Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. jiili 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Elín Torfadóttir, fóstra: Logið í ársskýrslum Fyrir stuttu birtust i Þjóðviljan- um „verksmiöju’-viðtöl við Berg Felixson tramkvæmdástjóra. t þessum stuttu fréttaviðtölum komu fram þessir venjulegu yfir- borðsfrasar sem hafa verið árleg- ir viðburðir. Ég var að vona að nú myndi blaðamaður Þjóðviljans rekja garnirnar Ur framkvæmdastjór- anum og sþyrja einhverra dýpri spurninga um hinn raunverulega vanda dagvistunarmála, sem við er að etja. En þekkingarleysið eða áhugaleysið virtist vera jafnt hjá blaðamanninum og fram- kvæmdastjóranum. Málaflokkur þessi er mjög umfangsmikill, en athugum örstutt nokkur augljós dæmi. Dag vistunarstofnanir hér f Reykjavfk eru allt of fáar og það er almennt viðurkennt. Fullkom- in lausn þeirra mála fæst ekki nema fjölga heimilum — það er augljóst. Biðlistar eru marklausir Ef við byrjum aðeins á þessum svokölluöu biðlistum, sem alltaf er verið aö flagga með framan f fólk, þá eru þeir eitt marklaus- asta plagg sem hugsast getur. Og markleysi þeirra felst i því aö á þá fá ekki aðrir að komast nema svokallaðir forgangshópar, sem virðastveraorðnirnokkurs konar náttúrulögmál. Tökum dæmi: Ung hjón eiga eitt barn, hann vinnur verkamannavinnu, hún i verksmiðju.Þauhafakomist yfir (eða eru að reyna að komast yfir) litla íbúð, skuldasúpan hvolfist yfir þau og ef minnsta von á að vera til að halda ibúðinni verða bæöi að vinna. Konan snýr sér til skrifstofu dagvistunar (áður Sumargjafar) en fær svarið: „Oti- lokað, þú hefur fyrirvinnu”. Það þýðir ekkertað segja að kaup eig- inmannsins fari eingöngu til greiðslu á skuldum. Þaö fellur ekki i hiö staölaða kerfi forgangs- hópsins, þau fá ekki einu sinni aö skrifa sig á táðlistann. Svona og svipuð dæmi sem flestir kannast við kæmu til svo hundruðum skipti á ári hverju, ef ekki væri búið að gera forgangshópa að náttúrulögmáli — og fólk leitar ekki til þeirra sem eiga aö aðstoða og ráðleggja fólki. Fólk kemst ekki á biðlista dagheimil- anna,en svo er biðlistanum veifað framan i borgarbúa árlega sem heilögum sannleika fyrir eftir- spurn á slikum stofnunum. Og framkvæmdarstjórinn er sjálf- sagt mjög þýðingarmikill þegar hann tilkynnir niðurstöður sinar og blaðamaður Þjóðviljans skrif- ar þetta samviskusamlega niður og setur ekki einu sinni upphróp- unarmerki eftir tölunum. Þessa tölfræöilegu fölsun þarf að afnema þegar i stað. Ekki það að fólk sé svo mikið bættara að fá að vera á biðlistum, en borgararnir eiga rétt á að sjá hver bin raun- verulega þörf er. Börn háskólaborgara eru i þessum svokallaða forgangshóp — þar jaörar við að aðrir skólar gleymist — en þá skýtur þar skökku við, þau eða foreldrar þeirra þurfa ekki að eiga lög- heimili i Reykjavik, sem krafist er af öðrum. Það má á engan hátt bitna á þessum börnum, en er ekki eðlilegt adoreldrar sem alla tið hafa greitt skatta til Reykja- vikurborgar og eru útilokuö frá barnaheimilum borgarinnar vilji Elln Torfadóttir láta athuga, hvort Reykjavikur- borg eigi ein að greiða þennan kostnað. Ég viðurkenni skýlausan rétt barna háskólaborgara til dagvistunar, en mig hefur oft furðaðhve sá forgangur er algjör. Og aðstæöur annarra barna kannske mun verri. Þegar ég hugleiði að ég hef starfaö á barnaheimilum frá 1946 og hef kynnst vel mörgu af háskólafólki Jgflestu að góðu einu þá hefur mig oft undrað að þetta fólk sem er eða hefur verið borgarfulltrúar, alþingismenn og i ýmsum öðrum áhrifastöðum innan