Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júli 1978
DJOBVIUINN
Málg'agn sósíalisma, verkalýðshreyjiagar
og þjóðfrelsis
íitgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri Eiöur Berg-
mann. Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson. Fréttastjóri:
Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Einhugar er þörf
í kosningunum i vor var tekist á um stefnuna i
efnahags- og kjaramálum. Þau mál hljóta jafn-
framt að skipa öndvegið i þeim stjórnarmyndunar-
viðræðum sem nú standa yfir. Kosningaúrslitin
sýndu að landsmenn höfnuðu þeim stjórnmála-
flokkum sem ekki virtu gerða kjarasamninga.
Fólkið i landinu hefur fóstrað með sér þá réttlætis-
kennd að mönnum beri að halda gerða samninga.
Rikisstjórnin var beinn samningaðili við sólstöðu-
samningana og annar samningsaðilinn við opinbera
starfsmenn. Ráðstafanir rikisstjórnarinnar i febrú-
ar og mai sem brutu gerða samninga særðu réttlæt-
iskennd fólksins. Samningsrof og brot á þeim regl-
um er gilda um mannleg samskipti eru atriði sem
landsmenn lita alvarlegum augum. Þvi veittu kjós-
endur rikisstjórnarflokkunum rækilega refsingu i
kosningunum. En stjórnmálaatburðirnir á fyrri
hluta ársins eru einnig aðvörun til væntanlegra
stjórnarherra. Þeir sýna að kjósendur gera kröfu til
að ákveðnar leikreglur séu haldnar i heiðri.
Kjararánsstefnu hægri stjórnarinnar var mætt af
mikilli festu af hálfu verkalýðssamtakanna. Þau
risu upp gegn kaupránslögunum og það gerðu kjós-
endur almennt 28. mai og 25. júni. Fylgisaukning
verkalýðsflokkanna talar i þvi efni skýru máli. Þeg-
ar verkalýðsflokkarnir mynda kjarnann i stjórnar-
myndunarviðræðum hljóta viss grundvallaratriði
að koma inn i slikar viðræður. Frá sjónarhóli
verkalýðshreyfingarinnar er það grundvallaratriði,
að samningar séu virtir. Jafnframt hefur verka-
lýðshreyfingin ávallt verið reiðubúin til að meta
mikils stjórnarráðstafanir er stuðla að atvinnuör-
yggi, tryggingu kaupmáttar og auknum réttindum
verkafólki til handa. Slik mál hljóta að eiga vegieg-
an sess i vinstri viðræðum. En afstaða verkalýðs-
hreyfingarinnar til nýrrar stjórnar hlýtur fyrst og
fremst að grundvallast á þvi, hvort ný stjórn heitir
þvi að virða gerða kjarasamninga og stjórna i sam-
ráði við samtök launafólks.
Ýmsir fjölmiðlar reyna þessa dagana að ala á
tortryggni launafólks i garð þeirra flokka er standa
að vinstri viðræðum. Breiddar eru út sögur um að
verkalýðsleiðtogar neiti viðræðum við viðræðu-
nefndir stjórnmálaflokka eða séu ofurliði bornir i
eigin flokkum. Staðreyndirnar tala aftur á móti
skýru máli. Verkalýðsflokkarnir hafa sin verka-
lýðsmálaráð og þingflokkar þeirra hafa náið sam-
ráð við forystumenn sina í samtökum launafólks.
Þingflokkur og framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins hafa haft formlega samráðsfundi með
stjórn verkalýðsmálaráðs flokksins og alger ein-
hugur hefur rikt um hvert það atriði sem lýtur að
samstarfi Alþýðubandalagsins við aðra flokka.
Styrkur Alþýðubandalagsins i stjórnarmyndunar-
viðræðunum er einmitt hinn mikli einhugur flokks-
manna.
