Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Fyrsta verkfalliö á íslandi sem haföi umtalsverö áhrif á atvinnulífið Gróöi togaraeigenda var 100-200 þúsund krónur á skip á ári, en tekjur hásetans 1.000-1.500 kr. mætti við verkfalli. Ákveðiö var að veita stjórninni heimild til þess að undirbúa verkfallsaðgerðir. Hinn 11. febr. 1916 var haldinn stjórnarfundur i Félagi isl. botn- vörpuskipaeigenda. Var þar rætt um ráðningu skipshafna fyrir næstu vertið og raunar árið allt. Voru menn á einu máli um að sleppa ekki „umráðarétti yfir fisklifrinni”, eins og komist er að orði i fundargerð. Enn fremur segir: „... og var það einróma álit vort, að, ef skipseigendur nú slök- uðu til eftir kröfum háseta um það að gefa þeim alla lifrina skil- yrðislaust, þá væri það mjög við- sjárvert fordæmi fyrir seinni komandi tima”. Sú varð niður- staða þessa stjórnarfundar, að bjóða skyldi stjórnarmönnum Hásetafélagsins til fundar. Hinn 13. febrúar 1916 komu saman til fundar i skrifstofu Kveldúlfs allir stjórnarmenn togaraeigendafélagsins og þrir menn úr stjórn Hásetafélagsins, þeir Jón Bach, Guðmundur Kristjánsson og Jósep Húnfjörð. Er þetta fyrsti fundur þessara aðila, sem um langan aldur áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun islenskra kjaramála. 1 fundar- gerðabók útgerðarmanna segir svo um þennan fund: „Var tekið til umræðu ákvæði i lögum hásetafélagsins um lifrina, er samkvæmt þeim sé eign háseta. Stjórn félags islenskra botnvörpunga hélt þvi fast fram, að umráðs og eignaréttur lifrar- innar ætti og hlyti að vera hjá eig- endum skipanna, en vildi hins- vegar gefa hásetum andvirði hennar eftir fyrirfram ákveðnu verði fyfir tiltekið timabil i einu, um þetta atriði urðu allmiklar umræður, er enduðu þannig, að tveir stjórnarmanna hásetafé- lagsins vildu hér miðla málum og gengu að miklu leyti inn á skoðun stjórnar botnvörpueigenda, en sá þriðji var óákveðinn um sam- komulag. Stjórn hásetafélagsins lofaði að stuðla til samkomulags i einu lagi og bera fram á félags- fundi háseta....” Ekki er ljóst, hvernig stjórn Hásetafélagsins hefur skipst i af- stöðu sinni, ef rétt er með farið i fundargerð útgerðarmanna. Tveir samningafundir voru haldnir til viðbótar og náðist samkomulag á þeim seinni, 16. febrúar: „Á sameiginlegum fundi, er vér undirritaðir stjórnarmenn i Félagi islenskra botnvörpu- skipaeigenda og Hásetafélags Reykjavik höfum átt með okkur i dag, höfum vér samið svo um, að hásetum á botnvörpuskipum og öðrum þeim, sem lifrarhlutur ber, skuli greitt fyrir hvert fat lifrar, sem fullt er og i land er flutt 35.00 kr. um næst- komandi tvo mánuði, marz og april, en eftir þann tima skal lifrarverðið vera hið almenna sem borgað er i Reykjavik, nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér saman um fast verð til þess tima, er sildveiði hefst i júlimánuði.” Útgerðarmenn samþykktu samkomulagið einróma á fundi 18. febrúar, og Pétur G. Guðmundsson segir (i 10 ára starfssögu Sjómannafélags Reykjavikur): „Samningi þess- um var yfirleitt vel tekið og ráðning á skipin fór fram sam- kvæmt honum.” Lá nú allt lifrartal niðri i bili, en útfeerðar- menn ræddu i sinni hóp hvaðakjör ætti að bjóða skipverjum á togur- um. Á stjórnarfundi 20. febrúar voru menn á einu máli um það, að ekki væri ástæða til að breyta „kaupkjörunum”. Útgerðarmenn ættu að forðast „að hlaupa i kapp hver við annan um að yfirbjóða kaupgjald til einstakra manna, sem eru i skipsrúmi hjá félags- mönnum”. Verkfall hefst í kjölfar orösendinga Þegar dró að lokum aprilmán- aðar 1916, fóru hásetar að ókyrr- ast vegna lifrarmálsins. Alkunna var, að lifrarverð fór sihækkandi, 1. mai 1916 lét ólafur Friðriksson róa sér út að Skallagrlmi til að boða vcrkfall. SkailagrEtmir ÍILUTABREF \ S.