Þjóðviljinn - 23.07.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Side 11
Sunnudagur 23. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Loadlng Bay Ground Level Lyttelton and Olivier Entrance : ** -Ch Hér sjáum við þverskurð af einni hæð hússins. í>ar sem stendur 24 er Cottesloe leikhúsið, sem hægt er að breyta að vild, en nr. 10 er áhorfendasalur Lyttelton, 11 er sviðið og 12 og 13 rými fyrir leik- myndir. 23 er hringpallurinn á Oliver leikhúsinu, 22 er op niður I leikhúsið til að gefa birtu i búningsklefana I kring. 18 og 19 eru æfingasalir, 17 og 20 vinnu- salir fyrir leikmyndir. 7, 8 og 9 eru anddyri. sjálft sviðið og er þetta svið mikið notað þegar erlend leikhús koma með gestaleiki til London. betta leikhús er, eins og nær öll bygg- ingin, með ómáluðum stein- veggjum og gifurlegum fjölda ljóskastara, sem allir eru tölvu- stýrðir. Þessir 540 kastarar i Lyttelton eru stilltir fyrir hverja sýningu og þarf ekki að hreyfa á milli sýninga þótt mörg verkefni , séu I gangi þar í einu. Oliver — opið svið I Oliver leikhúsinu er helsta leiksvið hússins nefnt eftir Laurence Olivier, sem var fyrsti leikhússtjóri Þjóðleikhússins (1962-1973) eöa á meðan það starfaði enn i Old Vic leikhúsinú. Þetta svið er helsta stolt hússins, tekur 1160 áhorfendur. Sjálfur segir Olivier að eftir aö Lasdun hafi gert stjórn leikhússins ljóst að ekki væri hægt að hafa aðal- svið hússins algerlega hreyfan- legt, hefði hugmyndin um þetta hálf-hringsvið kviknað. Svið, sem sameinaði það besta úr leiklistar- sögunni og það besta sem nútim- inn þekkir, svið sem er tæknilega fullkomið en byggir jafnframt á sérstöðu leikhússins, — leikaran- um sjálfum. Fjarlægðin á milli leikara og áhorfanda er næstum engin, sviðsopið ekkert — aðeins kringlóttur pallur fyrir leikarann að leika á með óskilgreindu rými aftan við og til hliðar til að leika á ef vill og áhorfendur i hálfhring við fótspor leikarans. Ungi maðurinn sem sýndi okk- ur leikhúsið, hafði mörg orð um fullkomna tækni þessa leikhúss. Ljósakerfið er tölvustýrt og er svo fullkomið að hversu rækilega sem leikarinn þvælir með textann sinn á það að geta fært sig fram og aftur i leikritinu. Hver kastari getur „munað” allt að 300 ljósa- breytingar og stundum fannst manni (á leiksýningunni) að ljós- in breyttust næstum viö hvert orð sem sagt var á sviðinu. Hvort þessi tæknifullkomnun auðveldar leikaranum eða gerir honum erfiðara fyrir læt ég ósagt, eða hvað skyldi gerast ef leikarinn gefur stikkorð sem alls ekki er til i handritinu? Ungi maðurinn hafði svar við þessu — tveir ljósa- menn eru alltaf til vara tá að grípa inn I tæknina þegar þörf er á mannlegu hugviti til að keyra sýninguna áfram. Og þá vaknar spurningin, ef það þarf hvort eö er að hafa tvo ljósamenn á sýn- ingunni — er þá ekki alveg eins gott að þeir stjórnibara ljósunum sjálfir upp á gamla mátann? En þetta er nú kannski ihaldsemi i mér, en ég get ekki gert aö þvl að ég hræðist of mikla tækni I leik- húsi. Kvikmyndahús og bló geta boðið upp á slikt (og kannski lika miljónaþjóðir eins og bretar) en það veröur aldrei hún sem gerir gæfumuninn. Og ef hún verður til þess aðauka álagið á leikaranum ogfærahann fjær áhorfandanum, þá er hún ekki lenggr til góðs. Hringpallurinn sein er leiksvið- ið I Oliver er útbúinn með lyftum, sem geta hækkað og lækkað hluta sviðsins. Þetta kerfi er lika tölvustýrt, en eftir þvi sem leiðsögumáður minn um leikhúsið sagði, er þessi tölva óvinnufær ennþá — hún fæst ekki til að starfa og eng- inn veit af hverju. Á hverri nóttu að lokinni ieiksýningu tekur hóp- ur manna til við aö reyna að koma fyrir haná vitinu, en það hefur ekki tekist ennþá. Að sjálf- sögðu er hér um að ræða tækniút- búnað sem hvergi annarsstaðar er til i heiminum og þvi erfitt að sjá fyrir hvernig hann muni reyn- ast. Þvi mun aöeins tlminn skera úr um hvort unnt verður að fá tölvuna til að láta að stjórn, eða hvort hún ætlar að verða duttlungafyllsta primadonna leikhússins i framtiðinni. Hljómburður I Oliver leikhús- inuhefur verið nokkuð gagnrýnd- ur, sagði mér leikhúsfólk I London, en allt loftið i áhorfenda- salnum