Þjóðviljinn - 17.06.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Qupperneq 5
Laugardagur 17. júnl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sigurjón Pétursson tekur á móti börnum úr Eyjafjallahreppum. Kynntu sér horgma Kynnisferö i sveít er fastur liöur i framboöi Æskulýösráös Reykjavikur fyrir börn i borg- inni. I samvinnu viö Samband sunnlenskra kvenna hefur veriö boöiö til slikra feröa á sunnlensk sveitaheimili undanfarin ár, og hafa þegar um 200 reykvisk börn notið þeirra. Dagana 13.-15. júni dvöldu 20 börn úr Reykjavik á bæjum i Austur- og Vestur-Landeyjum. Til Reykjavikur komu 13. júni 20 börn úr Eyjafjallahreppum, en þau voru gestgjafar Reykjavik- urbarna sumarið 1977. Börnin þáöu fyrst heimboö hjá þeim, sem verið höföu gestir þeirra i fyrra, en eftir hádegi beið þeirra kynnisferö um borg- ina á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur. Hófst iiún meö þvi, aö forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson, tók á móti þeim i sal borgarstjórnar og rabbaöi við þau um borgina og stjórn hennar. Þvi næst var far- ið á ýmsa merkisstaði, svo sem Arbæjarsafn, i Hallgrims- kirkjuturn, á sýningu Errós á Kjarvalsstöðum og viðar. Deginum lauk með ferö i kvikmyndahús og pylsuveislu á Frikirkjuvegi 11. Astæöa er til að fara sérstökum viðurkenn- ingarorðum um frábært starf Sambands sunnlenskra kvenna við kynnisferöir þessar. Þjóðhátíðarkveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna allra. Kaupfélag Hvammsfjarðar Búðardal __________________ 19.JÚNÍ AmM KwnréHindalélagt Ul*r>d> 1»7« Meðal efnls: Vtðtöl vlð nútfmahjón. Oplnakóar frásagnlr karla og kvcnna. Lagaicg ataða fólka í hjúskap og sambúð. „19. júní kominn út Arsrit Kvenréttindafélags ts- lands, ,,19. júni”, kom út I 28. skipti i þessari viku. Efni blaösins er fjölbreytt aö vanda. Aðaltema þess nú er hjú- skapur og sambúö og er fjallað um efnið frá ýmsum hliöum. Sagt er frá lagalegri stööu fólks bæði i hjónabandi og sambúö og hvernig skilnaöur gengur fyrir sig. 1 blaðinu er myndaflokkur um hjón eftir 10 ára börn meö texta eftir Guöberg Bergsson. Fjórar konur, sem leggja stund á myndlist segja frá aöstööu sinni og störfum. Bókafréttir, úr íé- lagsstarfi, af skattamálum og margt annað áhugavert efni er i blaöinu auk fjölda mynda. Blaöiö veröur selt á skrifstofu KRFI að Hallveigarstöðum, Tún- götu 14 næstu daga, i bókabúðum og viöa um land. Hægt er aö ger- ast áskrifandi að „19. júni” i sima 18156. Verö blaösins i ár er kr. 950.00. Ert þú búinn að (ippa? Ert þú búinn að „tippa“ á þingmannafjölda flokkanna í kosningagetraun okkar? Hún getur fært þeim sem „tippa“ réttast góðan vinning ,-okkur gerir hún kleiftað hjálpa öðrum. Getraunamiða færðu í bönkunum, flestum apótekum, kvöldsölum, og verzlunarmiðstöðvum. Auk þess hjá Rauða krossinum. Verið með RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR FRÁ MENNTASKÓLANUM HAMRAHLÍÐ Forfalla- eða stundakennara vantar að Menntaskólanum við Hamrahlið næsta skólaár. Kennslugreinar stærðfræði og eðlisfræði. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, þar sem tekið verður á móti umsóknum. Umsóknarfresturtil 30. júni. Rektor. STAÐA \AR ASK ATTSTJ ÓR A Skattstofu Reykjavikur er laus til um- sóknar. Varaskattstjóri er staðgengill skattstjóra og gegnir jafnframt störfum skrifstofustjóra. Umsóknarfrestur er til 9. júli 1978. Fjármálaráðuneytið, 15. júni 1978 ÚTFLUTNINGUR — SÖLUSTARF Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri óskar eftir að ráða mann til starfa við út- flutning á vegum deildarinnar. Viðskiptafræðimenntun og/eða starfs- reynsla við útflutningsstörf skilyrði. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Iðnaðardeildar Sambandsins fyrir n.k. mánaðamót, og með þær verður farið sem trúnaðarmál. Iðnaðardeild Sambandsins, Glerárgötu 28. Akureyri. STAÐA LAUNA- SKRÁRRITARA i launadeild fjármálaráðuneytisins er laus frá og með 1. september 1978. Umsóknar- frestur er til 14. júli 1978. Fjármálaráðuneytið, 13. júni 1978. KAUPFÉLAGSSTJÓRI Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag ön- firðinga er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 30. þ.mán. Skriflegar um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Baldvin Einarssyni, starfs- mannastjóra Sambandsins, sem geful nánari upplýsingar. Kaupfélag önfirðinga Flateyri S VEITARSTJ ÓRI Starf sveitarstjóra á Blönduósi er laust til umsóknar. Leitað er eftir dugmiklum, ákveðnum og vel menntuðum manni i starfið. Umsóknir ásamt meðmælum og öðrum upplýsingum skal senda til skrifstofu Blönduóshrepps fyrir 5. júli n.k. Hreppsnefnd Blönduóshrepps.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.