Vissulega bindur launafólk miklar vonir við það
að verkalýðsflokkunum takist að mynda meiri-
hlutastjórn með Framsóknarflokknum. Margt hef-
urþó i liðinni viku veikt vonir manna. Fjarvera for
manns og varaformanns Framsóknar frá vinstri
viðræðum og skrif einstakra forystumanna fram-
sóknarmanna gegn viðræðunum veikir von manna
um árangur. Þá eru hin hörðu átök i Alþýðuflokkn-
um, þar sem hægri armur flokksins hefur boðað
nauðsyn einangrunar Alþýðubandalagsins, sist til
þess fallin að glæða vonir manna um árangur
vinstri viðræðnanna. Ef takast á að mynda vinstri
stjórn sem virðir samninga verkalýðshreyfingar-
innar, þurfa viðkomandi flokkar að standa heils-
hugar að viðræðunum. Væri einhugur hjá Alþýðu-
flokki og Framsóknarflokki sambærilegur við ein-
hug og samstöðu Alþýðubandalagsmanna, þá væru
forsendur góðar til að ná málefnagrundvelli fyrir
vinstri stjórn. —óre
Eftirfarandi grein er eftir
Gustav Naan, sovéskan félags-
fræöingog fjallar um skilnaöi og
hjónabönd. Mörgum md veröa
forvitni á þessari máismeöferö. 1
fyrsta lagi vegna þess, aö félags-
fræöingurinn eins og gengur Ut
frá hjónabandi sem hinu eina
sambúöarformi. t annan staö
vegna þess, aö hann víkur undan
hinum félagslegu vandamálum
sem viö er aö glima. Samkvæmt
upplýsingum I Komsomolskaja
Pravda enda nú 25-30% af öllum
sovéskum hjónaböndum meö
skilnaöi. Þar mátti og lesa aö ein
algengasta orsök skilnaöar er
drykkjuskapur, og aö húsnæöis-
vandræöin koma mjög inn i skiln-
aöarmál, vegna þess aö oft veröa
fyrrverandi hjón aö deila hUsnæöi
alllengi, eftir skilnaö. t annan
staö hefur fæöingum mjög fækkaö
svo aö stjórnvöld hafa áhyggjur
Hvernig er hægt að
viðhalda ástinni?
af, og mikil fjölgun skilnaöa á
sinn þátt f þvf.
Hvort sem mönnum likar þaö
betureða verrveröa menn aöviö-
urkenna óhrekjandi staöreynd: 1
þróuðu löndunum hafa fjölskyldu-
og hjónavandsvandamál oröiö
erfiðari viðfangs á siöustu árum.
Það er kominn timi til þess aö
hætta aö leita skýringa á hjóna-
skilnuðum I léttúöugri afstööu til
hjónabandsins, arfleifö frá léns-
skipulaginu, húsnæöisskilyrðum,
o.s.frv. Frá þvi um 1960 hafa t.d.
húsnæðisskilyrði i Sovétrikjunum
batnað mjög. En hjónaskilnuöum
hefur ekki fækkaö, heldur f jölgaö.
Þaö er að sjálfsögöu óhugsandi
aö hverfa aftur til „sælutima1-’
ættarsamfélagsins, þegar „konan
þekkti hvaöa staö henni bar aö
skipa”. Sá tími er liöinn. A hinn
bóginn er ekki hægt aö búa til
form fyrir fjölskyldu- og hjóna-
bandstengsl á einhverri hönnun-
arskrifstofu, og einhverjir ,,sér-
fræðingar i ástalifi og hjóna-
bandi” geta ekki heldur upphugs-
aö þau. Þau þróast fyrir tilverkn-
aö félagslegrar reynslu miljón-
anna og geta aöeins oröiö til á
einn hátt — meö tilraunum og
mistökum miljóna einstaklinga.
Að finna þann eina
rétta!
Það sem einkennir lffskerfi er
hæfileiki þeirra til þess aö endur-
nýja sig, aö viöhalda sér. Ef fólk
missti áhugann á kynllfi myndi
allt hitt — f ramleiösla, stjórnmál,
visindi, listir, hugsjónir, o.s.frv.
— allt myndi það samstundis
missa gildi sitt vegna þess aö
mannkynið myndi deyja út. Allt
verður þetta aðeins til svo lengi
sem ástin lifir, ástin milli manns
og konu, sem venjulega er kölluö
„holdleg”.
Það kann aö virðast krafta-
verk, að þegar allt kemur til alls
tekst 95% alira einstaklinga eö
finna þaösem þeir eru aö leita aö
— hinn eina rétta maka!
1 svo alvarlegu máli sem hér
um ræöir getur náttúran að sjálf-
sögðu ekki veriö háö kraftaverk-
um. Allt er fyrirfram ákvaröaö á
traustasta og öruggasta hátt.
