Þjóðviljinn - 23.07.1978, Side 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júll 1978
/ hinu nýja
Þjóðleikhúsi
Breta:
ÞRJÚ
LEIKHIJ S
UNDIR
SAMA
ÞAKI
hvaöanæva úr heiminumkomi til
London til aö sjá leikhúsiB. Það
reyndist þvi fyrirhafnarlitið að fá
að skoða húsið i fylgd leiðsögu-
manns áður en sest var inn á
margrómaða sýningu á Makbeð á
stærsta sviði leikhússins. Yfir-
reiðin tók næstum tvo tima, og
siðan tók við nærri þriggja tima
hlélaus leiksýning. Er ætlunin að
reyna að skýra frá þeim áhrifum
semmaðurvarðfyrirþennan dag
ibreska þjóðleikhúsinu. Margt er
erfitt að dæma á svo stuttum
tima, en þvl má þó ekki gleyma
að flestir áhorfendur fá ekki
lengri tima til að meðtaka áhrifin
I leikhúsinu. Að sjálfsögðu var
maður ekki „bara” áhorfandi,
heldur eins og hver önnur leik-
húsrotta með gleraugu gagnrýn-
andans á nefinu. Og þá er best að
byrja á sögulegum staðreyndum
um þjóðleikhús breta.
120 ára gömul hugmynd
Það var árið 1848 sem hug-
myndin um þjóðleikhUsið
kviknaði og kom útgefandi
nokkur aö nafni Effingham Wil-
son henni fyrstur á framfæri.
Litið gerðist markvert i málinu
það sem eftir var aldarinnar, en
árið 1903 skrifuöu Harley Gran-
ville Barker og William Archer
bók, þar sem gerð var rækileg
grein fyrir málinu. Arið 1949 fór
málið fyrir þingiö og fyrsti horn-
steinninn að byggingunni var
lagður af drottningamóöurinni
áriö 1951 við hliö Festival Hall.
Hann lá þar ekki lengi og hafði
verið lagður með viðhöfn á alla
vegu amk. fjórum sinnum þegar
hann var endanlega lagöur 3.
nóvember 1969 á þann stað þar
sem leikhúsið stendur nú, á
suðurbakka Thamesár við hliö
ýmissa annarra menningarbygg-
inga.
Ekki er hægt að segja aö það
hafi tekið langan tima að reisa
þetta mikla hús, þvi fyrsta sviöið
var opnaði mars 1976 (Lyttélton),
stærsta sviöið i október sama ár
(Oliver) og hiö minnsta (Cottes-
loe) i mars 1977. Reyndar höfðu
orðið ýmsar tafir á byggingunni
vegna verkfalla og annarS og þvi
var talið rétt að opna húsið eftir
þvi sem þvi' var lokið i stað þess
að opna öll sviöin i einu.
Undir sama þaki
I byggingunni eru þrjú mis-
munandi leikhús og eru þau öll
ætluð fyrir leikhópinn sem ráðinn
er við þjóöleikhUsið og fyrir að-
komuleikhópa. Arkitekt hUssins,
Denys Lasdun, hefur lagt mikið
upp Ur þvi að I hUsinu geti þróast
blómlegt mannlif ekki siður en
list. Stór anddyri, sem opin eru
allan daginn, meö matsölum,
börum, kaffistofum og leikhús-
bókabúð laða til sin fólk og sjálfur
segir Lasdun að helst þyrfti leik-
húsið aö verða annað Hyde Park
Corner. Þarna eru lika ýmis
Fyrsta sýningin sem leikin var á Oliver sviðinu, „Tamburlaine the great”. Á myndinni sést greinilega
kringlótti pallurinn, sem er hiö eiginlega svið.
Lyttelton, hefðbundiö leikhús sem tekur 890 manns f sæti. Gffurlegt rými er aftan við og til hliðar við
sviðiö, fyrir stórar leikmyndir, sem hægt er að renna inn á sviöiö á sérstökum vagni. Búningsklefar eru
fyrir miðju leikhúsinu, nokkurn veginn miðja vegu á milli leikhúsanna þriggja. Skrifstofur, æfingasalir,
vinnustofur, smfðaverkstæði og óteljandi aörar vistarverur eru i húsinu. Starfsmenn þjóðleikhússins
eru um 600, þar af um 100 leikarar.