\. SKM SÍHAIl A LfVOÍ.EGAN’ IlATT EKiXA.ST HLOTABKfik l>K lTA. 6« KlliASDl Al) ártn KRÖNTM í !l Ll’TAFf'LAOINU „KVELDÚlJinr öi.i.r ii m n iNiH M téi.aúsmanna ou hAw’ii i*eim skyuh m. i.p, i,(Ht iTi.agsins ákvkda. rJliKN FKi.AliSÍNH Hlutabréfin f Kveldúlfi voru ávisun Thors-ættarinnar á völdin áður en laukar hennar öðluðust stjórnmálaframa. cMlfiynning. Jfeí þvi at allar sállalilraunir milli HdselalMags Heykjavikur og „Klags islenzkra bolnvðrpuskipa- eigenda" hafa ortit drangurslausar, og sömuleitis enginn drangur orlit al málarnitlun Sijórnarratsins eta Bœjarsliórnar, lie/ur /álag vorl nú faslákvetit at hiella öllum samkor.ulagstilraunum úI al verkfatlinu. llinsvegar hefur félagið dkveðið að bjóða þeim hdselum, er vilja rdða sig og lögskrá d ski’ létagsins, eflirfylgjandi kjör: 1. Kaup almennra hásela verði 75 — sjötiu og fitnm — krónur á mrínuði. 2. Ildsetum skal greidd aukaþóknun, er miðuð sé við það, hversu mikil lifur er fiull i land úr skipi, og skal aukaþóknun þessi fara eftir þvi að vcrð lifrarinnar telst 60 - sexliu - krónur fyrir hvert fult fat.-Aukaþóknun þessi skiftist jafnl milli skipstjóra, stýrimannc, bátsmanna og hdseta d skipinu. Skipsljóri gelur ennfremur dkveðið að malsveinn taki þdlt i aukaþóknuninni. 3. Verði sildveiðar stundaðar, skal hdsetum, auk mánaðarkaupsins, greidd premia, 2, — tveir — aurar á fiskpakkaða tunnu, eða 3 —*þrir — aurar d hvert mál (150 litra), og ennfremur fúi skipverjar fisk þann, er þeir draga meðan skipið er d sildveiðum, og frilt salt i hann, Peir, sem vilja sinna þessu, geri svo vel að snúa sér til skipstjóranna. Reykjavik 9. mai 1915. Í sljórn „Félags islenzkra botnvörpuskipaeigenda". €%ficr cfonson. *3ob fXimson. eJttagnús Cinarxon. *3ón cJfiagnús&on. cfiug. xJlygonring. Blaðatilkynning útgerðarmanna um úrslitakosti. en hásetar töldu hættu á, að út- gerðarmenn gætu ákveðið sjálfir, hvert væri „hið almenna” lifrar- verð i Reykjavik, en við það skyldi miða, þegar reikna átti lifrarhlut háseta eftir 30. april. Þvi boðaði stjórn Hásetafélagsins til fundar 27. april, en fjórir tog- arar voru þá i höfn, og var svo- felld tillaga samþykkt þar: „Þar eð þeir timar eru úti með aprilmánuði, er samið hefir verið um fast verð á lifur við útgerðar- menn, ályktar fundurinn, að allir félagsmenn skuli tafarlaust ganga i land af togurum, fáist ekki lögskráð samkvæmt lögum Hásetafélagsins.” Jónas Jónsson frá Hriflu studdi verkalýðssamtökin á yngri árum, en hann sneri sér siðan að öðrum vettvangi. Daginn eftir, hinn 28. april, var haldinn almennur fundur togara- útgerðarmanna i húsi KFUM. Sátu hann fulltrúar allra skipa, sem voru i félagi islenskra botn- vörpuskipaeigenda, og var þar lagt fram bréf frá stjórn Háseta- félagsins, þar sem kynnt var ályktun háseta frá deginum áður. Miklar umræður urðu, en með eftirfarandi samþykkt svöruðu útgerðarmenn verkfallsboðun há- seta: „Fundurinn samþykkir að veita félagsstjórninni heimild til þess að leyfa, að ráðið verði á skip þau, sem eru i félaginu, til þess sildveiði hefst i júli þ.á., með þeim kjörum, að hásetum verði borgaður lifrarhlutur með hæsta gangverði, sem borgað er i Reykjavik." Á fundinum var einnig samþykkt, að stjórnin mætti breyta reglum um ráðningar á skip félagsmanna eftir þvi, sem henni þætti henta. Það kom fram á þessum fundi, að verkfall væri þegar byrjað á tveimur skipum, Eggert Ólafssyni og Marz. Nú var hafið hið fyrsta verkfall á tslandi, sem umtalsverð áhrif hafði á at- vinnulíf landsmanna. Morgunblaöiö veitist aö ólafi og Jónasi. Þáttur blaðanna, og þá einkum hinna ungu dagblaða, Visis (sem var stofnaður 1910) og Morgun- blaðsins (sem var stofnað 1913), var mikill i togaraverkfallinu. Jakob Möllervar þá ritstjóri Vis- is. en Vilhjálmur Finsen var rit- stjóri Morgunblaðsins. Vart leið sá dagur, meðan verkfallið stóð, að þessir menn eða aðrir skrifuðu ekkigreinarum þaðog þá einkum út frá sjónarmiði, sem andstætt var hásetum. Sifellt var klifað á þvi, að verkfallið kynni að leggja hinn blómlega togaraútveg i rúst og þar með atvinnulif Reykjavik- ur og