Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. júnl 1978 1 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Ðtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs- ingar: Siöumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Sjálfstœðisbaráttan gegn Sjálfstœðismönnum Við lok sjálf stædisbaráttunnar gegn Dönum ríkti sam- staða meðal fslendinga um það að þjóðinni bæri að standa á eigin f ótum, því aðeins mundi henni vel farnast. Fljótlega kom í Ijós að þróun auðvaldsskipulagsins á (slandi leiddi til hagsmunaárekstra og stéttaskiptingar sem hafði afdrifarík áhrif á viðhorfin í því eilífa bar- áttumáli sem sjálfstæðismál smárrar þjóðar er og hlýtur að vera. Yfirstéttin í landinu, ranglega kennd við flokk sjálfstæðisins, hafði fjármálatengslin útávið í sínum höndum, og hún reyndist æði talhlýðin viðskiptavinum sínum og lánardrottnum. Eftir heimsstyrjöldina síðari náði útþenslustefna Bandaríkjanna hingað norður i höf, og þeir sem áður buktuðu sig fyrir breska bankavaldinu, urðu nú stimamjúkir við amerísku herforingjana, vel vitandi af digrum sjóðum herveldisins. Það var bjart yf ir Islandi um þetta leyti fyrir 34 árum þegar rættist langþráður draumur kynslóðanna um sjálfstætt íslenskt riki, viðurkennt af þjóðum heimsins. En á þeirri stundu var bandaríska herráðið búið að merkja island inn á yf irráðasvæði sitt, og þess var ekki langt að bíða að hér væri beðið um herstöðvar til 99 ára. Þjóðin var hneyksluð á slíkri beiðni og henni var einróma hafnað. Þá var breytt um aðferð. Nú eru orðin opinber skjöl sem sanna það að Kef lavíkursamningurinn 1946, Marsjallaðstoðin 1947-48, Atlantshafsbandalagið 1949, og hernámið nýja 1951 voru hlekkir í fyrirf ram lagðri áætl- un Bandarikjastjórnar. Hér skyldi beitt fortölum, mút- um, hótunum. Yfirstéttin í atvinnurekstri og viðskipta- lífi skyldi beisluð og henni beitt fyrir vagn heimsvalda- stef nunnar. Áætlunin tókst en þó ekki eins og til va:r ætl- ast. Andstaðan við gýligjafir, vesturheimskt þjóðfélags- munstur, þátttöku í hernaðarbandalagi og herstöðvar reyndist mun meiri en bandaríska herráðið hafði órað fyrir. Við endurkomu hersins 1951 voru hafnar miklar hernámsf ramkvæmdir sem unnu bug á tímabundnu at- vinnuleysi, en samt magnaðist andstaðan gegn hernum svo mikið, að næsta ríkisstjórn byggði málefnasamning sinn á brottför hersins. Að þeirri ríkisstjórn stóðu tveir af þeim flokkum sem samþykktu hernámið nokkrum árum áður, og svo Alþýðubandalagið. Hernámsflokk- arnir brugðust í því máli, en stjórninni tókst þó að gera annað: færa f iskveiðilögsöguna út og treysta efnahags- undirstöðu þjóðarbúskaparins mjög verulega. Samtím- is hófst markviss barátta hernámsandstæðinga utan þings sem hef ur sifellt minnt á sig með f jöldaaðgerðum nú síðast fyrir viku með Keflavíkurgöngu. Þetta hefur valdið því að hernámsf ramkvæmdirnar urðu ekki nema svipur hjá sjón, aðstaða Bandaríkjanna hérlendis varð aðeins hagnýtt til minniháttar eftirlits, en áformin um hina stóru herstöð voru sett til hliðar og hafa ekki verið tekin fram síðan. Saga vinstri stjórnarinnar síðari var ekki ósvipuð hinni f yrri: loforð gef in um brottför hersins, Framsókn treg í málinu, og stjórnin missti meirihluta sinn áður en reyndi til fulls á framkvæmd loforðanna. Hins vegar var grundvöllur atvinnuveganna styrktur svo mjög, að her- mangið hefur orðið býsna smár hluti viðskiptalífsins. Þetta hefur gerst þrátt fyrir samspil svartasta aftur- haldsins hérá landi og í Bandaríkjunum með „votergeit- víxil" og „aronskar" freistingar. Það blæs byrlega