Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 42

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 42
Ævintýrið um Kúa-Kúra og töfranetið Fyrir löngu.löngu, mörgum mannsöldrum áöur en hvitir menn komu til Nýja-Sjálands, fiskuöu Maóriar bæði á færi og i net. Guö sjávarins, Tangóra, var gjafmildur við börn jarðarinnar og gaf rikulega veiði. Guðinn Tangóra átti ótal tegundir fiska, sem voru gómsætir að éta. Stundum hrakti hann stóra hvali og hákarla upp að ströndinni, svo að fólkið gæti gætt sér á þeim. Fólkið, sem þarna bjó i landinu Te-íka, notaði fiskbein i öngla sina. Of’t þegar tungl var fullt, réru Maóriar út á sjó á bátum sinum, þeir renndu færum úr hampi, en beittu önglana með smádýrum. sem lifðu i sandinum á strönd- inni. Stundum var veiðin mikil, stundum litil. Þegar góður friður rikti meðal guða jarðarinnar og guða loftsins og guða hafsins, þá launaði Tangora fiskimönnunum vel erfiðið. En þegar Tanviri-Meta, vindurinn, og Tangóra deildu voru ógæftir i marga daga. En fólkinu i landinu Te-Ira fjölg- aöi er timar liðu, þjóðin lærði að rækta jörðina og snara börn skógarins, dýrin, og börn loftsins, fuglana ,þá var nóg að éta. Karl- mennirnir eyddu miklu af tima sinum við veiðar, bæði á sjó og landi. Þeir notuðu spjót og örv- ar við landdýrin, en net og öngla við fiskveiðarnar. Konurnar hugsuðu um heimilin, spunnu og ófu klæði úr hampi og skreyttu þau með stéffjörðum Húia-páfa- gauksins. Jarðyrkjan varð mjög tima- frek, svo að minni timi varð til fiskveiðanna. Nú máttu menn varla vera að þvi að liggja allan daginn yfir fiski, eða róa bátum sinum á brjóstum Tangóra, sjávarguðsins, en samt var mikil þörf fyrir fisk. Þarna bjó einu sinni mjög vitur maður kallaður Kúa-Kúra. Þegar hann var eitt sinn að daglegum störfum i pa sinu (húsi sinu) kom allt i einu yfir hann löngun til að ferðast. Honum fannst hann alit i einu þurfa að fara til Te-Ra-Rava fólksins. Þessi hugsun sótti á hann dag og nótt. Að lokum hélt hann af stað gagntekinn af ferða- hug. Eftir langt og erfitt ferðalag gegnum skóga, kom hann tilstað- ar, sem nú er kallaður Ran-Gió- Via. Þar, sem hann fer nú eftir sjávarströndinni, tekur hann eftir þvi, að á einum stað hefur verið gert að miklum fiski. Hann varð undrandi, þvi að hann vissi, að þarna bjó fátt fólk. Þegar hann fór að athuga fót- sporin i sandinum, sá hann, að þau voru frá þvi um nóttina, en ekki frá morgninum eða degin- um. Þá segir Kúa-Kúra við sjálfan sig: „Þessi för eru ekki eftir mennska menn, heldur álfa”. Hann ákvað að biða þarna á ströndinni um nóttina, kannski gæti hann lært eitthvað nýtt, til að kenna fólki sinu lengst i suðri, þegar hann kæmi heim. Þegar leiö að kvöldi, kom hann sér fyrir á stað, sem litið bar á. Nóttin var dimm, en litil skima af tungli, og Kúa-Kúra var þakklát- ur fyrir það. Hann hafði ekki beð- ið lengi, þegar hann heyrði hróp- að: ,,Komið hingað með netin”. Álfarnir komu nú saman á ströndinni og drógu á eftir sér stór net, sem þeir festu við báta sina og lögðu á sjóinn. Þeir reru af stað frá ströndinni og sungu glaðlega: ,,Við vörpum út netun- um hjá Ran-Gió-Via og tökum þau upp hjá Mama-Kú”. Þetta höfðu þeir margsinnis yfir. Og ekki leið á löngu, þar til netin voru full af fiski úr djúpinu. Mik- oll fjöldi af makril spriklaði i netunum hjá þeim. Alfarnir komu nú að landi, og þegar þeir drógu aflann i land, blandaði Kúa-Kúra sér i hópinn og dró netin með þeim. Hann var mjög ljós yfirlitum, svo álfarnir tóku ekkert eftir honum i tungls- ljósinu. Rétt í fyrstu morgun- skimunni náðust fyrstu fiskarnir i land, en margir sprikluðu út aft- ur, en álfarnir voru duglegir og létu þá ekki sleppa. Alfarnir unnu hratt og brátt voru öll netin komin i land og það glítti á