Þaö er hrein sjálfsblekking að
ætla, aö hann/hún elski
hana/hann af einhverjum sér-
stökum ástæöum. Akaflega
ánægjulegt og mjög árangursrikt,
en engu að siður sjálfsblekking.
Ast, jafnvel þótt hún kvikni ekki
við fyrstusýn, bregöuralltaf fyrir
sjónir manna rósrauöum gler-
augum, eöa öllu heldur stækkun-
argleraugum, sem gera það að
verkum, aö ioik sér alla hina
jákvæðu eiginleika gagnaöilans
margfaldaöa en hinir neikvæöu
hverfaí skuggann (sjást ekki meö
gleraugunum). Það er þvl ekki
erfitt að skilja, aö þótt fjöldi
hinna ásthrifnu skipti hundruöum
miljóna, þá er hver og einn þeirra
„mestur og bestur”, þ.e. óendan-
lega góður.
Ekkert öðru visi en áður
Þaö er staöreynd, aö ásthrifni
er mjög jafnvægislitið ástand.
Með ti'manum dofna áhrif
gleraugnanna eins og allt annaö,
og ógeöfelld einkenni gagnaöilans
fara aö sjást gegnum þau. Fólk
sem skilur (eða jafnvel getur sér
til um) eöli þeirrar þróunar, sem
þarna á sér staö — hve hún er
eðlileg og óhjákvæmileg — getur
gert ýmislegt við þessu. Þaö
getur reynt að halda gleraugun-
um vel viö (aö því marki sem þaö
er hægt), þ.e. lært að skynja og
meta allt hiö jákvæöa sem bærist
i sál gagnaöilans. Og fólk getur
reynt aö koma i veg fyrir aö þaö,
sem veldur gremju, brjótist fram
i meövitundinni. Með öörum orö-
um, þaö þarf aö eiga stórt og
siendurnýjað foröabúr umburö-
arlyndis og klmnigáfu. An þessa
mun hjónabandiö óhjákvæmilega
sundrast.
Þvi miður veröur hrun ástar-
innar oft meö yfirdrifnum og
harmsögulegum hætti, sem aö
sjálfsögðu stuölar ekki aö hlut-
lausu mati. Enn á ný umturnast
hugarástand fólks, alveg á jafn
einhliða hátt eins og á timaskeiði
hinnar áköfu ástar. Nú hefur
aöeins veriö breytt um formerki,
gleraugun eru orðin „svört” og
vitneskja um jákvæð einkenni og
geröir gagnaöilans er vendilega
bæld niður, en allt, sem er nei-
kvætt, málaö sterkum litum.
„Hvilikur þorpari reyndist
hannekki inn við beinið! ” í reynd
er hann ekkert ööru visi heldur en
hann var — hvorki sérlega góöur
né sérlega vondur.
Þaö er hins vegar i eðli manns-
ins aö vera hleypidómafullur. Og
þar sem fordómar og misskiln-
ingur bera ekki á sér neitt sér-
stakt vörumerki, h’tum viö á þá
sem fullgildan og heilagan sann-
leika. Þessir fordómar eru sér-
staklega sterkir á þvi sviði er
varöar samskipti kynjanna, og
þaö er ekki auöhlaupið aö þvi aö
brjóta niður þennan „múr”, jafn-
vel þótt menn séu vopnaöir opin-
berum tölfræöilegum upplýsing-
um og óhrekjandi félagsfræöileg-
um staöreyndum. En múrinn
verður að brjóta niöur.
Aðgát: Börnin
Hvaö læra menn af því aö rann-
saka hjónaskilnaði? Ástæöuna
fyrir skilnaöinum frá sjónarmiöi
hans/hennar eða þeirra. Það er
einganveginn sönn mynd, heldur
mjög afskræmd, eins og séö i
spéspegli. Hjónaskilnaöargögn
veita einnig mjög litlar upplýs-
ingar. Hvaö þýöir t.d. „ósamþýö-
anlegur”. I mörgum tilfeíium
þýöir þaö sama og „hætti aö fá
kynferöislega fullnægingu”.