jafnvel alls landsins. Ýmsir aðrir en hásetar voru taldir standa að baki verkfallinu. Morg- unblaðið segir 1. mai: „Eigi vitum vér glöggt, hvernig Hásetafélagið er mönnum skipað. Auðvitað eiga eigi aðrir heima þar en hásetar, en sé svo, að i þvi séu ýmsir menn, sem ekki eru há- setar og aldrei hafa verið það eða hættir þeirri atvinnu — og á þvi er vist enginn efi — þá virðist oss, sem öllu sé snúið öfugt. Ef menn, sem vinna hér á landi, geta verið meðlimir Hásetafélagsins, gæti þeim verið innan handar, að kalla saman fundi hvenær sem þeim þóknast og samþykkja hvað sem þeim sýnist fyrir Hásetafélagsins hönd, án þess að meginþorri háseta viti nokkuð um.” Vafalaust er skeytum hér eink- um beint að Ólafi Friðrikssyni, ritara Hásetafélagsins og rit- stjóra Dagsbrúnar. Hinn 6»mai er reyndar borin fram fyrirspurn i Morgunblaðinu um áhrif „Jónas- ar kennara frá Hriflu” á verkfall- ið og hvort hann standi að baki Ólafi Friðrikssyni. Hótað atvinnumissi. Ólafur Friðriksson og Jónas Jónsson frá Hriflu voru ekki menn, sem létu ásökunum ósvar- að. Jónas bar af sér alla þátttöku i undirróðri vegna togaraverk- fallsins i grein i Dagsbrún 15. maf. Þar segir: ltÉg lýsi þá hér með Vilhjálm Finsen opinberan og margfaldan ósannindamann að öllum þeim dylgjum sem blað hans hefir flutt um að ég hafi stofnað til verkfalls Hásetafélagsins. Sömuleiðis fyrir aðdróttanir hans um að ég hafi eggjað nokkurn mann nokkurn- tima til vitaverðra athafna... Hinsvegar er mér engin launung á að ég álit jafnaðarmennsku sjálfsagt og óhjákvæmilegt varnarvopn fátæklinga hér á landi sem annarsstaðar. Og ég mundi ekki breyta skoðun i þessu efni eða öðru, þó að miklu meiri, betri og voldugri maður en Vil- hjálmur Finsen hótaði atvinnu- missi.” Ummælin um „atvinnumissi” lúta að þvi að Morgunblaðið hafði sagt um Jónas 6. mai i grein, sem áður var nefnd: „Sé það satt, að hann (þ.e.Jónas)eigi nokkurnþátt i þvi að hvetja háseta til þess að yfirgefa skipin, þá virðist það at- ferli ekki geta samrýmst stöðu hans sem uppeldisföður og læri- föður ungdómsins”. Jónas var um þessar mundir fastur auka- kennari við Kennaraskólann. Aö greina stéttarátök i stjórnmálunum. Ólafur Friðriksson gat sjálfsagt hvorki né vildi bera neitt af sér um togaraverkfallið. Jónas frá Hriflu lékk hann, að sögn Morgunblaðsins, suður til Reykjavikur til þess að „garfa fyrir lýðinn”. Ólafur hafði staðið að stofnun Hásetafélagsins og setið i stjórn þess, og hitt skipti ekki siður máli, að hann stóð i rhiðjum bardaga fyrir sósialisma á.islandi og hjó á báðar hendur. Ólafur stýrði sókn verkalýðsins i bæjarstjórnarkosningum i Reykjavik i janúar 1916, þegar verkamannalistinn fékk 3 fulltrúa af 5, sem kosið var um. Annar þeirra tveggja, sem kosnir voru af iista Heimastjórnarfélagsins Fram, var Thor Jensen togaraút- gerðarmaður. Nú voru enn mikil pólitisk átök i vændum, þvi að siðar á árinu átti fyrsta lands- kjörið að fara fram, og eftir það voru alþingiskosningar. Þeirri spurningu má þvi velta fyrir sér, hvort hásetaverkfallið var að ein- hverju leyti pólitiskt verkfall. Ætlaði Ólafur Friðriksson sér með þvi að ráðast á höfuðvigi auð valdsins, togaraútgerðina, og sýna með þvi styrk verkalýðsins? I þá átt bendir sú staðreynd, að verkfallið var hafið á þeim tima, þegar hásetar höfðu sannanlega mjög góð laun. Einnig vekur það athygli, að ekki voru gerðar neinar kröfur af hálfu háseta i þeim málum, þar sem mest bját- aði á, þ.e. varðandi hina of- boðslegu vinnuþrælkun og vök- urnar. Dagsbrún gegn blöðum höfðingjanna Óafur Friðriksson lét blaðið Dagsbrún gefa út nokkra fregn- miða þessa daga, en blaðið sjálft kom ekki út fyrr en 7. mai (næsta tölublað á undan kom 23. april). Fast að helmingi af fjórum siðum blaðsins var varið til þess að segja frá verkfallinu og túlka málstað háseta. Þar segir, að út- gerðarmenn hafi gert með sér Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.