Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 23. júli 1978
Lina langsokkur i Suöurhöfum
Bróöir minn Ljónshjarta
Hvers eiga börnin ad gjalda?
Við hættum
við bióferð
Islensk börn eru sannarlega
ekki ofalin á góöum kvikmynd-
um. Á sunnudaginn var datt mér i
hug að fara meö ungan son minn i
bió, og fletti þvi uppá bíóaug-
lýsingasíöu Blaösins Okkar. bar
gat aö lita skrautlegar auglýsing-
ar allra kvikmyndahúsanna niu,
en aðeins þrjú þeirra auglýstu
sérstakar barnasýningar. Þaraf
sýndu tvö gamlar Tarsan-mynd-
ir, og Stjörnubió sýndi Dularfullu
eyjuna. t tveimur öörum bióum
voru þrjúsýningar á myndum
sem ekki voru bannaðar fyrir
börn: Laugarásbió sýndi „nýja
spennandi og bráöskemmtilega
bandariska mynd um baráttu
furðulegs lögregluforingja við
glaölynda ökuþóra” og Regnbog-
inn sýndi Loftskipið Albatross,
gamla mynd, sem byggö er á
sögu eftir Jules Verne. Við hætt-
um viö aö fara i bió.
Ef til vill hugsa kvikmynda-
húsaeigendur sem svo, aö krakk-
ar eigi að vera uppi i sveit á
sumrin, fremur en aö hanga inni I
dimmum kvikmyndahúsum. Sem
er svona álika gáfulegt og þegar
þingmenn segja: „Börn eiga aö
vera heima hjá mæörum sfnum
einsog þegar viö vorum ungir,”
og gleyma þvi þá aö bændasam-
félagið er liöiö undir lok.
Undantekningar fáar
En þetta var nú útúrdúr. Sann-
leikurinn er nefnilega sá, aö kvik-
myndaúrvaliö er litiö skárra á
veturna. Þaö viröist vera yfirlýst
stefna hjá bióunum að sýna
krökkum gamalt drasl. Undan
tekningarnar eru svo fáar, aö
dapurlegt veröur aö teljast. An
þess aö ég hafi nokkurntíma gerst
svo framkvæmdasöm aö gera út-
tekt á barnasýningunum — sem
væri þó verðugt verkefni — virö-
ist mér að þaö sé einna helst
Stjörnubió sem hefur sýnt ein-
hverja viöleitni. Þar voru a.m.k.
sýndar tvær frábærar norskar
myndir: Pabbi, mamma, börn og
bill, og Fláklypa Grand Prix.
Auk þess voru þeir meö sérstaka
jólamynd fyrir börnin i vetur, og
hún var lfka norsk: Feröin til
jólastjörnunnar.
Þaö taldist til stórtiöinda þegar
Lina langsokkur var sýnd i
Austurbæjarbíói fyrir skemmstu
— gleöilegra stórtiöinda, og er þó
myndin komin til ára sinna. Hvar
eru allar nýju myndirnar?
Djúpur dvali
Talsvert var rætt um börn og
kvikmyndir hér i fyrrahaust, þeg-
ar bókasafnsfræöingar, fóstrur og
fleiri aöilar gengust fyrir sér-
Leikþáttasamkeppni MFA:
Frestur framlengd-
ur til 15. sept.
Allmargir þættir hafa borist
Eins og áður hefur veriö getiö I
blööum og útvarpi efndi Menn-
ingar- og fræöslusamband alþýöu
á sl. vetri til samkeppni um gerö
leikþátta, sem hentuöu til sýninga
á vinnustööum, fundum verka-
lýösfélaga og öörum samkomum
innan verkalýöshreyfingarinnar.
Frestur sá, sem höfuntjum var
gefinn til samningar leikþáttanna
var til 1. júni.
1 maimánuöi auglýsti MFA aö
gefa væntanlegum höfundum
leikþátta rýmri tima til starfa og
var afhendingarfrestur þvi fram-
lengdur til 15. september.
Allmargir þættir hafa þegar
borist, sem biða úrskuröar dóm-
nefndar ásamt þeim, sem kunna
aö berast þar til siðari frestur
rennur út.
Tilkynning um val manna i
dómnefnd mun veröa send blöö-
um og útvarpi fyrir miöjan
september.
stakri dagskrá i Norræna húsinu
um þetta efni. Sú umræöa viröist
þó ekki hafa náö eyrum bióstjór-
anna, enda þarf áreiöanlega
meira til aö vekja þá af djúpum
dva la.
Þetta væri kannski ekki svo al-
varlegt ef börnin ættu annarra
kosta völ. Ef sjónvarpið sinnti
þeim einsog skyldi, eöa ef ein-
hverjir aðrir aðilar stæöu fyrir
kvikmyndasýningum fyrir þau.
En þar er Hka fátt um fina drætti.
Nýlega frétti ég af krökkum sem
fóru I „blaöberabió”: þar var
Elvis! Elvis!
þeim sýnd kúrekamynd meö
ensku tali og engum skýringar-
texta. Sjónvarpiö sýnir að visu af
og til skemmtilegar kvikmyndir,
einkum fyrir stálpuö börn, en
stundum viröist manni litill skiln-
ingur og mikill fjárskortur setja
svip á barnadagskrárnar.
Hjá frœndum
okkar
í Danmörku er oft kvartað yfir
þvi aö börn fái ekki aö sjá nógu
mikiö af góöum kvikmyndum.
Samt er ástandiö þar mun betra
en hér. Þar starfa lika u.þ.b. 100
barnakvikmyndaklúbbar, sem
130.000 börn eru meölimir i.
