Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júli 1978 Sjóferðarsaga Sumir dagar eru betri en aörir dagar og dagurinn i dag er betri, þó svo aö föstudagur sé og ég sem hef stökustu óbeit á föstudögum almennt aö ég tali nú ekki um ef föstudagur ber uppá þrettánda dag mánaöarins. Þaö er ekki þrettándi á dagatalinu en skapiö erá þrettánda degi —vika eftir af vertiö minni þetta áriö, fjárhag- urinn í algerum ólestri, vinnan i lágmarki og þaö viröist vera bor- in von aö komast sem kokkur á bát. Mér hefur tekist aö yfirvinna leiöann i fiskvinnunni og er meira aö segja farin aö una mér vel — þó ótrúlegt megi virþast. Fyrir viku siöan, pegar ég var alveg aö veröa ær af leiöindum i fiskinum fékk ég þá stórkostlegu hugmynd aö komast sem kokkur á bát. Sipp sjómannslif —hoj sjómannslff, draumur hins djarfa manns. Ég sá sjálfa mig í anda, standandi i fiski uppaö hnjám á dekkinu meðan báturinn klýfur öldurnar og peningum rignir niö- ur úr loftinu — sipp og hoj. Ég spuröi Sigga verkstjóra i frystihúsinu hvort hann vissi um laustkokkspláss á bátá staönum. Siggi hló — hann meira aö segja hló mikið. I fúlustu alvöru, sagöi ég. Þú veröur sjóveik, sagöi Siggi. Ég er ekki sjóveik, sagöi ég. Hefuröu veriö á sjó, spuröi Siggi. Já, svaraöi ég og hugsaöi til feröa minnameö Akraborginni og Herjólfi. A fiskibát, sagöi Siggi. Nei, svaraöi ég sannleikanum samkvæmt. Þá ertu sjóveik, sagði Siggi. Ég er ekki sjóveik, sagöi ég og trúöi þvi sjálf. Þaö vantaöi ekki kokk á neinn bát þá stundina og ég liföi I von- inni i' nokkra daga. Siggi og Snorri verkstjórar fylgdust meö málinu af miklum áhuga og spuröi mig af og tii hvört ég væri búin aö fá kokkspláss en alltaf þurfti ég aö svara neitandi. Þórhildur matráöska spuröi Palla á frysti- húsaskrifstof unni um laust kokkspláss, hann vissi ekki um neitt en lofaöi aö hafa mig f huga ef eitthvaö kæmi uppá. Ég óskaöi bátskokkum staðar- ins hálsbólgu og kvefs, maga- kveisu og flensu ; en enginn varö veikur. Að lokum var ég farin aö óska þeim norður og niður en þaö hreif ekki heldur. 1 vonleysi mfnu fór ég aftur til Sigga og spuröi hvort ekki vantaöi þá háseta á bát, ef til vill voru hásetarnir næmari fyrir hálsbólgu og kvefi, magakveisu og flensu. Þaö eraf og frá, sagöi Siggi. Þú getur ekki veriö háseti,en kokkur gæturöu ef til vill oröiö. Þú mundir týnast ef þú færir til sjós, sagöi Siggi viö mig einn dag- inn. Þá var ég aö týnast f hvftri sföri svuntunni, hvftu skyrtunni og meö hvita húfuna niöril augum. Égtýnist ekkisvo glatt, svaraöi ég. Honum fannst þetta greini- lega fyndiö og skemmti sér kon- unglega á kokkshugmynd minni. Siban gerist þaö i hádeginu I dag aö huröinni á mötuneytinu er hrundiö upp, einmitt þegar viö er- um nýbúnar aö gefa i kana, og Magnús birtist f dyrunum. Hann vinkar til Sigga og Siggi bregöur sér fram. Hurðin lokast — opnast aftur og Siggi stingur höföinu inn um gættina og segir: Heyröu mig Valdis. Gamli skrekkurinn grípur um sig og ég fer meö hraölest um hugann en finn ekkert sem hægt er aö skamma mig fyrir. Ég fer fram og hurðin lokast. Viltu ennþá veröa kokkur, spyr Siggi umsvifalaust. Aö sjálfsögöu, svara ég og eldroðna af æsingu. Það vantar kokk á Stakkinn. Ég veit hver Stakkur er, hann fór á hliöina I höfninni á fjöru, lenti á steini og þaö kom gat á hliöina á honum. Nú er sumsé búiö aö gera viö gatið og allt tilbúiö nema þaö vantaði kokk. Ég hef enga rænu á aö spyrja um hvaö kom fýrir kokkinn — ef til vill hefur hann fengið hálsbólgu eöa kvef, maga- kveisu eöa flensu. Annars er hann Magnús aö hugsa um aö fara, segir Siggi. Löngun min I sjóferö ber Magnús ofurliði og vib komumst aö samkomulagi. Ég fæ aö fara reynsluferð — reynslutíminn er þrir dagar og viö eigum aö sigla á miönætti. Eftir hádegi leiöir Siggi mig fyrir Hörð skipstjóra. Fundar- staöurinn er aögeröarsalur frystihússins. Þetta er hún, segir Siggi viö Hörö. Húner að visu litil,en þá er heldur enginn hætta á hún reki sig upp undir I bátnum. Höröur mælir mig augum og Hst greinilega