Þjóðviljinn - 23.07.1978, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 23.07.1978, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. júll 1978 Menn og menntir Gengið um götur í kiljustórveldi Menn gera það sér til dundurs að kvarta yfir þvi, að það séu vondar myndir i bióunum eða að sjónvarpið sé lélegt eða dagskrá þess allt of stutt. Þetta eru ekki verri kvörtunarefni en mörg önn- ur. Þaðer lika hægtað kvarta yfir þvi hve bækurnar eru lýgilega margar sem út koma og timinn naumur til að lesa eitthvað af þeim. Og freistingarnar margar. Listar frá kiljustórveldum eins og Penguin minna mjög rækilega á það sem nú siðast var sagt. Mig rámar i þann tima þegar þetta fyrirtæki sem svo margir hafa stælt, var enn ungt að árum og gaf einna helst út þær bækur sem sigildar voru, „bestu bækur heimsins” voru orðnar hræbilleg- ar — i annan stað komu svo met- sölubækur samtimans. Nú er það ótrúlega breitt svið bóka sem kiljustórveldið sendir frá sér. Skáldskaparnótt Það verður enginn hissa þótt inn um dyrnar berist verðlauna- bækur skáldsagnakyns eins og til dæmis hin magnaða Suð- ur-Af rikuskáldsaga Nadime Gordimer, The Conservationist: hún f jallar um einn þeirra manna sem nýtur allra þeirra forréttinda sem hvitur maður þar um slóðir hefur, um þá ákvörðun hans, að ekkert muni breyta lifsháttum hans. I sama dúr er það auðvitað, Þegar höfuðskáld Astraliu, Pat- rick White.kemst á dagskrá hjá Penguin: hann er Nóbelsverð- launahafi og þvl mun ekkert koma i veg fyrir það að hann verði fastagestur i kiljulandinu. Smám saman gerist það og að gengnir stórmeistarar aldarinnar i sagnalist koma allir út á kilju: nú siðast i mailok var Penguin að gefa út úrval sagna eftir Thomas Mann, Mario and The Magician and Other Stories — þar á undan voru komnar sjö bækur hins þýska meistara út hjá forlaginu, allt frá Buddenbrooks til Doktors Faustus. Kanntu brauð að baka? Meiri furöu vekur það hve mik- ið af fremur sérhæföum handbók- um koma út hjá Penguin. Frá Svium og Dönum taka þeir fróð- leik um prjónaskap (Simple Knitting eftir Maj-Britt Eng- ström og Everybody’s Knitting eftir Kirsten Hofstatter). Frá Svium tekur forlagið einnig leiðarvisi i gerð einfalds fatnaðar (Simple Clotheseftir Kerstin Lo- kranz). Þeir reiða fram mikið af sælkerabókmenntum — t.a.m. bók um frönsk vin, The Wines of France eftir Cyril Ray, sem er „forseti samtaka vinrithöfunda” og margheiðraður af stjórnum Italiu og Frakklands „fyrir fram- lag til vinbókmennta”. Og má með sanni segja, að mörg er sú iðja sem drottinn hefur búið til handa skriffinnunum sinum. Og vel mætti ljúga þvi að mér, að dr júgur sé sá hópur sem hefur gagn af garðyrkjubók eftir Christopher Lloyd sem nefnist ,,The Well-Tempered Garden”. Þar er farið yfir vitt svið — allt frá áburði og sáningu, um skipu- lag garða til árstiðanna gróður- rytma. Þessi bók er klassisk köll- uð i gagnrýninni — og kom fyrst út fyrir átta árum hjá ööru for- lagi. Þessi bók er ein af mörgum dæmum um það, að bækur sem fyrst koma út gylltar i sniöum, i stóru broti og með miklum myndakosti, rata sina kiljuleið, enda þótt þær i upphafi séu ætlað- ar afmörkuðum hópi áhuga- manna. Múrinn og lygarinn Einna flestar freistingar eru samt lagðar fyrir þá sem hafa gaman af sögu. Og þá er ekki að- eins átt við þann mikla fjölda grundvallarrita og yfirlitsrita sem kiljustórveldin hafa helgað sér eða láta skrifa fyrir sig sér- staklega. Það koma út i' stórum kiljuupplögum bækur um efni sem áöur sýndust af þvi tagi, að þær væru skrifaðar fyrir mjög þröngan og sérvitran