lýkur. Starfandi er á vegum bæjarins nefnd, sem heuir atvinnumálanefnd og á undanförnum' fundum nefndar- innar hefur mönnum orðið tið- rætt um Vinnuskóla Akraness. Samdóma álit allra nefndar- manna cr, að „skólinn" starfi og sé rcklnn, að ýmsu leyti, á miður óheppilegan hátt. — Kunna mcnn dæml ýmissa nel- kvæðra athafna skólans, á undanförnum árum. 1 samanþjöppuðu formi eru megin tlllögur atvinnumála- þetta mikilvægt, þegar atvinnu- ástand er ótryggt. 5. Æskileg verkefni eru: a) Stöðug og markviss vinna við skógræktina. b) Ungmennum skólans, að hluta, sé komið i stöðuga vinnu hjá hinum ýmsu íyr- tækjum i bænum svo og flokkstjórum bæjarins, (t.d. eitt til fimm á hverjum stað). Brýnt sé fyrir hlut- aðeigendum aðilum hið upp- eldislega gildi skólans. c) 1 framhaldi af þcssu reikar hugurinn að skólagörðum og skólaskipl. Bæjarráð hefur að nokkru lcyti orðið við þessum tillögum^ nefndarinnar sbr. auglýsingar Togaranum Ver lagt Elns og komið hcfur frnm i fréttum hefur togaranum VER AK 200 verið lagt. Aö sögn 1 forráöamanna Krossvikur hf. er rekstrargrundvöllur það crfiður að ekki er lengur iiægt að halda skipinu gangandi. Enga fyiirgreiðolu cr uð fá, hvorki frá ríkl né bæ. Stjómvöld höfðu gefið fyrirheit um ráöstafanir til úrbóta uppeftir á dögunum og ræddum viö verkafólk um störf þess og verkefni og vandamál líðandi stundar. Það kom fljótt i Ijós þegar skuttogararnir hafa verið atvinnulífinu um allt land. Og vegna þess að togaran- um hefur verið lagt, hefur verkakonum verið sagt upp störfum í frystihúsun- um og f yrirsjáanlegar eru fleiri uppsagnir. Þá veldur það f ólki á Akranesi ekki síður nokkrum kvíða hvað tekur við í sumar þegar skólafólk kemur á vinnumarkaðinn, meðan Ver liggur bundinn við bryggju sem er leikur í refskák útgerðarmanna á Akranesi og ríkisstjórnar- innar. Þess loddaraleiks geldur vinnandi fólk þar fyrst og fremst. Maður horfir með ugg fram á sumarið Þvi er ekki að leyna, að maður horfir með ugg fram á sumarið hvað atvinnuástandinu viðkemur. Nú þegar er búið að segja 12 kon- um upp atvinnu hér i frystihúsinu og búist er við fleiri uppsögnum á næstunni. Svo liður að þvi að skólafóikið komi á vinnu- markaðinn og hvað þá tekur við er ekki gott að segja, en mér segir svo hugur að það verði alvarlegt ástand hér á Akranesi i atvinnu- málum í sumar, sagði Sigrún Clausen sem vinnur i frystihúsi H.B. og Co á Akranesi. — Það segir sig sjálft að þegar öðrum skuttogaranum er lagt hlýtur atvinna að minnka. Manni finnst það hroðalegt að þessum mönnum sem ekkert eiga i þess- um skipum, en hafa fengið allt til kaupa þeirra að láni frá rikinu, skuli leyfast að leika sér með at- vinnutækin að eigin geðþótta, hreinlega að leika sér með al- mannafé. Og enginn gerir neitt i málinu, það heyrist ekki bofs frá rikisstjórninni eða öðrum ráða- mönnum. — En hefur verið nóg vinna hjá ykkur i vetur? — Það hefur alls engin eftir- vinna verið, bara átta timarnir, en það hafa heldur engir dagar fallið úr og má þakka það kauptryggingu kvenna I frysti- húsum, sem við fengum inni samninga I fyrra. Nú gæta frysti- húsaeigendur þess mun betur að alltaf sé til hráefni. Áður gátu þeir einfaldlega sagt okkur að fara heim, en nú er það ekki eins auðvelt og þá er þess gætt að alltaf sé nóg hráefni til. Hins- vegar hefur afli báta verið minni i vetur en undanfarin ár og á það nokkra sök á þvi hve litil eftir- vinna hefur verið i vetur. — Og kaupið? — Jdinnstu ekki á það.