er „laust”, þ.e. hægt er að stilla flekana og reyna sig áfram meðhljómburöinn. Það mun hafa sannast hér sem marga grunaði, að hljómburð er býsna erfitt að reikna út fyrirfram, þótt likan liggi fyrir, en núverandi leikhús- stjóri,Peter Hall, mun hafa lofað þvi I breskum blöðum, að skammt sé i að hinn æskilegi hljómburður I Oliver leikhúsinu finnist, Gagnrýni á gjaldþrots- timum Það kostaði 17 miljón pund (aö mestu greitt af rikinu) að byggja leikhúsið. Breska rikið hefur ver- ið i miklum fjárkröggum undan- farin ár og það fer ekki hjá þvi að mennhafi gagnrýnt þau f járútlát, sem byggingin hefur krafist af rikinu. Of mikil yfirbygging á stofnuninni, of mikið lagt i tækni- undrið segja sumir — of litið af peningum ferútlsveitirnar af þvi fé sem varið er til menningamála segja aðrir. Ýmsir hafa lika gagnrýnt að svo mikið fé skuli vera lagt i tæknina, og segja að hér sé ekki um svo mikinn vinnusparnað að ræða (eins og forsvarsmenn leik- hússins segja) þvi að þótt tæknin geri mönnum kleift að skipta um svið á augnabliki, þá þarf alltaf að hafa sviðsmenn til vara, ef eitthvað ber út af. „Eini munur- inn er sá að nú geta tæknimenn- irnir setiö I kaffi alla sýninguna á enda”, sagöi leikari nokkur og ég sel þet ta ekki dýrar a en é g key pti. Á leiksýningu i Oliver Til þess að fá miða á margróm- aða sýningu I Oliver leikhúsinu þurfti að mæta fyrir klukkan 10 um morgun. Fengum við siðustu sætin i' húsinu, sæti rétt við sviðið sem aðeins eru látin snemma á morgnana. Ég beið spennt eftir að sjá Makbeð og frú leikin af Albert Finney og Dorothy Tutin i þessu nýja húsi. Og ég varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Auðvitað eru það leiksýningarnar sjálfar sem skera úr um ágæti eins leikhúss en ekki byggingin, en það verð ég þó aö segja að Oliver leikhúsið er eitthvert stór- kostlegasta leikhús sem ég hef komið I. Það er aldeilis ótrúlega vel heppnað, — þrátt fyrir stærð þess. Að sitja á meðal 1160 áhorfenda og finna samt þessa miklu nálægö viö leikarann — sjá frú Makbeð flytja nætursenuna grafkyrra I sömu sporum á þessum tóma palli — það var ógleyman- legt.Og núkomuöllljósin að góðu gagni, þvi leikmynd var engin, enda býður sviðið ekki upp á það. Ljósin breyttu sviöinu og andrúmslo ftinu stööugt. 1 allri þessari fullkomnun kom þó fyrir atvik, sem öllheimsins tækniund- ur geta ekki komiö i veg fýrir, — atvik sem minnti mann þægilega á að leiklistin er og veröur alltaf list augnabliksins. Frú Makbeö missti hárkolluna. Eftir sýninguna á Makbeð fór ekki hjá þvi aðmaður bæri saman sýningu sem ég sá kvöldið áður hjá Royal Shakespeare Company, þar sem einnig var leikið á kringlóttum palli, en hann var bara inni á miðju rammasviðinu á Aldwych leikhúsinu. Þvilíkur munur að vera i Oliver leikhús- inu, laus viö rammann og með sýninguna svo að segja i kjölt- unr)f| l#vi má svo bæta við að i sliku leikhúsi er ekki hægt aö hafa öryggistjald fyrir sviðsopinu. All- ar leikmyndir sem notaðar eru i Oliver eru gerðar úr sérstökum viði, sem ekki getur brunniö. Reyndar hefur tilhneigingin verið aö nota sára litla leikmynd af hinu sigilda tagi og margir spá að sú þróun muni halda áfram i framtiðinni, ekki bara vegna hins gifurlega kostnaðar við að smiða stórar leikmyndir, heldur ekki siður vegna þess að leikhúsið mun i framtiðinni byggja æ meira á sérstööu sinni umfram sjónvarp og kvikmyndir, list augnabliks- ins, — list leikarans. þs Þjóðleikhúsið á bökkum Thamesár. rii.pi i Svona litur Oliver leikhúsið út. Hægt er að gera miklar breytingar á sjálfu sviðinu og inngönguleiðir á sviðið eru fjöldamargar. Þegar leikið er fremst á sviðinu eru mest notaðar inngöngudyr sem eru frammi i salnum undir áhorfendastúkunum. Aftast I sainum eru fjórar hljóðeinangraðar „stúkur” þar sem leikstjóri, ljósamenn og annað starfsfólk geta fylgst meö sýningunni. í hverju sæti I salnum er há- talarakerfi, sem hægt er að tengja heyrnartæki við og hlusta þannig á alla sýninguna túlkaða á viðkom- andi tungumál. Er slikt einkum gert þegar stórir hópar útlendinga koma á sýningarnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.