Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 28
28 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1976. Pýrros annar, konungur i Epiros Diókletian Hómarkeisari. Hakinn og byssan eru sérstakt tákn hinnar nýju Albaniu. Hakinn tákn- ar virðingu fyrir vinnunni, byssan aö þjóðin sé ávallt reiðubúin til aö verjast erlendri ásælni, hvaðan sem hún kynni aðkoma. Þjóðbúninga hafa albanir margskonar og skrautiega og gætir þar ýmisskonar og á ýmsan hátt blandaðra menningaráhrifa, svo sem i þjóðmenningu þeirra yfirleitt. Höfuðföt þessara karla, sem stíga þjóð- dans, ntinna til dæmis frekast á tyrki, en pilsin á grikki. lönd eins og Hitler og auk þess kann þetta að hafa veriö hugsað sem mótleikur gegn útþenslu Þjóðverja suður að Balkanskaganum. Úr dagbók Cianos Heimsstyrjöldin hófst og italir réðust inn i Grikkland frá Alban- iu, sem frægt varð, og fóru hinar háðulegustu hrakfarir. Þeir beittu meðal annars albönskum herflokkum i þeirri innrás, og segir Ciano greifi, þáverandi utanrikisráðherra itala og tengdasonur Mussolinis, svo frá að hrakfarir itala hafi hafist með þviað albönsk hersveit hafi flúið i ofsahræðslu. Fullt svo sennilegt er að klén framganga albananna hafi komið til af þvi, að þeir hafi ekki séð neina ástæðu til að láta brytja sig fyrir heimskulega drauma itala um afturgöngu heimsveldis. Margir albanskir hermenn struku úr þjónustunni hjá Itölsku fasistunum og héldu til fjalla, og urðu þeir fyrsti kjarninn að þjóðfrelsisher þeim, er frelsaði landið næstu árin. Grikkir ráku flótta ítala tals- vertinniAlbaniu.en litinn fögnuð vakti það albönum, sem vissu að þessir grannar þeirra voru enn við það heygarðshornið að vilja leggja undir sig suðurhluta Al- baniu einna helst á þeim forsend- um að ibúar væru þar margir gri'sk-orþódox að trú! Frelsisbarátta undir forustu kommúnistaflokks Grikkland hrundi vorið 1941 fyrir stormárás þjóðverja, og veldi Italskra fasista á Balkan- skaga virtist tryggt um ðfyrir- sjáanlega framtið. Óánægja al- bana með þessi yfirráð fór sivax- andi, bæði vegna ruddalegra stjórnarhátta fasista og eðlilegr- ar þjóðernislegrar andúðar á er- lendum yfirráðum, og einnig vegna hins að Italir eyðilögðu með samkeppni frá Itölskum iðn- varningi þann litla innlenda iðn- að, sem byrjaður var að vaxa upp, og ollu þannig atvinnuleysi og neyð. Bændur fengu engu að ráöa um verðlag á búvörum, sem stjórnarvöld Itaia ákváðu sem lægst að eigin geðþótta. Um sam- ræmda og skipulagða andstöðu var þó ekki aö ræða fyrr en Kommúnistaflokkur Albaniu (sem slöar skipti um nafn og heit- ir nú Flokkur vinnunnar) var stofnaöur haustið 1941, nánar til- tekið 8. nóvember. Aður höfðu samtök kommúnista verið starf- andi á ýmsum stöðum i landinu, en þau voru sundurlynd innbyrðis og fór ekki ýkja mikið fyrir þeim. Mikilvægur hvati til aukins bar- áttuvilja og sameiningar al- banskra kommúnista virðist hafa verið þátttaka Sovétrikjanna i stríðinu, en þá fyrst viröast þeir hafa eygt von um að sigrast mætti á ógnarmætti fasistaveldanna. Enver Hoxha, sem fyrstur var kosinn formaöur flokksins og er það enn, komst svo að orði: „Vopnuð barátta okkar hófst ekki fyrr en Sovétrikin voru komin i striðið: þjóð okkar leit sem sé svo á, að hún ætti ekki að úthella blóði sinu til einskis.” Viðurkenning bandamanna Flokkurinn var sárafámennur i byrjun, hafði þá ekki nema um 200 félaga, en úrvalshópur hlýtur það að hafa verið andlega sem likamlega. A örfáum mánuðum tókst þessum spánnýja fl. ekki einungis að sameina flest þjóðleg og umbótasinnuö öfl I landinu undir sinni forustu, heldur og að koma i gang mögnuðum skæru- hernaði gegn itölum. Formlega var þjóðfrelsisfylkingin undir leiðsögn kommunista stofnuð I september 1942 og barátta al- bönsku skæruliðanna undir for- ustu Hoxha hafði þá þegar borið þann árangur og vakið slika at- hygli að Bandarikin, Bretland og Sovétrikin viðurkenndu þá sem bandamenn sina. ítalski herinn reyndist eins og annarsstaðar duglitill til hernaðar, þrátt fyrir mikið ofurefli liðs og vopna, og þegar ttalia gafst upp fyrir bandamönnum 8. sept. 1943 var mestur hluti Albaniu á valdi þjóðfrelsissamfylkingarinnar, en her hennar taldi þá 10.000 manns. Innlent ihald til liðs við nasista Þjóðverjar brugðust við hart, þegar itali þraút örendið, á Balkanskaga sem annarsstaðar. Þeir sendu i skyndi allmikið lið og harðsnúið inn I Albaniu frá Júgó- slaviu