Þjóðviljinn - 23.07.1978, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Qupperneq 5
Sunnudagur 23. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af eríendum vattvangi Fyrir skemmstu bár- ust þau tiðindi, að aust- ur-þýskur hagfræðing- ur og marxisti, Rudolf Bahro, hefði verið dæmdur i átta ára fang- elsi i Austur-Berlín. Dómur þessi kom mjög á óvart, þvi almenning- ur hafði alls ekki fengið að vita um að réttarhöld væru hafin i máli hans. Málið átti bersýnilega að fela i ,,myrkri og þoku”. Leiðtogar SED: Honecker, Ulbright, Willy Stoph. Bahro vann fyrir þeirra flokk I aldarfjórbung. Rudolf Bahro: kerfið er ekki fært um að leiðrétta sig sjálft. Marxísk gagnrýni metin til landráda í DDR Bahro hefur reyndar setiö i fangelsi i tiu mánuði eða siðan i ágúst 1977. Nú hefur hann verið dæmdur fyrir landráð. Sök hans er sú, aö hann hefur gefið út marxiska skilgreiningu á ásig- komulagiog þróunarmöguleikum hins austurþýska samfélags. Ýmsum þeirra sem lesið hafa bókina hefur meira að segja fund- ist að Bahro sé sérlega rétttrúað- ur marxisti i mörgum greinum. Átta ár fyrir bók Sú bók sem Rudolf Bahro er dæmdur fyrirkom út i fyrra á for- lagi vesturþýsku verkalýöshreyf- ingarinnar. Bókin heitir „Val- kosturinn — framlag til gagnrýni á þeim sósialisma sem til er”. (Þess skal getið að formúlan „sósialismi sem til er i raun og veru” er sovésk og austur- evrópsk, með henni vilja austan- menn minna vestræna villumenn á marxisma á að það sé auðvelt að smiða fallegar kenningar en ekki sé mark á öðru takandi en þvi sem til er). Rudolf Bahro gerði starfsbræðrum sinum 1 þeirri stofnun, sem hann vann við, grein fyrir hugmyndum sin- um á hreinskilinn hátt, sem og þvi, aöhannhefði reyntað fá bók- ina birta á forlagi i DDR, en ekki fengið. Eftir að bókin kom út átti Bahro viðtal við vesturþýska vikublaðið der Spiegel og skömmu seinna var hann hand- tekinn. Meðan hann sat i gæslu- varðhaldi tókst honum að eiga annaö langt viðtal við sjálfan sig og smygla þvi út fyrir. En hinn strangi dómur mun að likindum koma i veg fyrir að þessi marxisti fái að verja skoðanir sinar f riki sem leggur nafn Karls gamla Marx við hvern tittlingaskit á degi hverjum. Langur ferill í flokknum Vegna útgáfu bókarinnar er Bahro dæmdur fyrir „samstarf við erlend riki”. Ferill hans er reyndar þeirrar tegundar, að mjög þætti til fyrirmyndar þegn- um Þýska alþýðulýöveldisins. Bahro er ungur maður, fæddur 1935. Arið 1952 verður hann bið- meðlimur I hinum rikjandi flokki, SED, og fúllgildur meðlimur 1954. Siðan lagöi hann stund á heim- spekinám og vann að blaða- mennsku við stúdentablöð og fyrir verkalýðsfélögin. Siðan 1967 hefur hann veriö framarlega i hópi hagfræöinga sem starfa inn- an iðnaðarins. Bók hans, sem út kom i Vest- ur-Þýskalandi i 80.000 eintökum, er lýst sem landráðaverki m.a. vegna þess aö hún er að verulegu leyti byggð á hagskýrslum. En það er mikill siður bæði i Aust- ur-Þýskalandi og Sovétrikjunum að gera ótrúlega mikinn hluta af venjulegum skýrslum um gang framleiðslunnar að einskonar leyndarmálum. Með dómnum yfir Rudolf Bahro er bersýnilega verið að gefa sérstaka viövörun ætluð