Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 íslands fátæklingar sem stynja undir sínu grátlegu ástandi biðja kommissara kóngsins ásjár heitir þetta vinnukvenna skyldur. Þar til þau eru lúin og þreytt Þessi vinnuhjú lifa i þessu á sinumbestu árum ævi sinnar og slita út sinni bestu tið i annarra þjónustu, þar til þau allmörg eru lúin og þreytt og nær þau þannin á sig komin þola ei að þjóna hjá öðrum, gifta þau sig, mörg af þeim bersnauð, og eiga ekkert eður litið fyrir sig að leggja til sins lifsuppeldis. Skal róa á húsbóndans skipum Við sjávarsiðuna taka þessi fátæku hjón annaðhvort tómt- hús eður hjáleigu, með einni mest tveimur kúm, og auk ann- arra skulda, skal hjáleigu-. og tómthúsmaðurinn endilega róa á húsbóndans skipum og gjalda af sinum eina hlut allar skuldir og allt sitt og sinna uppheidi þar af hafa; af þvi þeir aldrei mega mannlánsfriir vera, hafa þeir ei önnur úrræði en taka lán og auka skuld á skuld ofan, hvað sumir húsbændur láta sér ei til hjarta ganga. Burt rekinn fyrir litlar sakir. Uppá landinu setja fyrrnefnd vinnuhjú saman og innganga hjónaband i sinu fátæklega standi, reisa bú sitt á jarðar- kviildum og eiga so undir kasti, hvort þau geta goldið eftir eður ei. Lukkist það ekki, er þeim útbyggt af þeirra ábýlis- jörðum, jafnvel þó leiguliðinn hafi endurbætt jörðina bæði með jarðaryrkju og húsabót og öðru, sem jörðinni fylgir, þá vesaling- urinn er burt frá henni rekinn jafnvel fyrir litlar sakir á stund- um. Til eru góðir húsbændur. Þetta ofanskrifað er einasta talað um þau fátækustu vinnu- hjú og misjafna húsbændur. Lika eru ógiftar persónur, sem öðrum þéna, dálitið fjáðar, ann- aðhvort af gjöf eður þau hafa tekið álnir i arfa eftir sina. Til eru og góðir húsbændur, sem gjöra vel við sitt vinnufólk, og sumir gjöra so vel sem þeir geta, og eiga hvorugir þessara neinn þátt hér i. Uppvaxandi fólk i reiðuieysi 5. Uppvaxandi fóik, nær þau erubörnhjá sinum fátækum for- eldrum lifa þau hjá sumum i öllu reiðuleysi fyrir utan allan almennilegan húsaga. I þessu lifa þau, þar til þeirra foreldrar deyja, hrekjast so manna á milli og sum komast aldrei til að verða sér né föðurlandinu til gagns. Illa klæddir með illu atlæti. Hin önnur eru þá af einhverj- um tekin fyrir smala og látnir hrekjast i votu og þurru illa klæddir með illu atlæti hjá sum- um og ganga oft á sumrum með bera fætur og illum aðbúnaði. Þeirra viðgjörðir eru enn verri en annarra, . bæði til fatar og matar, hjá allmörgum ganga so þeirra bestu ár, sem áttu að vera þeim til uppfræðingar i þeirra kristindómi, i blindni og þekkingarleysi, og alast upp, sum af þeim, i skömmum og ódyggðum og nærri þvi skipa sinum húsbændum að gjöra sjálfum, sem þeim er skipað, sem stór vandræði orsaka i landinu. Þeir ríku bjóða hina fátæku frá Nú er að tala um þeirra riku og fátæku viðhöndlun i kaupum og sölum. Um sumartimann, nær sveitamenn færa sinar vör- ur af smjöri.sýru, ullu, vaðmáli og öðru, sem sjávar fólk má ei án vera, þá sitja þeir riku fyrir ' og kaupa i hópatali allt hvað þeir kunna til að ná; bjóða so hina fátæku frá, selja þeim so aftur með enn dýrri taxta og i enn verra standi, so þeir geti orðið æ rikari og rikari; þeir fá- tæku útarmast þvi meir, þá þeir meðan tiðin er geta ei keypt fyrir hinum sinar nauðsynjar. Allt þetta lýtur að enn meiri armóð fyrir þeim fátæku. í kaupstöðum ganga þeir riku ogso á undan. Mega sitja með svangan