Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljana. Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Kjartaa Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón nieð sunnudagsblaói: Arni Bergmann. . Auglýsingastjóri: Gunnar Stéinn, Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6, -Simi ,81333 Prentun: Blaðaprent hf. Heilagt bandalag I Fram hefur komið, að Alþýðuflokkurinn hyggst taka við fjármunum erlendis frá til þess að gefa út Alþýðublaðið. Þessi ákvörðun forystumanna Alþýðuflokksins hefur sætt mikilli og vaxandi gagnrýni eins og eðlilegt er, þvi það er ekkert minna en reginhneyksli að erlendum aðilum sé fengin aðstaða til ihlutunar um islensk innanrikismál. Það segir sig sjálft að stjórnmálastarf sem rekið er fyrir erlenda peninga er ekki islenskt lengur og slikt getur haft háskalegustu afleiðingar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir erlendu aðilar sem hér um ræðir eru sósialdemókrataflokkarnir' i Vestur- Evrópu. Meðal annars hefur flokkur Helmuts Schmidts kostað námskeið handa forystumönnum Alþýðuflokksins, en sagt er að blaðastyrkurinn sé fenginn frá Norð- mönnum. Það kann að hafa sakleysislegt yfirbragð að taka við sliku fjármagni frá Noregi, en ef grannt er skoðað sést hve hættulegt slikt getur verið. Norðmenn hafa iðulega blandað sér i islensk innan- rikismál með næsta ógeðfelldum hætti og nægir i þvi sambandi að minna á her- stöðvarmálið á valdaárum vinstri- stjórnarinnar. Það er þvi sama frá hvaða landi féð kemur — það er ævinlega fráleitt að kosta stjórnmálastarfsemi hér á landi með erlendu fjármagni, það er stórhættu- legt, það ber dauðann i sér fyrir islenskt sjálfstæði. Af þessum ástæðum og öðrum hefur verið flutt frumvarp á alþingi af þing- mönnum allra flokka — einnig Alþýðu- flokksins—um að banna erlent fjármagn i innlendri stjórnmálastarfsemi. Frum- varpið hefur hlotið afgreiðslu frá 1. umræðu i efri deild og meirihluti alls- herjarnefndar leggur til að frumvarpið verði samþykkt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst: Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur gengið fram fyrir skjöldu til þess að losa Alþýðuflokk- inn úr snörunni. Þessi þingmaður hefur hlotið mikla frægð fyrir það að umgangast fjármagn erlendis með sérkennilegum hætti. Þingmaðurinn heitir Jón G. Sólnes — hann er hinn nýi bandamaður Alþýðu- flokksins og Vilmundar við að verja krat- ana þvi áfalli að alþingi samþykki að banna erlent fjármagn til stjórnmála- starfs hér á landi. Heilagt bandalag Jóns G. Sólness og Alþýðuflokksins um erlent fjármagn er býsna athyglisvert. — s. Heilagt bandalag II Á undanförnum árum hefur risið upp hér á landi merk nýjung i starfsemi verkalýðs- og samvinnuhreyfingar, framleiðslusamvinnufélag iðnaðar- manna. I félagi þessu eru um 100 menn og þeir hafa tekið að sér stór verkefni, skilað þeim af myndarskap og vakið athygli fyrir það hvað þeir hafa veitt einkafyrir- tækjunum harða samkeppni. Starfsemi hinna ungu iðnaðarmanna hefur sérstak- lega vakið mikla athygli félagshyggju- manna og enda von þar sem hér er um að ræða myndarlegan sprota að nýjum stofni i samvinnuhreyfingunni og verkalýðs- hreyfingunni, sem áreiðanlega á eftir að hafa mikil og varanleg áhrif launa- mönnum til hagsbóta. Vitaskuld er þessi starfsemi einka- rekstrinum mikill þyrnir i augum. Hafa verktakar skrifað margar greinar i blöð til þess að ófrægja hreyfingu ungra iðnaðarmanna, en ófrægingarherferðin hefur til þessa engan hljómgrunn fengið. Nú hefur það hins vegar gerst nýlega að einn frambjóðenda Alþýðuflokksins og siðan Alþýðublaðið hafa tekið undir árásir verktakaauðvaldsins með blaðaskrifum i siðdegisblöð og forystugrein i Alþýðu- blaðinu. Er það raunar i samræmi við Alþýðuflokkinn eins og hann er nú orðinn, að forsvarsmenn hans og málgagn skuli leggjast með óhróðri á þennan nýja og efnilega sprota verkalýðs- og samvinnu- hreyfingarinnar, sem félagshyggjumenn allir binda miklar vonir við. Heilagt bandalag verktakaauðvaldsins og Alþýðuflokksins um árásir á fram- leiðslusamvinnufélagið er býsna athyglis- vert. — s. Kjarastöönun þrátt fyrir aukningu þjóðartekna I tilefni þess að nú liður að 1. mai rifjum við upp athyglis- verða grein sem birtist i bjóð- viljanúm fyrir ári á baráttudegi verkafólks. Tölurnar sem þar eru tiundaðar tala sinu máli og eru i fullu gildi enda þótt ár sé liðið, þvi ljóst er að núverandi rikisstjórn stefnir að þvi að færa enn meir af þeim verðmætum sem launafólk almennt skapar til