Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 3
Jólablað 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 3 Smásaga eftir Atla Magnússon A bekk i horninu næst afgreiðsl- unni sitja þessir þrir frá utan- rikisráðuneytinu. Þeir eru orðnir óþolinmóðir, enda búnir að biða i hálfa klukkustund og ég sé að þeir verða eftirvæntingarfullir, þegar loksheyrist að von er á einhverri tilkynningu i hátalaranum fyrir ofan höfuðið á þeim. Það kemur suð og þá má heyra blásið i hljóð- nemann, einsog einhver sé að reyna hvort hann sé ekki i sam- bandi. Sjálfsagt verða þeir von- sviknir, þegar karlmaður hefur upp raust sina og segir að þess sé nú skammt að biða að hér beri að* flugvélina frá Hornafirði og Fagurhólsmýri; ég veit að þeir eiga von á amerikufarinu, sem fyrir góðri stundu fréttist um að stefndi gegn mótvindum i þrjátiu þúsund feta hæð undir Hvarfi, og nú lita þeir á klukkuna á veggnum, — það er komið tiu- minútum framyfir miðnætti. Ég ýti frá mér kaffibollanum, sting blaðinu i vasann og stend upp ; það bergmálar ótrúlega mikið i þessum háa og viðáttumikla sal, þegar ég geng i átt tildyra og þeir frá utanrikisráðuneytinu beina að þér dauðu augnaráði gleraugna sinna einsog þeir búist við að skyndilega muni ég nema staðar og taka til máls. Úti er heitt og stillt veður, en loftið er rakt og sjálfsagt fer bráðum að rigna. Ég hleyp við fót og sest uppi bilinn, ég hef látið vélina ganga og ekki slökkt á út- varpinu og eyrun fyllast af lág- værri tónlist frá útvarpinu i Lúxembúrg, hás maður syngur með básúnum og fiðlum undir þjótandi nið firrðarinnar. Stúlkan i gula sundbolnum með rauða boltann á milli knjánna, snýst brosandi i hringi á spjaldi, sem hangir i snúru niðurúr bilspegl- inum, — einusinni lagði af henni sitrónuilm, ég veit varla hvers vegna ég vil heldur hafa hana þarna, en kaupa nýja, — kannske ermér hún einhvers virði ennþá, þótt hún ijmi ekki meir, eða er mér bara orðið alveg sama um oliustybbuna, — menn venjast flestu... Ég tek blaðið uppúr vas- anum ogflettiaftur uppá fréttinni á 22ri siðu um kennaraþingið og lityfir skrána um fulltrúa utanaf landi: — samkvæmt nýjustu far- þegaskrá munu þau koma með flugvél frá Hornafirði og Fagur- hólsmyri innan fárra minútna, — ég veit allt um þetta flug: vélin fór frá Reykjavik kl. 20.36, — nokkurnveginn á réttum tima, — og flugstjóri var Jörundur Kjærnested en aðstoðarflug- maður Friðgeir Pálsson, — veður var i besta lagi á austurleið, en þungt yfir og lágskýjað eystra, tekinn var póstur á Fagurhóls- mýri, en lykkja lögð á leið vélarinnar, tilað taka sjúkling á Breiðdalsvik, — þessvegna biður sjúkrabillinn þarna við hliðið, — og þvi ekki komið til Horna- fjarðar, fyrr en kl. 22.15 og lagt af stáð þaðan kl. 23.05. Aætlaður komutimi til Reykjavikur er þvi nú kl. 0.15.... Ég læt fallast afturábak i bilstjórasætinu. Þótt ég hafi aldrei komið til annarra landa, þykir mér alltaf sem ég sé svo nærri hringiðu heimsins á flug- velli: þarna gnæfir flugstöðin fyrir ofan mig uppljómuð og þarna glampa löngu bilarnir kol- gljáu frá utanríkisráðuneytinu með rikisskildinum á og biða eftir mönnum frá Ameriku, héðan er hægt að komast svo óralangt burtu, — þangað, sem mann hefur alltaf langað, hér er það sem fagurt og rikt fólk hryllir sig i rigningunni á klukkutima stoppi ,,on the passover”, hérna.... Mér verðurlitiöútumgluggann ogíátt til flugbrautarinnar, þvi i þessu berst til min fjarlægur ymur frá hreyflum flugvélar. Ég kem i sömu svipan auga á hvarhún býst til að renna sér niðurá brautina, mislit ljós sjást slokkna og kvikna á vixl með miklu hraði og þar nam