maga Þeirhafa af sinum fjölda hlut- um so mikinn fisk og lýsi, taka so hjá kaupmönnum fjórum sinnum meira en þeir þurfa af matvöru, hvað kaupmenn láta þeim hjartanlega eftir. Hinir fá- tæku þar i mót fá ekki hálfs misseris björg og ekki nærri jafnvægi þeirra fisks og lýsis, sem þeir taka frá sér og sinum börnum og láta i kaupstað, neyðast so til að kaupa og stund- um lána af þeim riku i molatali og uppsettum taxta, so allt hnig- ur að aumingjans örbyrgð, og mega oft og tiðum sitja með svangan maga. Moka saman fátækra tíundum Fátækum ofbýður að tala um sumra hvorra hreppstjóra vesen og ráðlag; nær þeir eiga að gjöra sin embættisverk, moka þeir saman fátækra tiundum og látast gjöra það þeirra vegna, en fátækir, sem við þeim eiga að taka, oft og tið- um eins eftir sem áður á bón- björgum. Sumar tiðir eru þeir eins settir niður hjá þeim, sem láta úti sina tiund, sem hinum, er ei láta þær til. Þá verkfær- Verkalýðsfélag Vopnafjarðar sendir öllum verkalýð landsins stéttar- legar kveðjur i tilefni dagsins ustu setja hreppstjórar hjá sér, en hina þyngstu ómaga hjá bændum. En hvað af sveitapen- ingum verður, hvort þeir koma allir til skila fátækum til nota, er meira tvil. Ekki vita menn, hvort hreppstjórar gjöra sinum yfirvöldum nokkurn reikning fyrir þá eður ei. Item eru þeir rikustu teknir til hreppstjóra. Af þvi þeir eru rikir, nægir það, þó þeir séu mörgum fátækum heimskari. Vilduð þér háeðal herrar unna öreigunum umbótar? Af öllu þessu áður upptöldu er þeirra fátæku og áður skrifaðra hjartanleg bón, að háeðla Hr. Commissarii vildu álíta þess- ara nauð og þrenging og unna umbótar með góðri lagfæringu og reglulegri nið- urskipan oftnefndum öreigum til góða, einnin antaka þennan memorial i bestu mein- ing og vorkenna, þó ei séu þeirra nöfn undir skrifuð, sem af ótta fyrir hinum þora það ei, heldur slútta með föðurlandsins nafni, forblivandi með blessun- arrikum fyrirmælum háeðla Hr. Commissariorum auðmjúkir undirdanar og þénarar. Datum 16. aprilis 1771. tslands fátældingar. Málm- Og skipasmiðafélag Neskaupstaðar sendir öllum verkalýð landsins stéttarleg- ar kveðjur i tilefni dagsins Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga Súðavík sendir öllu vinnandi fólki til lands og sjávar árnaðaróskir i tilefni 1. mai. Velferðarþjóðfélag nútímans hefir blómgast hér á landi, þrátt fyrir harðneskju náttúrunnar, fámenni, strjálbýli og einhæft sam- félag. Vöxtur þessa þjóðfélags og framtíð er komin undir öfl- ugum og síauknum viðgangi hinna innlendu atvinnuvega, skyn- samlegri verkaskiptingu og umfram alit réttlátum kjörum allra þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Þetta hafa samvinnumenn skilið, frá því að þeir hófu baráttu sína fyrir alinnlendri verzlun í eigu neytendanna sjálfra og fram á þennan dag, þegar sívaxandi þörf kröftugra alíslenzkra atvinnu- vega beinir viðleitni samvinnumanna stöðugt inn á nýjar brautir í leit að auknum möguleikum í atvinnumálum. Samvinnuhreyfingin og verkalýðsfélögin eru greinar á sama stofni, almenn samtök með samskonar markmið: sjálfstæði og fullan rétt einstaklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar hreyfingar hljóta alltaf l að eiga samleið: efling annarrar er endanlega sama og við- gangur beggja. Þess vegna árna samvinnumenn verkalýðshreyf- ingunni heilla á alþjóðlegum hátíðisdegi hennar, 1. maí. . ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.