Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Skúringakona. (Myndirnar tók Per Oscar Jensen.) SJÁ ÞAR ER MAÐURINN Verkin rýrna ekki á að vera ein sér i sýningarsölunum. Einn sýningargesta hafði orð á þvi, að myndirnar væru alveg nauða „venjulegar”, ef þær væru i „eðlilegu” umhverfi. Liklega er ekki annað að gera en að fyrirgefa firrtum sýningargesti slik orð. Lögreglumaðurinn er að lumbra á negranum. Þeir eru bökstaflega samvaxnir i alkunnum bandariskum hlut- verkum. Þetta er kannski eðli- legt sjönarspil i eðlilegu umhverfi??? Atvinnuleys- inginn, hamingjusnauður og auðmýktur, situr vansæll, sviptur mannréttindum sinum, sem m.a. er atvinna. í dag hafa ekki verið neinir góðir drættir, meðal vinnuauglýsinganna i dagblaðahrúgunni á gólfinu. Eiturlyfjaneytandinn i svæfandi dái, með útpikkaða þykkildis- handleggi, eftir mergð af sprautunálum. Kaupsýslu- maður, grár og örmagna, einn af þeim mörgu, sem eru algeng sjón i biðsölum á flugvöllum stórborganna, hann horfir sljóum augum niður á gólfið. Eða umburðarlyndur einka- ritari, sem hraðritar eftir fyr- sögn vinnuveitandans, með_ óráðnu vægu brosi... Atakan- lega útjöskuð skúringakona, úlnliðir og ökklar bólgnir, hún hvllir þrútinn handlegg á skjól- unni. Ein af þeim mörgu konum, sem Hanson lýsir, situr og reykir sigarettú, niðursokkin i dagblaðalestri. A meðan hún biður eftir þvi að verða fögur, — hárþurrkan gengur—, — les hún um börn Kennedys, sem renna sér á rassinum i snjó, hvað kemur henni óendanlega litið við. — Svona má lengi telja. Hvort höggmyndir Douane Hansons standast kröfur fram- tiðarinnar um góða högg- myndagerð, það er spurning án svars. Spurning um hið gagn- stæða er jafnvel eins athyglis- verð: hvort það samfélag, sem myndirnar spegla, komi til með að vera æskilegt þjóðfélagsform I framtiðinni. Verður þörf fyrir boðskap þessara mynda þá? Svo mikið er vist, að sú heimsmynd sem myndhöggv- arinn sýnir okkur hluta af, getur rúmað bæði himnariki og hel- viti. Það er ekki skilyrði að vera kristinn maður til þess að koma auga á möguleika fyrir hvort tveggja. Var það ekki Pilatus sem sagði: ecce homo: sjá, þar er maðurinn??? Þetta hefði alveg eins getað verið nafnið á sýning- unni. — Sýningarnar eru báðar opnar fram yfir miðjan mai. Khöfn, april '75. Húsmóðir I innkaupaferð. — Mynd eftir Douane Hanson. Lögreglumaður og svartur maður i kröfugöngu. Vinnufélag Rafiðnaðarmanna (Rafafl s.v.f.) sendir öllum verkalýð landsins stéttar- legar kveðjur i tilefni dagsins Verkalýðsfélag Vestmannaeyja sendir öllum verkalýð landsins stéttar- legar kveðjur i tilefni dagsins Verkalýðsfélagið Hvöt Hvammstanga sendir öllum verkalýð landsins stéttarieg- ar kveðjur i tilefni dagsins Vörubílstjórafélag Fljótsdalshéraðs sendir viðskiptavinum sinum og öllu vinn- andi fólki bestu árnaðaróskir i tilefni 1. mai 1 tilefni 1. mai sendir Vöruhappdrætti SÍBS islenskum verkalýð til sjós og lands bestu kveðjur og árnaðaróskir Skipasmíðastöð Njarðvikur h.f. sendir starfsfólki sinu og öðru vinnandi fólki bestu kveðjur i tilefni dagsins Sendum öllu vinnandi fólki bestu kveðjur i tilefni af 1. mai. Mjólkurfræðingafélag íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.