Ég fæ nú bara ekki skilið hvernig konur sem eru einar fyrirvinnur fara að þvi að lifa af 40 þúsund krónum á mánuði eins og þær hafa orðið að gera hér á Akranesi i vetur, og raunar ekki nema 37 þúsundum á mánuði, kaupið hækkaði vist uppí 40 þús. við þessa svokölluðu samninga á dögunum. Það er annað með okkur sem erum að þessu til þess að létta undir með eiginmanninum og vinnum þá kannski hálfan daginn, en hinar, égfæbara ekki skilið hvernig þær komast af. Og nú ef vinnan dregst saman, hvað þá? Undanfarin ár hefur alltaf verið nóg vinna hér i frystihúsunum yfir sumarið, en nú er ljóst að svo verður ekki i" sumar. Það er sannarlega kvið- vænlegt ástand framundan. — Hvað viltu segja um samningana sem verið var að undirrita á dögunum? — Nú, það er ekkert um þá að segja þar sem þeir eru ekki neitt neitt, þetta eru engir samningar. Og hvað svo 1. júni? Ég fæekki séð að hægt verði að ná betri samningum þá, það þrýstir ekkert á atvinnurekendur að semja þegar komið er fram á sumar og raunar var alltof seint verið með þessa samninga á ferð- inni i vetur. Það er ekki til neins að reyna að ná hagstæðum samningum þegar vertiðin er að verða búin. — Heldurðu að meira hefði fengist ef farið hefði verið i verk- fall? — Ja, það er ekki gott að segja. Annars sýnist mér að þessi rikis- stjórn sem nú situr sé búin að sverfa svo að fólki að það géti ekki farið i verkfall og eins og ég sagði áðan var kannski of langt liðið á vertiðina til að verkfall hefði komið að gagni. Hinsvegar tel ég að ef farið hefði verið i hart i byrjun vertiðar hefði mátt gera betri samninga. Þá má heldur ekki gleyma þvi að þegar svona rikisstjórn situr, þá hefði mátt, já raunar hefði það verið öruggt, að hefndarráðstafdnir hefðu fylgt i kjölfarið. Þetta vita allir og eru kannski ragari við að fara i verk- fall en ella, vitandi það að allt er tekið aftur með einu pennastriki. — En nú er 1. mai, er það ekki einmitt dagurinn til að brýna verkafólk til átaka? — Einhvern tlmann hefði það nú verið dagurinn til þess, en þvi miður hefurl. mai' misst mik- ið af gildi sinu, hann er ekki lengur sá sami i augum verka- fólks og hann var. Það vantar ekki eldmóðinn i ræðurnar, en fólkið sjálft hefur ekki áhuga að þvi er manni virðist. Og ég dreg lika i efa að það fylgi hugur máli Rætt viö Sigrúnu Clausen verkakonu á Akranesi eldmóðsræðum dagsins. Nei, það fer vart milli mála að verkalýðs- hreyfingin verður að vera póli- tiskari en hún er, hún verður að skynja mátt sinn og megin að standa saman sem órofa heild, i stað þess að standa sundruð hingað og þangað sem áhorfandi. — Ertu ánægð með starfið i verkalýðsfélaginu? — Að vissu marki er ég það. Það er margt vel um starf félagsins, en eins og svo viða annarsstaðar vantar meiri þátttöku fjöldans i starfinu. Fáir mæta á fundi, jafn- vel þótt verið sé að ræða um kaup þess og kjör. Það vantar sam- stöðuna. En svo bregður kannski svo undarlega við að þeir sem ekki mæta á fundina eru tuðandi og tautandi sára óánægð með þetta eða hitt i stað þess að mæta á fundum og ræða málin og hafa áhrif á gang þeirra þar. Og þegar maður segir þetta svo við fólk segir það oftast — þýðir það nokkuð, hvað ætli ég geti haft áhrif eða eitthvað i þessa átt- ina. Það er eins og fólk sé orðið fullt af vonleysi. — Þó eygir maður von um þess- ar mundir. Það er nefnilega staðreynd að þessi hroðalega árás á kaup og kjör verkalýðsins frá hendi þessarar rikisstjórnar er að þjappa fólkinu betur saman. Maður finnur það glöggt, sem betur fer. Vissulega kvörtuðu margir undan vinstri stjórninni, en þeir finna lika núna hvað þeir höfðu það gott þá, þegar þeir geta borðið ihaldsúrræðin saman við það sem vinstri stjornin gerði. Það fólk sem harðast var á móti vinstri stjórninni segir ekki margt þessa dagana, en allur fjöldinn skilur hlutina bétur nú en áður. Og ég veit að sá mikli sam- takamáttur og sá mikli sigur sem verkfallsmenn á Selfossi unnu á dögunum verður til þess að þjappa fólki betur saman. Maður heyrir það hvar sem maður fer. Einmitt nú i þessum miklu þrengingum verkafólks vinnstþessi glæsilegi sigur á Sel- fossi aðeins vegna órjúfandi sam- taka verkamanna þar. Skýrara dæmi um samtakamátt verka- fólks var ekki hægt að fá. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.