vestrænum blööum né held- ur fjarlægum heimspekingum, heldur beinir hann máli sinu beint til forystu- og ábyrgöarmanna i rikiskerfi og flokkskerfi i DDR. Og haft er fyrir satt, að rit Bahros gangi þar manna i milli i endur- sögn, enda þótt það gæti verið hættulegt starfsframanum að vera staðinn að þvf að eiga slika bók. Vel skjalfest gagnrýni Bahros og raunpólitisk markmið hans eru sögð lyfta verki hans veru- lega upp yfir þá gagnrýni á kerfið Bók hans heitir „Valkosturinn.... þeim, sem reyna vilja aö beita marxiskum fræðilegum rökum á ófegraðar upplýsingar um ástand efnahagslifsins. Eitt af þvi sem hinn austurþýski dómstóll gerir til að niðra persónu Bahros og draga úr gildi hans sem sósialisks gagnrýnanda er það, að i greinar- gerðfyrir dómnum er þesshvergi getið að Rudolf Bahro hefur i 25 ár verið virkur og ábyrgur félagi i hinum rikjandi flokki, SED. Þekkir sitt heimafólk En þótt austurþýsk blöð hafi þagað um mál Bahros — að undanskildri tilkynningu um dóm sem þegar hefur verið upp kveö- inn — og þótt þess sé þar hvergi getið hver ferill hans hefur verið, þá verður framlag þessa manns ekki með neinu móti tekið út úr austurþýsku samhengi. Bahro þekkir sitt samfélag ofur vel „innan frá” og gagnrýni hans er mjög vel skjalfest og laus við há- værar alhæfingar. Hún er hvorki sem bókmenntamenn og heim- spekingar hafa látið frá sér fara. Sumir bera verk hans saman við umdeilt skjal sem vesturþýska vikuritið Spiegel birti nálægt ára- mótum og taldist samið af leyni- legum hópi innan SED, sem kall- aðist „Samband þyskra lýöræðis- sinnaðra kommúnista”. En bók Bahros er talin laus viö þann slagorðaflaum sem gerði fyrr- nefnt skjal tortryggilegt i augum margra, einnig hins þekkta aust- urþýska visindamanns, kommún- ista og andófsmanns, Roberts Havemanns. Getur kerfiö breyst? Gagnrýni Bahros á ýmislegt sameiginlegtmeðþeirri gagnrýni sem Evrópukommúnistar hafa haft í frammi á „þann sósialisma sem til er” — og er hann þeim þó ekki sammála t.d. i málsvörn þeirra fyrir margra flokka kerfi — einnig I sósialisma. Bahro hefur fyrst og fremst hugann við efnahagslega veikleika hins aust- urþýska samfélags, við það sem til þarf til að það geti tekið veru- legum efnahagslegum framför- um. Gagnrýni hans beinist þá gegn ráðandi stofnunum flokks og rikis. Sá skortur á lýðræði, frelsi og jafnrétti sem i þessum stofn- unum rikir endurspeglast i þvi samfélagi sem flokkurinn, SED, hefur tekiö forystufyrir. Og fylgir þessu firnaleg sóun, eins og Bahro rekur itarlega, skrif- finnskuspilling og bæling frum- kvæðis og sköpunarhvatar vegna tilhneiginga kerfisins til að stimpla ýmisleg nýmæli i stjórn- un sem tilræði við rikið. Bahro telur, að bygging hins austur- þýska samfélags sé oröin það steinrunnin, að það geti ekki endurnýjað sig. Þessa hugsun oröar hann si sona: „Vegna einokunarbygging- ar sinnar og vélræns starfsstils geta hinarpólitiskustofnanir ekki breytt sér sjálfar með virkum hætti”. Þetta er svipuð hugsun og er efst á baugi hjá þeim vestur- evrópskum marxistum sem hafa gagnrýnt hina austurevrópsku reynslu: að þvi kemur, að einmitt „alræði öreiganna” (m.