Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Blaðsíða 12
' r 12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 1. mai 1975. Fimmtudagur 1. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Frumkvæðið verður að koma neðan frá Samvinnuhreyfingin hefur brugðist Þjóöviljinn ræðir við Auðun Friðriksson og Snorra Sigfinnsson, trúnaðarmenn úr hópi verkstæðismanna á Selfossi ■ Verkfall og sigur nokk- urra starfsmanna kaupfé- lagssmiðjanna á Selfossi vakti þjóðarathygI i. Vinnustöðvun verka- manna, bif vélavirkja og járniðnaðarmanna hjá Kaupfélagi Árnesinga stóð í þrjár vikur. Að þeim tíma liðnum gáfust stjórn kaupfélagsins og Sam- bandsforystan í Reykjavik upp, og uppsögn Kolbeins Guðnasonar, sem var or- okkur verið sagt. Verslið við ykk- ar eigið félag, segja þeir sem ráða þessum samtökum. Nú kem- ur þessi samvinnuhreyfing mér fyrir sjónir eins og sé hún draug- ur. Hún er uppvakningur, sem hefur snúist gegn skapara sinum, reynir að gera honum alla þá bölvun sem hún getur, þar til ein- hver kemur og kveður hana niður aftur. Samvinnuhreyfingin á að vera félagsskapur sem stendur við hliðina á okkur, en hún berst gegn okkur með ihaldinu. Snorri: Mér sýnist, að sá lær- dómur sem við helst drögum af svo þungt i vöfum, það er svo flókið, að það er eiginlega útilok- að að breyta til i stjórn. Þetta þarf að útskýra miklu nánar, en hér yrði það allt of langt mál. Ég vil þvi benda samvinnu- mönnum á, að þeir ættu að not- færa sér þetta mál hér, fjalla ýt- arlega um það, gefa út bækling um það og útskýra rækilega, hvaða breytingar það eru sem þarf að gera á stjórnunarformi samvinnufélaga, til þess að laun- þegar eigi þar einhverja mögu- leika. Hvaða lærdóma drögum við af þessu máli hér? Þeir eru marg- verða siðustu móhikanarnir hér á Selfossi úr þeim hópi sem hefur unnið i þessum iðnaði hér. Við höfum verið að horfa á það þessi ár, hvernig þessum iðnaði hefur hrakað hér. Það sem vinstrisinnuð verka- lýðshreyfing þarf að gera, er i fyrsta lagi að koma skipulagi á samvinnufélögin. 1 raun og veru er ætlunarverk samvinnufélag- anna sósialiskt, og þessi félög á verkalýðshreyfingin að nota sér til framdráttar i lifsbaráttunni. Þetta álit ég hæfilegt verkefni, jafnframt þvi að vinna að þjóð- nýtingaráformum á stóriðju. Ég allt land, og vorum studdir fjár- hagslega, þá vissum við að sigur- inn var okkar. Þjv .: Nú sagði einhver fram- kvæmdastjóri hér, að blöðin hefðu spillt fyrir lausn málsins, hleypt stifni i það? Auðunn: Það er algjör firra. Blöðin skýrðu málið. Málið lá al- veg opið handa hverjum einasta manni að kynna sér þetta. Kann- ski finnst þeim að rækilegur og opinn málflutningur hafi spillt þeirra aðstöðu. Sjálfsagt hefur þeim fundist það spilla fyrir að fólk vissi hvað þeir voru að gera. Snorri: Þegar verkamenn Fyrst og fremst vegna þess að við vorum að fást við mannréttinda- mál. Þjv.: Urðuð þið varir við stuðn- ing fólksins hér i kauptúninu? Auðunn: Mjög mikinn. Og ég reikna með að margir hér dragi af þessu svipaða lærdóma og við. Pólitísk reynsla síðustu mánaða Snorri: Það er ljóst að menn tengja þetta pólitiskri