Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 38

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 38
38 SIDA — ÞJÓÐVILJINNI — Jólablað 1976. Drottinn tók í taumana Týndar sögur Það verður ekki hjá þvi komist að fara nokkuð aftur fyrir efni þessarar frásögu. Sögur týnast með ýmsum hætti. Þegar á striðið leið, var ég búinn að^láta snúa flestum minum smasögum á þýska tungu. Þýðandi var ungfrú Dzulko. Vinur minn einn, sem stóð fyrir forlagi, ætlaði að gefa þýðingarnar út. Maður þarf vist alltaf að eiga að vini til að koma fyrstu bók sinni út. Þvi miður á ég þá ekki marga á Islandi. Þá skeð- ur það, að i einni lotu brennur upp forlagið og ibúð Dzulko. Þar með öll handrit min, sem þar lágu, orðin logunum að bráð, þýsku handritin öll. En það þarf ekki heila heims- styrjöld til að sögur týnist. A sið- ustu jólum ætlaði ég að skemmta þjóð minni með frásögu úr sama umhverfi og frá svipuðum tima ogsagan Greifi i Berlin sem áður hafði birst i jólablaði Þjóðviljans. Sú saga endaði reyndar heima á Islandi sumarið 1972. Hún var send ritstjórn á réttum tima en hefur ekki látið til sin , heyra siðan. Hét hún „Siðasti foring- inn”.Snjöll saga. Og merkilegt af sh'kri sögu að skilja þannig þegjandi og hljóðalaust við höf- und sinn. Ég hafði þó látið henni eftir allt það efni sem hún krafðist. „Foringinn” var að sönnu allólikur „Greifanum”, en eigi að siður hnýsileg persóna. Þessi sem nú birtist, eða til að fara varlega, sem nú er f ærð i let- ur, hefur sama sjónarmið og hin- ar fyrri, en þó verða höfuðkemp- ur fyrri þátta ekki með i leiknum. (í svigum er rétt að geta þess, að ekki er þess að vænta, að ég skrifi „Foringjann” aftur. Týnter týnt, og upprifjun frásagnar með skáldskapargildi getur ekki endurfæðst. Til þess vantar upp- rifjunina hið skapandi afl — eins og þegar Skrattinn fór að skapa mann). Forsagan. Röddin frá Hamborg. Égsat i nokkur ár i Brúnsvík og mældi hljóð ur mannlegum barka. Þetta gæti þótt allmikil nýlunda, en er það nú ekki. Þvi allar tungumálarannsóknir byggjast á þessu öðrum þræði. Við sátum i þvi æruverða húsi, sem Björn Th. Björnsson kallar Listasafnið i Brúnsvík i íslenskri myndlist, en hét i daglegu tali Salve Hospes. Myndimar sem Björn birtir eftir Þorstein Illuga Hjaltalin, höfðum við daglega fyrir augum, þegar við gengum upp á efri hæðina. En tóbaks- dósirnar var búið að senda burt (Sjá nánar um þetta i kaflanum um Þorstein hjá Birni). Röddin frá Hamborg var annar Björn, Kristjánssonur og stund- aði stórkaupmennsku á staðnum. Hann sendi frá sér nokkur bréf sem Forseti Félags islendinga i Þýskalandi, ef ég man rétt, um islenska menn og málefni, einkanlega á meginlandinu. Og voru þessi bréf hans móttekin með þakklæti og látin berast áfram, ef þess þurfti. Ef mig minnirréttkom ég ekki til Berlin- ar til dvalar fyrr en i april 1943. Við urðum að loka i Brúnsvik vegna þess, aö ég var bara orðinn einn eftir með skrifstofustúlk- unni, frk. Zellmann, og það þótti ekki sæma. Að visu var hún kom- in þó nokkuð yfir fimmtugt en ég á besta skeiði. Forsagan — Röddum fjölgar — Snjóboltinn leggur af stað Ég frétti fyrst af myndun snjó- boltans i Leipzig hjá vini minum Magnúsi Z. (Hvernig á hann aö skrifa nafnið sitt núna i setulausu landi?) I þeim stað var annar málsmetandi islendingur, dr. Matthias-Jónasson. 1 Berlin sátu m.a. þeir höfðingjarnir Jón Leifs tónskáld og Kristján Albertsson, þá lektor. Röddin frá Hamborg sendi ekki aðeins frá sér fréttabréf, heldur boðaði til islendingafunda um allt Þýskaland þar sem fréttabréf hans náðu. Þó ekki þannig að hann kæmi i visitasiu til að upp- lýsa lýðinn, heldur sendi hann boð um það, hvar og hvenær is- lendingar ættu að koma saman og ræða um félagsmál sin. Þetta var oftast á veitingastöðum, sem Björn hafði heyrt getið um. Þó valdihann ekki réttina á matseðl- inum, sem hefði hvort eð var ver- iö illmögulegt tæknilega, þvi að okkur hélt við