Þjóðviljinn - 23.07.1978, Qupperneq 21
'■i r *í i' í t r >• *;
Saga Ungveija
sögð í skrýtlum
í blaöinu Hungarian Rewieue
rekumst viö á úrval skopsagna
frá þvi flata landi. Sögurnar eru
frá ýmsum timum og eru meö
nokkrum hætti saga landsins
eins og aö likum lætur. Viö birt-
um hér nokkur sýnishorn.
Heimsstyrjöldin fyrri.
Obreytti hermaöurinn er aö
grafa skotgröf. Skotgröf hans er
oröin tveir metrar á dýpt og enn
heldur hann áfram aö ausa
mold upp úr henni. Þá kemur
liöþjálfinn og hrópar:
— Kvurn andskotann ertu aö
gera? Þú getur aldrei komiö
auga á óvininn ef þú heldur
svona áfram.
— Og hvaöa djöfuls fifl vill
sjá hann?
Þriðji áratugurinn
Stjórnarandstæöingur er aö
tala viö Bethen forsætisráö-
herra.
— Vandinn er sá, herra minn,
aö yöar flokksmenn þekkja ekki
nógsamlega vel vandamál
hinna fátæku
— Þvert á móti, viö búum þau
til!
— En hvaö málar
sósialrealistinn?
— Þaö sem hann heyrir.
X
Þegar fimm ára áætluninni er
lokiö munu allir hafa eignast
eigiö sjónvarp og flugvél, segir
áróöursmaður frá flokknum.
— Og hvað eigum viö aö gera
við flugvél? spyr einhver.
— Jú, sjáðu til, ef þú fréttir i
sjónvarpinu aö gúmistigvél séu
til sölu i Nyerigyhaza þá
skreppur þú þangaö i flugvél-
inni þinni og veröur langt á und-
an þeim i Sxeged i biörööinni!
Eftir 1956.
Snati flýr land. A landamær-
unum taka austurriskir lög-
regluhundar við honum og
spyrja hann i þaula.
— Varstu laminn?
— Nei.
— Bjóstu ekki i eigin hunda-
kofa?
— Jújú.
— Hvers vegna varstu þá aö
fara úr landi?
— Mig langaöi til aö gelta.
Fjórði áratugurinn
— Ef að kreppan heldur
svona áfram, þá endar þaö meö
þvi aö við gerumst öll betlarar.
— Gott og vel, en af hverjum
eigum við að betla?
X
— Nú hefur Hitler tekið Aust-
urriki, hve lengi yrði hann að
taka Ungverjaland?
— Einn dag með valdi, mán-
uö meö friösamlegum aöferö-
um.
— Hvernig þá?
— Ekkert skilurðu! Helduröu .
kannski að skálaræðurnar taki
ekki sinn tima?..
Stalínisminn.
Þrir fangar sitja saman i
klefa og ræöa hlutskipti sitt.
— Af hverju ertu þú hérna?
— Ég gagnrýndi innanrikis-
ráðherrann. En af hverju situr
þú inni?
— Af þvi aö ég hrósaöi innan-
rikisráöherranum. En hvaö um
þig vinur? spurði þeir þann
þriöja.
— Ég var innanrikisráðherr-
ann.
X
Spurningar og svör um mynd-
list.
— Hvaö málar raunsæislista-
maöur?
— Þaö sem hann sér,
— En expressjónisti?
— Hann málar það sem
tilfinningarnar bjóöa honum.
Spitz gamli deyr. Pétur tekur
viö honum við dyr Himnarikis
og biöur hann aö segja sögu
sina.
— Alveg sjálfsagt, Pétur
minn. Ég var veggfóöraralær-
lingur i Austurrisk-Ungverska
Keisaradæminu. Siöan var ég
smákaupmaður i Lýðveldinu
Tékkóslóvakia. Siðan var ég
skráöur Gyöingur i Konungsrik-
inu Ungverjalandi og undir lok-
in vann ég á samyrkjubúi i
Sovétrikjunum.
— Gott hjá þér, sagöi Pétur.
Þú hlýtur aö hafa ferðast heil-
mikiö um æfina.
— Ég? Nei, ég steig aldrei
fæti minum út fyrir Karpata-
(Jkrainu alla mina hundstið.
X
Sósialiskur vinnuflokkur er
sendur upp i sveit til að hjálpa
samyrkjubændum til viö upp-
skeruna. Fyrsta daginn safna
þeir maiskönglum og árangur-
inn er glæsilegur. Annan daginn
tekur hópurinn upp kartöflur,
vinnur af kappi og allir eru
ánægðir. Þriöja daginn á aö
sortéra kartöflurnar eftir stærð.
Verkstjóri búsins kemur aö
vitja hópsins um hádegi. Nú
sitja allir umhverfis ósnert
kartöflufjall.
— Hvað er nú að, góöir félag-
ar? Og vinnan gekk svo vel allt
til þessa.
— Já, en þaö eru allar þessar
ákvaröanir sem nú þarf aö taka.
garðinum
Hvar er nú Halldór E.?
Gjáin óbrúuö milli Israela og
Egypta.
Morgunblaöib
Gefið honum snafs!
Lifnar litiö yfir dollarnum.
Morgunblaöiö
Oss er gefin hin andlega
spektin
Morgunblaöið sér hinsvegar
ekki ástæöu til aö eyöa orðum á
hvaöa lágkúru sem er.
