Þjóðviljinn - 23.07.1978, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júll 1978
Hin vonlausa
aðstaða
Jafnrétti fyrir dómstólum
Jafnrétti kynjanna hefur veriö
ofarlega á baugi með islensku
þjóðinni á undanförnum árum.
Óhætt er að fullyrða, að þótt lög-
gjöf um fyrsta visi að launajafn-
rétti hafi séð dagsins ljós fyrir
nærri 70árum, þá á raunverulegt
jafnrétti enn langt i land.
Nýlega er genginn dómur i
fyrsta launajafnréttismálinu,
sem Hæstiréttur hefur fjallað um,
og þykir rétt að fara hér nokkrum
orðum um þann dóm, þvi hann er
athyglisverður á sinn hátt og
liklegt að hann gefi visbendingu
um hvernig slikum málum muni
reiða af i framtiðinni.
Lagagreinar
í erindi þessu verður ekki
komist hjá þvi að vitna i nokkrar
lagagreinar, en þvi verður stillt i
hóf.
Árið 1958 var af Islands hálfu
staðfest alþjóðasamþykkt um
jöfn laun karla og kvenna fyrir
jafnverðmæt störf. Sex árum
siðar var alþjóðasamþykkt um
útrýmingu á hvers konar misrétti
i atvinnu eða starfi einnig staðfest
af okkar hálfu.
Þá höfðu verið gefin út lög nr.
60/1961 um launajöfnuð kvenna
og karla sem öðluðust gildi á
árunum 1961-1967, þannig að á
þeim tima skyldu laun kvenna
hækka stig af stigi til jafns við
laun karla i almennri verka-
mannavinnu, verksmiðjuvinnu og
við verslunar- og skrifstofustörf.
Fljótlega kom i ljós að löggjöf
þessi þótti ekki ganga nógu langt I
þá átt að tryggja jafnrétti kynj-
anna. Þvi voru sett lög árið 1973
til þess að tryggja jafnrétti á sem
flestum sviðum og svo að eigi
væri farið i kringum lögin með
þvi til dæmis að gefa starfsmanni
sem væri karlmaður, annað
stöðuheiti en konu, sem gegndi
sömu störfum. Ennfremur að
kynjunum yrði ekki mismunað
með hlunnindum, en þar gæti t.d.
verið um að ræða einhver auka-
störf, sem alls ekki kæmu aðal-
starfinu við, o.fl. Til að tryggja
þessa hlið mála var komið á fót
stofnun, sem nefnist Jafnlauna-
ráð.
Það segir sig sjálft, að með
stofnun Jafnlaunaráðs var að þvi
stefnt að eigi þyrfti til þess að
koma að leitað væri almennt til
dómstóla út af launamisrétti,
enda þótt gert væri ráð fyrir þvi
að höfða mætti mál til þess að fá
leiðréttingu á launamisrétti, ef
það fengist ekki lagfært á annan
hátt.
Fljótlega komu fram raddir á
Alþingi um að lögin frá 1973 um
jafnrétti kynjanna gengju ekki
nógu langt og á Alþingi árið 1976
voru lög þessi endurnýjuð með
lögum nr. 78/1976 um jafnrétti
kvenna og karla. Lög þessi frá
1976 voru fyllri en eldri lögin og
ýtarlegri. Meginmarkmið
iöggjafarinnar var skýrt i 1. grein
laganna, sem hljóðar svo:
„Tilgangur laga þessara er að
stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu
kvenna og karla.”
2. og 3. gr. laganna frá 1976
samsvaraði 1. og 2. grein laganna
frá 1973 en var ótviræðar orðuð.
Þar sem hér verður f jallað um
nýuppkveðinn hæstaréttardóm i
einu máli af 7 sem konur höfðuðu
gegn einni virtustu stofnun
islensku þjóðarinnar, sem þó
verður ekki nafngreind hér
frekar, þykir rétt að vikja að
ákvæðum nokkurra helstu greina
laganna.
Þannig hljóðar 2. gr. laganna
svo:
„Konum og körlum skulu veitt-
ir jafnir möguleikar til atvinnu og
menntunar og greidd jöfn laun
fyrir jafn verðmæt og sambærileg
störf.”
