Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 17
Sunnudagur 23. júll 1878 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
einn um þá skoBun aö störfin
væru EKKI sambærileg. Kvaö
hann starfsmannafélag rikis-
stofnanna hafa metið störf
mannsins sem hefði verið eðlilegt
og á sama hátt hefði átt að meta
störf kvennanna. En þessar upp-
lýsingar hins opinbera starfs-
manns reyndust ekki hafa við
nein rök að styðjast og ekkert
starfsmat hafði farið fram, en
Jafnlaunaráð tók þetta trúanlegt,
en það harmaði i álitsgerð sinni,
að karlmaður, sá sem um ræðir
og faðir hans einnig var viðriðinr.
nefnt starf og mér vitanlega hafa
störf nefndra starfskrafta aldrei
verið háð starfsmati. Væri það
hinsvegar gert nú má telja liklegt
að tilraun yrði gerð til að setja i
starfslýsingu karlmannsins
skrautfjaðrir til að réttlæta stöðu-
heitið. Karlmennirnir sem visað
var til komust þannig upp með að
hafa að engu þau ákvæði i lögum
sem hér hefur áður verið vitnað
til. Eigi fengust þeir heldur til áð
mæta fyrir dómstól og gefa upp-
lýsingar þrátt fyrir vitnastefn-
ur. Tiu manns báru um það
atriði að um sams konar störf
hefði verið að ræða hjá konunum
og karlinum. Skrifstofustjóri
stofnunarinnar hélt þvi fram fyrir
rétti að hann hefði daglega i eigin
persónu fylgst með þeim störfum
sem konur og karlmaður unnu, en
enginn hinna niu starfsmanna
sem vottuðu um málið, kannaðist
við, að skrifstofustjörinn hefði
látið sjá sig á vinnustaönum. En
eftir að málaferli þessi hófust,
mun skrifstofustjórinn hafa birst
á vinnustaðnum tvisvar til þrisv-
ar i eigin persónu, að sögn nýrra
starfsmanna þar.
Meirihlutihéraðsdómsins, tveir
karlmenn, töldu að i fimm atrið-
um hefðu störf karlmannsins ver-
ið önnur en kvennanna og sýknaði
hina virðulegu stofnun af kröfu
kvennanna af þeim sökum.
Þriðji dómarinn, kona, taldi að
i einu atriði hefði starf karl-
mannsins verið frábrugðið og
bæri þvi aðeins að taka varakröf-
una til greina, en hún var sú, að
konurnar yrðu tveimur launa-
flokkum neðar en karlmaðurinn,
eins og lagt hafði verið til i sátta-
tillögunni.
Lögmanni kvennanna var ljóst,
að einmitt þetta eina atriði hefði
hugsanlega getað réttlætt ein-
hvern launaflokksmismun, en i
reynd var þessu atriði heldur ekki
fyrir að fara við nánari athugun,
tivo viröist sem þetta hafi veriö
fundið upp, eftir að málaferlin
hófust. Þess vegna var af hálfu
lögmannsins óskað sérstaklega
eftir þvi, að dómararnir færu á
vettvang og kynntu sér aðstæður
og staðreyndir af eigin raun.
Meirihluti dómsins tók þessa ósk
hins vegar ekki til greina.
Með vitnisburðum annarra
starfsmanna hinnar virðulegu
stofnunar en kvennanna var sýnt
fram á að starfsmunur kvenn-
anna og karlmannsins væri nán-
ast enginn.
Stöðuheitið eitt
Niðurstaða hæstaréttar var
hins vegar allt önnur. Enginn
samanburður er gerður á störf-
um, heldur kemur það fram i
forsendum hæstaréttardómsins
og er raunar kjarni málsins þar,
að það er stöðuheitið eitt sem
máli skipti, en karlmaðurinn
hafði fengið skipun sem fulltrúi —
þótt skipunarbréfiö fyrirfinnist
ekki.
Orð hæstaréttar um þetta efni
eru svohljóðandi:
„Áfrýjandi hefur hvorki sannaö
að henni hafi verið greidd lægri
iaun en hún átti tilkall til skv.
ráðningarsamningi, kjarasamn-
ingi eða ákvæði laga um að henni
hafi verið mismunað vegna kyn-
ferðis svo sem hún heldur fram,
er henni voru ekki greidd sömu
laun og fulltrúa sem einnig starf-
aði hjá, þ.e hinni virðulegu stofn-
un. Þegar af þessum ástæðum ber
að staðfesta hinn áfrýjaða dóm”.