hóp. Tökum nýlegt dæmi: bók Davids J. Breeze og Brians Dobsons Hadrian’s Wall. Bókin f jallar um múr Hadríans, vegg sem Róm- verjar reistu um Bretland þvert, þar er reynt að gefa sem full- komnust svör við þvi, af hverju þessi múr var reistur og hvernig hann var notaður. Enn annað sér- viskudæmi: sá ágæti sagn- fræðingur Hugh Trevor-Roper sendi frá sér bók um sérvitran breskan Kinafræðing, sem lést I Peking á heimsstyrjaldarárunum siðari. (The Hermit of Peking, Einsetumaðurinn I Peking, minn- ir mig að hún heiti, en hún finnst ekki I þessum orðum skrifuðum.) Höfundur rekur feril þessa breska ævintýramanns af firna- lega skemmtilegum hæfileika til að gera undarlegar uppákomur i senn spaugilegar og merkilegar. Söguhetjan var stórsnjall málamaður og lygari af þeirri guðs náð að hann vissi ekki sjálf- ur hvenær hann sagði satt oghve- nær ekki. Eitt afreka hans var aö falsa dagbók eins af gæðingum siðustu keisarafrúarinnar 1 Kina (og var þetta plagg um tima not- að viö sagnfræðilegar rannsókn- ir). A heimsstyrjaldarárunum fyrri keypti hann á laun vopn i Kinaogsendi með djúnkum niður eftir Jangtse og til Hongkong: snjallræði hansvar hinsvegar það að rifflarnir voru aldrei keyptir, djúnkurnar sigldu aldrei niður fljótið og vopnin komu aldrei fram, enda þótt margir háttsettir embættismenn stasðu i merkum bréfaskriftum og fjárgreiðslum við þennan sérstæða erindreka út af málum þessum. Hann seldi Amerikönum einkaleyfi til að prenta peningaseðla fyrir Kin- verska lýðveldið (með svipuðu umboði og Einar Ben. seldi fossa), og síðasta afrek hans var að falsa eiginævisögu. Þar kemur hann fram sem firnalegur ást- maður, sem annarsvegar lýsir sér I hómósexúelum samböndum við Oscar Wilde, Verlaine og einn af verðandi ráðherrum Bret- lands, hinsvegar er hann margoft kallaður á laun til hirðarinnar i Peking til að sefa frygð hinnar öldnu keisarafrúar. Ór þessum lygavef öllum spinnur Tre- vor-Roper bók, sem I leiðinni varpar ljósi á margar sérstæðar hliðar i fari breskrar yfirstéttar á blómaskeiði heimsveldisins — og allt er þetta gert með þeim irón- isku yfirburðum sem einkennir ágætahöfunda i fyrrverandi stór- veldum. Stríðið gegn Gyðingum Setjum svo, að einhver hafi áhugasvið eins og til dæmis mál- efni Gyðinga. Sá kemur aldeilis ekki að tómum kofunum. Forlag- ið hefur meira að segja gefið út vandaða og skrautlega útgáfu af Passover Haggadah — Hagada shel pesakh — en það er safn bæna og helgra texta á hebresku ogensku með söngvum á nótum. Þetta er það sem farið er með á ári hverju á gyðingaheimilum þegarefnter til páskamáltiðar og rifjað upp tilefni hátiðarinnar: brottförin fræga af Egyptalandi. Þessi útgáfa er skreytt myndum eftir Leonard Baskin. Almennari skirskotun hefur aö sjálfsögðubók eftir Lucy Dawido- wicz, The War against the Jews 1933-1945. Bókin fjallar um út- rýmingarherferð nasista gegn Gyðingum og virðist traust og áreiðanleg i állri málsmeðferö. Þeir sem hafa spurt sig að þvi, hvernig á þvi stóð að , ,sex miljón- ir Gyðinga létu leiða sig eins og lömb til slátrunar” fá hér mjög greinargóðsvör: éghefiekki fyrr séð jafn samviskusamlega gerða grein fyrir þeim vitahring i vita- hring sem tilvera Gyðinga undir þýsku hernámi var, nema þá i hinni frægu bók Jean Fran- cois-Steiners um útrýmingar- búðirnar Treblinka. t annan stað má það verða mörgum nytsamur fróðleikur sem höfundur rekur af sögu Gyðingafjandskapar, ekki aðeins kenninga Hitlers og hans manna, heldur þess „hálfvolga” en þó illkynjaða kynþáttahaturs sem var þegar fyrir aldamót veigamikill þáttur i flokkap)ólitik