1 3. grein segir:
„Atvinnurekendum er óheimilt
að mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði og gildir það m.a. hvað
snertir ráðningu og skipun i starf,
stöðuhækkun, stöðuheiti, uppsögn
á starfi, veitingu hvers konar
hlunninda og almenn vinnuskil-
yrði.”
1 3. grein laganna frá 1973 voru
sem fyrr segir ákvæði til þess sett
að tryggja það, að lögin væru virt
af þeim, sem hlut áttu að máli(og
mæltu lögin þvi fyrir um sérstakt
ráð, Jafnlaunaráð, sem skyldi
ganga eftir þvl að inntak laganna
fengi raunverulega þýðingu. 1 4.
gr. laganna frá 1973 voru verkefni
Jafnlaunaráðs sundurliðuð.
5., 9., og 10. gr. laganna frá 1976
samsvarar að nokkru leyti 4. gr.
laganna frá 1973, en þar er gert
ráð fyrir stofnun Jafnréttisráðs, i
stað Jafnlaunaráðs og skyldi það
hafa fasta skrifstofu og fram-
kvæmdastjóra á kostnað hins
opinbera. Nú mátti þannig gera
ráð fyrir verulegri aukningu út-
gjalda frá þvi sem áður var. Við
sliku er ekkert að segja, ef um
einhvern árangur af þess háttar
starfi væri að ræða, en hætt er við
að svo verði ekki, i þvi þjóðfélagi
ættarbanda og kunningsskapar
sem íslenska þjóðfélagið er. T.d.
sagði lögmaður einn, sem
skipaður hafði verið i ráðið.sig úr
þvi, er hann áttaði sig á tilgangs-
leysi þess.
1 4. gr. laganna frá 1976 voru
nýmæli, sem er svohljóðandi:
„Starf, sem auglýst er laust til
umsóknar skal standa opið jafnt
konum sem körlum. 1 slikri
auglýsingu er óheimilt að gefa til
kynna að fremur sé óskað starfs-
manns af öðru kyninu en hinu.”
Hlutlausum aðila og jafnvel
hinum, sem vilja framgang jafn-
réttis gæti virst að hér sé nokkur
yfirdrepsskapur á ferðinni. Skv.
þessari grein er t.d. bændum
óheimilt að viðlögðum sektum að
auglýsa eftir ráðskonu eða
kaupakonu, heldur verða þeir að
fara i kringum ákvæði laganna
með orðalagi sem bæði kann að
vera óviðkunnanlegt og óhentugt,
til þess að komast hjá þvl að
brjóta lögin.
í 11. gr. laganna frá 1976 sem
var 5. liður i 4. gr. laganna frá
1973 segir svo:
„Nú telur Jafnréttisráð að
ákvæði 2. liðar 8. gr. laga þessara
séu brotin og beinir þá ráðið rök-
studdum tilmælum um ákveðnar
úrbætur til viðkomandi aðila.
Fallist atvinnurekandi ekki á til-
mæli ráðsins, er ráðinu heimilt I
samráði við starfsmanninn að
höfða mál i umboði hans til viður-
kenningar á rétti hans.”
En einnig gæti aðili rekiö málið
sjálf. I 5. lið 10. gr. laganna frá
1976 sem var 4. töluliður 4.
greinar i gömlu lögunum segir:
„Opinberum stofnunum, svo og
félagssamtökum á vinnumarkoði
er skylt að veita Jafnréttisráði
hvers konar upplýsingar hér að
lútandi.”
Virðuleg stofnun
sýknuð
Eins og fyrr segir er nýgenginn
hæstaréttardómur sá fyrsti
sinnar tegundar gegn opinberri
stofnun, þar sem krafið er um
vangoldin laun, sem konur töldu
sig eiga inni með tilliti til ákvæða
nefndra laga. Hæstiréttur
sýknaði hina virðulegu stofnun af
kröfum um greiðslu vangoldinna
launa vegna launamisréttis, en
einungis hafði verið stefnt út af
þvi en ekki brotum á lögunum að
öðru leyti, enda þótt það lægi i
stefnunni, þ.e. misnotkun á stöðu-
heiti.
Þar sem dómur þessi fjallar,
sem fyrr segir, um jafnþýðingar-
mikið mál og launamisrétti, þykir
rétt að vikja hér að honum.