reynslu siðustu mánuði, þótt almenn Um allt land Þj.: Teljið þið að viðlika órétt- læti og þið hafið mætt hér, sé al- gengt á öðrum vinnustöðum, jafn- vel hjá samvinnufyrirtækjum? Snorri: Já, ég held það. Auðunn: Það er mjög liklegt. Snorri: Ég veit raunar, að þetta óréttlæti getur þvi miður átt sér stað hvar sem er. Það getur t.d. hvert einasta samvinnufyrirtæki á landinu eignast sinn Odd. En þeir eru misjafnlega skilnings- vana á sjónarmið og þankagang verkamanna. Jarðvegurinn er til- búinn fyrir þessa menn. Ég held Vegna þessa máls okkar hér, þá tel ég að verkalýðshreyfingin hljóti að læra það af þessu, að kjarabaráttuna verður að skipu- leggja neðan frá. Fólkið sjálft sem vinnur á að móta kröfurnar, þvi að það veit hvar eldurinn brennur heitast. Og það á að gera kröfurnar einfaldar og ákveðnar. Það á að hætta þessum útreikn- inga og talnaþvættingi. Það þarf að einfalda taxtana. Það eiga að vera miklu færri taxtar fyrir hvern starfshóp, stutt bil á milli þeirra og kröfurnar séu ljósar, og að ekki sé stöðugt verið að hugsa um hluti eins og söluskattshækk- treysta hver öðrum. Og til þess að geta það, verða þeir að vita hvað hangir á spýtunni. Auðunn: Mér sýnist að Alþýðú- sambandið sé að rölta troðnu göt- una á eftir samvinnuhreyfing- unni. Hún er alltaf að færast yfir til hægri. Snorri: Hún hefur komið sér upp sams konar miðstjórnarvaldi og samvinnuhreyfingin. Nú er svo komið að sérsamböndin i ASI eru orðin eins og deildirnar i kaupfé- lögunum. Það eru formenn eða stjórnir sérsambandanna sem móta kröfur. Siðan fara þeir og láta samþykkja þær i félögunum teljum að þessi fyrirtæki séu góð, ef þeim er beitt i takt við timann. Það þarf að finna veiku punktana hjá samvinnuhreyfingunni, finna þau atriði sem stuðla að einræði og það þarf að breyta lögum þannig að almenningur hafi möguleika á að ráða stjórn fyrir- tækisins. Samvinnufyrirtæki eiga að vera tæki bænda og verka- manna, en ekki vald i þjóðfélag- inu, svifandi fyrir ofan tilveru bænda og verkamanna. Sam- vinnuhreyfingin á ekki að vera ó- skilgreint afl, ramflækt i fjár- málaspillingu auðstéttarinnar i landinu. „Þjóðviljinn hjálpaði okkur mikið, fólkið vissi allan timann um hvað málið snerist” Snorri sök verkfallsins, var dreg- in til baka. Þjóðviljinn ræddi við þá Auð- un Friðriksson, trúnaðarmann verkamanna hjá K.Á. og Snorra Sigfinnsson, trúnaðarmann bif- vélavirkja og bað þá hugleiða i viðtali þá lærdóma sem þeir og félagar þeirra og aðrir launþegar geta dregið af þessum harkalegu viðskiptum starfsmannanna og kaupfélagsstjórnarinnar. Vonbrigðin, sem samvinnu- hreyfingin hefur valdið Auðunn: Ég hef orðið fyrir von- brigðum með samvinnuhreyfing- una. Ég hélt að einmitt þessi hreyfing ætti að vera skjól okkar launþega og skjöldur. Það hefur þessu verkfalli, sé sá, að hann undirstrikar það sem við vissum áður. Við höfumvitað það sl. niu ár, að það er brennandi þörf að endurskipuleggja samvinnu- hreyfinguna svo hún verði það sem henni er ætlað að vera, að hún komist i hendur réttra eig- enda aftur, hendur fólksins sem skóp hana og ætlaði sér að gera eitthvað i krafti