hún sennilega við jörð, það er sem hún skriki litillega til, og nú brunar hún fram, kemur öll i ljós með örstuttu millibili, þegar hún fer fyrir lampana á flug- brautinni, — þetta er áætlunar- véhn frá Hornafirði og Fagur- hólsmýri. NU erhún komin ihvarf ábakvið flugstöðina, en ég heyri i henni dyninn, soghljóð, hátt og skerandi. Þeir frá ráðuneytinu eru staðnir á fætur, þegar ég kem inn i salinn að nýju, fjórði maður hefur bæst i hópinn og hlýtur að vera mjög skemmtilegur, þvi nú hlægja þeir og tala hátt, tala um mann sem heitir mr. Craig og sá fjórði hefur margoft hitt að máli i útlöndum. Hann segir að mr. Craig sé elskulegur maður, elskulegur, og hinir þrir kinka kolli og hnykla brýnnar, umleið- og þeir brosa brosi, sem er næstum sársaukafullt af skiln- ingi. — Diplómatar, hugsa ég, diplómatar. Ég heyri að það er einmitt mr. Craig, sem þeir eiga von á meö flugvélinni, hann er fulltrúi einhverrar þingnefndar, hann missti konuna nýskeð, en dregur ekki af sér fyrir það, hefur erfiðan innvortis sjúkdóm, en dregur ekki af sér fyrir það, jafn elskulegur... — svo bregða þeir á léttara hjal og eru enn byrjaðir að hlægja, en ég má ekki vera að þvi að leggja lengur eyru við hvað þeir segja þvi hér tekur að drifa að farþega úr flugvélinni frá Hornafirði og Fagurhólsmýri. Fyrsta ber að umþaðbil tiu menn, sem fljótt má heyra að eru helmingur skipshafnar af togar- anum Reykjanesinu, þeir eru hér á leið i siglingafri og hafa verið settir af á Hornafirði. Þeir eru flestir ölvaðirog hafa hátt, ókyrrt hafði verið á leiðinni og menn- irnir fara mörgum orðum um hina skelfilegu ólykt, þvi ein- hverjir hafa veriö flugveikir. Sjálfir hafa þeir greinilega notið sjómennsku sinnar og eru hinir bröttustu. Utanað berst gaul frá sjúkrabilnum, sem er lagður af stað með sjúklinginn, — einhver meðal sjómannanna segir að hann sé dauður og hneykslast á þvælingi og seinagangi með veikt fólk. Nú ber að þá farþega sem fara sér hægar og það dylst ekki að i þeirra hópi er að finna þá, sem valdir eru aö hinni voðalegu lykt, þeir eru gráir i framan og til augnanna, einsog þeir hafi grátið. Þótt sjómennirnir reyki i ákafa, fortek ég ekki að ég finni eiminn af þessu flugveika fólki I gegnum bræluna frá þeim. Allir eru skelf- ing hátiðlegir og eru að tala um sjúklinginn, einhver segir að þaö hafi verið kona, en annar heldur að það hafi verið karlmaður, eng- inn er fullkomlega viss og I and- litunum er einhverskonar sam- bland af skelfingu og feginleik yfir aö sjálfir hafa þeir þó komið lifs ofanúr næturhiminum. En öll- um finnst þetta mjög sorglegt, — vesalings sjúklingurinn.. .Nokkrir skunda þegar að útvega sér far niðuri bæ, en margir hafa þörf fy riraðsetjast niður og bæta sér I munni með kaffisopa eða gos- drykk. Ég stend á gægjum bakvið rimlaþil og viröi fyrir mér hvern og einn sem inn kemur, — þarna skálmar annar flugmaðurinn, stuttur og feitur með skjalatösku, það er asi á honum og hann er belgmóður, andlitið er fölt, — llk- lega er hann miður sln vegna hins dána, — hugsa um hvort þetta sé flugmaöurinn Jörundur eöa flug- maðurinn Friögeir,— og þarna kemur barnungt kærustupar með hvltvoðung I buröarrúmi á milli sin, og þarna...mikið hefur hún breyst! Ég verð skyndilega eins og mátt- laus, sný baki i rimlaþilið, mér finnst hún hljóta að hafa séð mig, hljóta að hafa séð að ég lá á gægjum, að hún skynji á andar- taki að hennar vegna hef ég beðið eftir þessu kvöldi I meira en viku, alveg frá þvi aö ég sá fréttina um kennaraþingið i blaðinu. 