Þjóðviljinn - 23.07.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
helgarviötalið
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson
— Sunnan Hringbrautar, i
bæjarhúsunum svonefndu, sem
Reykjavikurborg gekkst fyrir á
sfnum tima að yröu smiðuð, flutti
einna fyrstur inn Þórbergur
Þórðarson ásamt sinni ágætu
konu Margréti — Mömmugöggu.
Þarna skrifar hann Sálminn um
blómið: Sobeggi afi, Mamma-
gagga og litla Hegga, þessi fræga
þrenning. Inn i sama húsi var
Ullabjakk-búðin Silla og Valda.
Bak viðbiokkina stendur lóð, sem
mér skilst að Reykjavikurborg
hafi tekið að sér að ganga frá, en
það var hins vegar aidrei gert.
Sem gömlum Vesturbæingi hefur
mér komið til hugar, að það væri
verðug minning Þórbergs, að
borgarbúar sameinuðust um að
reisa honum styttu og gefa þessu
svæði nafn og kalla það Astral-
planið.
Eins og þú veist lét Þórbergur
sér fátt óviðkomandi, stúderaði
Vetrarbrautina Alheiminn og
stundaði stjörnurannsóknir, ekki
bara þegar hann var að sýna
Elskunni sinni Sirius á loftinu i
Bergshúsi, heldur einnig fyrr og
siðar. Þessilóð er nú óræktarmói,
eða tún, og hefur verið áratugum
saman. Við vitum hvernig fór
fyrir grænubyltingunni: húnvarö
fyrir bil, og því þörfin fyrir ■
Astralplaniðorðin enn meiri. Ibú-
arnir sjálfir verða náttúrulega aö
segja til um það, hvernig þeir
hyggjast nýta þetta. Ég vil þó
benda á, að það hefur breytt mjög
um ibúa I húsinu, mér hefur verið
sagt, að I Ibúðaruppgangi, þar
sem Margrét, ekkja Þórbergs býr
i, séusjöekkjur. Svo ekkier fjöld-
anum fyrir að fara. Okkur vantar
mjög opin svæði hérna, en ég vil
taka eitt fram, það er ekki nóg að
hafa svæðin opin og greiðan
aðgang fyrir almenning, það þarf
lika að skapa skjól. Ein kórvilla
skrúðgaröaarkitekta, sem bygg-
ist á vanþekkingu á veðráttu, er
sú að skipuleggja garðana á
skrifborðum. Hér er um að ræöa
hiö svokallaða „fuglepers-
pektiv”. Það er flogið yfir og
athugaö hvernig þetta litur út úr
lofti séð, en ekkert hugað að
skjóli.
Mér verður hugsað til þess,
þegar aö franski Gaimard-leið-
angurinn kom hingað 1836, þá
segir Marmier frá þvi, að danski
landsstjórinn hafi sýnt honum
fyrsta tréð, sem hann gróðursetti
i Reykjavik. Það náði honum i
hné. Marmier segir þá, að
þessi.brisla eigi enga framtfö
fyrir sér. Strax og hún muni vaxa
uppfyrir girðinguna, þá kelur hún
I norðannæðingi. Þessi erlendi
maður skildi betur veðurfarið hér
heldur en skrúðgarðaarkitektar
gera i dag. Hann vissi að það
þurfti skjól.
Það er mikið skjól af bæjar-
blokkunum fyrir norðanáttinni,
en það mætti einnig setja upp
skjólgirðingu á meðan gróðurinn
á Astralplaninuværiað dafna. En
umfram allt er mér tvennt i
huga: annars vegar, að
almenningur geti notið þarna úti-
vistar með menningarlegum
hætti, og hins vegar sé Þórbergi
reistur sá bautasteinn, sem hann
á skiliö. Ekki bara frá borgar-
búum, heldur frá öllum lands-
mönnum. Éghef látiðmér detta I
hug, aö t.d. fyrstu miljónina, sera
þarf til þessara framkvæmda,
gæfi Valdi, eða Keli Valda i minn-
ingu Ullabjakksins á horninu.
Ég er meö meira i huga. Ég
geng oft um þessar götur og sé
fyrir mér hvernig breiðgata gæti
verið, sem lægi gegnumLjósvalla-
götuna og suöur aö Hótel Sögu.
Sem sagt „boulevard”. Þá hefur
þú Þjóðarbókhlöðuna á aðra
hönd, og blokkirnar á hina. Og ef
þúhugsar þér breiögötu með trjá-
rækt og runnum til beggja handa
og fallega upplýsta götu og
almenningsgarð þá hefur þú
býsna fagran blett i borginni, á
fjölfarinni leið. Ég man, á fyrstu
árum hitaveitunnar var rætt um
sumarnotkun hitaveitunnar.
