Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 35
Jólablað 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 35 Eins og þetta sé nokkru lagi likt álpast um á götuhornum^og selja blöð. Eins og blaðasala sé nokkuð nema fyrir krakkagreyin. Þau fá máski rétt fyrir gospillu og sleiki- brjóstsykri. Ætli nokkur kaupi svo af ykkur? Og þó svo væri að einhverjir vilji kaupa þetta af ykkur þá les þetta varla nokkur maður. Að minnsta kosti höfum við verkamenn annað með timann að gera en grina i þetta smásaxaða hugsjónaþrugl ykkar. Ofan i kaupin sýnist mér þetta vera eins konar aðferð hjá ykkur til að losna við vinnu. Komast hjá þvi að erfiða fyrir lifsviðurværi sinu, en er svo sem ekki neitt neitt. Sýnast þó vera að vinna eitthvað og bjóða mönnum plaggötog pappira. Það er þá lika fögnuðurinn þvi hvað er svo sem i þessum bréfsnifsum nema tóm munnræpa úr einhverjum kján- um sem glápa langt út i heim Portúgal og Spán. Ekkert nálægt þeim málum hér sem okkur varð- ar eða viljum vita um. Það eru ekki einu sinni al- mennilegar klámsögur i þessum afstyrmis miðum ykkar. Haldið þið kannski að það renni út úr okkur munnvatnsslepjan þó að þið hristið þessa prentpésa fram- an i okkur o-sei sei nei, það er ekki mikil hætta á þvi. En verka- liðið það verður að hugsa um vinnu sina, það fæst ekki svo mik- iðút úr þessu bölvaða puði, alltaf verstu og erfiðustu verkin en minnsta kaupið. Og svona hefur það alltaf verið, er það ekki? Er það eitthvað að skýrast fyrir fólki segirðu eins og hvurnin er það ekki viðtekin regla um allan heim að þræla út vinnufólki og borga þvi skit úr hnefa. Þetta er máski eitthvað öðruvisi i dýrðarrikjum kommúnistanna eða.hvað, jæja heldurðu að það sé svipað. Fái premiu segirðu fyrir sérleg afköst mikla útjöskun já grunaði ekki Gvend einsog við fáum ekki ábót hérna þegar allt er að fara til fjandans og sérstaklega þarf að reka á eftir. Við bara köllum það bónus og hann er aldrei nógu hár. Þið ættuð að skrifa um hann, breyta honum, væri gagnlegt verkefni og hér á heimavigstöð- um. Mundi koma okkur að gagni og jaínvel ykkur-----Nema það sé eitthvað öðruvisi með ykkur þessa róttæklinga en annað fólk, máski þurfið þið ekki vinnulaun en þvælið i kjaftæði og áróðri,er- uð vist allir eins alltaf i einhverju fjarlægu og langt i burtu en ekki þar sem verið er að vinna enda eigið þið varla fyrir tóbaki. Maður hefur nú svo sem heyrt að þið dragið fram lifið á náms- launum og skipið ykkur i kommúnur svo þið getið notað fötin hvort af öðru. En ætli það sé nú ekki aðallega gert til þess aö brýna hnifana hvort fyrir ann- að og möndla byssurnar eins og blaðið segir um stúdenta 1. des. Hvern fjandann ætti ég svo sem að gera viö þennan snepil, ekki ligg ég i lesningum eða finnst þér ég eitthvað liklegur að styrkja ykkur i þessu bölvaða ráöleysi og flandri að trufla vinnandi fólk. Andskoti að nokkur stéttabar- áttuneisti er i ykkur nema þá úr þessari auðnuleysis og kjafta- blaðurs stétt sem alltaf er aó stækka. Hann lyfti hnallinum upp og þjappaði niður hægt og gætilega fyrir næstu tvær hellur. Það varö aö þjappa mjög vand- lega en þó gætilega þvi’ ekki mátti missa hnallinn i þær hellur sem búiö var aö leggja. Af langri reynslu var hann búinn að fá til- linningu og taugar fyrir þessu þjöppustandi og reyndar lika titr- ing i axlarliðina. Það var erfitt að lyfta hnallin- um svona upp undir br jóst og láta hann svo falla niður i sandinn aft- ur. Það dúaði undan hnallinum og maður dúaði sjálfur, titraði, hrislaðist til. Þó var þetta lifið sjálft, lifsafkoman að vinna fyrir sér og máski megin tilgangur mannanna á jörð hér. Reyndar vissi hann það ekki fyrir vist, aldrei hafði hann lært neitt nema *eggja hellur þjappa og jafna undirstöðu að nýjum stéttum. Meiri lifandis ósköpin sem þurfti af stéttum i þessari borg, allir hreint vildu hafa stéttir en hver vildi svo sem jafna eða Þjappa' Og vist var það gott að hafa nóg að gera, langan vinnu- tima, það var þó undirstaðan af efnaskiptum og lifibrauði já Pétur Hraunfjörð: STÉTTIR Mynd: Kristján Kristjánsson reyndar grunnur allra stétta i borginni og þó viðar væri leitað. Stéttir eru lika til margra hluta nytsamlegar og sannkallað augnayndi sem maður getur speglað sig i þegar blotnað hefur á. Þá er og hægt að spranga um þær á góðviðrisdögum og spá i götulifið. Ekki þarf að óttast misfellur eða agnúa ef vel hefur verið hnallað og undirlagið með réttri hornastærð, dyggilega þjappað. Lika vita það allir að við lifum i frjálsu lýöræðislandi og höfum breiðar