Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 24

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 24
UOÐVIUINN Sunnudagur 23. júli 1978 A&alsfmi Þjóðviljans er 81333 kl 9-21 mánudaga til föstu- daga, ki. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Grafhýsi Taí Tsúngs Kína- keisara opnað almenningi — Grafhýsi Taf Tsúngs, ann- ars Kínakeisarans af Tang-ætt- inni, hefur veriö opnaö almenn- ingi til sýnis. Grafhýsiö er langt inni í fjalli skammt frá borginni Sian i Sénsf. Eru þar yst fimm hlið úr steini, en slöan tekur viö 250 metra langur gangur inn i grafhýsið sjálft, þar sem margt dýrgripa er varöveitt. Fréttastofan Nýja-KIna segir að grafhýsiö sé svo glæsilegur bú- staöur aö enginn lifandi maöur geti hugsaö sér annan dýrlegri, Keisarinn, sem hét LI Sji-min áöur en hann kom til valda, var uppi 599-649. Margir sagnfræöingar kalla valdatlö Tang-ættarinnar guliöld kínverskrar menningar. Þá voru uppi skáld og listmálarar, som Klnverjar hafa síðan haft I hinum mestu hávegum. Undir forustu þessarar keisaraættar varö Kfna- veldi stórlega voldugt og vel skipulagt. En um siöir uröu inn- rásarmenn og innlendir uppreisn- armenn Tang-ættinni aö grandi. Hún missti völdin áriö 907, eöa rúmum þremur áratugum eftir aölngólfursettistaöl Reykjavik. Birna Norödahl — söfnunin gengur þolanlega, segir Birna Norðdahl — eykur líkur á að þœr komist, segir Emar S. Að undanförnu hefur skákin verið mikið i sviðs- ljósinu, kannski fyrst og fremst vegna framboðs Friðriks ólafssonar, stórmeistara, til forsetaemb- ættis Alþjóðaskáksambandsins. En eins og komið hefur fram i fréttum Þjóðviljans, verður Aðaiþing FIDE haldið i tengslum við ólympiumótið i skák i Buenos Aires i Argentínu. Fyrirhugað er, að þar mæti íslenskar sveitir, ein karlasveit og ein kvenna- sveit, en komið hefur fram, að það muni ekki reyn- ast auðvelt, fyrst og fremst vegna f járskorts. Af þvi tilefni hóf Birna Norðdahl, skákkona, fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við utanför kvenna- sveitarinnar, en alls myndu veljast til fararinnar fjórar islenskar skákkonur. Blm. Þjv. hafði samband við Birnu á dögunum og leitaöi upplýsinga hjá henni um gang söfninvariímar. Kjtað Birna söfnunina hafa gengið þolanlega, þó enn vantaði á, að settu marki yrði náö. Fyrst og fremst hefði verið safnaö meöal vina og vandamanna og góðviljaðs fólks, en einnig hefði verið tekið vel á móti þeim hjá menntamálaráðu- neytinu sem heföi veitt þeim 300.000 krónur og eins heföi Seöla- bankinn gefið 100.000 krónur. Heldur var Birna óhress yfir afstöðu stjórnar Skáksambands íslands, en á Siðasta aðalfundi skáksambandsins hefði þar veriö áætlaðar 3 miljónir króna til utanfarar karlaflokks á Ölympiu- mótiö, en ekki veriö minnst einu orði á kvennaflokk. Sagðist Birna ekki hafa fengið neinar skýringar á, hvers vegna væri staðiö aö málum á þennan hátt, en kvað Einar S. Einarsson, forseta Skák- sambandsins einungis hafa sagt, að stefnt yröi að þvi aö senda kvennasveit. Staðan hjá Skáksambandinu Þessu næst haföi blm. samband viö Einar S., forseta S.l. og bar ummæli Birnu undir hann. Einar kvað það, sem Birna hefði látið hafa eftir sér út af fyrir sig rétt og satt, en þó væri um að ræða misskilning af hennar hálfu, að þvi leyti aö ekki heföi heldur verið veitt neinu fé til utanfarar karlasveitar. 1 fjárhagsáætlun S.I heföi ekki veriö gert ráð fyrir ööru en þvi sem óhjákvæmilegt gat talist, og var sú fjárhagsáætl- un meira að segja lögö fram meö halla, og er háð þvi, aö peningar verði fyrir hendi. Þvi var hins vegar lýst yfir á þessum aðal- fundi, að það væri von stjórnar- innar og stefna aö send yrðu bæöi karla- og kvennalið. Hins vegar þótti ekki rétt að taka aðra liði inn á fjárhagsáætlun en þá er óhjá- kvæmilegir gátu talist. Einar kvað jafnframt þessa eigin fjársöfnun kvennanna mjög lofsvert framtak og sagði það óskandi aö fleiri gerðu slíkt til aö létta róðurinn i fjármálunum. Þær hafa sýnt mikinn áhuga og lagt mikið starf á sig. Hann sagði jafnframt, að stjórn S.l hefði ekki lagt að konunum að safna þessu fé sjálfar, en sagði að vissulega mæti stjórnin þetta mikils. Að sögn Einars er i undir- búningi heildarfjársöfnun fyrir bæði liðin á ólympiuskákmótiö, og veröur ekki greint á milli karla og kvenna i þeirri söfnun. „Söfnun kvennanna eykur hins vegar likurnar á, að takist aö senda tvær sveitir utan. En það er hins vegar engan veginn vist að viö getum sent karlasveit. Við munum að sjálfsögðu senda þá sveit sem kemur til með að hafa aflað megninu af sinum farar- kostnaði.” Eingöngu kvennasveit? Einar var þá spurður að þvi, hvort svo gæti f^rið, að eingöngu yrði send kvennasveit. ,,Ég vona nú aö þaö verði ekki, við höfum alla tlð frá 1952 verið með I ólympiumótum, þó það væri tæpt seinast 1976, að okkkur tækist aö senda sveit á Ólympiu- mótið i Haifa I Israel, og við telj- um það nú eiginlega alveg nauð- synlegt, ekki sist vegna þess aö viö verðum i sviðsljósinu vegna framboðs Friðriks, að hafa karla- sveit þarna.” Að lokum gat Einar þess, að þegar hefði verið valiö lið til skákæfinga fyrir Olympiumótið, og hefði það verið gert I mai siðastliðnum. I karlasveit voru valdirþeir Friðrik Ólafsson, Guð- mundur Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannesson, Helgi Ólafsson, Haukur Angantýsson, Margeir Pétursson, Jón L. Arnason og Ingvar Asmundsson. Sex þeirra veröa svo valdir til Ólympiufar- arinnar. Til æfinga i kvennasveit voru svo valdar þær Birna Norð- dahl, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Svana Samúelsdóttir, Aslaug Kristins- dóttir og Sigurlaug R. Friðþjófs- dóttir. En i kvennaliði verða fjór- ar konur. Að endingu skal það tekiö fram, að framlögum i söfnun til handa k vennaliöinu i skák er veitt móttaka m.a. hjá Birnu Norö- dahl, en hún er i síma 84132. —jsj. RAFIÐJAN/ Aðalumboð Kirkjustræti 8, s.: 19294- Girmi raftækin fást í öllum helstu raftækjaversl ............,.................................- Skákkonur safna til Ólympíufarar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.