Afleiðingin er sú, aö það ástand
skapast, sem venjulega er kallaö
„stríöiö milli kynjanna”. Þetta
stríö hefur sérstaklega slæm
áhrif á vitund og framtiöarhegö-
un afkvæmisins. Þaö er t.d. sorg-
legt, en meö vissum hætti ganga
hjónaskilnaöir i erföir. Félags-
fræöingar hafa fyrir löngu upp-
götvaö, aö jafnvel þótt aöeins
annar makinn sé kominn af fjöl-
skyldusem leystist upp, þá vaxa
likurnar fyrir þvi aö hjónabandiö
leysist upp. I kjölfar hjónaskiln-
aðar fylgir það oft, aö börnin eru
notuð sem vopn til að koma fram
hefndum. Það tjón, sem börnin
verða fyrir aö völdum slikrartog-
streitu um sálir þeirra, er tiu eða
jafnvel hundraö sinnum alvar-
legra heldur en þab áfall, sem
fyrrverandi maki veröur fyrir.
Þaö er ógerlegt að komast hjá
ákaflega persónulegum hrifning-
ar-áhrifum meöan á tilhugallfinu
stendur. Þetta er okkur eölislægt
vegna nauðsynjar viöhalds kyn-
stofnsins. Þaö er einnig
óhjákvæmilegt, þar sem þetta
mikla aðdráttarafl laðar fram
jákvæöustu tilfinningar okkar.
A timabili því, þegar sundur
gengur meö hjónum, eru
persónuleg hughrif I tengslum viö
nauðsyn á viðhaldi kynstofnsins
miklu veikari en áður og leiða
aðeins til neikvæðra tilfinninga.
Þess vegna er bæði unnt og nauö-
synlegt að berjast gegn þeim.
Sem vísindamaður leitast ég
við eftir þvi sem ég get að vera
hlutlaus, aö vera laus viö fyrir-
framskoðanir. Sem karlmaður er
ég þó hlutdrægur. Samúð min er
nálega ætlö meö konunni, ekki
með karlmanninum. Ég er fylgj-
andi „friösamlegri sambúð”
synjanna á þeim grundvelli, aö
tonunni sé veitt tilslökun. Vegna
pess að þegar hinn gagnkvæmi
alekkingarvefur hrynur, er þaö
venjan, aö stærri hluti þjáningar-
innar fellur i hlut konunnar. Og
íinnig vegna þess, aö konan er
viðkvæm vera aö eölisfari, sem
v'ið karlmennirnir ættum aö
amgangast meö nærfærni.
(APN)
Menningarsjóóur vestfirskrar æsku
Eins og undanfarin ár
verða « byrjun ágúst veittir
styrkir úr „Menningar-
sjóði vestf irskrar æsku" til
vestfirskra ungmenna, til
framhaldsnáms, sem þau
ekki geta stundað í heima-
byggð sinni.
Forgang um styrk úr sjóðnum
að ööru jöfnu hafa:
I. Ungmenni, sem misst hafa
fyrirvinnu sina, fööur eöa
móður og einstæðar mæöur.
II. Konur meðan ekki er fullt
jafnrétti launa.
III. Ef ekki berast umsóknir frá
Vestfjöröum, koma eftir sömu
reglum Vestfiröingar búsettir
annarsstaðar.
Félagssvæði Vestfirðingafé-
lagsins er Isafjöröur, Isa-
fjarðarsýslur, Strandasýsla
og Baröastrandasýsla (eöa
allir Vestfirðir.)
Umsóknir þurfa aö berast fyrir
lok júlimánaöar og skulu meö-
mæli fylgja umsókn frá viökom-
andi skólastjóra eöa öörum, sem
þekkir umsækjanda, efni hans og
aðstæður.
Umsóknir skal sendatil „Menn-
ingarsjóös vestfirskrar æsku” c/o
Sigriður Valdemarsdóttir, Birki-
mel 8b, Reykjavik.
A siðasta ári voru veittar úr
sjóðnum kr. 220 þúsund til 5 ung-
menna, allra búsettra á Vest-
fjöröum.
Vegna veikinda formanns Vest-
firöingafélagsins, sem lá á
sjúkrahúsi fleiri mánuöi var litið
um skemmtanir slöastliðinn vet-
ur, en vonast er til að úr þvi rætist
meö haustinu.
Stjórnin.