og Grikklandi og náði á vald sitt að minnsta kosti borgun- um, þéttbýlustu svæðunum og samgönguleiðum. Þjóðverjar gerðu lika sitt besta til að fá ihaldsöflin i landinu til liðs við sig með þvi að slá á strengi þjóðerniskenndar lands- manna, og varð verulega ágengt I þvi efni. Þetta höfðu italir að visu einnig reynt, en með takmörkuð- um árangri, þar eð sú ætlan þeirra að halda Albaniu sem italskri nýlendu fór ekki leynt. En þjóðverjar buðu albönum ekki einungis upp á sjálfstæði, heldur og mikil héruð i Júgóslaviu og Grikklandi, sem að miklu leyti eru byggð albönsku fólki. Þjóð- verjum var þetta að útlátalausu, þar eð i Grikklandi og Júgóslaviu áttu þeir litils stuönings að vænta úr þvi sem komiö var. Bendir ýmislegt til þess að þýsku nas- istarnir hafi hugsað sér aö gera Albaniu aö einskonar bólvirki sinu á Balkanskaganum. Borgarastrið samfara þjóðfrelsisstriði. Þjóðverjar fengu stuðning stór- jarðeigendanna, helstu yfirstétt- ar landsins, þess vísis að borgarastétt, sem komin var upp i borgunum, Ihaldssamra konungssinna, sem dreymdi um að endurreisa veldi Zogs, og kaþólsku kirkjunnar, sem var sterkust i norðvesturhluta lands- ins, umhverfis Shkodra. Svoköll- uð „þjóðernisfylking”, sem mynduð hafði verið af ihaldinu undir leiðsögn itala, færðist og öll I aukana við tilkomu þjóðverja og studdi þá með ráðum og dáð. í tið þjóðverja breyttist freisisstrið al- bahá þannig og varð ekki einung- is barátta gegn erlendum inn- rásarher, heldur og borgarastyrj- öld Ihalds og framfarasinnaðra afla. Hér gerist sem sé sama sag- an og i Grikklandi og Júgóslaviu. Einnig I þessum löndum risu upp ihaldssamaf „þjóðernishreyfing- ar”, sem sumar hverjar börðust að visu eitthvað gegn þjóðverjum og bandamönnum þeirra framan af, en enduðu með þvi að draga sig út úr baráttunni eða jafnvel styðja nasista. Hvergi i þessum löndum mun þó stuðningur inn- lends ihalds við þá hafa verið svo eindreginn sem i Albaniu. Sigur og sjálfstæði Þjóðverjar fóru fram af engri vægð I Albaníu sem annarsstað- ar, brenndu þorp, hrannmyrtu i- búana og sendu fólk I þúsundatali i einangrunarfangabúðir. Tviveg- is gerðu þjóðverjar og albanskir fylgifiskar þeirra stórsókn I þvi skyni að ganga af her Þjóðfrelsis- samfylkingarinnar dauðum, I fyrra skiptið veturinn 1943-44 og svo i júni 1944. I siðari sókninni tókú þátt 30.000 manns úr þýska hernum og um 15.000 albanskir lepphermenn. Báðar þessar at- lögur mistókust og i siðari sókn- inni imisstuþjiðverjar og innlend- ir bandamenn þeirra um 3000 manns fallna. Sumarið og haustið 1944 voru hersveitir albönsku þjóðfrelsis- samfylkingarinnar stöðugti' sókn, enda var þá mjög tekið að halla undan fæti fyrir þjóðverjum og bandamönnum þeirra á öllum vigstöðvum, engilsaxar gengu á land i Frakklandi og i ágúst bað Rúmenia bandamenn um vopna- hlé. Þegar svo var komið, mátti aðstaða Þjóðverja á Balkan- skaga, með Júgóslaviu, Albaniu og Grikkland logandi i skæru- hernaði, heita vonlaus. Engu að siður drápu þeir að hörku við fæti til hins siðasta i Albaniu að minnsta kosti, þannig náði þjóð- frelsisherinn ekki Tirana, höfuð- borg landsins, á sitt vald fyrr en eftir nærri þriggja vikna götubar- daga. Lengst vörðust þjóðverjar og innlendir leppar þeirra i norðri, enda voru itök lénshöfðingj- anna og kaþólsku kirkjunnar þar mest. 29. nóv. 1944 tók þjóðfrelsis- herinn Shkodra, sem i landafræð- inni i gamla daga var kölluð Skút- ari, og var landið þar með hreins- að af erlendu árásarliöi. 1 striðslok voru i þjóðfrelsis- hernum um 70.000 manns, þar af um 6000 konur. Samkvæmt einni heimild héldu albanir um 140.000 hermönnum ítala og þjóðverja að staðaldri uppteknum á striðs- árunum, felldu nærri 27.000 óvinahermenn og handtóku 20.000. Sjálfir guldu albanir og mikið afhroð, minna þó tiltölu- lega en til dæmis júgóslavar. 2.5% þjóöarinnar fórst af styrjaldarvöidum, þriðjungur húsa eyðilagðist, svo og þriðjung- ur búfjár, vingarða og ávaxta- trjáa. Nærri allar hafnir, námur, vegir og brýr urðu einnig eyði- leggingunni að bráð i strlðinu. Engu að siður höfðu albanir ekki ástæðu til að kvarta, miðað við það sem yfir þá hafði gengið gegnum aldirnar. Frá 1912 hafði sjálfstæði þeirra aldrei verið nema gervisjálfstæði, þegar best lét. Haustið 1944 urðu þeir i fyrsta sinn frá tiö Skanderbegs sjálf- stæðir fyrir alvöru. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.