svelti. Að sjálf- sögðu gat „Forsetinn” (en það tignarheiti tók hann sér i „FIÞ”) ekki vitað, hvort veitingastaður- inn væri opinn á fyrirskipuðum fundartima. En á öllu var að merkja, að hann tók það óstinnt upp ef fyrirmælum hans varekki fylgt. Mig minnir að tveir áðurnefndir Leipzigarbúar til- heyrðu „Gau Berlin” og ættu að sitja fundi islendinga á þvi um- ráðasvæði. Hinir stórlátu Berlin- ar-islendingar undu þvi jafnvel énn verr að vera fjarstýrðir frá röddinni i Hamborg en Leipzig- búar og fannst enda ekki farið eft- ir islenskum lögum, gott ef ekki farið út fyrir stjórnarskrána. Sem sagt, óánægjuröddunum fjölgaði og umbylting var i upp- siglingu þegar ég kom frá hljóð- mælingum minum til aðseturs i Berlin. En vinur minn Magnús Z. var búinn að setja mig inn i ástandið og að málið strandaöi á þvi, að engínn víldí taka að sér forystu uppreisnarinnar og eftir Svein Bergsveinsson prófessor steypa „Forseta” af stóli I sjálfri höfuðborginni. Lagði hann jafn- vel að mér að takast herstjórnina á hendur. Snjóbolti veltur Það þurfti ekki marga fundi til að stofnaður væri „islendinga- klúbburinn Berlin” og ég gerður að formanni hans og gjaldkera i einni persónu. Aðsetur formanns- ins var hljóöfræðistofnunin við Háskólann i Berlín og því létt um vik að láta fjölrita boðskort. Vin- ur minn og forleggjari, Karl Ohm, sem seinna fluttist með fjölskyldu til Kanada, bauðst til að útbúa bréfsefnin með nafni klúbbsins á tveim islenskum fán- um, þar sem stengurnar mynd- uðu X. Litprentað. Með slikum útbúnaði skrifaði ég „Forsetan- um” og tilkynnti stofnun klúbbs- ins, og gat þess að við myndum áfram þiggja fréttabréf hans og óskaði eftir góðri samvinnu. Eins og geta má nærri brást Björn hinn versti við. Atti ekki von á árás úr þessari átt, frá litt þekktum fræðimanni úr Brúnsvik. Þetta væri að sundra islendingum og niðurrifsstarfsemi i óþjóðlegum, gott ef ekki ógermönskum anda. Ég skrifaði honum á móti, að fyrirskipanir hans væru litt fram- kvæmanlegar i Berlin og islend- ingar þar væru vanari demó- kratiskari aðferðum. Að öðru leytimeðþjóðlegri kveðju osfrv... Málið John Sigurd gegn Forseta — Innskot A embættisferli minum i Berlin sneri sér til min frændi minn, söngvarinn Sigurður Skagfield 1 Regensburg, sem gekk þar undir nafninu John Sigurd. vegna meiðsyrðamáls gegn Birni Kristjánssyni I Hamborg. Til- efni deilu þessarar man ég ekki lengur. Hann hafði tekiö sér þýsk- an lögfræðing til að sækja Björn til saka.En þá strandaði á þvi, að meðal annarra ágætra skammar- yrða tungunnar hafði Björn skrif- að, að John Sigurd væri „flf 1”. Þetta orð gat John Sigurd ekki þýtt nægilega vel á þýsku fyrir lögfræðing sinn og leitaði þvi til min. Og fletti upp orðabókum minum og fann ýmis orð sem til greina gætu komiö og sparaði ekki að lýsa þvi á ýmsa vegu, hvað Skagfield gæti verið i augum Bjarna. Þetta var skemmtilegur lestur. Niðurstaðan var þó, að hann væri „Trottel” á þýsku,sem þýðir m.a. andlegur aumingi, fá- viti.edjót, Sigurður þakkaði mér hjartanlega fyrir hjálpina, og við urðum góðir vinir þegar við hitt- umst siðar 1 Reykjavik. Eftir þvi sem ég best veit sjatnaði málið, viðurlög engin. Snjóboltinn nemur staðar — íslendingaklúbburinn i Berlin Nú þótti mönnum i Berlin sem þeir væru frjálsir ferða sinna, ó- háðir Forsetafyrirmælum. Ég pantaði pláss i tæka tið, og við sátum jafnvel á svo viðfrægum stað einsog „Luther og Wegener” kjallaranum I Eharlottengötu, þar sem vin var hægt að fá með ungverskri músik. Þá héldum við meiriháttar hóf fyrsta desember á Savigny-hóteli, þar sem Kristján Albertsson hélt ræöu og églas upp týnda sögu — Jón Leifs sagði aö hún minnti á Gerhard Hauptmann. Það ver rétt, ég varö fyrir einkennilegum áhrifum þeg- ar ég sá „Pippa dansar” á sviöi. En málarinn hjá mér upplifir eitthvað svipað, þótt með öðrum hætti sé — hjá honum er það hita- sóttarórar vegna myndar á vegg. Þá skoðaði ég það sem