Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1975. Ef ekki fæst hámarksgróði þá erskipinu baralagt — Ég get fullyrt það, að þessi vinnubrögð, að leggja togaran- um Ver, eru fordæmd af öllu vinnandi fólki hér á Akranesi. Manni þykir það hart að menn sem i rauninni eiga litið sem ekkert i skipinu, fá allt að láni frá rikinu, fái að reka það að vild sinni, geti þegar ekki fæst sá hámarksgróði sem þeir óska eftir bara einfaldlega lagt skip- inu og þar með valdið ómældum skaða á Hfsafkomu heils byggð- arlags án þess að nokkuð sé gert i málinu. Ef þessir menn ættu þetta skip, ef þeir hefðu lagt sitt eigið fé i það þegar það var keypt horfði málið dálitið öðru vísi við. En þeir fengu almanna- fé til að kaupa það og þess vegna nær svona háttaiag engri átt. — Það er Bjarnfriður Leós- dóttir varaformaður Verkalýðs- félags Akraness sem sagði þetta þegar við spurðum um hennar afstöðu i Vers-málinu á Akra- nesi. — Það má vel vera, að erfitt sé að gera þessa stærð af togur- um út. En hvað voru þessir menn að hugsa þegar þeir keyptu hann? Hér var ekki um neina byrjendur að ræða, nei, þetta eru allt reyndir útgerðar- menii sem maður skyldi ætla að vissu svona nokkurnveginn hvað þeir eru að gera. Og fyrst ekki er grundvöllur fyrir útgerð togarans eins og þeir segja, þá var það lágmarkskrafa að skip- inu væri haldið út til veiða með- an verið var að fá annan togara i staðinn og þessi seldur eins og manni skilst að til standi. Og þessir sömu menn, sem sam- þykkja að leggja togaranum, rjúka svo upp til að samþykkja málmblendiverksmiðju hér i næsta nágrenni. — Þá finnst manni aldeilis furðulegt að rikið, sem raun- verulega á þessa togara, skuli ekki gera þá kröfu að þeim sé haldið út til veiða, þannig að þessum svo kölluðum eigendum þeirra sé ekki gefið frelsi um að ráðskast með afkomu heils byggðarlags eins og nú er. Við skulum ekki gleyma þvi, að vegna þessa hefurkonum þegar verið ságt upp störfum i frysti- húsunum og nú er ekki nema rúmur mánuður þar til skóla- fólkið kemur á vinnumarkaðinn og hvað tekur þá við? Maður þorir varla að hugsa þá hugsun til enda. Ég hygg að það verði nær útilokað fyrir obbann af unglingunum að fá vinnu hér i sumar. Undanfarin ár hefur verið hér yfrið nóg atvinna allt árið og ekki siður yfir sumarið, þannig að skólafólk hefur getað fengið hér vinnu. En kannski verður þetta til að opna augu fólks fyrir þvi hvernig þessi at- vinnufyrirtæki eru rekin. — Nú ert þú varaformaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi. Ertu ánægð með félagsstarfið? — Auðvitað er maður aldrei ánægður meðan maður veit að það gæti verið betra. Það sem vantar mest er lifandi samband við fólkið. Ekki bara hjá okkur heldur i allri verkalýðshreyf- ingunni. Ég held að fólki finnist, og það með nokkrum rétti, að það hafi ekki lengur nein áhrif i félögunum, á starf þeirra i samningum óg fleiru. Fólk segir sem svo — málin eru til lykta leidd einhversstaðar annars- staðar — þeir gera þetta eða þeir gera hitt. Ekki hvað gerum við. Þetta hygg ég að sé stað- reynd. Hér fyrrum hafði fólkið sjálft áhrif á það sem verið var að gera, það var það sjálft sem réði, en það finnur sig ekki gera það lengur. Þetta er að minum dómi hættuleg þróun sem verður að snúa við. Um leið og fólk finnur til samkenndar kem- ur það til virkra starfa i sinu fé- lagi. — Þá hefur það og gerst að önnur félög hafa tekið að sér að framkvæma margt það sem verkalýðsfélögin gerðu áður. Verkalýðsfélögin voru meira