Engan tittlingaskit!
Ég þakka Sverri fyrir bréfiö,
sem var hið skemmtilegasta af-
lestrar, þótt ýmislegt af innihaldi
þess komi málinu harla lítið við
eins og þaö, hvort ég sem mann-
eskja eöa kona!
Sigurlaug Bjarnadóttir
Mjór er mikils vísir?
Nýsköpunarstjórn mynduö á
Akranesi.
Fyrirsögn i Morgunblaöinu
Svartigaldur lifir
Korchnoi ætlar aö tryggja sigur
sinn I einviginu meö kaviar frá
Iran og skoskum hafragraut.
Morgunblaöiö
Mamma ætlar að sofna
Framsókn orðin þreytt.
Visir
Margur á sér smærra
erindi
Þjóðminjavöröur gefur til
kynna að hann hafi komiö gagn-
gert til Eyja til aö hitta Margréti
og Mjöll.
Þjóöviljinn
Tilbreyting er góð
Aö selja Þjóöverjum Island.
Stórfyrirsögn i Timanum
Og ekki verður Alþingi
síðra
Einu glæsilegasta hestaþingi
frá upphafi lauk á Skógarhólum á
sunnudagskvöld.
Tlminn
Margt er sér til gamans
gert
Til gamans má geta þess aö
Harpa Jónsdóttir Amin er ekkert
skyld Idi Amin.
Dagblaöiö
Spiritismi í innheimtu-
málum?
Gjaldheimtan krefst fasteigna-
gjalda af húsi sem brennt var
fyrir tveim árum.
Dagblaöiö
Æðri pólitík
Þaö gengur hálfilla aö koma
liðinu saman og er mikil ringul-
reiö i sandkassanum. Lúlli er
farinn i fýlu af þvi hann fær ekki
aö moka meö skóflunni hans
Geirs, sem kemur auövitaö ekki
til mála af þvi Benni pantaði
fyrst. Geir situr þess vegna á
skóflunni sem fastast og enginn
fær aö moka neitt. En þetta gerir
bara ekkert til þvi þaö er enginn
sandur eftir I kassanum.
Dagblaöiö
öðruvísi mér áður brá
Hannibal fór á tvær miljónir.
Visir
Nú ber nýrra við
Það er sko ekki nóg aö vera hár
og myndarlegur og bankastjóri
aö auki.
-»•» j*.í,i,i ny ii l'* í’ii’s— I.Oi? 02
Sunnudagur 23. júli 1978 ÞJOÐVILJINN — StDA 21
Manitoba,
Manitoba
Fyrir þrem aldarfjóröungum voru hér Ameriku-agentar, sem lýstu
hinu mikla frelsi Vesturálfunnar af álika fjálgleik og Amerikudindl-
arnir gera enn I dag. Og þó að tilgangurinn sé ekki nákvæmlega sá
sami eins og þá er skyldleikinn af sama toga, aö blekkja hrekklaust
fólk i eiginhagsmunaskini.
Um aldamótin voru, eins og nú, fjöldi manns, sem sá i gegnum blekk-
ingarvefinn. Einn af þeim var sá skemmtilegi hagyröingur, sem orti
undir dulnefninu „Plausor”.
Um vesturfararæöiö orti hann eftirfarandi gamankvæöi.
Nú fer ég til Ameriku
einhverntima i næstu viku.
Guli i jörö þar geymt ég á.
Lengur ei ég hýrist heima,
horlandinu vil ég gleyma,
en ameriska auöinn sjá.
I Manitóba mun ég búa,
mér þar tek ég fjölda hjúa,
rækta land og gref upp gull.
Hef svo nokkur hundruð kúa,
hross og sauði og smala trúa,
og versla þar meö osta og ull.
Hveitiekrur yrki ég margar —
ó, þá hef ég nóg til bjargar!
Þar eru ekki útgjöld nein.
Alögur þar enginn þekkir,
enginn skattur frelsi hnekkir,
hér sem er hiö mesta mein.
Hvitfisk ég i vötnum veiöi,
til Winnipeg hann allan reiöi
og sel á dollar sérhvert pund.
Svona ég auðnum saman moka
af silfri fylli ég hærupoka,
kannske á einni klukkustund.
Vidalin þá verð ég meiri
og vini fæ ég langtum fleiri.
Hann er bara hross’ agent.
En ég mun veröa ef ég tóri
útflutninga — kjörinn stjóri,
puntaður eins og president.
Fer ég þá heim til Fróns með skrinu
fulla af silfri, að gamni minu
og ekki verð á aurinn spar.
Fólkinu ég saman sópa
og sendi vestur alla glópa,
forlög sin þeir finna þar,
Þvi Amerika er auðland mesta.
Eden fyrir skottu-presta,
heimskinginn þar verður vis.
Allt er þar á æösta stigi,
auður, frelsi, slægö og lýgi,
I peninganna Paradis.
(Frá einum lesanda Þjv.)
Einar Már Guðmundsson:
t
Orðsending V
l.
Poem for my sweetheart
eftir ca. 2000 ár
þegar fornleifafræðingar finna bein okkar
getum við e.t.v. elskast á þjóðminjasafninu
Bjólfur
ég hef barist við drekana
en í kvöld ætla ég í bíó
Visir