Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1978, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. mars 1978 Fjárfest í orkuskorti Þegar Gunnar Thoroddsen tók við yfir- stjórn orkumála var fyrsta verk hans að á- kveða að fresta lagningu byggðalinu enda þótt efni væri tilbúið til framhaldsfram- kvæmda. Um leið tók hann ákvörðun um að hafa Kröfluvirkjun stærri en gert hafði verið ráð fyrir. Saga Kröfluvirkjunar er þekkt, og vitað er að tafirnar á lagningu byggðalinu hafa kostað miljarða króna i disilkeyrslu fyrir Rafmagnsveitur rikis- ins. Nú undir lok kjörtimabils, liggur fyrir að framkvæmdir i orkumálum eru i stór- felldri hættu. 1 stað þeirrar einbeittu iðn- aðarstefnu sem fylgt var i tið vinstri stjórnarinnar liggur nú fyrir að hitaveitu- framkvæmdir, lagning austurlinu, endur- bygging dreifikerfisins og fleiri þættir orkumálanna eru i stórkostlegri hættu vegna fjármagnsleysis. Ákvörðun um fjársvelti raforkukerfisins var tekin við afgreiðslu f járlaga siðastliðið haust er all- ar tillögur um aukið fjármagn til orku- mála voru felldar. Það er þvi stefna rikis- stjórnarinnar sem þarna birtist. Trúleysi hennar á athafnir Islendinga til þess að byggja upp islensk iðnaðartækifæri mun kosta landsmenn gifurlega fjármuni i framtiðinnni, ekki aðeins i islenskum krónum, heldur i gjaldeyri. Raforkuiðnaðurinn og efling hans er ein mikilvægasta grein islenskrar atvinnuuppbyggingar. Með styrkum raf- Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastj: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Síöumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. orkuiðnaði er unnt að skapa grundvöil nýrra iðnaðartækifæra úr islenskum hrá- efnum og um leið unnt að spara verulegar fúlgur i gjaldeyri. Þannig er raforkuiðn- aðurinn i senn undirstaða islensks þjón- ustu- og vöruiðnaðar af margvislegum toga og gjaldeyrissparandi starfsemi sem jafngildir útflutningsgreinum. Það var þvi i samræmi við meginstefnu Alþýðubanda- lagsins að mikil áhersla var lögð á raf- orkumálin i tið vinstristjórnarinnar undir forystu Magnúsar Kjartanssonar sem iðn- aðarráðherra. Magnús Kjartansson á nú sæti i orku- ráði og i vikunni fiutti hann tillögu um raf- orkumálin vegna hins geigvænlega útlits sem er afleiðing af aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar. 1 tillögunni lagði Magnús til að orkuráð samþykkti að skora á orku- málaráðherra að beita ::s.ér fyrir þvi innan rikisstjórnarinnar að aflað verði með inn- lendri lántöku að minnsta kosti 500 mil- jóna króna til þess að unnt verði að fjár- magna i ár óhjákvæmilegar framkvæmd- ir á sviði hitaveitumála og raforkudreif- ingu. Fulltrúar stjórnarflokkanna — Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Ingólf- ur Ingólfsson, Daniei Ágústinusson og Valur Amþórsson — þorðu ekki að greiða atkvæði gegn tillögunni, en sátu hjá og þvi fékk tillagan aðeins atkvæði flutnings- manns i ráðinu. Er afstaða stjórnarfull- trúanna einkar athyglisverð með tilliti til þess hve mikið er hér i húfi. í viðtali við Magnús Kjartansson i Þjóð- iljanum i gær kemur fram að fyrir liggi að alls vanti 10—12 miljarða króna til þess að samtengja, styrkja og breyta dreifikerfi raforku hér á landi. Þá er ástandið mjög alvarlegt að þvi er hitaveituframkvæmdir varðar. Nú þegar liggja fyrir orkuráði umsóknir um 700 miljónir króna til verk- efna i hitaveitumálum, en handbært fé orkuráðs á öllu árinu til þessara mála er aðeins 500 miljónir króna. Það er þvi aug- ljóst að þarna vantar hundruð miljóna króna til verkefna sem þola enga bið. Ann- að dæmi um alvarlegt ástand i orkumál- um er fjárskortur til lagningar svonefndr- ar Austurlinu. Þar skortir 170 miljónir króna til þess að ná þvi að ljúka lagningu linunnar. Austurlinan er brýnt verkefni og á Austfjörðum blasir við neyðarástand i orkumálum á næsta vetri verði linunni ekki lokið i sumar. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra lýsti ihaldsstefnunni i orkumálum ákaf- lega vel i stefnuræðu sinni á alþingi sl. haust er hann komst þannig að orði að nóg væri búið að leggja i orkumálin i bili! Það er vissulega rétt að mikið f jármagn hefur verið lagt i þessa þætti en fjármagnið hef- ur ekki haft i för með sér orkuframleiðslu heldur orkuskort. Fjármagninu hefur ver- ið varið á rangan og dýran máta, og eftir standa raforkuvandamálin óleyst fyrir vikið. Núverandi rikisstjórn hefur reynst i- haldsstjórn og afturhaldsstjórn i raforku- málum. Lokaáfanginn á ferli hennar þeg- ar Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra kemur i veg fyrir að fjármagni sé veitt til nauðsynlegra framkvæmda er i samræmi við upphafið þegar ráðherrann tafði byggðalinuna. í stað athafna i orkumálum hefur verið fjárfest i orkuskorti og makk- að við erlenda auðhringi um auknar stór- iðjuframkvæmdir hér á landi. —s. Ferðaleikhúsinu vel tekið í Bandaríkjunum Brugðu upp mynd af íslensku baðstofulífí Feröaleikhúsið er nýkomiö úr velheppnaðri leikför til Banda- ríkjanna. Leikförin stoð i fimmtán daga og var sýnt i sex háskólaleikhúsum i Minnesota, Illinois og Iowa, alls átta sýning- ar. Alls komu um 2400 manns á sýningarnar. A sýningum Ferðaleikhússins i Bandarikjunum var brugðið upp mynd af fornu islensku baðstofu- lifi. Sýnt var gamla formið á kvöldvökunun, fólk við tóvinnu i islenskri batstofu, um 30 atriði tengd saman i samfellda sýningu. Meðal annars var fsl. langspilið kynnt, svo og fimmundarsöngur og farið með þjóðsögur og minni úr þjóðtrúnni um álfa, tröll og huldufólk. Einnig var lesið úr Egils-sögu. Sýningum var allsstaðar frá- bærlega vel tekið og hefur Ferða- leikhúsinu verið boðið til Banda- rikjanna að nýju að tveimur ár- um liðnum með viðameiri sýn- ingu. Kristin Magnús sem hefur haft veg og vanda að sýningum Ferða- leikhússins sagöi i viðtali við Þjóðviljann að enda þótt hér væri um mikla landkynningu aö ræða hefði reynst erfitt að fá islenska aðila til þess að styrkja Banda- rikjaförina. Ferðamálaráð hefði t.d. ekkert sinnt henni og fyndist henni að það figúruráð mætti vel leggja niður svo ómarkviss og tilgangslaus væri ráðstöfun þess á fé til landkynningar. Alþingi hefurenn ekki gefið ákveðið svar um styrk við leikhúsið. Ef ekki hefði vérið fyrri fyrirgreiðslu Flugleiða svo og styrki frá The Cultural Awafeness Counsil. American Scandinavian Counsil og National Collage of Education hefði ekkert orðið af Bandarikja- förinni. 1 sumar mun Ferðaleikhúsið sem áður standa fyrir sýningum á „Light nights” á Loftleiðahótel- inu fyrir erlenda ferðamenn og i september i haust hefur bvi verið boðið á Edinborgarhátíðina með tvo einþáttunga eftir Odd Björns- son. Kristin Magnús sagði að Reykjavikurborg hefði styrkt sýningarnar i sumar með 200 þús- und króna framlagi, en ekkert Sambýlið í Sogni — unglingaheimili sem starfar á mjög félagslegum grundvelli — óskar eftir áhugasömum starfsfélögum. Upplýsingar i síma 99-4360. ' m .m m mmmm»>**‘*&***~r*~*~t~ ’ Simi Þjóðviljans er 81333 yrði úr Edinborgarferð nema heldur aðeins spurningin um einhverskonar styrkir fengjust af ferðauppihalds- og auglýsinga- opinberu fé. Ekki væri um það að kostnað. Vart væri þvi völ á ræöa að greiða laun til leikara ódýrari landkynningu. Kópavagskai^istaftiir R! Skólafulltrúi Staða skólafulltrúa i Kópavogi ef hér með auglýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. mai 1978. Umsóknarfrestur er til 15. april 1978. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðu- blöðum til undirritaðs, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn i Kópavogi Hlutavelta - Hlutavelta Samtök Svarfdælinga halda hlutaveltu i dag, sunnudaginn 12. mars kl. 15.15 i Safnaðarheimili Langholtskirkju. I boði eru óvenjulega margir og góðir hlutir en engin núll. Allur ágóði rennur til dvalarheimilis aldraðra, sem nú er i smiðum á Dalvik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.