en kjarabaráttufélög hér á árunum áður, þau voru um leið menn- ingarfélög. Það hafa þau hætt að vera og önnur félög tekið við. — Okkur hér i kvennadeild verkalýðsfélagsins hefur langað til að breyta þessu, þannig að félagið öðlist sinn fyrri sess i þessu efni. f þeim tilgangi var það að við efndum til kvöldvöku i vetur þar sem við tókum fyrir verk Guðmundar Böðvarsson- ar. Við fengum Ingibjörgu i Fljótstungu til þess að halda fyrirlestur um skáldið, hún var sveitungi hans, en siðan lásu verkakonur úr frystihúsunum hér uppúr verkum Guðmundar, og kváðu ljóð hans. Þessi kvöld- vaka heppnaðist alveg sérstak- lega vel og vonandi að hún sé bara upphafið að öðru meira. Þá gáfum við út myndarlegt rit i Leósdóttur varaformann Verkalýðs- félags Akraness tilefni 50 ára afmælis verkalýðs- félagsins i vetur og fyrir dyrum stendur að fá hingað myndlist- arsýningu. Ég tel að ef okkur tekst að endurvekja menningar- starfið innan félagsins, þá fylgi á eftir öflugra starf i öðrum greinum þess. — Nú er 1. mai að koma, er hann jafn þyðingarmikill i aug- um verkafólks og hann var áð- ur? — Nei, þvi miður. Hann er það ekki. Og það er okkur sjálf- um að kenna. Baráttan hefur dofnað, sá bakhjarl sem verka- lýðsfélögin hafði er ekki lengur virkur nema þegar til alvar- legra átaka kemur. Ég tel það eitt af höfuðverkefnum verka- lýðshreyfingarinnar að ná aftur upp áliti dagsins 1. mai i augum verkafólks. Það gerist þó ekki fyrr en verkafólkið skilur stöðu sina i þjóðfélaginu. Við verðum sjálf að skilja og skynja mátt okkar og meginn. — Það sem gerðist á Selfossi á dögunum verður vonandi til þess að fólk skilur betur en áð- ur, einkum unga fólkið, hvað það þýðir að standa saman. Sigur bifvélavirkjanna á Sel- fossi sýnir glöggt hvjers við er- um megnug ef við stöndum saman. En það sýnir lika hvað getur gerst þegar lifandi lýð- ræði vantar. Kaupfélagið, sem er i eigu fjöldans er svo óheppið að hafa æðstráðanda sem ekk- ert samband hefur við fólkið, mann sem stjórnar með tilskip- unuyn án þess að vita nokkuð hvað að fólkinu sjálfu snýr. Ef hann hefði haft lifandi samband við starfsmenn sina hefði þetta aldrei gerst. — Þetta mál sýndi okkur samt og sannaði hvers við erum megnug þegar við stöndum saman. Ég býst við að þeir á Selfossi hafi hugsað eitthvað likt og fjöldinn, — þetta gerist ekki hjá mér, þetta gerist einhvers- staðar annarsstaðar — en svo bara gerist þetta hjá þvi, það tók mannlega á móti, stóð sam- an og vann frægan sigur. Ég vona bara að sem allra flestir skilji hvaða þýðingu þetta hefur fyrir vinnandi fólk hér sem ann- arsstaðar. — S.dór Forkastanleg vinnubrögö aö leggja togaranum — Þessi ákvörðun útgerðarfé- lagsins að leggja togaranum Ver er fyrir neðan allar heliur, já, þetta eru forkastanl. vinnubrögð sem hafa nú þegar haft aivarleg- ar afleiðingar fyrir atvinnulifið hér og munu þegar fram á sum- arið kemur hafa enn alvarlegri afleiðingar, sagði Herdis Ólafs- dóttir, hinn kunni verkalýðsleið- togi á Akranesi, nú starfsmaður Verkalýðsfélags Akraness, þegar við ræddum við hana um Vers-málið og fleira. — Það fer ekkert á milli mála, að með tilkomu skuttogaranna jókst vinna hér I frystihúsunum mikið og siðan þeir komu hefur verið jöfn og örugg vinna í öllum frystihúsunum, þar til nú siðari hluta vetrar að konum hefur verið sagt upp I frystihúsunum, aðeins vegna þess að togaranum hefur verið lagt. Við I Verkalýðsfélag- inu sendum frá okkur samþykkt til bæjarstjórnar þar sem við mótmælum