hennar. Fólk getur dregið þær ályktanir af þessum átökum hér, að nú verður að breyta formi sam- vinnufélaganna, breyta lögum og reglugerðum, þannig að launþeg- ar nái eðlilegum áhrifum á fyrir- tækin, breyta lögum þannig að fólk hafi meiri möguleika á að hafa áhrif á stjórnir og stjórnun- arathafnir heldur en nú er. Laun- þegarnir, verkamennirnir sem vinna hjá samvinnufélögunum og eru jafnframt félagsmenn, þeir verða að fá einhverja möguleika til að stjórna félaginu. Ég bendi á það, að f öllum sam- vinnufélögum nema tveimur, eru verkamenn útilokaðir frá kjör- gengi. Þeir mega ekki sitja i stjórnum. Um leið og verkamað- ur fer að vinna hjá sinu eigin fyrirtæki, þá er hann útilokaður frá að hafa möguleika á að vera kosinn i stjórn fyrirtækisins. Þessu til viðbótar, þá er stjórn- unarform samvinnufyrirtækja háttaðir. M.a. það, hvernig við eigum að standa að hlutunum, hvernig við eigum að treysta fé- lögum okkar. Hvaö getur verkalýös- hreyfingin lært af Kolbeinsmálinu? Auðunn: Kannski fyrst og fremst það, að samstaðan getur brotið niður hvaða vald sem er. Snorri: Já, það er rétt. En ég bendi sterklega á, að þessi aðgerð tókst svo vel, vegna þess að hún var byggð upp að öllu leyti neðan frá. Ég hef aldrei áður tekið þátt i svona verkfalli. Þetta er byggt upp á vinnustaðnum sjálfum, það er fólkið sjálft sem tekur ákvörð- un. Við vorum vel undir þetta búnir, vegna þess að við vitum nákvæmlega hvað það er sem við erum að berjast fyrir. Við höfum núi 9 ár verið að skilgreina þann vanda sem á okkur hvilir i sam- bandi við samvinnuhreyfinguna og það, hvernig henni hefur verið beitt hér. Framámenn hennar hér, hafa verið notaðir sem refsi- vöndur á verkamenn. Við, þessir tæplega 30 starfsmenn, erum að álit að verkalýðshreyfingin eigi skilyrðislaust að hefja raunhæfar aðgerðir i stað þess almenna slagorðablaðurs sem sumir flokk- ar eru með og gera aldrei neitt til að reyna að framfyglja þvi. Mér finnst eðlilegt að verkamenn reyni fyrst hvort þeir geta náð valdi á eigin fyrirtækjum. Verkfallsnenn úr öllum flokkum Auðunn: Ég álit nú, að það sem þetta verkfall okkar færi okkur fyrst og fremst heim sanninn um, er hve mikið við getum með þvi að beita okkar afli. Ég held að i okkar hópi eigi hver einasti póli- tiskur flokkur einhvern fulltrúa. Þjv.: Og var þrátt fyrir það aldrei hætta á að einhugurinn bil- aði? Auðunn: Nei. Það kom aldrei til. Það heyrðist aldrei hjáróma rödd. Þjv .: Var verkfallið þá raun- verulega unnið á fyrsta degi? Auöunn: Já, það er ekki hægt að segja annað. En reyndar var sigurinn ekki kominn i höfn fyrr en við fórum að sjá i Þjóðviljan- um og annars staðar hinar mörgu stuðningsraddir. Þegar við sáum að við áttum stuðning visan um ganga út af vinnustað, reiðubúnir að fórna lifsstarfi og afkomu til að berjast fyrir einhverju sem þeir telja grundvallaratriði, þá er vissulega mikill sigur unninn. Samt vil ég ekki segja að verk- fallið hafi verið unnið á fyrsta degi. Það sem gerði verkfallið svona sterkt, það var hið nána og stöðuga samband sem við höfðum hver við annan. Við hittumst oft á dag, höfðum lika daglega fundi og