Það skal strax tekið fram, að
dómur hæstaréttar er eftirtektar-
verður að þvi leyti að þar er tekin
eindregin afstaða til þess, að
stöðuheitið eitt er það sem ræður
úrslitum um launakjör manna, en
ekki hvert starfið raunverulega
er og þótt um algjörlega sam-
bærileg störf sé að ræða, — þrátt
fyrir skýlaus ákvæði laganna.
Það er sem sagt stöðuheitið, sem
ræður úrslitum. Þannig er vafa-
samt að nokkurn timann takist að
koma I framkvæmd þeirri lög-,
gjöf, sem tryggi jafnrétti. Þrátt
fyrir góðan vilja, sem vafalaust
hefur búið að baki þvi að stofnað
var Jafnlaunaráð og siðan Jafn-
réttisráð. Ákvæði þessi virðast
geta slegið ryki i augu almenn-
ings, en eru að öðru leyti tilgangs-
litil, nema til aðhalds.
Tildrög máls þess sem hér um
ræðir, voru þau, að konur, sem
unnu hjá hinni merku stofnun
töldu að lögin um launajafnrétti
hefðu verið brotin á sér. Konur
þessar fengu engan ráðningar-
samning, er þær hófu starf.og það
tiðkast ekki á þeim stað að slikt sé
gert, heldur fengu þær þær ónógu
upplýsingar að þeim yrðu greidd
hæstu laun, sem tiðkuðust fyrir
þessi störf. Var þeim talin trú um
að þau væru samkv. 13. launa-
flokki, en þær upplýsingar reynd-
ust rangar. Störf þessi áttu sér
enga hliðstæðu i öðrum opin-
berum skrifstofum, en voru sem
slik talin mjög erfið.
Karlinn var hærri
Eftir að konurnar höfðu starfað
um skeið, komust þær að raun
um, að karlmaður á þessum
vinnustað hafði sex launaflokkum
hærri laun, enda þótt hann gegndi
nákvæmlega sama starfi og þær.
Konurnar vildu ekki una þessu og
eftir árangurslausar tilraunir til
þess að fá leiðréttingar á máli
sinu hurfu þær ein af annarri úr
starfi, eftir að þær urðu áskynja
um þetta misrétti. Þegar nýjar
konur réðust til starfa fengu þær
ekki annan samning en þann, að
þær fengju hæstu laun sem greidd
væru fyrir þessi störf og þegar
þær komust að hinu sanna vildu
þær ekki sætta sig við að að vera
sex launaflokkum neðar en karl-
maður sem vann nákvæmlega
sama starf og þær. Sjö af konum
þessum vildu ekki una þvi að hafa
orðið að þola þetta órétti og þvi
tóku þær sig saman um að reyna
að fá leiðréttingu mála sinna,
enda þótt þær væru horfnar úr
starfi, og fólu þær málið lögmanni
til meðferðar. Hann skrifaði hinni
virðulegu stofnun, en fékk ekki
svar, svo að málinu var nokkru
siðar stefnt til dómstóla. ítrekuð
voru tilmælin um leiðréttingu
mála og var hinni virðulegu
stofnun gefin kostur á sátt, þar
sem konum skyldu greidd laun,
sem væru 2 launaflokkum lægri
en laun karlmannsins. Skrifstofu-
stjóri stofnunarinnar hafði hins
vegar þeirra hagsmuna að gæta
að réttlæta afstöðu sina I málinu
og gat ekki sem slíkur talist hlut-
laus. Samt fór það svo, að orð
hans voru þyngri á metunum
en orð þeirra starfskrafta
sem unnið höfðu verkið og trún
aðarmanns starfsmanna á vinnu
staðnum. Sem sagt: Jafnlauna-
ráð lét sig hafa það að hafa að
engu upplýsingar niu kvenna
og eins karlmanns gegn einum og
byggðist niðurstaðá Jafnlauna-
ráðs einmitt á þeirri staðreynd.
Það mat sem sagt meira
upplýsingar yfirmannsins eins,
en þeirra sem unnu starfið.