stórar fiski- kasir á ströndinni. Kúa-Kúra var skemmt. Ef hann gæti nú aðeins lært af álfunum, hvernig fiskinetin voru gerð, þá þyrftu Maóríar ekki að eyða eins miklum tima við fiskveiðar eins og nú, hugsaði Kúa-Kúra. Svona uppgripa afli mundi fæða heilan ættflokk i marga daga. Alfarnir fóru að safna fiskinum saman, þeir höfðu hröð handtök, þvi að þeir þurftu að hafa lokið verkum fyrir sólaruppkomu. Þeir þræddu hampstreng gegnum tálknin og munninn á fiskunum, þangað til hver seilin eftir aðra var full. Kúa-Kúra lyfti einni seilinni, en hnúturinn rann til og allur fiskur- inn fór af seilinni. Margir álfar hlupu til að rétta honum hjálpar- hönd. Einn álfurinn hnýtti hnútinn á seilarendann, en Kúa- Kúra leysti hann i laumi, svo all- ur fiskurinn féll á jörðina. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Þannig tafði hann álfana og hægt og hægt kom sólin upp. Þegar albjart var orðið, sáu álfarnir að Kúa-Kúra var mennskur maður. Margir þeirra ráku upp hræðsluóp um leið og þeir hurfu með irafári, en skildu eftir fiskinn, bátana og netin, og Kúa-Kúra stoð þarna einn eftir. Engin ummerki voru sjáanleg eftir álfana, nema fiskurinn, net- in og bátarnir. Kúa-Kúra safnaði nú netunum saman með mikilli gleði. Hann athugaði möskvana og hnútana og hvernig netin voru gerð. Þegar hann hafði sett allt þetta nákvæmlega á sig lagði hann af stað heim i þorpið sitt glaður og hamingjusamur. Nú vissi hann, hvernig stóð á þessari ferðalöngun, s'em hann var gripinn allt i einu. Þetta var gjöf frá guðunum, svo að hann gæti lært fiskveiðar af álfunum. Svo gat hann kennt börnum sln- um þetta og þau aftur sinum börnum. Svona lærðu Maóriar fisk- veiðar, sem þeir nota enn i dag,af álfum i Ran-Gio-Via. Og þeir minnast með þakklæti forföður sins Kúa-Kúra. Um sögurnar Það þarf ekki annað en að kynnast hinum háþróaða jáningarmáta Maória, i söngvum og sögum, til að sjá, ive gamalgróin menning þeirra var. Þessar sagnir og öngvar hafa borist til okkar yfir haf margra kyn- loða. Goðsagnir og þjóðsögur Maóría eru gæddar sterkri )ersónusköpun, enda löng saga að baki. Það er frá >essum söngvum og sögum, sem Ný-Sjálendingar tafa þekkingu sína af venjum og siðum frumbyggja slýja-Sjálands, frá þvi er fyrsti eintrjáningur þeirra com þangað og þar til hvíti maðurinn tók sér þar ból- festu. í þessum ævintýrum, sem hér birtast, eru hægt að sjá mismunandi sagngerðir. Fyrst er ástarsaga Hínemóu, sem ef til vill er fræg- ust af ástarsögum Maóría. Þrátt fyrir það, að Maórí- ir voru herskáir, þá voru þeir rómantískir, og margar sögur þeirra f jalla um ástina og um mikilvægi gift- nga milli ættf lokkanna. Maóríar litu á það sem nauð- syn til þess að friður héldist. Auckland-hérað er mjög auðugt af sögum, gömlum ag upprunalegum með sögulegum bakgrunni. Maóríar trúa mjög á álfa og hulduvætti, og í þeim sögum lærum við mest um daglegt líf þeirra og siði. Ævintýrið um Kúa-Kúra er frá Norður-Auck- and og líkist mörgum öðrum sögum um álfa, sem löguðu sér líkt og menn, en þeir voru allir Ijóshærðir >g margir Maóríar, sem eru Ijósir á hörund, telja'til rændsemi við þá. Með sögum sínum söngvum og Ijóðum hafa Maóríar (agt óviðjafnanlegan skerf til menningar Ný-Sjálend- |nga, bæði bókmennta og hljómlistar. Þegar ég rakst á þessi ævintýri frá Maóríum, þá 'irtist mér í fljótu bragði margt minna mig á okkar evintýri, sérstaklega ævintýrið um Kúa-Kúra og álf- ina. Sökum fjarlægðar getur ekki verið um neinn kyldleika að ræða, en mönnum getur dottið svipað í lug, þótt langt sé á milli. Maóriar hafa stundað landbúnað og fiskveiðar á rumstæðan hátt eins og við um aldaraðir. Svo vona ég að einhverjir hafi gaman af þessum evintýrum. Þ.M. —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.