og viðáttumiklar stéttir sem hreint ekki rekast hver á annarrar horn eða mynda þröskulda og bólgur vegna ólgu i undirlaginu. Það var mikill vandi að fella stéttirog þarf alveg ótrúlega þol- inmæði að leggja hverja einstaka hellu að annarri, jafna þær og hallamæla. Þær voru sem ein- staklingarnir i þjóðfélaginu hver með sinu snitti að þykkt og lengd ærið misjafnar en þó i höfuðdrátt- um allar eins. Þannig var það lika i mannlif- ínu að mennirnir voru allir eins, samt var það svo ef betur var aö gáð þá voru þeir ekki einu sinni likir og vandalaust að þekkja þá i sundur. A þvi var samt enginn minnsti vafi að niðurlagning hinna ein- stöku steina og réttleiki þeirra var hreint og klárt yfirborðsat- riði, augnayndi og smekks borg- aranna i bænum. Höfuðatriðið var auðvitað hin efnislega undirstaða, hornastærð og taustleiki jarðvegsins. Hafði lika oft sagt þaö við verktakann hérna. Þær endast ekki lengi þessar stéttir, jarðsambandið er ógott og blekkjandi. Þær munu bólgna upp og brotna, þvi það er kalt striö neðan frá i frostum en þungi og kröfur hins heimtufreka mannlifs að of- an. Og þær munu splundrast, agnú- ar, brúnir og þröskuldar koma i ljós og skýrast þegar þær byltast um og mennirnir verða aftur að ganga á jörðinni eins og hún kom úr hvolfinu. ,,En þá verð ég búinn að fá ann- að verk i' öðru hverfi”, sagði taki — — hann var alltaf að hugsa um sina mjög svo timanlegu velferð og ágóðahlutinn. Alls konar fólk streymdi fram hjá þeim i báðar áttir en gaf þeim ekki gaum. Það var ekki tiltökumál að ung- lingspilturog erfiðismaður ræddu saman á gangstétt. Það vantaði heldur ekki við- mælendur þetta fólk en hraðaði leit sinni að lífsfyllingunni, sem alltaf gat verið rétt að sleppa frá manni. Hún virtist jafnvel vera þeim mun fjarlægari sem hraðinn var meiri, stéttirnar fleiri, slétt- ari og áferðarfegurri til að-sjá. Mennirnir tveir stóðu þarna á stétt og töluðust við, um stéttir. Það var ekki langt á milli þeirra, aðeins nokkur skref, þó var eins og heill mannsaldur stæði á milli þeirra i skilningi og viðhorfum. Ungi maðurinn héltá pappírun- um sinum og heiðrikjan skein úr augum hans. Erfiðismaðurinn studdist við hnallinn, horfði á vegfarendur og þó ekki, heldur yfir þá og út i heiminn, hann var að hugsa um lifið. Við hérna erum i akkorði sagði’ann og ekki tjóir að slóra. Hannyrðiað ná meiru en meðal afköstum. Klippt og skorin á- kveðin upphæð fyrir lagðan fer- metra af hellum en aldrei gert með hve vinnan við undirlag og þjöppun gat verið mismikil. Akk- orðið, já fjáraps áreiti, furðulegt hvernig það gat ýtt manni áfram að vinna. Rétt eins og maður væri ekki orðinn þreyttur að afloknum sin- um iögbundna vinnutima. Við, sagöi ungi maðurinn og ósjálfrátt fann hann til samúðar með öllum heimsins róttækling- um. Viö erum nú kannski ekki allir eins nema i þvi að vilja tala hispurslaust við fólk — vinnuíólk og reynum að hafa áhrif á það. Finnst þer kannski letrið of smátt i Stéttabaráttunni og helst tii stórkarialegt á Neista? la'ka ertu alvegsjálfráður hvort þú kaupir þessi upplýsingarit um samtima viðburði, ekki ætla ég að neyða þig til eins eða neins. Námslaun hefur mér ekki tekist að krækja i þó ég hafi verið að flögra þetta i öldungadeildinni. held reyndar að þau tiðkist aðeins i kommúnistarikjunum. En livað sem þvi liður, hef ég lif- að á sumarvinnunni og bútung sem ég dró á trillunni hans afa l'yrir vestan. Kemursaman og heim þið fylg- ist vel með þeim þarna hinum i öðrum löndum. Snasið upp hvert tilvik og at- buröi frá stórþjóðum, dragið i sarpinn og ætlist sjálfsagt til námslauna og styrkja. Þú ert svo sem nógu heiöskir á svipinn, ekki vantar það. Ef til vill bráðsaklaus að vest an. En hvað ertu að láta véla þig i þetta blaðaráp. Væri ekki nær að fá sér vinnu, hafa sig upp, eiga minnsta kosti fyrirskjólgóðri t'lik. Norpandi berhálsaður á léleg- um skóm. Já þú ert hissa en ég bogra svo mikið við hellurnar. Sé þar af leiöandi meira af skóm sem fram hjá fara, en andlitum sem þó máski þykjast ráða ferðinni Tala hispurslaust segiröu hvern fjandann helduröu að það þýði svo sem. Ræð ég þá til að mynda nokkr- um sköpuðum hlut með þessar stéttir nema rétt aðeins vfirborð- inu og illa það. Trúlega eru þin áhrif ekki mikil neldur, sist á Spáni eða Portúgal og ekki færð þú eða aðrir her námslaun. SÍLDARVINNSLAN HF. NESKAUPSTAÐ Óskum öllu starfsfólki okkar gleöilegra jóla og góös og farsæls komandi árs, um leiö og við þökkum gott samstarf á árinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.