Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 3
Sunnudagur 23. jiili 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 2«ituhf Elnschubschlta fúr Straíkarte mlt Rngerabdrúcken Síeuerpuii UPPFINNINGAMAÐUR VILL SPARA Sjálfvirk hýöingavél á aö leysa vandann Viö erum vön því að dást að hugviti þeirra manna sem f inna eitthvað upp, sem er i senn einfalt og sparar okkur erfiði. Þeir sem komnir eru yfir fertugt muna t.d. hvílík guðsgjöf það var, þegar einhver fann upp á því snjall- ræði að setja plasthorn í skyrtukraga, sem þá voru enn ekki sjálfstífaðir. Annað mál er, hvort við eigum að fagna hugkvæmni manns i Holstein suður, sem ætlar að spara velferðar- ríkjum fé með þvi að láta sjálfvirka vél berja laga- brjóta. Uppfinningamaöurinn heitir Otto Tuchenhagen. Hann er á átt- ræðisaldri og hefur fengið um 80 einkaleyfi fyrir ýmislegum upp- finningum, stórum sem smáum. Ottó þessi fór að velta þvi fyrir sér, að i Vestur-Þýskalandi sitja um 55.000 gaurar bak við lás og slá fyrir ýmisleg afbrot smávægi- leg og kosta rikið tvo miljarði marka á ári hverju. (Gengis- skráning dagsins mun ráða þvi, hve há sú upphæð er i islenskum krónum). Otto þessi gengur út frá þeirri forsendu, að það væri miklu ódýr- ara og hagkvæmara að refsa fyrir smávægileg afbrot með hýðingu. HESTAMENN Gerist áskrifendur að Eiðfaxa mánaðarblaði um hesta og hesta- mennsku. Með einu símtali er áskrift tryggð. 78 5.TV>V, 1 Aðsóknar- met hjá LR Aðsókn hefur aldrei verið meiri en s.l. leikár hjá Leikfélagi Reykjavikur. Af sjö sýningum, sem voru á dagskrá voru fimm islenskar og slógu tvær þeirra sýningarmet, Saumastofa Kjartans Ragnarssonar og Skjaldhamrar eftir Jónas Arna- son, en þau voru sýnd um 200 sinnum. Leikárinu lauk i Reykja- vik um miðjan júni, en siðan hafa leikhópar Leikfélagsins verið á ferð um landið og nú er verið að sýna Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson úti á landi. Fjögur ný leikrit voru frum- sýnd hjá Leikfélaginu s.l. vetur: Gary kvartmilljón eftir Allan Edwall, Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðss., sem búið er að sýna 56 sinnum frá þvi um áramót, Ref- irnir eftir Lillian Hellman og Val- múinn springur út á nóttunni eftir Jónas Arnason. Leikhúsgestir urðu samtals um 80.000. Skáld-Rósa og Valmuinn springur út á nóttunni verða tekin til sýninga i haust og gert er ráð fyrir að sex ný verk verði frum- sýnd á vegum Leikfélagsins næsta vetur. þs Hann kveðst og tala af reynslu. Þegar hann sjálfur var barn að aldri óttaðist hann hvorki bar- smiðar né svipu —■ en spanskreyr- inn sem steðjaöi að óstýrilátum þjóhnöppum hans var einmitt það appirat, sem skapaði hinn sanna ótta i sálinni. ,,A eftir var ég þæg- ur I næstu fjórar vikur.” Valfrelsið Hugmyndin er sú, að þeir, sem gera sig seka um minniháttar af- brot, eigi kost á þvi að sitja dóm- inn af sér, eða þá láta hina sjálf- virku barsmiðavél lemja sig. Uppfinningamaðurinn vill að val- frelsið gildi „lifum við ekki I lýð- ræðisþjóðfélagi?” segir hann. Uppfinningamaðurinn veit vel, að það væri erfitt að fá menn til að taka að sér hlutverk böðulsins. Þess vegna gerir hann i umsókn sinni fyrir einkaleyfi rækilega grein fyrir þvi, hvernig refsingin geti farið fram án þess aö nokkur sjái eða heyri — nema hinn dæmdi. Sá sem velur flengingar- vélina mætir viðinngöngudyrmeð dóm sinn á tölvuspjaldi. Spjaldið segir til um það, hve mörg högg delinkventinn á að fá. Sökudólg- urinn gengur inn i sundskýlu einni. Hann lætur refsingakort sitt i vélina, sem fer af stað eftir að hann hefur lotið yfir hana og tekið i það handfang sem setur hinn sjálfvirka spanskreyr af stað. öllu er svo fyrir komiö, að hvorki getur hinn dæmdi fækkað höggum, né heldur dregið úr þunga þeirra t.d. með þvi að troða púða eða simaskrá niður i sundskýluna aftanverða. Það er sérstakur bergmálsdýptarmælir sem kemur i veg fyrir slik og þvi- lik brögð. Markaðshorfur Otto Tuchenhagen vildi helst að þýska ríkið keypti af honum 2000 sjálfvirkar hýðingarvélar fyrir svo sem 35.000 mörk stykkið — og væri allt refsingakerfið þar með orðið miklu ódýrara. Uppfinn- ingamanninn grunar að visu að „viss mannúðarsjónarmið og fagurfræðileg sjónarmið” gætu reynst þessum hagkvæmu við- skiptum þungur ljár i þúfu. A hinn bóginn finnst honum, að góður markaður væri nú fyrir vöru hans i þeim Arabalöndum þar sem það er enn siður að fara bókstaflega eftir fyrirmælum Kóransins I refsingum — t.d. með þvi að handhöggva þjóf. I þeim hluta heims telur hinn hugvits- sami hýðingameistari sig eiga mannúðarhlutverki að gegna: „Ef að stjórnvöld i þessum lönd- um kaupa uppgötvun mina þá hafa þau fengið i hendur mannúö- lega, réttláta og áhrifamikla refs- ingu, sem veldur engum likam- legu tjóni.” Flengingar á 18. öld. Þú setur refsikortið inn I tölvu og færð þin sjálfvirku högg.... HÚSGAGIMA- SÝNING Oesign: Ingmar Heiling n.l. 0S 17. JULI - 31. JULI 1^1...i^.— 500sýnin garsvÆði Áskriftarsími 85111 Pósthólf 887, Reykjavík. JULI 17 ð besta og nyjasta frá WESTNOFA Við sýnum alit þa . - mrnmuir < að sjá þessa norskju gæöi eru veikommr f g/æsi/egu avöru. Synmgin er opin á þriðju Uli Husgagnadeild t / hæð á verslunartíma. 111'01™ Jon loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.