Þjóðviljinn - 17.06.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 17.06.1978, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 17. júnl 1978 Birgit Nilsson fæddist á þjóðhátíöardegi Norðmanna 17. maí» fyrir nákvæmlega 60 árum, eða til að tenqia fæðingarárið íslenskum atburðum: frostaveturinn mikla. Hún segir, að hún haf i sungið síðan hún man ef tir sér, en sá, sem mestan þátt átti í að breyta skánsku stúlkurauli hennar í hámenntaðan sópran, hét Jósep Hislop, söngkennari Konunglegu Akademíunnar í Stokk- hómi. Hún byrjaði að syngja með umræddri Akademíu (hlutverk Agöthu í „Töf raskyttum" Webers) og vakti ó- mælda hrifningu. Síðan rak hvert frægðarhlutverkið á fætur öðru. Nefnum nokkur dæmi. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Húni söng við Stokkhólmsóperuna 1947-51, við Glyndebourne í Eng- landi 1951, Beirút 1954, Munchen 1955, Hollywood Bowl.Buenos Air- es og Flórens 1956, Covent Gard- en í London 1957, Mílanó (La Scala), Napólf, Vin, Chicago og San Francisco 1958, Metrópólitan i New York 1959 o.s.frv., o.s.frv. í dag er Birgit Nilsson með stærstu óperusöngkonum heims, og kannskí besti hádramatiski sópr- an sem uppi er. Hádramatiskur sópran? Kannski mætti heldur segja: sú óperusöngkona, sem túlkar best hádramatiskar óperur eins og verk Wagners. „Hetju- sópraninn” eöa valkyrjan. Svo kemur hún manni fyrir sjónir eins og húsmóðir úr Breið- holtinu. Róleg og hýr, hvunndags- iega klædd og brosir góðlega i all- ar áttir. Vantar bara innkaupa- töskuna undir arminn. Það eina, sem afsannar Breiðholtskenning- una er lopapeysu- og hraunker- amikbæklingurinn, sem hún er með i hendinni.. Hún ef nýkomin af fyrstu æfingu meö Sinfóniu- hljómsveitinni, og situr i einu af þessum andlausu bakherbergjum Laugardalshallarinnar. Mér finnst tilhlýðilegt að spyrja fyrst, hvort þetta sé i fyrsta skipti sem hún sé á Islandi. — Já, og mér finnst úskaplega gaman að koma hingað. Það hefur alltaf verið gamall draumur minn að koma til tslands. Ég vona að — Excuse me. Do you speak English or pratar Ni svenska? Birgit segist prata svenska. Kristinn kemur inn, tekur i hönd hennar og kynnir sig. Spyr hvort hana vanhagi um eitthvað og hvort hún hafi hitt ráöamenn Listahátiðar. Birgit segist ekki hafa hitt neinn siöan hún kom hingað, nema blaöamenn. Rekur upp stuttan og hvellan hlátur. Kristinn lætur ekki slá sig út af laginu. Hann dregur upp nafn- spjald sitt og ritar á það galdra- þulur, sem opna munu allar dyr i Reykjavlk. Réttir henni siðan spjaldið og spyr, hvort það sé eitthvaö sem hann geti gert fyrir hana. „Já,” segir Birgit, „gæti ég mögulega fengið tvo miða á konsertinn minn annað kvöld?” Snýr sér siðan aö mér og segir hlæjandi: „Þetta fer nú alvég með hann.” En Kristinn ef heimsmaður og óperusöngvari. Hann nóterar þarfir sópransins, kinkar kollinum og kveður með glæstri handahreyfingu. Við snú- um okkur aftur að viðtalinu. — Það hefur verið skrifað i blöðum, að Gab^el Chmura, sem stjórnar Sinfóniuhljómsveitinni á tónleikum þinum, sé uppáhalds- stjórnanái þinn? — Einn af uppáhaldsstjórnend- um minum, leiðréttir Birgit mig. Hann er mjög ungur og mjög eíni- legur. Ég hef mikla trú á honum. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá er V alkyrj an 'fafa /4?g ég fái að sjá sem mest af þessu fallega landi ykkar. Hún horfir út um gluggann. Mér list ekkert á blikuna. Er hún að gera grin að mér? Fyrir utan rúðuna djöflast rigningin i forinni og mölinni. Ég herði upp hugann og spyr, hvort það sé ekki óvanalegt að hún, Wagner-túlkandinn, syngi italskt ariuprógramm á islandi. — Nei, nei, alls ekki, segir hún oghorfir brosandi á mig. Þetta er undir ýmsu komið. Til að syngja Wagner þarf miklu stærri hljóm- sveit en hér er. Ég hef þar að auki sungið mikið af itölskum arium, ekki sist á Italiu. Hún telur hratt upp ýmsa konsertsali, sem blaöa- manni mistekst gjörsamlega að hripa niður. — Er það einhver sérstök tón- list, sem þér þykir skemmtilegast að syngja? <Ég iðrast strax spurningarinnar; alltof einföld og venjuleg.) Birgit lætur ekki á neinu bera. Hvað skyldi hún hafa fengið þessa spurningu oft? — Mér finnst skemmtilegast að syngja sem fjölbreytilegasta tón- list. Að syngja ekki það sama of lengi i einu. Skipta um efnisskrá og hlutverk sem tiðast. Annars er ég afskaplega hrifin af itölskum óperum. Nú, svo náttúrulega Wagner. Þegar ég kom fyrst til USA, byrjaði ég strax aö kyrja þessa vanalegu Wagner-dagskrá mlna, en komst fljótt að raun um að þeir eru ekki svo Wagner-in- spireraðiri Amerikunni. En þetta hefur breyst, þeir eru byrjaðir aö hlusta á hádramatiskar óperur þar núna. * Núna kemur Kristinn Hallsson i dyrnar. úr Breiðholtinu hann einn af uppáhaldsstjórnend- um minum, þó svo við höfum aldrei unnið saman áður. Ég hef margsinnis heyrt hann stjórna áður, og hef hrifist gifurlega af hæfileikum hans. Það er gaman að vinna með ungu og efnilegu fólki, en ekki bara syngja undir stjórn heimþekktra og gamal- æfðra hljómsveitarstjóra. — Eftir fyrsta söngsigur þinn gerist þú mjög fljótlega Wagner- söngkona og túlkandi hádram- tiskra verka. Hvers vegna? — I fyrsta lagi sló ég ekki i gegn á einni nóttu. Ég byrjaði að syngja að ráði opinberlega 1946, og fékk þá ágætar viðtökur. Frama minum skaut aldrei upp með eldingarhraða. Ég hafði á- vallt hugsað mér aö vera sænsk söngkona fyrst og fremst. En frægðin kom hægt og sigandi, og einn daginn vaknaði ég upp við þaö aö veraorðin alþjóölegt nafn, sem stóö á efnisskrám um allan hnöttinn. Satt aö segja baröist ég talsvert gegn þessari þróun, ég hafði ekki þá trú á sjálfri mér, hélt aldrei að ég gæti oröiö alþjóð- iegt nafn. Þetta stafar kannski af þvi, að ég er fædd uppi i sveit á Skáni og er bændastúlka I mér. En hjólin tóku að snúast, og það varð ekki aftur snúiö. Nú, i öðru lagi, þá, hvers konar söngvari eða söngkona verður úr manni? Það er hin meðfædda rödd, sem sker aö mestu leyti úr um það. Ég var sópran og þjálfaði þá rödd upp. Þar aö auki var litiö um sterka sóprana; það var rödd á aftur- haldi, ef þannig er hægt ab taka til orða. Svo þannig varð söngrödd min til. Hins vegar njóta sópran- söngkonur kannski meiri aðhalds og vekja meiri eftirtekt, þvi þær eru tiltölulega fáar, og tónlistin, sem þær túlka, eins og Wagner, þykir sú háþróaöasta, sem kven- rödd syngur. — Þú hefur sungið konserta, óperur, sungið inn á hljómplötur, I sjónvarpi o.s.frv. Hvaða söng- vettvangur er I mestum metum hjá þér? — Ég get sagt þér strax, að ég hata að syngja i sjónvarp. Burt- séð frá þvi, þá likar mér söngur á öllum sviðum. Kannski uppá- halds söngvettvangurinn sé kon- sertinn og óperan. Annars er þetta svo mismunandi. Aðalatrið- ið er, að maður haldi góða tón- leika. Þá skiptir minna máli hvert formið er, eöa hvar tónleik- arnir eru fluttir. Ég er