ekkert of vel á gripinn. Hann álitur mig sjálfsagt einhverja kvenmannstusku úr Reykjavik meö rómantiskar sjó- arahugmyndir. Höröur spyr hvort ég hafi verið á sjó og hvort mig hrjái ekki sjó- veiki. Nei, segi ég og stend föstum fótum á fullyrðingu minni um sjó- veikina. Má ég ekki koma til reynslu i þrjá daga, spyr ég Hörö og löngunin skin einsog tvær sólir út úr augnaráöinu. Það hummar i Herði. Húnstendur fyrir sinu og svo er hún ekki sjóveik, segir Siggi. Orö Sigga gera útslagið. Jæja, segir Höröur. Við getum reynt. Okkur semst svo um aö ég komi niður i bát i kaffinu til aö tékka á kosti. Fyrst er ég i sjöunda himni og svo setjast aö mér efasemdirn- ar: Ef ég verö nú sjóveik? Þú ert ekkert sjóveik segir kokhraust rödd innf mér. Ef þú getur nú ekki eldað á s jónum? Þú getur eldaö á sjó einsog heima hjá þér, segir kokhrausta röddin Ætli þaö sé ekki kolaeldavél, spyr ég stelpurnar viö frystihúsa- boröiö. 1 einasta bátnum sem ég hef komiö um borö I var kolaelda- vél. Liklega, svara stelpurnar og hafa álika mikið vit á sjómennsku og ég. Er ekki örugglega klósett um borb, spyr ég Drifu. örugglega ekki, segir Drifa. Ég horfi á hana og hún er grafalvar- leg, ekki einu sinni hláturviprur kringum augun. Nei, segi ég óttaslegin. Þaö hlýtur að vera klósett. Þaö veit ég ekki, segir Drifa. Ég skal spyrja konuna á næsta borði og áður en ég get hreyft mótbárum er hún rokin. Ég heyri hana spyrja konuna og konan hristir höfuðiö. Drifa kemur til baka ogtjáir mér að konan hafi sagt, að það væri ekkert klósett. Ég svitna. En, segir Drifa. Hún segir aö þaö sé liklegast fata meö setu inni skáp. Ég varpa öndinni léttar — fata er betra en ekki neitt. I hálf-þrjú-hléinu spyr ég Erlu sem var kokkur á sildarárunum hvaö ég eigi aö gera á sjónum. Tilað s jóast eöa elda, spyr hún. Hvoru tveggja, svara ég. Fyrsta túrinn sem ég fór lá ég fimm daga i sjóveiki, segir Erla. Þaö er bara svona, segi ég og útlitiö dökknar til muna. Sjóddu matinn i nógu stórum pottum, segir Una og segir mér frá manni sem sauö matinn i alltof litlum pottum svo I minnsta veltingi flæddi maturinnyfir pott- barmana, útum allan lúkarinn svo aö áhöfnin varö aö sitja flöt- um beinum á gólfinu og éta með skeið. Ég sting öllum góbum ráðum sem mér eru veitt á báöa bóga bakvið eyrun, og i kaffinu fæ ég Drifu meö mér niður á bryggju. Viö lötrum niöur eftir, þaö er fjara og báturinn liggur lágt. Þarna stöndum við svo á bryggj- unni og gónum niöur I bátinn. Einn maöur aö vinna á dekki og Höröur er inni stýrishúsi. Hann gerir sig ekki liklegan aö koma út og þegar við höfum staöiö dágóöa stund og glápt niöur i bátinn spyr ég Drifu hvernig ég komist niður. Klifraðu bara niöur, segir Drifa. Hún getur verið kokhraust þvi ekki þarf hún aö klifra niður. Ég horfi hræöslulega á hjólbaröana sem ég þarf aö klifra niöur eftir til aö komast niöur á boröstokk- inn. Nei ég þori ekki niöur, segi ég og stend ráðþrota á bryggjunni. Aumingi, ætlar á sjó og þorir ekki niöur i bátinn, segir hæönis- leg rödd inni mér. Þaö hrifur. Ég klifra niðuri bát- inn og upp stigann inni stýrishús. Sæll vertu, segi ég viö Hörö. Ég er komin til aö tékka á kostinum. Sæl vertu,segir Hörður. Þaö er nú svo aö hann Magnús ætlar aö fara. Nú, segi ég og sig saman. Já, ég get notast viö hann á dekki, segir Höröur. Ég er skilningsrik á getuleysi mitt á dekki og er sammála þvi aö Magnús sé betri en ég á þeim slóöum —þó svo aö ég séhagvön i eldhúsi á þurru landi. Ég kveö Hörö og sjómennskuná og prila uppúr bátnum. Ég segi Drifu málavöxtu og viö erum sammála um aö Magnús sé bévitans aum- ingi, en það breytir ekki neinu.og ég fer á minn gamla staö vib frystihúsaborðib aftast i salnum. Skyndilega óvænt einsog af himn- um sent opnast dyrnar i salnum og inn kemur Magnús. Hann ark- ar að innsta borðinu og segir: Ég er ekki vel hraustur, heldurðu þú takir ekki þennan túr fyrir mig? 1 huganum biö ég hann innilega fyrirgefningar á ljótu Fyrsti hluti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.