Þetta mál virðist ekkert vera á
dagskrá I dag. Þá héngu ýmsar
útóplur upp á vegg, um það,
hvernig mætti nota frárennslis-
vatniö. Jóhann Sæmundsson yfir-
ladknir og ráðherra skrifaöi ein-
hvern timann á striðsárunum
grein i' Helgafell, þar sem hann
benti á, að meö heita vatninu,
sem fellur til á sumrin, ónotað,
mætö þurrka allt hey á Kjalar-
nesi, i Mosfellssveit og allri
grennd hér. Niels Dungal pró-
fessor ræktaði orkideur á Suður-
götunni
1 framhaldi af þessu má nefna
annað svæði i grennd Astral-
plansins. Ég bjó sem ungur
maður I verkamannabústööum
þeim, sem afmarkast af Hofs-
vallagötu, Hringbraut, Bræðra-
borgarstig og Asvallagötu. Innan
þessara múra lágreistra verka-
mannabústaða er þeygi fagurt.
Þetta er eins og i Grini-fang- ■
elsinu, einn sandgarður. Þar er
kannski eitt salt og tvær rólur,
eða einn steinbekkur og mjög
óyndislegt um að litast. Þetta
svæði vil ég kalla vingarð verka-
mannanna, og að ibúarnir i þess-
um blokkum ásamt borgarfélag-
inu og jafnvel nágrönnunum,
hefjist handa um að nota hita-
veituvatnið á sumrin og gróður-
setja þarna blóm og tré og hafa
þar fagran aldingarð.
t sambandi við gróðursæld og
islenskt verðurfar vil ég taka það
fram, að alltaf hefur verið mjög
gott samstarf milli útvarpsstarfs-
manna og Veðurstofunnar. Þetta
var eiginlega ein stór og góð fjöl-
skylda. Við litum svo á, að svo
væri enn, þangað til að þessi
„Nú
held
eg
steink j af ti
athugasemd veðurfræöingsins
birtist. Við töldum það hins vegar
hluta af starfinu aö upplýsa fólk
um veður, þvi á skammri stund
skipast veður i lofti. Þetta var á
engan hátt gert til að spæla
starfsmenn Veðurstofunnar eða
gera litið úr þeirra gagnmerku
störfum, heldur hugsað sem við-
auki við þeirra athuganir, og sem
við héldum að væri velþeginn af
hlustendum.
Við höfum einnig verið gagn-
rýndir fyrir vinstri villu i
morgunútvarpinu. Þessi gagn-
rýni hefur aðallega komið fram i
Velvakanda i Morgunblaðinu. Ég
hélt nú á fund Styrmis Gunnars-
sonar, ritstjóra blaðsins, þegar
þetta kom, og spurði hann, hvort
hann héldi að Berlinske Tidende
birtu svona skrif, nafnlausar
árásargreinar. „Nei”, svaraði
hann og sagðist geta fullvisað
að svo væri ekki. En hann sagði
hins vegar, að tslendingar væru
sérstæðir að þvi leyti, að þeir
fengjust ekki til aö skrifa og láta
álit sitt I ljós, nema að þannig
væri gengið frá hnútunum. Ég
spurði þá, hvort að ég fengi að
skrifa um þennan sama mann,
sem ég H'éldi að væri greinar-
höfundur, og ráðast á hann með
sama hætti. . „Þaö fer eftir þvi',
hvað þú segir”, sagöi Styrmir.
Þannig að þá erum við strax
komnir að þvi, að það er ekki
sama, hver hnýtir i hvern. En nú
hafði ég engan áhuga á þessu, og
vil aðmenn standi fyrir máli slnu
og skrifi undir fullu nafni. Annars
kvað svo rammt að þessum skrif-
um, að eitt sinn er ég lék
„Göngum.göngum, göngum upp I
giliö” aö ósk gamals vinar mins,
var þessi ágæti Skriffinnur Vel-
vakanda kominn með Straums-
vikurgönguna svo á heilann, aö
hann áleit þetta vera hvatningar-
orð um aö taka þátt I göngunni.
Rætt við
Pétur
Pétursson,
þul.
Það er ákaflega illa farið, þegar
menn eru farnir að trúa bara á
trunt, trunt og tröliin I fjöilunum.
Hins vegar er mér engin laun-
ung á þvi, og þaö má gjarnan
koma fram, að þó ég hafi ekki
tekið þátt i Keflavikurgöngum
nema stuttan spöl, vegna þess að
ég hef ekki átt kost á þvi,.,vegna
starfa og af ýmsum öðrum
orsökum, þá sé ég ekkert athuga-
vert við þaö aö taka þátt i þeirri
göngu, þvert á móti. Mér finnst
annað miklu aðfinnsluveröara.
Tökum dæmi. Islenski þjóð-
söngurinn hljómar á öldum ljós-
vakans einusinni I viku, á sunnu-
dagskvöldum. Bandariski þjóð-
söngurinn hljómar i útvarpi setu-
liðsmanna margoft á dag. 1 okkar
eigin lofthelgi. Okkur er einnig
sagt, að Bandarikjamenn séu hér
til aöverjaokkur. Isambandivið
Monroe-kenninguna, sem var i
stuttu máli á þá lund, að ef hags-
munum Bandarikjanna væri
ógnað, hvar sem væri innan
ákveðinnar fjarlægöar, þá væri
Bandarikjunum að mæta, hefur
mér oft dottið I hug aö Banda-
rlkjamenn ætli sér að nota tsland
sem Monroe-höggdeyfi undir
striðsvagni slnum. Og með inn-
göngu sinni i Atlantshafsbanda-
lagiö lýsti islensk yfirstétt fylgi
sinu við vigbúnað og vopnahald,
en vék af vegi ævarandi hlutleysis
og vopnleysis.