þeirra sem lifa á atvinnu- rekstri, eignum og verð- bólgubraski: Ótrúlegt en sa'tt: kaup verka- manna hefur staðið i stað siðast* liðin :!0 ár, þó að þjóðartekjur á mann hafi meira en 2-faldast. Þetta er til vitnis um mikla til- færslu i tekjuskiptingu þjóðar- innar frá erfiðisvinnufólki og raunar launafólki almennt til þeirra sem lifa á atvinnurekstri, eignum og verðbólgubraski. Þjóðviljinn hefur látið fara yfir opinberar töluraðir um timakaup verkamanna og verð- lagsþróun annars vegar, en um þjóðartekjur og mannfjölda hinsvegar, allt frá áriiiu ’45 til ársins ’76. Niðurstaðan er i stuttu máli sú, að verkamenn bjuggu við sama kaupmátt við lok timabilsins eins og við upp- haf þess, en þjóðartekjur á mann i föstum verðmætum höfðu vaxið 2,3-sinnum. Tekinn var kauptaxti verka- manna i almennri hafnarvinnu samkvæmt samningum Dags- brúnar i Reykjavik. Timakaup- ið hjá þeim var árið 1945 6,77 kr. en 1976 365,45 kr. að meðaltali yfir árið. Athugandi er að þetta er alls ekki lægsti taxti verka- mannakaups, svo að sist af öllu verður um það sakast að tekinn hafi verið taxti sem sýndi óeðli- lega litla hækkun. stað, hjá sumum hefur hann jafnvel rýrnað en hjá nokkrum hefur hann aukist óverulega. Hagvöxtur Þjóðartekjur hafa allt þetta timabil verið mældar af opin- TTöJ M <! / l\ T L X 'jAFVVÆ<jl i'HACtKERFlh/U Kjarastöðnun 1 krónum talið hefur kaup hafnarverkamanna hækkað 54 sinnum á timanum frá 1945 til 1976, en verðlag hefur hins veg- ar stigið rösklega lika eða sem svarar 53.5 sinnum. Nákvæm- lega reiknað hefur þvi kaup- mátturinn vaxið úr 100.0 í 100,9 á timabilinu eða um 0.9%. Það er þvi augljóst að kaupmátturinn hjá Dagsbrúnarverkamönnum yfirleitt hefur að jafnaði staðið i berum aðilum, bæði á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi. Sé tekið fast verðlag hafa þjóðar- tekjur vaxið nær 4-falt á tíma- bilinu. Nú verður að taka tillit til þess að þjóðinni hefur fjölgað um 70%. Kemur þá út að þjóðar- tekjur á mann hafa vaxið 2,2- falt. Hagsveiflur ■ Þjóðartekjurnar voru i vexti fyrstu árin eftir 1945, en döluðu siðan og náðu lágmarki 1952. Eftir það var um nær stöðugan vöxt að ræða fram til 1966, en þá kom afturkippur i 3 ár. 1970 höfðu þjóðartekjurnar náð sama stigi aftur, 1,8-falt á við 1945. bá tók við mikið vaxtar- timabil sem náði hámarki 1973. Að aflokinni fremur vægri sveiflu niðurávið, virðast þjóð- artekjurnar vera að klifra að nýju upp á sama stig og þær voru á metárið 1973. Vinnutíminn Rétt er að taka það fram, að á timabilinu frá 1945 hefur vinnu- vikan tvisvar verið stytt. Um mitt ár 1965 varð vinnuvikan 44 dagvinnustundir i stað 48 áður, og i ársbyrjun 1972 var vinnu- vikan 40 stundir. Þetta þýðir það að við 40 stunda vinnuviku er að öðru jöfnu greitt 20% meira fyrir vinnustundina mið- að við það að vikukaupið sé óbreytt. Töluröð sem sýndi kaupmátt vikukaupsins frá 1945, mundi ekki enda i 100,9 ár- ið 1976, heldur í 84. Kjarasveiflur Það lætur að likum að miklar sveiflur hafi verið á kaupmætti timakaupsins á rúmum 30 árum frá 1945 til 1976. Topparnir koma fram á eftirfarandi timabilum: 1947-49, 1958-59, 1966-67, 1972-74. Hæsta árið er 1972 með 16,5% meiri kaupmátt heldur en árið 1945. Lægðirnar eru aftur á þessum árum sem nú skal greina: 1951-52, 1961-63, 1968-69 og 1975-76. Einkaneysla hverra? Nú mætti hugsa sér að and- mæla röksemdum þessa sam- anburðar á þjóðartekjum og kaupmætti með þvi, að mjög hefur dregið úr hlut einkaneyslu i ráðstöfun þjóðartekna. Hefur ekki samneysla og fjármuna- myndun aukist á kostnað einka- neyslu innan þjóðarteknanna? Svar: Hlutfallslegt magn sam- neyslu hefur staðið i stað og er nú mun minna hér á landi en i nágrannalöndunum. Það þýðir aö hið opinbera gerir hér minna fyrir þjóðarheildina en talið er hæfilegt i menningarlöndum. Vægi fjármunamyndunar hefur þyngst miðað við 1945, enda var það af skiljanlegum ástæðum litið fjárfestingarár, þvi efni- vörur frá útlöndum fengust ekki nema af skornum skammti. Hins vegar hefur fjárfesting aldrei verið meiri, hlutfallslega en 1947, og einmitt það ár var kaupmátturinn mestur á fyrri hluta timabilsins. Sé aftur vikið að endapunktum timabilsins, þá hafa þjóðartekjur aðeins vaxið 14% meira frá 1945-1975, og 19% meira frá 1945—1976. Úr þvi að kaupmáttur verkamanna jókst ekki i hlutfalli við einkaneyslu, hverra neysla var það þá sem jókst? Einhverra annarra en verkamanna og sambærilegra launþega, það er augljóst mál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.