Þjóðviljinn - 29.04.1978, Page 24

Þjóðviljinn - 29.04.1978, Page 24
I VÖDVIUINN Laugardagur 29. apríl 1978 Aðalsimi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- dága, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. , Utan þessa tima er hægt aB ná I blaBamenn og aBra starfs- menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 : Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans I sima-' skrá. Ráðherrar i hár saman Hefði sagt — ef ég vœri ráðherra erlendis, sagði Viihjálmur Hjálmarsson Viihjálmur Hjálmarsson, mcnntam álaráðherra, gagnrýndi á Alþingi i gær Matthias A. Matthiesen, f jármálaráöherra, fyrir að reyna að knýja i gegn breytingu á grunnskólalögunum i andstöðu við sinn vilja. Vilhjálmur sagði að það væri einsdæmi að einn ráðherra i sam- steypustjórn réðist inn á valdsvið annars ráðherra og ætlaði sér að fá i gegn breytingar er viðkom- andi ráðherra væri andvigur. Menntamálaráðherra sagði að við slikar aðstæður hefðu ráð- herrar erlendis liklega sagt af sér, en slikt tiðkast þó ekki hér- lendis. af mér Agreiningur ráðherranna snýst um frumvarp um breytingu á grunnskólalögunum þess efnis að heimilt sé að stofna sérstakt fræðsluumdæmi i sveitarfélagi með 10 þúsund ibúum eða fleiri. Þaðerueinkum þingmenn úr Reykjaneskjördæmi sem beitt hafa sér fyrir þessari breytingu að ósk bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Frumvarpið hefur verið samþykkt i neðri deild en er nú til umræðu i efri deild. í ræðu ráð- herra kom fram að allar umsagn- ir sem borist höfðu um frumvarp- ið hefur verið breytingunni and- vigar. Vilhjálmur reiður Matthiasi 1. mai Dagskrá hátíðarhalda verka- lýðsfélaganna I Reykjavik 1. mai verður sem hér segir: Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Lagt verður af stað i kröfugöngu kl. 14.00 og gengið niður Laugaveg og Banakastræti og á Lækjartorg. í göngunni leika Lúðrasveit Verka- lýðsins og Lúðrasveitin Svanur. Þá hefst útifundur á Lækjartorgi. Fundarstjóri verður Bjarni Jakobsson, formaður Iðju. Ræðumenn: Ragna Bergmann, varaformaður Vkf. Framsóknar»Reykjavik. Hallgrimur G. Gunnarsson, formaður INSl. Kristján Thorlaci'us, formaður BSRB. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSl BaldvinHalldórssonleikari flytur kvæði og Lúðrasveitirnar leika á fundinum. Samningafundur á Vestíjöröum i gær: Ekkert markvert —ÞM. Opið hús í Þinghóli 1. maí geröist — en atvinnurekendur meö tilboö í athugun t gær var haldinn samninga- fundur milli ASV og atvinnurek- enda á Vestfjörðum. Þar kom fram að atvinnurekendur neita að cndurnýja kauplið kjarasamn- inganna og segja það skipun frá stjórnvöldum aö kaupránslögin gildi. *r.Að sögn Péturs Sigurðssonar formanns ASV var rætt á fundin- um um ýmis atriði,bæði gömulog ný, varðandi kjarasamninga og þar á meðal það nýja orð sem komið er inni samningamálin nú, igildi- þess sem af verkafólki var tekið með kaupránslögunum. Sagði Pétur að atvinnurekend- ur virtust tilbúnir til að athuga það mál og hefðu þeir tekið með sér tilboð frá ASV um þetta atriði og hefðu atvinnurekendur beðið um frest fram i næstu viku til að athugamálið ogféllst ASV á það. Það er ekki ákveðið hvenær næsti samningafundur verður haldinn, en það verður einhvern- timann i næstu viku s.d. w Askorun til kjósenda Aðgætið hvort þið eruð á kjörskrá Kjósið áður en þið farið af landi Stuöningsmenn G listans eru minntir á að fara ekki af landi brott eða úr bænum, fyrr en þeir liafa kosið. Þá eru allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins minntir á að gæta i tíma, hvort þeir eru á kjörskrá. Kjörskráin liggur frammi á Manntalsskrifstofu Reykjavikurborgar i Skúlatúni 2, en þar er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.20 f.h. til 