fyrir íslenskum sósíalistum um þess- ar mundir. Það er herstöðvaandstæðingum sérstakt gleðiefni, því að ekkert annað en styrkur sósíalískrar stjórnmálahreyfingar og verkalýðs megnar að rífa niður hinn pólitíska bakhjarl hersins: valdastöðu auð- stéttarinnar i landinu. Meginhlutverk Alþýðubandalagsins er að hnekkja auð- valdsskipulaginu á (slandi og því pólitíska valdi sem auðstéttin hefur dregið saman í flokki öfugmælisins, Sjálfstæðisflokknum. Kreppa þarf að þeim flokki og taka f yrir aðdrætti að útibúum hans í öðrum stjórnmála- hreyfingum. Barátta að þessu marki er um leið sjálf- stæðisbarátta okkar tíma og miðar að því að losa landið við hervaldið svo að Islendingar öðlist þjóðfrelsi. -h. Stjórnin hefur aukið stéttvísi Sigur G-listans 1 borgar- stjórnarkosningunum hefur sannarlega valdiö hræringum I þjóölif inu .Hann geröi þaö meöal annars aö verkum aö kosninga- baráttan er mun haröari nú og fólk almennt hefur vaknaö til vitundar um aö einhverju sé hægt aö breyta meö kjörseölin- um. Eins og Guörún Helgadóttir benti á I umræöum i borgar- stjórn þá fékk G-listinn þó ekki kjörna nema 5 af 15 borgarfull- trúum þótt Albert Guömunds- son tali um „ráöstjórn” i Reykjavik, og Sjálfstæöismenn láti eins og Karl Marx sé tekinn viö af Birgi tsleifi. Þessi ávinningur launafólks I höfuöborginni og raunar ágætur árangur verkalýösflokkanna um land allt hefur oröiö til þess aö afturhaldiö- og ihaldiö hafa risiö upp á afturlappirnar og hyggjast verja forréttindi sin og valdastööu meö kjafti og klóm. Broddar borgaranna eru hræddir og hræöast þaö mest aö alþýöufólk sem hefur veitt þeim brautargengi til þessa hverfi unnvörpum frá þeim I þing- kosningunum. Stéttareöli stjórnmálanna hefur skýrst fyr- ir æöi mörgum á fjögurra ára samstjórnartimabili thalds og Framsóknar. Höfuöárangur hinnar „ sterku stjórnar” hefur f raun orðiö sá aö auka stéttvisi meöal launafólks. Slikt ber aö þa kka, e nda þótt þaö hafi kostaö þungar byröar á heröar almennings. Gamli Moggi og þjófurinn Morgunblaöiö hamast nú meö striösfréttaletri á Alþýöubanda- laginu dag eftir dag. Engu likara er en aö borgarastyrjöld hafi brotist út i landinu. Málflutningurinn 1 sambandi viö nýju stjórnina i Reykjavik lýsir irafári og kosninga- hræöslu. Kjarninn er þessi: Þjófurinn sem stolið hefur þúsund kalli réttlætir þaö meö þvi aö fólkiö sem hann stal af hafi komist yfir hann meö óverjanlegri heimtu- frekju. Nú kemst upp um þjóf- inn og þeir sem taka hann fast- an lp(a þvi aö framvegis veröi ekki stoliö af fólkinu og þaö fái til baka af ránsfengnum edns mikið og mögulega hægt er. Sá galli sé hinsvegar á aö þjófurinn hafieytt ránsfengnum ogsé þvi miöur ekki sakhæfur vegna aulaháttar. Þjófurinn bregst nú hinn versti viö og notar itök sin i Faktúrufölsunarfélaginu til þess aö koma þvi I málgagn þess aö þeir sem upp um hann komu séu svin þvi þeir hafi aö- eins skilaö þrjú hundruö krón- um af þúsund kallinum sem hann stal. Mestu svik sögunnar segir þjófurinn og heldur aö all- ir séu eins fljótir aö gleyma og hann. Níu í nýju stjórninni? Meöan þessi þula er rakin 1 mismunandi tóntegundum i bak og fyrir i Morgunblaöinu gerast þau ánægjulegu tiöindi aö nýja stjórnin eflist aö styrk og tölu borgarfulltrúa. I samræmi viö kosningaúrslit héldu kjósendur aö meirihluti flokkanna þriggja i borgarstjórn væri aöeins 8 borgarfulltrúar af 15. 