t.d. ný- komin úr tónleikaferð um Asiu. Söng i Japan, Suöur - Kóreu, Per- siu og fleiri löndum. Þá er aöalat- riðiö þar sem annars staðar, að á- heyrendur hafi skemmtun af. Manneskjur, sem skilja kannski ekki orö af þvl, sem mabur syng- ur eða talar, en fær einhverja huglæga tilfinningu, er þaö hlýöir á sönginn. Ef þetta tekst að min- um dómi,er ég ánægð. — Fyrsta opinbera heiðurstitil þinn hlaustu 1954, þegar þú varst gerð að konunglegum hirðsöngw ara. Hvernig lagðist það I þig? — Jú, hvað á ég aö segja. Mjög vel. Þaö finnst sennilega öllum skemmtilegt að hljóta tign og frama. Eftir það hefur verið hlað- ið á mig allskonar heiðursnafn- bótum og titlum. Birgit telur upp : Hirðsöngkona i Austurriki, Bæj- ern. Doktorstitill i Boston; heið- ursmeðlimur i London, Wiener Stadt Opera, og I Musikaliska Akademien i Stokkhólmi. Blaða- maöur þarf að hafa sig allan við til að geta skráð alla titla og heið- ursnafnbætur, sem Breiðholts- frúnni hefur áskotnast. Nú finnst undrituðum kominn timi til að færa sig upp á skaftið. — Ertu primadonna, Birgit? Svarið vefst fyrir henni eitt augnablik. — Ja, hvað á ég að segja. I eig- inlegri merkingu þýðir prima- donna hin fyrsta kona, þeas. aöal- kvenhlutverk. Ég get svaraö þvi með góðri samvisku, að ég hef oft sungið aöalhlutverk i óperum, og þvi talist primadonna I þeim skilningi. Hins vegar leggja flest- ir, ekki sist Skandlnavar, allt aðra merkingu I orðið. Eitthvað mjög neikvætt. Hvort ég sé þann- ig, veröa aörir en ég að dæma um. Annars er timi prlmadonn- anna libinn. Aður fyrr voru betta fyrirferðarmestu persónur álfunn> ar. óku um meginland Evrópu I eigin Iestum og lifðu á kampavini og konfekti. Þeim var borgað meira fyrir eina tónleika en þjóð- höfðingi fékk i árslaun. Þaö er reyndar til saga af einni prima- donnu, sem fjallar einmitt um þetta. Hún var einhvern timann spurð, hvort henni þætti ekki ein. kennilegt, að óperusöngkona fengi hærri laun en sjálfur þjóð- höfðinginn. Þá svaraöi hún: „Setjiö hann þá upp á svið og látið hahn syngja.” Sjóðandi klukkuhlátur brýst út úrBirgit.Ég spyr hana, hvort hún sakni ekki þessara gömlu tima, þegar primadonnur voru prima- donnur. — Nei, ef maður á að geta hald- ið tónleika verður að fara varlega I einkalifinu. Þetta er eins og hver önnur vinna. Til að geta sinnt henni verður maður að geta lokað dyrunum. Það er ekki hægt að standa i látlausum veisluhöldum og kampavinsdrykkju á milli tónleikahalda. Þá missir maður fljótt röddina. Hinsvegar verðum við söngvarar að standa I sviðs- ljósinu, einnig utantónleikannatil að halda nafni okkar fersku. Fjöl- mjölarnir krefjast þess, og viö höfum oft þvi miður ekki efni á að draga okkur út úr allri auglýs- ingastarfsemi, sem þessu er sam- fara. Þetta er bölvuð nauðsyn. Nödigt ondo. Sama giidir um kunningja og vini. Maður kemur sifellt i nýjar borgir og eignast nýja vini og hittir gamla. Aö lok- um biður alltaf hjörð eftir manni, þegar maður skýtur upp kollinum á hverjum stað. Þá verður maöur aö útskýra fyrir fólki að ekki sé á- vallt timi fyrir hendi að sinna öll- um. Og enginn heldur að maður eigi einmitt viö sig. Þetta getur orðiö dálitið hvimleitt stundum. En sannir vinir vita, hvenær maður vill vera i friði. Blaðamaður tekur þessi orð til sirj-þakkar fyrir viötaliö og heldur út i forina. —IM Rætt við Birgit Nilsson óperusöngkonu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.