4.15 e.h. Ennfremur liggur kjörskráin frámmi á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Grettisgötu 3, simi 17500. Almennur kærufrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna rennur út 6. mai, en vegna alþingiskosninganna 3. júni. Eftir það verður aðeins hægt að kæra sig inn á kjörskrá með dómi. Skrá yfir kjörfundi erlendis var birt i Þjóðviljanum s.l. fimmtu- dag, en sendiráð og ræðismenn veita allar upplýsingar þar um. Þeir sem eru I námi erlendis eigaaðveraá kjörskrá og eru það i flestum tilfellum. Þeim skal þó bent á aðlátaaögætaþað fyrir sig og kæra sig inn ef svo er ekki. Þeir sem ekki eru 1 námi og voru búsettir erlendis 1. des. s.l. eru ekki á kjörskrá og geta ekki kært sig inn áhananemaþeir séu komnir heim i miilitiðinni. Áriðandi er að allir sem hafa minnsta grun um að þeir séu ekki á kjörskrá af einhverjum orsök- um, aðgæti það ogkæri sig inn. Ef cinhver vandkvæði koma upp við kæruna veitir flokksskrifstofan alla mögulega aðstoð. Náttúruvemdarþing haldid um helgina Þriðja náttúruverndarþing vcrður haldið nú um helgina. Þingið sækja um 120 fulltrúar með réttindum. A þinginu verður rætt um það sem áunnist hefur I náttúruverndarmálum frá þvi siðast var þingaö um þessi mál, gerð grein fyrir verkefnum dags- ins og mörkuð stefna til næstu ára. A náttúruverndarþingi er kjörið nýtt náttúruverndarráð til næstu þriggja ára. Búist er við nokkrum breyting- um á skipan náttúruverndarráðs, m.a. hefur heyrst að Eysteinn Jónsson gefi ekki kost á sér til lengri setu i ráðinu. Eysteinn hefur verið formaður náttúru- verndarráðs undanfarin 2 kjör- timabil, og hann var einn fjög- urra þingmanna i nefnd er undir- bjó þá löggjöf um náttúruvernd sem alþingisetti 1971 og nú gildir. Eitt af verkefnum náttúru- verndarþings nú er að fjalla um endurskoðun náttúruverndar- laga, og verður Páll Lindal fram- sögumaður um þann málaflokk. Hrafn Friðriksson heldur erindi um meingunarmál, þeir Sigurður Þórarinsson og Arnþór Garð- arsson hafa framsögu um vatna- og jarðhitasvæði með tilliti til náttúruverndar, Vilhjálmur Lúð- viksson fjallar um val á stöðum til iðnreksturs, og Eyþór Einars- son gerir grein fyrir viðhorfum til verndunar villtra dýra og plantna. —hj Benedikt Hallfriður Sverrir Eftir 1. maí göngu og útifund í Reykjavik verður opið í Þinghóli í Kópavogc á vegum Alþýðubandalags- ins. Þar verða kaffiveitingar kl. 3 e.h. til 4.30. Stutt ávörp flytja Hallfríður Ingi- mundardóttir# 6. maður á G-iistanum í Kópavogi/ Sverrir Konráðsson# 3 maður listans/ og Benedikt Daviðsson/ formaður Sambands byggingamanna. Þetta er nýmæli í félagsstarfsemi Alþýðubandalagsins í Kópavogi og er fólk hvatt til þess að koma og hitta kunningjana i Þinghóli á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Kosningar eru kjarabarátta Sigurjón Guðmundur Guðrún Svavar a maf-kaffi á Borgina lsta maí fundur ABR á Hótel Borg Að venju gengst Alþýðubandalagið í Reykjavík fyrir fundi að Hófel Borg að loknum útifundi verkalýðsfélaq- anna. Að þessu sinni helgast fundurinn af því hve skammt er til kosninga og er haldinn undir kjörorðinu //Kosningar eru kjarabarátta". Fundarstjórí verður efsti maður G- listans við borgarstjórnarkosningarn- ar 28. maí, Sigurjón Pétursson. Ávörp flytja: Guðmundur Þ. Jóns- son, form. Landssambands iðnverka- fólks, sem skipar 5. sæti G-listans við borgarstjórnarkosningarnar. Guðrún Helgadóttir, stjórnarmaður i BSRB, sem skipar 4. sæti G-listans við borgarstjórnarkosningarnar. Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans. Einnig verður upplestur og að sjálf- sögðu kaffi og með þvi, og loks mun Smári Ragnarsson fara með gaman-, mál við gítarundirleik sjálfs sin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.