bæði i Þýskalandi og Austurriki. Það var ekki skitmennið Julius Streieher sem fann upp vigorðið „Die Juden sind unsere Ungluck” — Gyðingarnir eru okkar ógæfa, heldur Heinrich von Treitschke, virtur sagnfræöiprófessor við Beriinarháskóla og atkvæða- maður meðal Þjóðlegra frjáls- lyndra. Og við er alin erum upp I kirkju Lúthers mættum vel huga að þvi, að það var einmitt Mar- teinn karlinn Lúther sem sagði : „næst andskotanum átt þú ekki grimmari og banvænni óvin en sannan Gyðing”. En það sem mesta furðu vekur i þessu riti er kaflinn um það ótrú- lega menningarlif sem Gyðingar komu sér upp i hungri og eymd ghettósins i Varsjá 1940-1942. Samanburður á valdakerfum Stórveldi eru alætur. Penguin getur isenn gert sér mat úr ritum þangaðsem menn sækja sér rök- semdir gegn byltingunni og úr rit- um postula hinnar nýju róttækni sjötta og sjöunda áratugsins. Til hinna fyrri bóka er mikið rædd og umdeild skýrslu Francois Pon- chaud um stjórn hinna Rauðu Khmera á Kambódiu (Cambodia Year Zero). Til hinna seinni mik- ið rit I tveim bindum eftir Regis Debray, A Critique of Arms, þar sem fjallað er um byltingar- hreyfingar Suður-Ameriku af mikilli og drjúgri þekkingu. Verð- ur nánar fjallað um rit þetta hér á næstunni, enda erhér um að ræða úttekt sem hlýtur að vera vinstri- sinnum mikils virði. Þá er nýkomin úr pressunni fróðleg bók eftir tvo bandariska höfunda, Zbigniew Brzezinski (sem nú er öryggismálaráðgjafi Carters forseta) og Samuel P. Huntington. Hún heitir Political Power USA/USSR. Hér er um að ræða Itarlegan samanburð á pólitisku valdi i þessum tveim helstu stórveldum heims, og er lögð sérstök áhersla bæði á að draga fram þær hliðstæður sem til eru og þann mun sem engu að siður er á „kerfinu” i þessum löndum tveim. Brzezinski er nefnilega enginn vinur samruna- kenningarinnar svonefndu, sem gerir ráðfyrir þvi, að þróunarlög- mál nútíma iðnaðarþjóðfélaga muni þegar til lengdar lætur draga úr muni þeim sem menn nú greina á milli pólitiskra kerfa. Höfundar leggja I lokakafla ein- mitt sérstaka áherslu á sérstæða sögulega reynslu Sovétrikjanna og Bandarikjanna, og þeir draga mjög i efa, að tæknivæðing og ýmislegt það sem fylgir tækni- byltingu samtimans þurfi at leiða tilbreytinga t.d. á sovéskustjórn- kerfi (i þá veru að dregið verði úr valdeinokun flokksins). Still þessarar bókar mun mörg- um vafalaust finnast i þurrara lagi. Engu að siður er margt i henni bráðskemmtilega athugaö — ekki síst i samanburðarvið- leitninni. Höfundar taka dæmi af þeim Kennedy og Krúsjof. Þeir rekja fyrst feril þeirra en siðan hvernig þeir afgreiddu hinar ýmsu kreppur og vandamál sem að þeim steðjuðu. Kennedy er sýndur andspænis baráttunni fyr- ir mannréttindum blökkumanna — Krúsjof er sýndur i glimu við svonefnda „neysluumræðu” — þ.e.a.s. átök um hlutföll I fjár- festingu milli þungaiðnaðar eða neysluiðnaðar. Báðir eru leið- togarnir sýndir i glimu við óþægi- lega hershöfðingja og striðsgarpa — Mac Arthur og Zhukof. Þeir eru sýndir I vopnaðri ihlutun um mál granna sinna — Kennedy i Kúbu- deilunni og Krúsjof I Ungverja- landi 1956 — og þeir eru einnig sýndir I gli'mu við óþekka banda- menn — sovéski foringinn I glimu við Maóen Kennedy i vandræðum með de Gaulle. Um þetta sem nú var nefnt segir i niðurstöðum höfundanna: „Skilgreining á tvennum ihlutunum og tveim bandamönnum gerir ráð fyrir þvi, að sovéska kerfið sé betur til þess fallið að glima við and- stæðinga, en hið bandariska sé virkari i þvi að ráöa við vinii’ AB tóksaman.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.