En i’ sambandi við mál okkar
morgunþulanna varðandi göngur
og veðurlýsingar, þá segi ég eins
og Haukur vinur minn pressari,
þegar hann var orðinn þreyttur á
þviaðræðaákveðinmálefni: „Nú
ætla ég bara að halda stein-
kjafti”. Og nú ætla ég að þegja
um þessi mál i næstu sex mánuði.
Ég hef fengiö fri frá störfum, og
verð þvi ekki i morgunútvarpi.
Ég ætla aö nota þennantima til aö
hyggja að gögnum viðvikjandi
Gaimard-leiðangrinum, sem ég
minntist á áðan. Þetta var leið-
angur, semfranska stjórnin sendi
hingað tvö ár i röö, 1835 og '36.
Þetta er orðin eins konar þrá-
hyggja hjá mér, ég byrjaði fyrir
nokkrum árum aö grúska dálitið i
þessu. Ég haföi séð teikningarnar
viða.sem August Mayer, fransk-
ur dráttlistarmaður, hafði gert i
leiðangrinum, bæði af fólki og
húsum og af listmunum ýmsum.
Þetta vakti forvitni mina og ég
fór aö spyrja út i þetta, en það var
eiginlega enginn, sem vissideili á
ferðalagi Frakkanna, né gat sagt
neitt um þessa ferð. Ég tók þvi aö
lesa mér til sjálfur, og áhugi minn
magnaöist við þetta. Svo fór ég
fyrir tveimur árum til Pontariier
i Frakklandi, en þar bjó Marmi-
er, sem var bókmenntafræð-
ingurinn i hópi þeirra Frakka.
Þennan Marmier nefnir Benedikt
Gröndal i Heljarslóðarorrustu, og
Jónas Hallgrimsson segir frá
honum i bréfi til kunningja sins.
Nú, þessi leiöangur Frakkanna
hafði gifurleg áhrif á islenskt
þjóðlif og alla framtið Islands og
reyndar má segja, aö áhrifa hans
gæti ennþá enn i dag á fjöl-
mörgum sviðum. Það má t.d.
rekja til þessarar heimsóknar
Frakkanna aukið stjórnfrelsi
tslendinga, vegna þess, að þegar
þeir gáfu rit sitt út, ávöxtinn af
heimsókninni hingað, þá fór það
til allra menntaðra manna i
Evrópu og á bókasöfn og vakti
geysilega athygli. Dönum varð
þvi raunverulega ekki stætt á þvi
til lengdar að synja okkur um
endurreisn Alþingis. Þaö er haft
fyrir satt, að Prestaskólinn, sem
kom skömmu seinna, sé m.a.
fyrir árangur þessarar heim-
sóknar. Gaimard, sem var foringi
leiöangursins, kom til Kaup-
mannahafnar 1839 og bauö
isl. námsmönnum til sin þá, 1.
janúar, og þeir endurguldu
honum heimboðiö með þvi aö efna
til mikillar veislu 16. janúar sama
ár, og þar gerir Jónas Hallgrims-
son kvæöi sitt „Þú stóöst á tindi
Heklu hám”, og þangað eru sótt
einkunnarorð Háskólans „Visind-
in efla alla dáð”. Hinir islensku
bókmenntaiðkarar halda svo
Gaimard samsæti sama dag og
láta prenta ljóð Jónasar og þrjú
önnur, ásamt ræðu Þorleifs
Repps, hjá Berlinske Tidende.
Voru eintökin gullbrydduð og var
þeim dreift i hófinu. Síöan er sagt
frá þvi, að Gaimard hafi „hriðast
i Kristjáni prinsi” að fá presta-
skóla til tslands, þvi það var það,
sem íslendingarnir báöu um.
Ekki þó af eintómri trúrækni,
heldur vissu þeir, að þetta yrði
menningarmiðstöð og yröi fyrsti
visir að háskóla hérlendis. Annað
dæmi, sem tengist þessum leið-
angri er það, að Robert, sem er
náttúrufræðingurinn I þessum
hópi, fly tur með sér sex kartöflur
frá Islandi. Hann gróðursetur þær
i Parisarborg áriö eftir og fær
góða uppskeru, en á þessum
árum herjaöi kartöflukláði,
stöngulsýki og alls konar veiki, á
kartöflustofna, en þessar islensku
kartöflur blómstra þarna einar
allra tegunda. Róbert fær svo
mikla uppskeru, bragðgóöa og
heilbrigða, aö hann sendir hluta
hennar til Belgiu. Belgiumenn sá
lika i görðum sinum, viö Maas-
fljótiö, og fá svo góöa uppskeru,
aö þeir skrifa um þetta i visinda-
rit áriö eftir. Þannig sló islenska
kartaflan alveg I gegn.