em- bættisskyldu að komast i sam- band við sem flesta landa i Ber- lin, sem litið eða ekkert var vitað um, og fá þá á fundi. Ég fann tvær islenskar konur giftar þýskum mönnum og tvær ungar stúlkur i verksmiðju, nýkomnar frá Dan- mörku. Þær komu svolitið við sögu greifans. öllum þótti gaman að geta hitt landa sina. Um sumarið stigum við jafnvel i land á Páfuglaeyjunni I Potsdam. Ekki var samkomulagið alltaf jafngott meðal hinna heldri manna. Þannig var um Jón Leifs, sem ég hafði heimsótt i Rádýrs- brú (Rehbúck) i Potsdam og farið á skemmtigöngu með ungum dætrum hans, að honum fannst ég gæti kallað fólk saman á öðrum stað (eyjan er þó hin fegursta) og yfirleitt veldi ég ekki þá réttu staði. Ég bauð honum að taka við formennskunni, hvað Jón afþakk- aði hofmannlega. Raunar deildum við mest um framburð islensks máls. Slðast hittumst við Jón Leifs á flugvelli á leið til útlanda löngu eftir strið. Alltaf sama leyndarráðsbrosið og menningaráhuginn. Skildumst vinir eins og jafnan áður. Ég var sjálfur allvel settur i miðri höfuðborginni, hafði sam- band við Húmboldtfélagsskapinn frá þvi ég var skiptistúdent 1936 og var oft boðinn á samkomur fyrir útlendinga sem og ferðalög. Fyrir atbeina þessara gestgjafa minna stóö mér til boða hinn fin- asti klúbbur fyrir samkomur okk- ar landa. Hægindastólar, allt i rauöu plussi og bardiskur. Vant- aði bara barþjóninn með flöskur sinar Þar héldum við landar okk- ar siðasta fund. En ég tilkynnti að þetta þægilega klubbherbergi stæði okkur til boða I framtiöinni — án greiðslu. Þetta fór þó á ann- an veg þvi að: Dr. Göbbels kemur til skjalanna Eins mætti hafa að fyrirsögn : Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða. Þó að ég hafi fárra einna getið þá vorum viö ekkisvo fá, að ekki væri vel fundarfært. Nú h’ður óðum að lokum ársins 1943. Ég og vertsfólk mitt varð fyrir sprengjuárás i október, hús- blokkirnar standa i ljósum loga, og missti ég þar allt mittdót, sem ekki var mikið fyrirferðar: Skyrtuhnappar úr gulli frá Anne Marie, föt, bækur og spil, sem ég hafði safnað frá ýmsum löndum og ætlaði að skrifa um, svokölluð borðspil, með og án teninga eins og hið japanska spil lógo úr fila- beini. Þá tók vinur minn, Karl Ohm I Schöneberg, mig til sin þangað til ég fékk herbergi. Lét liggja orð til min um það, þegar hann frétti i háskólanum, hvernig komið væri fyrir mér. En þegar i águsterhringt tilmin á skrifstofu próf. Westermanns, sem hafði boðið mér vinnuherbergi hjá sér við stofnunina, en hann var fyrsti kennari minn i hljóðfræði. Sá sem hringdi var ráðamaður i Klúbbn- um og gott ef ekki tengdur Humboldtfélaginu. En eins og siðar kom á daginn, vissi utan- rikisráðuneytið um alla islend- inga, jafnt i Berlin sem annars- staðar. Ég hafði ekki varað mig á þessu, þegar ég pantaöi klúbb- herbergið til áframhaldandi funda. Eftir kurteislegt ávarp segir hann mér, hvaö ég vissi, að mér stæði klúbbherbergið áfram til boða fyrir landa mina og ég þakka honum hæversklega fyrir það. Likaði þó ekki þessi byrjun og undirtónninn. Þá segir djöfsi að landar minir séu ekki allir af ariskum kynstofni. — Mér er ókunnugt um það, segi ég. Enda skiptir það engu máli fyrir mig, segi ég, ég sé for- maður klúbbs islendinga i Berlin ,m.ö.o. islenskra rikisborgara. — Ég skil yður og yðar sjónarmið, hr. doktor, segir hann. En Klúbburinn i Potsdamgötu sé á vegum rikisins, og samkvæmt opinberum fyrirmælum hafi „ekki-ariar” þar ekki aðgang. Aðstandendum og öðrum islend- ingum sé klúbburinn velkominn eftir sem áður. — Við þvi hefi ég ekki ööru að svara, segi ég, en ég geri þar á engan greinarmun, og læt eitt yfir okkur islendinga ganga, hverra SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR óskar öllum félögum sinum gleðilegra jóla og gœfuriks komandi árs með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að liða Sjómannafélag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.