1 atkvæöagreiöslu um þá tillögu aö koma samningunum i gildi bættist meirihlutanum einn liös- maöur úr minnihlutanum. Þaö var Magnús L. Sveinsson, vara- formaður VR. Hann klauf minnihlutann til þess aö styöja nýju stjórnina til góöra verka og er meiri maöur aö. En illa er nú komiö fyrir Sjálf- stæöisflokknum þegar hann er nú ekki einungis klofinn um foringjann, út af aronskunni og frjálshyggjunni, 1 marga hluta, heldur Hka I borgarstjórn. Sam- heldnin i borgarstjórn hefur þó veriö aöalsmerki Sjálfstæöis- manna i áratugi. Ef þetta er ekki glundroöi þá er glundroði ekki tU. ins i sjónvarpstækni” eins og Dagblaöiö kallaöi þaö i leiöara. Langbesta skýring- in á þeim er sú sem viö rák- umst á i lesendabréfi frá „Kjósenda I Reykjaneskjör- dæmi”. Hann heldur þvi fram aö Ólafur Ragnar Grimsson hafi fariö i læri hjá Farafanov, sendiherra Sovétrikjanna á Is- landi, sem er „einn færasti undirróðurssérfræöinga rúss- nesku leyniþjónustunnar KGB á Noröurlöndum”. Vissum viö reyndar aö Ólafur Ragnar er margfróður maöur en aö hann væri svona gagn- menntaöur kemur okkur I opna skjöldu. Og á fleiri gullkornum lumar kjósandi i kjördæminu hans Gils: „Þaö kom I ljós eftir innrásRússa iTékkóslóvakiu aö hún haföi veriö pöntuö af kom múnistum sem voru „vinveittir” ráöamönnum Rússlands. Hver i bandalaginu skyldi hafa beöiö um Farafanov?” Þaö er rétt aö upplýsa „Kjósandann” aö þegar um brýnar erindagjöröir er aö tefla sendum viö „Moskvukommar” i Alþýöubandalaginu heila sendinefnd á vettvang á la Kreml. En klippara finnst þaö ekki fallegt af „kjósenda” aö Fleiri falla en við Forsiöa Morgunblaösins i gær er býsna skemmtileg. Þar er birt mynd af þremur sætum strákum i minnihluta borgar- stjórnar og eru þeir kampakátir mjög. Liklega eru þeir aö gleöjast yfir þvi aö fleiri foringjar en þeir eru um þessar mundir aö segja af sér, og þaö engu minni menn en þeir ólafur, Birg- ir og Magnús L. A forsiö- unni er sagt frá þvi aö Leone Italiuforseti sé oröinn uppvis aö svindli, Begin i Israel er lika aö segja af sér enda margir orönir leiöir á þeim Ihaldsgaur,og hinn kristilegi íhaldsmaöur Tinde- man i Belgiu er aö flosna upp úr forsætisráöherrastól sinum. Sætt er sameiginlegt skipbrot. fÁlþýðubandalag- uðogFarafanovl |Kjösandi I Reykjann.- „JJíSKS-^S^Sii,4.1 ■ kjördæmi skrifar: róöur»- og nJðsnMUrfweml og I m rr h»n» lérgrtln ifigB »tr» »ú »ö I »kipultg(0» undirróöur meöall v»rkafðlk». N»tn Farafanovifl finmt f frægrl bók eftlr banda-f rlakan rltstjóra Jotan Barron.J » katUr ,JIO» -- Farafanov á heiðurinn Margir hafa velt fyrir sér „yfirburöum Alþýöubandalags- koma upp um okkur svona rétt fyrir kosningar. K-áið komið á ný Stjórnmálaumræðan er alltaf aö færast á hærra stig eins og ByKXÍn(tantfnd mcó umboói til na-stu áramúta Maunús Skúlason (K), Gissur i Símonarson (A), Hilmar Guð- laugsson (S). Varamenn: Þorvald- ur Kristmundsson (K), Stefán I Benediktsson (A) og Gunnar | LHansson (S). dæmiöhér á undan sannar. Til dæmis er nú Morgunblaöiö á ný fariö aö merkja Alþýðubanda- lagsmenn meö K-ái-Ies: Kommúnisti. Þetta yljar okkur um hjartaræturnar þó aö viö risum ekki undir nafni. Þar meö er líka farinn sá samningur sem þeir Gils og Matthias geröu meö sér i bréfaskiptum sinum um aö kalla hlutina réttum nöfnum. En þaðer eins og menn vita ekki sterkasta hliö Sjálfstæöismanna aö halda geröa samninga. Arangri náð Aö endingu er rétt aö geta þess aö baráttan viö „Duttlungafulla” embættis- menn og „heimarika” hjá borginni er farin aö bera árang- ur eins og þessi forsíöufyrirsögn i Dagblaöinu ber meö sér. ~ekh. MÁiinu- SAMMNGUR MEIRiHLUTANS (BORGAR- ISIGURJÓN FÆRH JÓLATRÉSRÆÐUNÆ »1 MUnm M fjallu Nfaindi maöur nýja meirihlut- ans. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.