Augljóst er að ráðið harmar
þessa niðurstöðu, en treysti sér
ekki til þess að standa á móti
kerfinu, svo sem bókun þess i
álitsgerðinni ber með sér og er
svohljóðandi:
Jafnlaunaráð er þess
meðvitandi að viða er réttur
brotinn á konum varðandi launa-
kjör á þann hátt að starf er látið
heita öðru nafni ef karlmaður
gegnir þvi.heldur en sams konar
starf er kona gegnir. Ljóst er að
Jafnlaunaráð hefur ekki sams-
konar aðstöðu til þess að rann-
saka mál eins og dómstólar hafa
og telur Jafnlaunaráð að það
hljóti að vera hlutverk dómstóla
að skera úr um það, hvort gengið
hefur verið á rétt stefnanda I
málinu og vill benda sérstaklega
á, að allir þeir aðilar, sem
upplýsingar geta gefið um málið
verði látnir koma fyrir dóm og
bera vitni. Er það sérstakt
áhugamál fyrir Jafnlaunaráð að
dómur gangi i þessu fyrsta jafn-
réttismáli, þ.e.a.s. máli sem
fjallar um það, hvort brotið hafi
verið gegn 1. og 2. gr. laga nr.
37/1973.”
Þessi var skoðun Jafnlauna-
ráðs, en ég álit að þarna haíi jafn-
launaráð brugðist hlutverki sinu.
Það átti einmitt að taka að sér
hlutverk dómstóls og kveða á um,
hvort starfið sem konurnar leystu
af hendi væri jafn verðmætt eða
sams konar starf og karlmanns-
ins og ef svo væri, þá bæri
konunum sömu laun og
karlmanninum. Þannig ætti Jafn-
réttisráð að starfa og létta að
mestu af dómstólum slikum
málum. Hins vegar hefðu aðilar
getað borið úrskurð Jafnlauna-
ráðs undir dómstóla, og hvort
ekki hefði verið farið eftir réttum
lagareglum i úrskurði ráðsins.
Meira misrétti
En ekki fór svo og gafst jafn-
launaráð upp við að leysa
vandann. Málinu var haldið
áfram. Fyrst var fjallað um frá-
visunarkröfuna, en er henni var
hrundið, hófst gagnaöflun, vitni
voru leidd og þá kom það fram að
ekki hafði aðeins verið um að
ræða launamisrétti. Þá höfðu
miklar launahækkanir átt sér
stað i stofnuninni, sem höfðu
vakið alþjóðar athygli. Tilboð
þetta um sátt var gert með tilliti
til þess að kona sem starfaði á
sömu skrifstofu en við miklu
léttara starf hafði á sama tima
fengið laun skv. 17. launaflokki,
ensiðar 19. launaflokki. Sáttaboði
þessu var ekki svarað að öðru
leyti en þvi, að sáttaumleitanir
hófust og stóðu yfir vikum saman
en án árangurs. Þvi hlaut málið
að halda áfram sinn gang.
Þá fyrst, er sáttaumleitanir
voru komnar I strand, kom fram
krafa af hálfu hinnar virðulegu
.tofnunar um að málinu yrði visað
frá dómi, þar sem það hefði ekki
verið lagt fyrir Jafnlaunaráð.
Lögmaður kvennanna hafði ekki
talið ástæðu til þess að leggja
málið fyrir þá stofnun, þar eð um-
rædd virðuleg stofnun var lögum
samkvæmt utan kjarasamninga
og starfsfólkið var ekki i neinu
starfsmannafélagi, enda var það
þá ekki vel séð á þeim stað að
starfsfólk þetta bindist sam-
tökum, en nú hefur sú afstaða
breyst til batnaðar og starfs-
mannafélag verið stofnað.
Samkomulag tókst um að málið
skyldi nú lagt fyrir Jafnlaunaráð
en siðar skyldi fjallað um frá-
visunarkröfuna, sem byggð var á
fleiri ástæðum en einni.
Meðferð Jafnlaunaráðs
Rétt þykir að víkja hér litillega
að meðferð Jafnlaunaráðs á mál-
inu. Meðal þess fyrsta sem það
gerði var að kveðja fyrir sig
umræddar konur og einn karl-
mann I starfi hjá áðurnefndri
virðulegri stofnun trúnaðar-
manna starfsmanna. Bar þeim
öllum saman um að starf karl-
mannsins og kvennanna hafi ver-
ið samskonar. Umræddur starfs-
bróðir þeirra fékkst hins vegar
ekki til þess að mæta fyrir dómi.
Skrifstofustjóri hinnar virðulegu
stofnunar mætti hins vegar.en var
Erindi Gunnlaugs
Þórðarsonar hrl. flutt 1
útvarpi 23. júní sl.