ræddum málið. Við létum ekkert frá okkur fara án þess það væri þrautrætt af öllum. Auðunn: Og samþykkt. Þjv.: Þannig hefur þetta verk- fall verið ólikt öllum öðrum verk- föllum, sem þið hafið tekið þátt i? Snorri: Algjörlega. Það voru engir ráðandi menn, engir menn sem sögðu fyrir um hvernig hlut- irnir skyldu vera. Menn komu með uppástungur, mismargar hver, en hver einasta athuga- semd og tillaga var rædd. Það var það sem gerði samstöðuna svo al- gjöra. Eftir fyrstu vikuna hefði verið ómögulegt að sundra hópn- um. Auðunn: Við hefðum þá hik- laust skilið við lifsstarfið. Við héldum saman, treystum félög- unum og enginn reyndi að slá sjálfan sig til riddara innan hóps- ins. Þetta var ekki verkfall eins eða tveggja, heldur okkar allra. verkalýðspólitik hafi ekki skipt okkur máli, þvi að I langan tima hefur verið hitað undir okkur á þennan einstrengingslega hátt. Verkamaðurinn er endalaust lát- inn finna það, að hann er ekki neitt. Við erum orðnir hundleiðir á þessu viðbragðaleysi, bæði verkalýðsfélaga þegar við verð- um fyrir ranglæti, og svo annarra aðila. Við ákváðum á endanum að gera eitthvað sem við vildum ekki semja um. Sannleikurinn er sá að við erum orðnir leiðir á öllu þessu samningaröfli. Ef mönnum er sýnt óréttlæti, tekinn af mönnum „helgasti réttur” eins og oft er talað um, þá eru menn strax til- búnir að semja um að taka ekki alveg allan „helgasta réttinn”. Við erum svo hundleiðir á þessu, að við önsum þessu ekki lengur. Auðunn: Við hefðum aldrei get- að samið um þennan mann. Það var einfaldlega ekki hægt. Það hefði verið þrælasala af okkar hálfu. Þeir vildu að við semdum um að Kolbeinn færi að vinna á lagernum. Þetta lýsir þviliku skilningsleysi að það tekur ekki að tala um það. Þess utan vissum við að Kolbeinn hefði verið fljót- lega rekinn aftur. Hann er nýlega búinn að reka þaðan tvo fullorðna menn — en þetta kom bara ekki til mála. að ámóta atburðir og hér gerðust, komi fyrir næstum daglega um allt land. Klókir stjórnendur hafa hinsvegar aðrar aðferðir. Þeir taka einfaldlega þá menn á taug- um, sem þeir ætla að losna við. Gera þeim lifið óbærilegt á vinnu- stað, þvinga manninn til að segja sjálfan upp. Þetta er hin algilda meginaðferð. Ef það ekki dugar, er einhver tylliástæða gripin til að reka. Þetta gerist daglega ein- hvers staðar. Ég segi ekki að þetta gerist daglega i samvinnu- fyrirtæki, en þeim mun sárara finnst manni það, þegar við verð- um vitni að þvi, vegna þess að það er sagt að fólkið sjálft eigi sam- vinnufyrirtækin. Ég sem sósial- isti lit það allt öðrum augum þeg- ar algjör stéttarandstæðingur, einhver ihaldskarl sem þykist eiga fyrirtæki, gerir svonalagað. Við vitum hvar við höfum ihalds- karlinn, en það er erfiðara að eiga við samvinnufyrirtækið, þvi við getum ekki beitt fullri hörku, vegna þess að við viljum það ekki. Við erum þá jafnframt að hugsa um hagsmuni þess fyrir- tækis sem við teljumst eiga. En aðgerðir eins og K.A. hefur beitt, veikja grunninn undir samvinnu- fyrirtækjunum, draga úr trausti manna á þvi að þarna sé eitthvað gott, styrkja þar með andstæð- inginn. anir, gengislækkanir, skatta- lækkanir