þessari ákvörðun, en bæjarfélagið á 25% i þessum tog- ara. Við þessari samþykkt okkar hefur enn ekkert svar borist og ekkert gerst I málinu. — Ég þori engu að spá fyrir um hvað verður i sumar, en vissul. er ég ekki bjartsýn ef togarinn á að liggja bundinn hér við bryggju. Þeir atvinnurekendur sem ég hef rætt við spá atvinnuleysi, sumir mjög slæmu ástandi. Við verðum bara að b'iða og sjá hvað setur, kannski rætist úr þessu. — Hvað viltu segja um siðustu kjarasamninga Herdls? — Þetta er auðvitað ósköp litið sem fékkst og segir ekki mikiö i allri þessari dýrtið. Ég veit hins- vegar ekki hvort hægt hefði verið að fá meira, það má vera, en ég þori ekki að fullyrða neitt um það. Það er heldur ekkert launungar- mál, að svo er búið að þrengja kosti verkafólks að það litur með ryllingi til verkfallsátaka og þá hefú?*þáð eRki síður 3regið kjark’ úr fólki, að I hvert sinn sem það nær einhverjum smábótum eru þær teknar aftur með hækkuðu verðlagi og þegar þetta gerist I hvert einasta sinn, sama hvort kauphækkunin var mikil eða lit- il, þá fer fólk að hugsa sem svo — þetta þýðir ekki neitt, það er allt tekið af okkur aftur. — Ég veit að svona hugsa flestir. Hitt er svo annað mál að það er samt ekki búið að drepa niður kjark og bar- áttuhug verkafólks að ef verka- lýðsleiðtogarnir kalla það til bar- áttu þá stendur ekki á þvi, það hefur sýnt sig og þannig er það enn. Ég hygg einnig að slðustu mánuðir hafi verið fólki nokkur kennslustund. Verðhækkanir hafa alltaf verið afsakaðar með of miklum kauphækkunum verka- fólks. En I haust og vetur hafa engar, alls engar kauphækkanir átt sér stað, en samt hefur skollið yfir meira verðhækkunarflóð en nokkru sinni áður. Þannig að þær eru ekki þvi að kenna að kjör verkafólks hafi batnað. Á þetta hefur margur minnst og ég þykist vita að þetta stappi stáli I fólk. — Hverjuáttu svo von á 1. júni, þegar samningarnir renna út? — Ég á von á þvl að alvarlega verði reynt að bæta kjör verka- fólks. Það er til að mynda alveg ljóst að visitala verður að koma á kaupið aftur. Að vlsu verður að breyta fyrirkomulaginu á henni frá þvl sem var. Hún jók svo á launamismuninn eins og hún var að sllkt kemur ekki til mála aftur. En hún verður að koma I sam- band aftur, annað er óhugsandi. — Nú eru uppi raddir um það vlða Herdís, að hætta þessu heildarsamkomulagi og að félög- in taki samningana aftur heim I hérað, hvað segir þú um þessa hugmynd? — Jú, þaö er vissulega rétt að raddir hafa heyrst um þetta og félög gerðu þetta I samningunum ' á "(fögultifní:' Ég'Véit afrati'ínnu- rekendur vilja heildarsamkomu- lag og það hefur vissulega slna kosti en einnig sína galla. Það er næstum útilokað að semja um allt I einu lagi. 1 hverju héraði er allt- af eitthvað sem þarfnast sér- samninga. — Við megum svo heldur ekki gleyma þvl, að hér áður var það svo að hvert félag samdi fyrir sig og hvernig var þetta þá? Jú, þaö var alltaf beðið eftir þvl hvað stærsta félagið gerði, beðið eftir þvl hvernig samninga Dagsbrún fengi. Hver er þá orðinn munur- inn á þvl og að standa að heildar- samkomulagi? Hann er mjög llt- ill. Þá verð ég að segja fyrir mig, að mér liði ekki vel að standa með litið verkalýðsfélag úti á landi, eins og til að mynda hér, eitt I kjarabaráttu og eiga að ná betri samningum en stóru félögin. Ég held þvl að heildarsamningar séu, þegar á allt er litið, betri en þegar hvert félag semur fyrir sig. Þá er enn eitt atriði sem ekki má gleyma. Samningarnir eru orðnir svo flóknir