Séð af sviðinu fram i hluta salarins i Oiiver leikhúsinu. Piöturnar i loft-
inu eru hreyfaniegar, óteljandi kastarar hanga um alian salinn án þess
að reynt sé að fela þá.
Hið nýja Þjóðleikhús breta er
stundum kallað fullkomnasta
leikhús I heimi. Aðrir kalla það
þýðingarmestu nýju byggingu
veraldar og sannarlega er það sú
nýbygging Lundúnaborgar sem
mest er spennandi i dag. Fyrsta
sviöiö af þremur, sem eru i hús-
inu, var opnað I mars 1976, og hin
tvö nokkru siðar. Þó fer fjarri að
komin sé á það sú reynsla, sem
sker úr um ágæti þess sem leik-
húss og listamiðstöðvar. Ahugi
breta sjálfra og útlendinga á leik-
húsinu virðist sannarlega spá
góðu, þvi sagt er að fjöldi fólks
konar sýningar settar upp i
tengslum við verkefni og minni-
háttar tónleikar og uppákomur
eru algengar i anddyrunum. Auk
þess sem Lasdun hefur I sam-
vinnu við byggingarstjórnina lagt
sig eftir tæknilegri fullkomnun,
hefur hann reynt að skapa þar
vinnuskilyrði sem flest leikhús
skortir. Til dæmis er hægt að
draga frá gluggum i búningsher-
bergjum og hleypa inn dagsbirtu,
svo að leikararnir losni við leik-
húslýsinguna af og til. Hvort öll
„tæknififf’hússins bæta vinnuað-
stöðu starfsfólksins — og þá
einkum leikaranna — er önnur
saga, en um það verður fjallað
siðar.
Litill kassi — Cottesloe
Cottesloe sviöið er minnst og
var opnað siðast, enda eins konar
varaskeifa lengi vel og hafði
næstum verið fórnað i sparnaðar-
skyni. Þetta leikhús er fyrst og
fremst húgsaö sem tilrauna-
leikhús fyrir þjóðleikhúsið. í þvi
er hægt að gera næstum hvað
sem er og það tekur 200-400
áhorfendur eftir þvi hvar og
hvernig sviðið er staðsett i
salnum. Þarna sýna oft aðkomu-
leikhópar, og geta þeir sett
. sviðið og áhorfendur þar sem
þeir vilja. Ekki siður er þetta
leikhús þýðingarmikið fyrir alla
tilraunastarfsemi leikara, leik-
stjóra, leikmyndagerðarmanna,
leikritahöfunda og annarra og
fjöldamörg leikrit njóta sin best i
svona litlu leikhúsi. Þar má leika
álágu nótunum án þess að eiga á
hættu að helmingurinn af salnum
heyri ekki. Þarna er einnig hægt
að leika sigild verk, t.d. eftir
Shakespeare, og gera leikhúsiö
mjög likt „elisabetanska” leik-
húsinu sem var algengast á dög-
um höfundarins. Reyndar hefur
mönnum þótt meira spennandi að
glima við Shakesprare á hinu
opna Oliver sviði og þá meö
næstum engri leikmynd. Þetta
leikhús er nefnt eftir einum af
forvígismönnum byggingarinnar
Lord Cottesloe.
Hefðbundinn ramnvi —
Lyttelton
Lyttelton, nefnt eftir öörum for-
vigsmanni i þjóðleikhúsbygging-
unni, er hefðbundið leikhús sem
tekur 890 manns i sæti. Hér er
öryggistjald sem mætist I miöju
og hægt að lækka forsviðið svo að
þaö verður hljómsveitargryfja.
Form leikhússins er svipaö þvi
leikhúsformi sem hefur verið al-
gengast undanfarin 300 ár og þvi
ekkert sérstaklega spennandi, og
litið hreyfanlegt. Hins vegar
hæfir það vel ýmsum sýningum
þar sem nota þarf mörg svið, þvi
sviösvagnar keyra heilu leik-
myndirnar inn og út af sviðinu.
Hægt er að geyma heila leikmynd
á vagni I hliðarsal eða aftan við