þjóðfélagsins að það skuli ekki vera öflugra i baráttunni fyrir fjölgun dagvist- unarstofnana. — Bæði hefur það sjálft veriö börn á dagvistunar- stofnunum og/eða haft börn sin þar; þá þykir mér sljóleiki þeirra sorglega mikill. Hvar er sveigjanleik- inn? 1 yfirborðslegu froðusnakki framkvæmdastjórans kemur fram að örlað hafi á sveigjanleika i rekstrarformi — en sannleikur- inn er sá að Sumargjöf (Reykja- vikurborg) hefur rekið dagheim- ilin I algjörri stöðnun, og hafi starfelið verið með ábendingar Líkan af húsinu sem Jónas bjó í Menntamálaráðuneytiö hefur beint þvi til þjóðminjasafnsins að það láti gera likan af húsi þvi sem Jónas Hallgrimsson bjó slöast i og fótbrotnaði i stiga þess i Kaup- mannahöfn. 1 frétt ráðuneytisins segir: „Jónas Hallgrimsson bjó siðast i Kaupmannahöfn i húsinu nr. 22 við Skt. Peders Stræde. Mennta- málaráðuneytiö hefur farið þess á leit við Þjóöminjasafnið að það láti gera eftirlikingu af húsinu i stæröinni 1:50, bæði útliti þess og framhlið næstu húsa við götuna, svo og hluta af húsinu hið innra (anddyri, stiga og herbergi sem skáldiðbjó i). Ahúsinu ertaflaúr eir, sem frú Ingeborg Stemann, cand. mag., hlutaðist til um aö komið yrði fyrir þar, en Arne Finsen, húsasmlðameistari gerði uppdrátt aö töflunni. A henni stendur: „Den islandske digter Jónas Hallgrimsson, födt pá gaarden Hraun I öxadal 16. November 1807, död I Köbenhavn 26. mai 1845 havde der sin sidste Bolig.” — Húsinu mun hafa verið allmikið breytt, einkum neðstu hæðinni, hliðinni sem snýr að göt- unni. Húsið er ekki friðlýst. Talið er unnt aö fá upplýsingar um hvernig húsið hafi litiö út á þeim tima, er Jónas bjó þar. Þótt hér sé serstaklega nefnt hús það, sem Jónas Hallgrimsson bjó i, þá er ástæöa til aö hafa sama hátt á um fleirj hús, svo sem hús Jóns Sigurðssonar, öster- voldgade 12. Þá telur ráðuneytið æskilegt að setja minningar- eða uþþlýsinga- töflu á ýmis hús í Kaupmanna- höfn og á staði sem á einn eða annan hátt eru sérstaklega tengd- ir sögu Islands. Slikt yrði vegfar- endum til fróðleiks og minnir á hin miklu tengsl viö Kaupmanna- höfn og Danmörku um langan aldur.” um sveigjanleika hefur kerfið verið vita liðamótalaust, neitaö ábendingum og þær vægast sagt verið mjög illa séöar. Tökum örlitið dæmi: Þessa dagana er margt foreldrí i stökustu vand- ræðum vegnalokunar þorra barna* heimila. A Sumargjöf/Reykja- vikurborg að ákveða hvenær foreldrar taka sumarfri? Sumar- fri eru samkvæmt lögum frá 1. maí — 15. sept. en forráðamenn dagvistunarstofnana hefur aldrei varðað neitt um það. Þegar ég ásamt góðum samstarfsstúlk- um var i leikskólanum i Tjarn- arborg, höfðum við þann háttinn á aö starfsstúlkur skrifuðu óskir sinar um sin sumarfri i mars-april, börnin fóru i fri þegar þeirra foreldrum hentaöi, við tók- um inn svokölluð sumarbörn, og starfsstúlkur kannske úr skólum sem vildu afla sér starfsþekking- ar á þennan hátt komu ef nauðsyn var á, og oft vantaði þá sumar- vinnu fyrir slikt fólk — allt fannst okkur þetta ágætt, en Sumargjöf var þó alltaf óánægð,og fékk ég margt hnútukastið þaðan fyrir vikið. Það virðist enginn skilja að foreldrar, frekar en aðrir laun- þegar, ráði ekki alltaf sinu sum- arfrii, þetta eyðileggur orlof fjölda foreldra. Tilkynnt er t.d. lokun frá 15. júli til 15 ágúst, foreldrarhafa fengið sumarleyfi i júni eða september, hvernig eiga þau að fara að? Það kemur Reykjavikurborgekki við —þetta er nú allur sveigjanleikinn. Leikskólar eru opnir á timan- um kl. 8-12 og kl. 1-5 með mögu- leika á að sækja 15-30 minutum siðar, ef þörf er. Móðir sem hefur barn sitt-I leikskóla seinni hluta dags t.d. i Arbæ eða Breiðholti, þar sem eru mjög fáir vinnustað- ir, hefur engan möguleika að ná I barnið á þessum tima þótt þær vinni til kl. 5, hvaðþá þær sem vinna tilkl. 