Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 40
4« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1976. Stephan G. Stephansson fór til Ameriku með foreldrum sínum árið 1873, þá tvitugur að aldri. Hann er fæddur á Kirkjubóli, sem var hjáleiga frá Víðmýri i Skagafirði, 3. október 1853. Stephan flyst austur i Bárðardal árið 1870, þá á sautjánda ári og verður vinnumaður hjá föður- systur sinni, Sigurbjörgu Stefánsdóttur og manni hennar Jóni, sem þá bjuggu i Mjóadal, efsta bæ i Bárðardal. Fimm ár- um eftir vesturförina kvænist Stephan frændkonu sinni, Helgu Jónsdóttur frá Mjóadal. Þau bjuggu alla tið inni á meginlandi Ameriku, fyrst i Bandarikjunum, en siðar námu þau land árið 1889 nálægt Markerville i Albertafylki í Kanada og bjuggu þar æ siðan. Ekki er mér kunnugt um að Stephan hafi komið nálægt sjó, frá þvi að hann fór vestur með innflytjendaskipi 1873, þar til að hann kom hingað til islands i stutta ferð i boði Ungmenna- félaganna árið 1917. Þó mun Stephan hafa séð Kyrrahafið á siðari hluta æfiskeiðs sins þeg- ar hann fór til vesturstrandar Kanada i upplestrarferð i boði islendinga þar, eftir að hann var orðinn þekktur af kvæðum sín- um. Hinsvegar tel ég engan vafa á þvi að Stefán Guðmunds- son, eins og hann hét unglingur á íslandi, hefur i æsku stundað sjó á opnum báti, eins og margir af jafnöldrum hans urðu að gera, sérstaklega þar sem fátækt var i búi, eins og hjá for-' eldrum Stefáns, Guðbjörgu Hannesdóttur og Guðmundi Stefánssyni, sem urðu að gera sér að góðu að vera leiguliðar á ritjukotum i Skagafirði, á með- an þau bjuggu sjálfstætt. Sá fádæma mikli orða- forði úr islensku máli sem Stefán flytur með sér vestur til Ameriku aðeins tvitugur að aldri, hann ber gott vitni islenskri alþýðumenningu, sem oft var varðveitt i lágreistum torfbæjum við þröngan kost þess tima. Þessi mikli orðaforði endist Stefáni um langa æfi i skáldskap hans, við samningu margra ódauðlegra kvæða sem munu lifa svo lengi sem islensk tunga verður töluð. Isumum kvæðum Stefáns vikur hann samtimis að skáldskap og sjóróðrum, eins og i „Kolbeins- lagi”, þar sem hann segir: „Hvort hefur þú skynjandi skyggnst um þaú lönd, sem skáldin i huganum vitja? Með ljóðið i önd og árina i hönd i andófi á þóftunni sitja. Kolbeinslag mun vera ort árið 1913 vestur i Alberta 40 árum eftir að Stefán fluttist til Ameriku, og er hann þá sextug- ur. í þessu margslungna kvæði dregur Stefán fram sinn islenska arf, vegur hann og metur. Hann ann islenskri menningu framar öllu, en gerir sér jafnframt ljóst aö verja þarf hana gegn utanaökomandi áhrifum rikari þjóða. Ogí þeirri vörn, sem snúa þarf i sókn, er islensk tunga beittasta vopnið, i höndum þeirra skálda sem með það kunna að fará' Skynjum að i orðsins list aldasálir lifa”. Þessisnjöllu spakvitru orð legg- urStefán Kolbeini alþýðuskáldi i munn þar sem hann kveðst á við sjálfan fjandann úti á „Draugaskeri” um nótf. miwmih i ' irTmwmmnrr Stefán fór snemma að yrkja, löngu áður en hann fór frá Islandi. Mér þykir sennilegt, að þegar skáldbóndinn yrkir „Kolbeinslag” vestur i Alberta, þá komi fram í huga hans, ekki bara þjóðsagan, heldur lika ýmsar svipmyndir úr hans eigin lifi, sem flétta saman kvæðið og magna það. Er ekki erindið úr Kolbeinslagi, sem ég birti hér að framan, endurminning frá æskudögum hans sjálfs heima i Skagafirði? Vel get ég trúað þvi að svo sé. Hinn gáfaði unglingur situr á þóftunni i andófinu og yrkir á meðan hann heldur bátnum i horfinu. Orðaforði Stefáns, tengdur báti og sjó, og réttur skilningur hans á þvi sviði, verður ekki til vestur I Ameriku, heldur flytur hann þvilika reynslu með sér vestur. Og þá þykir mér sennilegast að hann hafi öðlast hana sem ungl- ingur i einhverri verstöð við Skagafjörð. Kvæðið „Rammislagur” sem ort er árið 1901, 28 árum eftir að Stefán fluttifrá Islandi, sýnir að hann er lika kunnugur á sjó. Þetta kynngimagnaða, listræna kvæði, greinir frá veðri, sjólagi og siglingu á opnum báti, þar sem hleypt er utan af miði að landi. Um leið og kvæðið er táknrænt um lifsbaráttu Stefáns, þá held ég að hann noti i umgjörð þess minningu frá æskudögum um raunverulega sjóferð, og þá liklega heima i Skagafirði. Hann finnur hvað margt er likt með þessari sigl- ingu og lifssiglingu hans sjálfs á hinu Ufna veraldarhafi, þar sem margvislegar hættur steðja að. EnStefán var enginn uppgjafar maður, og hann var ákveðinn i þvi að láta hinn „Rammaslag” standa, þar sem „raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar”. Ég birti hér þetta snjalla kvæði Stefáns, Ungir menn hafa áreiðanlega gott af þvi að lesa þetta kvæði og læra það. Rammislagur. 