Það virðist nokkuð undarlegt að
vitnað er til ráðningarsamnings
og kjarasamninga i forsendum
hæstaréttardómsins, en enginn
skriflegur ráðningarsamningur
var gerður, aðeins þær ónógu
upplýsingar sem skrifstofustjóri
hinnar virðulegu stofnunar veitti
um að greidd væru hæstu laun
fyrir sambærilegt starf. Á öllu
landinu var aðeins einn starfs-
maður sem vann slikt sambæri-
legt starf, en var 6 launaflokkum
ofar en konunum var ætlað i skjóli
þessara upplýsinga. Hin virðu-
lega stofnun er lögum samkvæmt
utan kjarasamninga og konurnar
voru i engu starfsmannafélagi
En þessi orð lita nógu vel út á
prenti.
t forsendum hæstaréttardóms-
ins var lögmaður kvennanna
harðlega vítturfyrir að i skjölum
málsins, greinargerð og mál-
flutningi voru sett fram óhæfileg
ummæli um nafngreindan mann
vegna skýrslna hans I málinu.
Umrædd ummæli voru ábending-
ar lögmannsins um ósamræmi i
framburði mannsins. Hæstarétti
þótti fastar að orði kveðið en til-
hlýðilegt væri.
Málskostnaður var felldur nið-
ur, sem túlka má á þann hátt að
réttlætanlegt hafi verið að höfða
málið. Kjarni málsins er þó sá
eftir, að dómur er genginn — að
nú getur hvaða stofnun sem er
óátalið gefið tveimur starfsmönn-
um mismunandi starfsheiti,enda
þótt að um nákvæmlega sömu
störf sé að ræða.
Með dómi þessum er að minu
mati allt tal um launajafnrétti
dauður bókstafur og tilgangslitið
að höfða mál eða eyða fé hins
opinbera i stofnun sem Jafn-
réttisráð, en sú stofnun er, að ég
hygg, sett upp nánast til þess að
friða almenning, enda þótt góður
vilji hafi eflaust búið að baki hjá
mörgum þeim, sem að þessum
málum stóðu.
Konur verða að bita i það súra
epli, að enda þótt þær gætu með
vætti tiu, tuttugu eða þrjátiu
manna sannað, að um sambæri-
leg störf væri að ræða innan sömu
stofnunar, en einum starfsmanni
hefði verið veitt annað starfsheiti
af hálfu fyrirsvarsmanna stofn-
unarinnar, þá væri tilgangslitið
eða tilgangslaust að ætla að
reyna að fá leiðréttingu mála á
þvi misrétti ef framburður við-
komandi embættis og yfirmanns
stangaðist á við framburð allra
annarra vitna. I ljósi héraðs-
dómsins mætti ætla að forstjóri
stofnunar geti veitt einum starfs-
krafti hærri laun á grundvelli
þess að hann innti eitthvert smá-
verk af hendi aukalega, t.d. gengi
frá pósti, þ.e. sleikti frimerki og
nuddaði þau á umslög eða eitt-
hvað þessháttar. En nú þarf ekki
neitt slikt til' starfsheitið eitt
nægir.
Það var athyglisvert, að i mál-
flutningi sinum lagði lögmaður
hinnar virðulegu stofnunar
áherslu á það, að þetta væri próf-
mál og eitt af sjö og gæti haft i för
með sér alvarlegar launahækk-
anir i umræddum störfum.
Það er lofsvert að vilja halda
vel á fé rikisins þvi það er fé okk-
ar allra. En það er undarlegt ef
rikisvaldið metur meira nokkrar
krónur en þau grundvallarmann-
réttindi að allir skuli vera jafnir
og beitir fyrir sig lagarefjum
enda þótt nýlega heföu verið sett
lög til að vinna bug á þvi hróplega
misrétti sem launamunur karla
og kvenna er. Og Hæstiréttur ts-
lands hefur lagt blessun sina yfir
afstöðu rikisvaldsins með dómi
sinum.
Nú hefur stór hópur manna fal-
boðið sig islenskum kjósendum og
vill þjóna islenskri þjóð, að þvi er
manni skilst af eintómri hugsjón
og góðmenosku. Kannski einhver
þeirra hugi að kosningum loknum
að jafnrétti og fái samþykkt lög
sem eru nógu skýr til að ekki
verði brestur þannig að Islenskir
dómstólar felli ekki þá dóma, aö
menn efist um réttlætið I landinu.
Þá fyrst gæti hin vonlausa
aðstaðstaða breyst til batnaðar.
Óvœnt fegurð í
auðum varnarvirkjum
A strönd Frakklands standa
enn leifar af Atlantshafsmúrnum
svonefnda — en það eru varnar-
virki þau sem þýska hernámsliöið
kom sér upp i striðinu til að gera
innrás Bandamanna I Frakkland
sem torveldasta. Ljósmyndarinn
Jean-Claude Gautrand hefur
komið auga á skemmtilegt mynd-
rænt gildi þessara mannvirkja
sem hann kallar „fullkomin tákn
um mannlegan hégómaskap”.
Hefur hann gefið út albúm með
myndum, sem hann hefur tekið af
„óvæntri fegurð þessara hlægi-
legu virkja” — og sýnum við
nokkur þeirra hér.