6 — maður þorir varla að minnast á þær sem vinna i fiski. Er einhver þörf á sveigjan- leika þarna? Það hefur ekki verið mál sem forráðamönnum Sumar- gjafar (nú Reykjavikurborg) hafa nokkuð komið viö. Færar leiðir Gredn min er orðin lengri en ætlað var, tilefni hennar var að mér hefði fundist að það blað sem vökulast hefur þó verið um dag- vistunarmál ætti ekki ^ð taka athugasemdalaust við þessu venjubundna yfirborðstali fram- kvæmdarstjórans. Hitt væri Fólk kemst ekki á biðlista dagheimilanna en svo er biðlistanum veifað framan i borgarbúa árlega sem heilögum sannleika um eftirspurn á slikum stofnunum. freistandi og gerist ef til vill, ef timi leyfir, að ræða betur um hverjir verða harðast og verst úti með núverandi ástandi. Hvort það sé algjört skilyrði úrbóta að byggja öll barnaheimili eftir verðlaunateikningum og að þau kosti 100 miljóna? Ýmsar aðrar leiðir eru til, skjótvirkari og auð- veldari. Rekstrarform og rekstr- arhættir hinna ýmsa tegunda dagvistunarstofnana verður að miða við atvinnuhætti og vinnu- tima; þarna þarf að vera að verki frjóog skapandi hugsun og þarna þurfa að leggja hönd á plóginn hinir ótrúlega mörgu, sem hafa vilja til að sjá að úrbóta er þörf i þessum efnum. Þetta verður ekki leyst með gervimennsku af ráða- fólki þó að þaö gangi með stóra og þunga skjalatösku. Það væri einnig freistandi að ræða hvortallir foreldrar ættu að greiða sama mánaðargjald eða hafa það mismunandi eftir efnum og aðstæðum eins og viða tiðkast erlendis (hér verða margir að sæta gjaldi dagmömmunnar, sem er I flestum tilfellum mikið hærra en hjá Reykjavikurborg). Freist- andi væri einnig að gera saman- burð á hvað lægstlaunuöu stéttir borgarinnar verða harkalega úti með þessa þjónustu. Yfirgnæf- andifjöldi ungra mæöra vinnur ut- an heimilis — það er sú þjóölífs- breyting sem orðið hefur á sið- ustu áratugum, borgarfélag verður að samhæfa sig þessum þjóðfélagsbreytingum; ef svo verður ekki, gjalda börnin þess og það vill enginn okkar. Elin Torfadóttir, fóstra. Sumarbúðir Verkalýðsblaðsins Um Verslunarmannahelgina, 5.-7. ágúst n.k. heldur VERKA- CýÐSBLAÐIÐ Sumarbúöir á tveimur stöðum I landinu — I ná- grenni Reykjavikur og Akureyrar. A dagskrá verður m.a.: • Kennsla i ferðalagafræðum, ss áttavitanotkun, kortalestri o.fl. • Gönguferðir og fjallgöngur við allra hæfi • Iþróttir ss blak, knattspyrna, reiptog o.m.fl. • Pólitiskar umræður m.a. um alþjóðaástandið, stofnun kommúnistaflokks og fjöldastarf. • Kvöldvökur með fjölbreyttu skemmtiefni, söng og dansi. Þátttakendur sofa I tjöldum, en aðstaða verður I húsi fyrir börn, samkomuhaid og matseld. Barnagæsla verður, og sérstök dagskrá fyrir börnin. Fullt fæði er innifalið I verði, sem verður stillt I hóf. Heilsugæsla til staðar. Viljir þú taka þátt I framsæknum Sumarbúðum, þar sem holl útivera, margvlsleg skemmtun og pólitiskar umræður eru samtvinnaðar, hafðu þá samband við eftirfarandi aðila sem fyrst. Þeir veita allar frekari upplýsingar. Akureyri (Búðir norðanlands): Reykjavík (Búðir sunnanlands) ; Bókabúð Október Óðinsgötu 30 Slmi: 29212 Opnunartimar: 17-19 virka daga 13-15 laugardaga Þórarinn Hjartarson Spitalavegi 17 Simi 24804 FRAMSÆKNAR SUMARBÚÐIR - TIL EFLINGAR BARATTU ALLRAR ALÞÝÐU!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.