1. Grána kampar græði á, gjálpir hampa skörum, titra giampar til og frá, tifur skvampa i fjörum. ögra læt mér Ægis lið upp úr sæti malar, Ránardætur dansa við deigum fæti kjalar. Undir bliku beitum þá bát og strikið tökum. Stigum vikivakann á völtum kvikubökum. Gólf er iiðugt, löng og stór Ieikjarsvið hjá unni. Spriklar, iðar allur sjór ystu mið að grunni. Utansendar öidur sér áfram henda og flýta, vilja, að lendi i lófa mér löðurhendin livita. Byljir kátir kveðast á, hvin i sátri og hjöllum. Báruhlátrar hlakka frá hamralátrum öllum. II. Stormur þróast, reigir rá, Rán um flóann eltir, Kólgum sjóarkletta á köldum lófa veltir. Heim að vörum hleypum inn hátt á skörum rasta. Bára ör, á arininn þinn önd og fjöri ég kasta. Skipið stansar, skýst á hlið skeið til landsins horfna. Bárur glansa og glotta við, glatt er á dansi norna. Mastrið syngur sveigt f keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Léttum gang um græði svif, gleymi angri minu, þegar hangi um hel og Hf, haf, I fangi þinu. Leggðu barminn alvot að aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað, hrönn in armabláa. Stefán Guömundsson er í hópi islendinganna, sem tóku sigupp og héldu til ókunnrar heimsálfu árið 1873. Liklega er hann þá orðinn heitbundinn heimasæt- unni i M jóadal og fyrir efnalaust fólk var á þeim tima engin framtið til á Islandi. Framtiðin var einungis til úti í hinum ó- þekkta heimi, og aðeins fyrir þá sem áttu vilja og þrek til að leggja út i óvissuna i leit að möguleikum. Stefán var einn þeirra ungu manna sem hvorki skorti vilja né þrek, og þrátt fyrir mikla fátækt efnalega var hann óvenju vel að heiman bú- inn, hvað andlegt atgerfi snerti. Þegar athugaður er orðaforði islenskrar tungu eins og hann birtist i kvæðum Stefáns G. þá er full þörf á þvi að staldrað sé við og spurt. Hvar finnum við i dag á tslandi tvitugan mann sem stendur jafnfætis Stefáni i þekkingu á islensku máli og beitingu þess, þegar hann óskólagenginn lagði af stað héð- an til Ameriku? Sé þessari spurningu svarað samviskusamlega þá hygg ég að mönnum verði ljósara en áð- ur, að Stefán G. var óvenjulegur afburöamaður á öllum sviðum, sem ávaxtaði sinn islenska arf betur en flestir aðrir. Stephan G. Stephansson, eins og nafn hans varö vestan hafs, hann ruddi sér með hörðum höndum braut til efnalegs sjálfstæðis. Varð sjálfkjörinn forsvarsmað- ur bænda i landnámshéraði sinu i Albertafylki i Kanada, þar sem hann var fyrirvinna stórrar fjöl- skyldu. En þrátt fyrir allt þetta, sem sýnist vera nóg lifsstarf flestum mönnum, þá varð Stephan G. Stephansson einn hámenntaðasti islendingur sins tima, og eitt af mestu stórskáld- um sem okkar land hefur alið. Samtið hans hér á íslandi veitti honum enga möguleika til mennta eða efnalegs sjálfstæðis sem hugur hans þráði. En þrátt fyrirþetta gaf hann okkar þjóð i skáldskap sinum hinn mikla andlega fjársjóð, sem hvorki mölur né rið fá grandað. Þekk- ing Stefáns á sjómennsku þess tima, þegar lifsbjörg var sótt á opnum bátum, og sem rekja verður til unglingsára hans i Skagafirði, hún vitnar um af- burða gáfur hans og stálminni. A lifsbraut i annarri heimsáflu gleymir hann engu sem islenskt er, þar kemur allt til skila, sem ivaf eða umgjörð i kvæðum hans áratugum eftir að hann verður að yfirgefa sitt föðurland. Mér þykir Siguröur Nordal hafa skrifað um Stephan G. Stephansson af meiri og dýpri skilningi heldur en nokkur ann- ar islenskur skólamaður hefur gert, sem ég hef lesið ummæli eftir. Þetta er að sjálfsögðu eðli- legt sakir hinnar miklu þekk- ingar Siguröar á verðmæti is- lenskra bókmennta. En það hef- ur lika hvarflað að mér, að sinn þátt i þessum djúpa skilningi eigi lika saga Jóhannesar fööur Sigurðar sem braust eins og Stefán vestur til Ameriku þegar framtiðarmöguleikar ungs manns i norðlenskri sveit buðu ekki upp á tækifæri sem hann þráði. Jóhannes Norðdal kom aftur heim sem efnalega sjálf- stæður maður og flutti lika heim með sér verkmenningu úr ann- arri heimsálfu þjóðinni til fram- gangs. Stefán fluttist ekki aftur heim, en hann gaf islensku þjóð- inni ómetanleg andleg verð- mæti. Jóhann J.E.Kúld. Stephan G. Stephansson Araskip á sfðustu tugum 19. aldar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.