og þ.h. Fólkið sem ber fram kröfurnar þarf að vita ná- kvæmlega fyrir hverju það berst. Siðan, meðan samningar standa yfir, á að gefa út tilkynn- ingu á hverjum einasta degi eftir hvern einasta sáttafund. Það á að skýra nákvæmlega frá þvi hvern- ig málin standa og hvað hefur komið fram. Þetta eiga ekki að vera leyndarmál. Mennirnir verða að geta talað saman, þekkt eigin mál út og inn, þannig að þeir fari svo ekki á fund i stéttarfé- laginu til að greiða atkvæði um eitthvað sem hefur verið leyndar- mál. Þannig kemur algerlega flatt upp á mennina, hvað það er sem þeir eiga að fara að sam- þykkja. Auðunn: Við sáum þetta greini- lega I okkar verkfalli. Þess betur sem mennirnir eru hnútum kunn- ugir, þess þéttar standa þeir sam- an. Eins og kjarabaráttan hefur verið hér, þá hafa oft liðið vikur án þess menn vissu raunverulega hvað væri á seyði. Snorri: Það er eins og véfréttin i Delfi semji þessar fréttatilkynn- ingar, sem stundum eru gefnar út eftir sáttafundi. Mennirnir verða að fá að að mönnum óundirbúnum og hlutirnir hafa ekkert verið rædd- ir. Siðan fara þessir formenn inn i þessar f jölmennu sáttanefndir og þar eru þeir alveg sambandslaus- ir við verkamennina. Og þar að auki eru málin svo flókin, að hver verkamaður þarf marga daga, ætli hann að setja sig inn i það, hver fjárinn það er sem þeir ætla sér að semja um. Kjarasamningar hér hafa kom- ið þannig út, að mennirnir sem sömdu, gátu ekki útskýrt fyrir okkur samningana. Auðunn: Það sá ég lika i þessu verkfalli okkar, að þeir sem vinna á sama vinnustað, þeir eiga að vera i sama verkalýðsfélagi. Þessi mörgu sérfélög hafa splundrað okkur. Skipuleggjum okkur innan samvinnu- hreyfingarinnar Snorri: Það er rétt að undir- strika að lokum, að við hér vorum ekki á nokkurn hátt að ráðast gegn þessu samvinnufyrirtæki. Við viljum efla það. Við berjumst gegn stjórnunaraðferðum. Við Auðunn: I tilefni af 1. mai, vil ég benda verkamönnum á, að hvar sem þeir berjast gegn kúg- un, þá eiga þeir von á stuðningi. Það höfum við reynt. Snorri: Ég tek undir það. En mig langar að koma hér að sér- stöku þakklæti til námsmanna. Okkur þykir eins vænt um eða vænna um kveðju frá námsmönn- um i Osló sem gátu ekki sent okk- ur annað en hlý orð, eða frá stúd- entum við Háskólann hér sem sendu okkur 5000 kr. eins og stuðning stéttarfélags sem getur sent okkur 100.000 kr. Það verður að brjóta niður múrinn sem greinir námsmenn frá launþegum, verkamönnum. Við þurfum að kynnast þeim, þeir þurfa að kynnast okkur. Mennta- menn eru verkamenn framtiðar- innar og þessir hópar eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Ihaldið ræðst stöðugt á náms- menn, þegar kjör eru kreppt. Það verður að taka upp námslauna- kerfi, svo yfirstéttin haldi ekki á- fram að unga út nýrri yfirstétt i skólunum. Auðunn: Og það er nú kominn timi til að menn skilji, að hver einasti maður sem vinnur hjá öðrum, hann er verkamaður, og skiptir engu hvort hann hefur hvitt um hálsinn eða ekki. —GG eins sem „Viö gátum ekki samiö, svo einfalt var þaö” s Auðunn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.