1 einhverju fáti hleyp ég innisnyrtiherbergiog skoða mig i speglinum, — hvort allt sé ekki i lagi með mig, hvort hálsbindið sitji ekki rétt og hvort þessi grefils skyrtukragi, sem næstum hefur skorið mig á háls sé kannske bögglaður... Tveir sjómannanna eru að deila á milli sin brennivini yfir vaskinum og ég verð að halla mér á ýmsa vegu, tilað koma auga á mig i speglinum, þvi þeir standa hvor sinum megin við mig og eru i si- fellu að tapa jafnvæginu og rekast á. Vitanlega dettur henni ekki neitt grunsamlegt i hug, — fjögur ár, heil fjögur ár, frá því við unnum saman uppiá Alafossi og allt byrjaði ... skyldi hún muna allt sem við töluðum saman eins vel og ég geri, til dæmis kvöldið, þegar ég keyrði stelpurnar heim úr Kaffinu og hún varð eftir hjá mér og þegar hún fór fyrst austur, tilað vinna i mötuneytinu, — bara i mánuð átti það að vera og ég ætlaði að leita að tveimur herbergjum og eldunaraðstöðu á meðan, — skyldi hún muna að við ætluðum að hafa kettling, henni þótti svo vænt um ketti, skyldi hún eiga kött núna? Þegar ég hleyp út, verður mér á að ýta við öðrum manninum og heyri hann lofasttilað gefa mér á kjaftinn, — þótt seinna verði! Til allrar hamingju eru þau þarna enn, — er hún þarna enn. Ég geng framá mitt gólf, inni þvöguna og sé að til allrar ham- ingju ætla þau að staldra við og kaupa eitthvað. Ég stend kyr og læst skima til allra átta, einsog ég sé að gá að einhverju, nú eruþau við afgreiðsluborðið, öll fjögur, — öll fimm, þau hjónin og drengirnir. sem samkvæmt far- þegaskránni heita Jón og Guðvin Björn og auk þess kornabarn, sem maðurinn hennar heldur á i fangi sér, — þess var ekki getið i farþegaskránni, sennilega fengið fritt far: hún er þá orðin þriggja barna móðir. Ég kveiki mér í sigarettu og þokast nær þeim, án þess að láta mér verða á að lita á þau nánar. Hátalarinn hefur upp raust sina og tilkynnir i tvigang að flugvélin frá Ameriku sé væntanleg innan tuttugu min- útna. — Varst þú með flugvélinni? Mér verður hverft Við, þegar ég verðþess varað ég stend einn eftir á gólfinu, flestir aðrir eru farnir eðaþá sestir við borðin, að undan- skildum þeim fáu, sem enn biða eftir afgreiðslu, sem orðið hefur hlé á um sinn, þvi tveir-sjómenn hafa byrjað orðaskak við af- greiðslustúlkurnar. — Ha, nei, segi ég og virði fyrir mér drenginn, sem hefur fengið flösku með appelsini og drekkur úrhenni af miJclum áhuga og inn- lifun. Það er annar af þessum drengjum hennar, honum sýnist hafa heilsast vel á leiðinni og virðir mig fyrir sér án allrar feimni og spyr loks hvað ég heiti. Ég segi honum það og hann kinkar kolli • með flöskustútinn uppi sér. — Ég s'á líkiö, segir hann og skoðast hróöugur um, ef fleiri kynnu aö vilja hafa spurnir af þvl. — Það var kall, eða kannske gömul kelling. Já, segiég og læst vera annars hugar en hugsa um hve augljós- lega þessi drengur hefur fengið augu mömmu sinnar. Ég stelst til að virða hana fyrir mér, hún er að taka við litla barninu Ur fangi manns sins, sem er að borga veit- ingarnar. Hann er á einhverjum óútreiknanlegum aldri milli tvi- tugs og þritugs. Hann er grannur ekki hár, fölur i andliti og með dökk augu, sem gljá mjög mikið. Að ööru leyti er ekkert eftir- tektarvert við hann nema ef vera skyldi að hann sýnist vanta gjörsamlega tennurnar i neðri góm. Af þvi að hann bitur munninum fast saman, gengur hakan sérkennilega langt fram og fær honum svip heiftar og eld- móðs. Nú stingur hún einhverju Framhald á bls. 10. Mynd: Kristján Kristjánsson /slenskar og erlendar jólagjafabækur í mjög fjölbreyttu úrvali Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 4. Bókaverslun Snæbjarnar Hafnarstræti 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.