ö.o. vald- einokun flokksforystunnar) leiðir til þess að ekki eru lengur virkir þeir samfélagsþættir, sem sjá til þessaðsamfélagið geti „leiðrétt” sjálft sig. Hugsanlegar leidir Bahro sér ekki aðra lausn en að rjúfa valdeinokun hins rikjandi flokks og stofna ný samtök kommúnista, sem yrði lyftistöng- in i þvi að breyta efnahagskerf- inu. Eitt einkenni þess sósialiska samfélags sem Bahro vill keppa að, er það, að reynt er aö brjóta niður vegginn sem skriffinnska valdeinokunarinnar hleður á milli stjórnenda og „óbreyttra”. Hann vill til dæmis fara i fótspor Kin- verja, sem hafa reynt að senda skriffinnana i likamlega vinnu og láta verkamennina stjórna á meðan (hvaðsem verður nú undir stjórn Húa Kúo-fengs). Bahro lit- ur vonaraugum til menningar- byltingar sem hann vill etja á hin kapitalisku einkenni rikissósial- ismans. Bahro vill og lita á s jálf- stjórn verkamanna eins og hún er iðkuð i Júgóslaviu sem möguleika fyrir Austur-Evrópulönd til að þokast nær sósialisma. Gegn neysluhugsjón Þrátt fyrir stirðan gang efna- hagskerfisins i DDR á ýmsum sviðum hafa meðallaun austur- þýskra verkamanna farið veru- lega hækkandi á sl. áratug. I þvi samhengi ber Bahro fram gagn- rýni sem likist mjög þeirri sem vestrænir marxistar hafa borið fram á hugsjónir „neysluþjóðfé- lagsins”. Hann ásakar þá ráða- menn sem nú sitja, um að hafa ekki upp á neitt annað að bjóða en aukna einkaneyslu (sem um leið er þeim annmörkum háð að haltraá eftir þeirri vesturþýsku). Bahro rekur það, hvernig þessar neysluhugsjónir, sem eiga sér sinn hápunkt i einkabilnum, ein- angri verkamenn og sundri þeim sem „privatneytendum” ogverði harla litið svigrúm afgangs fyrir hugsjónir sósialismans. Vill ekki fara Það hefur verið nokkur siður i DDR að undanförnu, að láta póli- tiska fanga lausa eftir svo sem tveggja ára fangavist og leyfa þeim að fara til Vestur-Þýska- lands? greiða Vestur-Þjóðverjar um 50.000 mörkfyrir hvern mann sem I þessum sérstæðu viðskipt- um lendir. Hinsvegar hefur Rudolf Bahro marglýst þvi yfir, aðhann vilji ekki taka þátt I þess- um viðskiptum, og vilji hann vera áfram i DDR og berjast áfram fyrir sinum skilningi á samfé- laginu og nauðsyn þess. Bahro vill m.ö.o. ekki deila örlögum með skáldunum Biermann og Kunze eða prófessor Seiffert, áður yfirmanni Alþjóðaréttar- stofnunar Akademiu DDR — sem allir hafa farið — eða verið neyddir til að fara — i útlegð til Vestur-Þýskalands. Robert Havemann var áður til nefndurj kommúnisti sem Hitler dæmdi til dauða, var rekinn frá kennslu við háskóla i Vest- ur-Berlín fyrir róttækni og frá kennslu og visindastörfum i Aust- ur-Berli'n fyrir annan skilning á marxisma en þann sem ráða- menn hafa. Hann hefur komist svo að orði um þá bók sem Rudolf Bahro hefur nú fengið átta ára fangelsi fyrir: „Bahro er mjög merkur maður að minu áliti og bók hans hefur mikla fræðilega þýðingu. Pólitisk áhrif uppgjörs hans við DDR-sósialismann munu ekki likjast þórdrunum. Gagnrýni hans verkar hægt. En það er eng- inn vafi á þvi, að rödd hans verður talin einkar þýöingarmikil i sögu verkalýðshreyfingar sam- timans” áb. tóksaman.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.