að það er alltaf hætta á að eitthvert atriði gleymist og gat myndist I samningunum þegar félögin eru að semja hvert fyrir sig. En I heildarsamningum sjá augu betur en auga og afar sjald- gæft að neitt gleymist. — Það er ekki rétt sem oft er haldið fram að forystuna vanti stuðning frá fólkinu. Þegar alvar- lega reynir á, skortir ekkert á þaö að íólkið styðji við bakið á foryst- unni, þetta hefur ekkert breyst frá þvl sem vár. Hinsvegar er það ekkert gamanmál að fara I verk- fallög sllkt gera félög ekki fyrr en I fulla hnefana. En ef að til verk- falls kemur má ekki hvika um spor. Auðvitað llður manni alltaf illa I verkföllum, vitandi ekki hvað fæst út úr samningaþófinu. en þó er enn verra að semja, já, og telja sig ná sæmilegum eða ■ •viðunandi samningumvcn svó cr Sagði Herdís Ólafsdóttir starfsmaður Verkalýðs- félags Akraness allt tekið aftur með einu penna- striki af rlkisvaldinu. — Hér áður fyrr, á fyrstu dög- um verkalýðshreyfingarinnar var I rauninni mun meiri vandi að fara I verkfall með árangri. Þá var verið að brjóta verkfallið bæði af atvinnurekendum og eins af einum og einum félaga. Alls- konar árekstrar áttu sér stað, það þurfti að standa verkfallsvörð og fleira og fleira. Nú heyrir það orðið til algerrar undantekningar að menn reyni að fremja verk- fallsbrot. — Nú hefur þú staðið I verka- lýðsbaráttu um áratuga skeið Herdis og manst eflaust vel þá -atWi nVá •~s em'^ifp pháfstn erlíi; verkalýðsbaráttu á íslandi ólu með sér verkalýðnum til handa. Heldur þú að þeirra draumar hafi raunverulega ræst? — Já, áreiðanlega hafa þeir gert það og meira en það, þvl að svo margt hefur áunnist verka- lýðnum til handa sem þá ekki ór- aði fyrir, einfaldlega vegna þess að slikt var ekki til I þá daga, þeir þekktu það ekki. Allir llfsmögu- leikar fólks hafa breyst svo mikið til batnaðar að meira að segja á árunum milli 1930 og 1940 dreymdi mann ekki um sllkt, hvað þá á árunum áður. Ég man t.a.m. vel eftir þvl á fyrstu hjú- skaparárum minum dreymdi mann ekki einu sinni um að eign- ast nokkru sinni Ibúð hvað þá meir. Nú geta flestir eignast Ibúð, að visu kostar það mikið strit og erfiði en það er hægt. A mlnum ungdómsárum var það alls ekki hægt fyrir verkafólk. Þá hefur fólk nú til dags mun meira lífsaf- komuöryggi en áður var og meira af öllum hlutum en áður. Hitt er svo annað mál að aukin lífsþæg- indi kalla á ný vandamál til úr- lausnar, þannig að hér er ekki um neitt endanlegt að ræða I llfs- kjarabaráttunni, hún er alltaf ný og fersk. Það eina sem mér finnst á skorta lífsafkomuöryggið hér á landi er afkoma eldra fólksins eftir að það verður að hætta að vinna. Þar er gat i kerfinu sem verður að fylla uppí hvað sem það kostar. — Að lokum Herdls, nú er 1. maí að koma, heldur hann gildi sinu I augum fólksins? — Ég veit það ekki, nei ætli það, hann hefur breyst eins og annað. Hér fyrrum var þetta okk- ar mesti hátlðisdagur seni hafði óendanlegt gildi. Nú held ég þvl miður, að fólk llti á hann sem sjálfsagðan hlut, sjálfsagðan frl- dag en lítið meira. Alveg sömu sögu er að segja um sjómanna- sunnudaginn. Hann var mikill og gildisrikur hátlðisdagur hér fyrr- um en er nú varla meira en venjulegur sunnudagur orðinn. Og kannski verður aldrei hægt að láta þessa tvo sérdága verkalýðs- ins fá sitt upphaflega gildi I aug- um fólksins, ég veit það ekki, en vonandi tekst það, 1. mal má ekki glata gildi sinu vinpandi ’fóITiV’tiá fér‘íffa. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.