1 Sviþjóð eru ýmsar stofnanir
sem starfa beinlinis aö þvi aö
auka úrvaliö og örva framleiöslu
barnakvikmynda. Má þar nefna
Barnakvikmyndaráðið, sem sett
var á laggirnar 1975 og hefur þaö
verkefni aö auka þekkingu á
barnakvikmyndum, standa fyrir
sýningum á myndum fyrir börn
og framleiðslu slikra mynda, svo
og stuöla aö norrænni samvinnu á
þessu sviði. Ráöiö gefur út upp-
lýsingarit og kvikmyndaskrá.
„Barnens Bio Kontrast” var
stofnaö 1974 og hefur aö mark-
miöi aö sýna börnum á aldrinum
7-12 ára góöar kvikmyndir, til
þess að vega upp á móti þeim
gróöasjónarmiöum sem ráöa
feröinni i venjulegum bióum.
Þessi starfsemi fer nú fram I 101
sveitarfélagi i Sviþjóö. Henni
svipar nokkuð til þess sem fram
fer á vegum samtakanna Vi
Unga, en þar er miðaö viö eldri
börn og unglinga. 1976 var svo
komið á fót „Sveriges Förenade
Barn- och Ungdomsfilmstudios”
sem standa fyrir námskeiöahaldi
og ýmisskonar þjónustu við þá
sem fást við gerð barnakvik-
mynda og rannsóknir á þeim.
Breyting til
hins betra
A timabilinu 1971-77 voru fram-
leiddar u.þ.b. 100 langar, leiknar
kvikmyndir I Sviþjóö. Af þeim
voru 15, sem flokkuöust undir
barnamyndir, og er þá miðaö viö
aldurinn 0-15 ára. Margar, ef ekki
flestar þessara mynda eru byggö-
arávinsælum barnabókum, oger
hlutur þeirrar góðu konu Astrid
Lindgren þar langstærstur. Kvik-
myndastjóri aö nafni Olle Hell-
bom hefur sérhæft sig i aö gera
kvikmyndir um Emil I Kattholti,
Linu Langsokk og aðrar hetjur
Lindgren. Flestar hafa þessar
myndir þeirra veriö elskulegar,
skemmtilegar og góöar barna-
myndir, i hefðbundnum stil.
Þangaðtil þau kvikmynduöu sög-
una „Bróöur minn Ljónshjarta”!
fyrra. Þá var einsog framleiöslan
heföi alltieinu tekiö stökk-
breytingu til hins betra.
Bannhelgi
rofin
„Bróöir minn Ljónshjarta”
fylgdi i kjölfar annarrar sænskr-
ar barnamyndar.sem hlotiö haföi
einróma lof gagnrýnenda:
„Elvis! Elvis! ” eftir Kay Pollak.
Þessar tvær myndir eru sagöar
eiga þaösameiginlegt, aö höfund-
ar þeirra taka börn alvarlega,
ræöa viö þau um hluti sem hing-
aötil hafa oftast veriö álitnir
bannvara I bókum og kvikmynd-
um fyrir börn. Bróöir minn
Ljónshjarta fjallar um dauöann,
ástina og fórnina. Elvis! Elvis!
lýsir þeim voöalega einmana-
leika semfylgirþvíaö verabarn i
heimi sem er fjandsamlegur
börnum. Siöarnefnda myndin
segir frá sjö ára dreng og sam-
bandi hans viö móöur sina, sem
er „venjuleg húsmóöir”, leggur
hart aö sér til aö halda yfirboröi
heimilisins gljáandi, en hefur
aldrei lærtaö lifa i raunveruleik-
anum. Hún er ástfangin af
draumi, og sá draumur er Elvis
Presley. 1 samanburði viö
drauminn veröur hversdagsleik-
inn — hennar eigiö lif — harla
litils viröi. Myndin er byggö á
sögum eftir Mariu Gripe, sem
hefur sjálf tekið þátt i að um-
skrifa þær fyrir kvikmyndina.
Þessar tvær sænsku myndir eru
gott dæmi um þann árangur sem
hægter aöná þegar verulega góð-
ar barnabókmenntir eru kvik-
myndaðar af þeirri alúö og vand-
virkni sem þvi miöur er alltof
sjaldgæf þegar barnamyndir eru
annarsvegar.
„Það sem
þau vilja”
Sá hugsunarháttur er nefnilega
alltof algengur, aö krakkar hafi
ekki gaman af neinu nema æsingi
og spennu, flflalátum og slags-
málum. „Þetta er þaö sem þau
vilja” segja bióstjórarnir og sýna
gömlu Tarsanmyndirnar sunnu-
dag eftir sunnudag, ár eftir ár.
Sennilega er sú djúpa fyrirlitning
ábörnum sem fram kemur i slik-
um hugsunarhætti, ómeðvituð I
flestum tilfellum. En þaö er engin
afsökun.
Þaö er heldur ekkert til sem
getur afsakaö þá skipan mála,
sem viögengstá íslandi, aö litlum
hópi peningamanna skuli faliö aö
hafa nánast einræöisvöld hvaö
viðkemur kvikmyndalegu uppeldi
þjóðarinnar. Manna sem viröast
ekki einu sinni gera sér grein fyr-
ir þvi valdi sem þeim er fengiö.
Teppalagninga-
menn stofna
stéttarfélag
Þann 15, júni 1978 var stofnaö I
Reykjavik félag teppalagningar-
manna.
Félagiö var stofnaö af starfandi
teppalagningarmönnum á stór
Reykjavikursvæöinu.
Tilgangur félagsins er aö vinna
aö hagsbótum félagsmanna og til
aö tryggja viöskiptavinum vand-
aöa vinnu, unna af vönum mönn-
um.
A stofnfundi var kosin stjórn og
varastjórn.
Formaöur félagsins er Danlel
Kjartansson.